Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 21

Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 - 21 Tindastóll vann KR Tindastóll á toppi deildarinnar með Keflvíkingum með 18 stig en verri stiga- inuii. Tindastóll gerði Jrað sl. fimmtu- dag sem fáir bjuggust við er Jreir unnu Islandsmeistara KR á heimvelli þeirra í KR-húsinu 105-95. Tindastóll er í 2. sæti úrvalsdeildarinnar í körfuknatt- leik þegar liðin fara í sumarfrí með 18 stig, jafnmörg stig og Keflavík en lakari stigamun. Sannarlega glæsilegt, ekki síst Jrar sem KR hafði unnið fimm leiki í röð og „spekingarnir" reiknuðu með öruggum sigri KR. Varnarleikur Tindastóls var sannarlega góður, jafnvel á mörkum þess að teljast grófur, og það fór í taugarnir á KR-ing- um. Shawn Myers var sem fyrr frábær í liði Tindastóls, gerði 38 stig og var á köflum óstöðv- andi. Michael Antropov og Svavar Birgisson skoruðu háðir I 5 stig. Þór þurfti að reka af sér slyðruorðið er Jaeir mættu Vals- mönnum, en þeir höfðu tapað sex síðustu leikjum í röð. Þór vann Val 99-92 og fara því í jólafrí með 8 stig í 9. sæti og hafa fjarlægst falldrauginn nokkuð en neðan við Jrá á stiga- töllunni eru Skallagrímur, Valur og Isfirðingar. Sigurður Sig- urðsson vaknaði af værurn blundi í Þórsliðinu, dreif félaga sína áfram og var besti maður iiðsins, skoraði 28 stig, en Oð- inn Asgeirsson með 24 stig og Clifton Bush ineð 22 stig voru cinnig góðir. íslandsmótið heldur áfram 4. janúar nk. en þá leikur Þór gegn Skallagrími í Borgarnesi og Tindastóll mætir Njarðvík í ljónagryfjunni þar suður frá. Þór dróst gegn Keflavík á úti- velli í bikarkeppninni og verður leikið 6. eða 7. janúar. - GG KA komst 14. sætið Hörður Flóki varði 25 skot í marki KA og tryggði þeim sig- ur gegn HK KA vann HK 25-22 í síðasta leik liðsins fyrir hléið í hand- boltanum og er í 4. sæti deild- arinnar með 16 stig, en Grótta/KR er í 3. sæti með 18 stig en Haukar og Fram leiða mótið með 22 stig, Haukarnir með meiri markamun. Guðjón Valur Sigurðsson var allt í öllu í sóknarleik liðsins lengst af, eða þar til hann var tekinn úr umferð. Ef þá hefði ekki ekki komið til frábært einkaframtak Andreas Stelmokas hefði sigurinn ef- laust hafnað í Kópavoginum. En Stelmokas var frábær á lokakaflanum, skoraði grimmt og fiskaði vítaköst. En kannski var það markvarsla Harðar Flóka Olafssonar sem öðru fremur skóp þennan sigur KA, en hann varði 25 skot. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 11 mörk, og þeir Andreas Stelmokas og Sævar Arnason 4 hvor, aðrir minna. Hlynur Jó- hannsson var Iangbestur HK- manna, varði 19 skot en réði ekki við frábæran endasprett Stelmokas. Islandsmótið fer nú f langt frí, eða til 4. febrúar, og því byrjar eiginlega nýtt mót þá. I janúar tekur íslenska landslið- ið þátt í heimsmeistarakeppn- inni sem fram fer í Frakklandi. - GG SKA tekur við SMðaráði Akureyrar Þann 25. nóvember sl. var stofnað félag skíðaáhugafólks á Akureyri. Félagið er arftaki Skíðaráðs Akureyrar sem er sérráð innan lþróttabandalags Akureyrar, en móðurfclög Jress eru KA og Iþróttafélagið Þór. Með stofnun hins nýja félags verður Skíðaráð Akureyrar lagt niður. Markmiðið með því að breyta Skíðaráði Akureyrar í félag en einkum að auka fé- lagsvitund skíðaáhugafólks og efla og styrkja félagsskap þess. Félagið fær sín eigin Iög, hald- inn er aðalfundur þar sem stjórn félagsins og sérgreina- nefndir eru kjörnar, en með Jrví fær félagið nýja og formlegri umgjörð en áður. Móðurfélög- in tilnefna ekki lengur menn í stjórn og keppnisfólk keppir nú undir merkjum hins nýja félags en ekki móðurfélag- anna. A stofnfundi félagins voru því sett lög, samþykkt skipurit og kosið í sérgreina- nefndir félagins, þ.e. alpa- greinanefnd, brettanefnd og norrænugreinanefnd. Auk sér- greinanefnda eru í félaginu sjö starfsnefndir sem sjá um af- mörkuð verkefni eins og t.d. Andrésar Andarleikana, barna og unglingstarf, fræðslu og út- breiðslumál o.fl. Fyrsti for- maður Skíðafélags Akureyrar er Júlíus Jónsson. Framhaldsstofnfundur fé- lagsins var haldinn fimmtudag- inn 14. desember sl. þar sem tekin var ákvörðun um nafn á félagið en efnt var til sam- keppni um nafnið meðal fé- lagsmanna. Fyrir valinu varð „Skíðafélag Akureyrar", skammstafað SKA. Fram- kvæmdastjóri KA, Gunnar Jónsson, færði félaginu gjöf, sögu Knattspyrnufélags Akur- eyrar og fána félagsins. Auk þess tilkynnti hann að skíða- minjar KA yrðu afhentar Skíðafélagi Akureyrar til varð- veislu. - GG Sldðafélag Akureyrar stóð fvrir Mkarmóti Bikarmót SKÍ í göngu, það fyrsta í vetur, var haldið af nýstofnuðu Skíðafé- lagi Akureyrar í Hlíð- arfjalli um helgina en þar hefur verið einmuna skíðatíð í haust og upphafi vetrar. Aðstæður allar og færi hið besta. Hefur enda vakið athygli að bæði skíðagöngubrautir og svigbrautir bafa verið opnar og ljósumprýddar núna á aðvent- unni. Fyrri keppnisdaginn var veður allgott en þó nokkur suð- vestan strekkingur sem gerði keppendum erfitt fyrir á köfl- um. Seinni dagurinn bætti þetta hins vegar upp svo um munaði enda nánast Iogn, bjart og frost, sannkallaðar kjöraðstæður til skfðaiðkunar. Guðný Osk Gottliebsdóttir frá Akureyri sigraði í flokki 15 til 16 ára bæði í 5 km göngu með frjálsri aðferð og í 3.5 km göngu með hefðbundinni aðferð og Katrín Arnadóttir frá Akureyri var í 2. sæti í báðum greinum. Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Það hefur vakið athygli að bæði skíðagöngubrautir og svigbrautir í Hlíðarfjalli hafa verið opnar og ijósumprýddar núna á aðventunni. Fyrsta bikarmót SKI fór fram í Hlíðarfjalli um helgina. Ólafsfirði sigraði í flokki 13 til frjálsri aðferð og hefðbundinni Ólafsfirði, var í 2. sæti f báðum 14 ára bæði í 3.5 km göngu með og Sigríður Þóra Hilmarsdóttir, greinum. I flokki 17 til 19 ára pilta sigraði Ólafur Th. Árnason frá Isafirði í 10 km göngu með frjálsri aðferð og með hefð- bundinni aðferð en Jakob Einar Jakobsson frá Isafirði var í 2. sæti í báðum tilfellum. I flokki 13 til 14 ára drengja sigraði Hjalti Már Hauksson frá Ólafs- firði í 5 km göngu með frjálsri aðferð og í 2. sæti var Ingi Freyr Hilmarsson frá Olafsfirði. Hjalti Már sigraði einnig í 3 km göngu með hefðbundinni að- ferð en Gylfi Víðisson, Olafs- firði. í 2. sæti. í flokki 15 til 16 ára drengja sigraði Andri Stein- þórsson frá Akureyri í 7 km göngu með frjálsri aðferð og Markús Þ. Björnsson, Isafirði í 2. sæti en Hjörvar Maronsson frá Ólafsfirði sigraði í 5 km göngu með hefðbundinni að- ferð en Andri Steinþórsson frá Akureyri var í 2. sæti. Baldur Helgi Ingvarsson frá Akureyri sigraði í karlaflokki í 10 km göngu með frjálsri aðferð en Árni Gunnar Gunnarsson frá Akureyri var í 2. sæti. Helgi Heiðar Jóhannesson frá Akur- eyri sigraði f 10 km göngu karla með hefðbundinni aðferð, 20 ára og eldri, en Baldur Heiðar Ingvarsson, Akureyri, var í 2. sæti. I kvennaflokki 20 ára og eldri sigraði Hanna Dögg Mar- onsdóttir frá Ólafsfirði. - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.