Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 6
6 - ÞRIDJUDAGUR 19. DESEMBER 2000 SDpmtr ÞJÓÐMAL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftafgjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Netföng auglýs/ngadeildar: Símar auglýsingadeildar: Símbréf auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLANO JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON STRANÐGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVI'K OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.900 KR. A MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 augl@dagur.is-gestur@ff.is-karen@dagur.is (REYKJAV(KjS63-1615 Amundi Amundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRD460-6192 Karen Grétarsdóttir. 460 6161 460 617KAKUREYRU 551 6270 (REYKJAVÍKJ Abyrgðarlaust tal f fyrsta lagi Stjórnarflokkarnir gengu sýnilega út frá því sem gefnu að Samkeppnisstofnun myndi leggja blessun sína yfir sameiningu Landsbankans og Búnaðarbankans. Samkeppnisráð hefur nú rústað þessa stefnu. Vissulega ber að fagna því að viðskipta- ráðherra skyldi fara þá leið að fá álit Samkeppnisráðs áður en endanleg ákvörðun um sameiningu bankanna yrði tekin. Engu að síður er niðurstaðan áfall fyrir stefnu ríkisstjómarinnar og mikilvægt að ráðherrar taki sér tíma til að hugsa næstu skref vandlega. í öðru lagi Því miður benda fyrstu viðbrögð sjálfstæðismanna ekki til þess að þeir séu í nægilegu jafnvægi til að taka skynsamlegar ákvarðanir. Þeir sem hæst láta eru augljóslega hamslausir af bræði út í Samkeppnisstofnun fyrir að dirfast að leggjast gegn áformum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Viðbrögð sumra þeirra eru ábyrgðarlaust tal um að ríkið þurfi að losa sig við ríkisbankana sem fyrst og virðist skipta þá minnstu máli hvað skattborgararnir fái fyrir þessi öflugu og ábatasömu ríkisfyrir- tæki. Með slíkum málflutningi eru sjálfstæðismenn beinlínis að rýra eigur þjóðarinnar, sem þeim er þó sem þingmönnum falið að gæta. Það er ábyrgðarleysi á hæsta stigi. 1 þriðja lagi Sem betur fer heyra bankamálin ekki undir svo ábyrgðarlausa menn heldur Valgerði Sverrisdóttur, ráðherra Framsóknar- flokksins, sem vonandi smitast ekki af hættulegu óðagoti sjálf- stæðisþingmanna. Af hálfu framsóknarmanna hefur það verið eitt af yfirlýstum markmiðum í bankamálum að tryggja þjóð- inni sem hæst verð fyrir Landsbankann og Búnaðarbankann þegar þeir verði seldir. Almenningur hlýtur því að setja traust sitt á forystumenn Framsóknarflokksins að þeir vinni áfram samkvæmt þeirri mörkuðu stefnu og sjái til þess að eigur rík- isins í bönkunum tveimur fari ekki á útsölu. Gefa þarf stjórn- endum bankanna tóm til að hagræða og hámarka verðmæti fyrirtækjanna áður en farið verður að selja hlutabréf í þeim. Elías Snæland Júnsson Umræouþáttur Garri horfði á sjónvarpið um helgina, þar sem tveir íhalds- drengir hófðu verið fengnir til að ræða um málefni Iíðandi stundar í þættinum Kastljós. Álitsgjafarnir voru þeir Oli Björn Kárason ritsjóri DV og Karl Blöndal blaðamaður á Morgunblaðinu, en báðir virt- ust þeir standa fyrir sömu skoðanir og sömu sjónarmið í nánast öllum málum. Sérstak- lega virtust þeir sammála þeg- ar kom að umræðunni um lækninn á Landspítalanum sem næstum var búið að ráða í yfirmannsstöðu, en hætt var við að síðustu stundu vegna þess að í ljós kom að maður- inn var talsmaður hins fyrirhugaða eínka- sjúkrahúss, Álitsgjaf- arnir hugprúðu - OIi Björn og Karl - sáu hins vegar öll tormerki á því að sjúkrahúsfor- stjórinn skyldi ekki vilja ráða manninn í vinnu. Skoðanafrelsi? Spurning um skoðanafrelsi sögðu þeir, og eftir að þátta- stjórnandinn hafði örlítið reynt að draga fram önnur sjónarmið í málinu þá varð niðurstaðan einróma: Þetta voru hin verstu bolabrögð hjá sjúkrahúsforstjóranum og jafnvel brot á tjáningafrelsi og mannréttindum almennt. Nú þekkir Garri ekki til hvernig starfsemin gengur fyr- ir sig hjá BÚV, Morgunblað- inu og DV. En víða að minnsta kosti, er til þess ætl- ast í fyrirtækjum að þeir sem valdir eru til stjórnunarstarfa haldi uppi merkjum fyrirtækj- anna eða stofnananna til að efla hróður þeirra, ímynd og traust út á við. Þannig skapast í viðkomandi fyrirtæki ákveð- inn trúnaður milli stjórnend- anna og þeir vita að allir þeir sem telja ástæðu til að bæta rekstur starfseminnar munu þá viðra þær hugmyndir sínar innanhúss með það að leiðar- Ijósi að laga hana. Annað mál I þessu tilfclli virðist þetta hins vegar eitthvað hafa skol- ast tíl. Umræddur Jæknir hafi engan áhuga á að vera stjórn- andi á Landspítala á þeim for- sendum að endurbæta starf- semina innan frá. Hann ætlaði að laga það sem honum fannst aðfinnsluvert með því að stofna annan spítala úti í bæ. Þess utan hefur komið fram að þegar aðrir stjórn- endur ræddu við hann þá var hann í hjarta sínu á móti sameinuðum Land- spítala og hafði eigin- lega bara dregist inn á að sætta sig við sameining- una vegna þess að þetta átti að verða háskólasjúkrahús. Garri fær því ekki betur séð en þessi Iæknir hafi í raun verið á móti þeirri stefnu sem tekin hafði verið í rekstri spítalanna og hann telur að starfsemin þar sé stórgölluð. Það sem Garri getur ómögulega skilið er til hvers þessi maður var þá yfir- leitt að sækja um að verða stjórnandi á þessari stofnun?! Með svona viðhorf og fram- komu gat hann aldrei búist við að trúnaðartraust ríkti milli hans og annarra stjórnenda. En hann nær því aftur á móti að verða píslarvottur í sjón- varpsþætti með Óla Birni og Karli Blöndal, og þó slíkt píslavætti kunni að þjóna ágætlega hagsmunum einka- spítalans þá getur það varla hafa verið tilgangurinn með umsókn hans um þessa stjórn- unarstöðu. Eða hvað? GARRI ^ JOUANNES SIGURJÓNS- SON skrifar Jólakvíði í saman burðarsamfélagi Það er eitthvert ógurlegt jólavæl í gangi þessa dagana og í ræðu og riti er verið að sproksetja blessuð jólin. Þau eru sögð versti tími ársins og látið er að þvf ligg- ja að margir verði þeirri stund fegnastir þegar jólin eru að baki. Það líður varla svo dagur að ekki komi fólk fram í fjölmiðlum og kvarti yfir jólastressi og jóla- kvíða og í kjölfarið mæta svo sál- gæsluliðar á borð við presta, fé- lagsfræðinga, sálfræðinga og heilara og gefa góð ráð við jóla- kvíða. En ráðin virðast duga skammt, ellegar menn hlusta ekki á ráðgjafana, því daginn eft- ir mætir nýtt fólk í miðlana, barmafullt af jólastressi og út- steypt af rauðum bólum jólakvíð- ans. Jólakortaótti Skilgreindur jólakvíði sam- anstendur af mörgum þáttum og eru þessir helstir: Ómennskar kröfur samanburðarsamfélagsins sem neyða menn til kaupæðis þegar ekkert er til í buddunni og enn minna á kortinu. Ottinn við tímaskort þegar til stendur að hreingera alla íbúðina hátt og lágt með tannbursta og baka í framhjáhlaupi 32 smákökusortir, skera 350 laufabrauð og reita og svíða 21 rjúpu. Taugatitringurinn þegar skrifað er á 333 jólakort í stöðugum ótta við að gleyma nú einhverjum sem máli skiptir. Nágrannakrytur sem snúast um það hver hefur sett upp fleiri ljósaseríur í garðinum hjá scr og óttinn við fótbrot þeg- ar prílað er upp í hæstu tré til að koma téðum seríum á topinn. Og svona mætti lengi telja. Auðvitað eru þeir til sem óhjá- kvæmilegar bera kvíðboga í brjósti vegna jólanna af gildum ástæðum, vegna ástvinamissis, raunverulegrar fátæktar og ým- issa áfalla sem magna söknuð og trega í skjannabirtu jóla- ljósanna. En hjá flestum er jóla- kvíðinn fyrst og fremst sjálfskap- arvíti og spurning um hugarfar. Jólamanía Það er oft talað um að börn og unglingar séu leiðitöm og áhrifagjörn og þykir eðlilegt sökum tímabundins van- þroska. En flestir sem þjást af jólakvíða eru komnir til vits og ára og ættu að hafa öðlast þros- ka til að taka sjálfstæðar ákvarð- anir í stað þess að Iáta þrýsting og svokallaðar kröfur tímans draga sig endalaust á asnaeyrum. Ef uppstyttulaust kaupæði, jólabakstursfár, skreytingamanía og hrcingerningaroflors er að gera út af við menn fyrir jólin, þá er hverjum og einum í sjálfsvald sett að breyta þessu og það án allra ráðlegginga frá sérfróðum sálgæslumönnum. Hver gerir bara það sem honum þykir best til að þess að tryggja róleg og gleðileg friðarjól. Kaupir góðar jólagafir handa börnunum en gefur öllum öðrum blýant. Frest- ar stórhreingerningu fram í jan- úar. Sker niður smákökubakstur um 75%. Og fjárfestir ekki í fleiri jólaseríum heldur notar aðeins þær sem koma upp úr kassanum í bílskúrnum og eru góðu heilli fiestar ónýtar. Jólin eiga að vera eins og hver og einn vill hafa þau. Nema auð- vitað þeir tclji að markaðsöflin og samfélagið í heild cigi að hafa vit fyrir viðkomandi og þá er þeim heldur ekki viðbjargandi og vcrða bara að búa við sinn hcimatilbúna jólakvíða. 1 Erjákvætt að Satn- heppnisstofnun séfarin aðsýna vald sitt í verki? (Samkeppnisstofnun hnekkti fyrir helgina fyrirhugaðri sameiningu Landsbanka og Búnaðarbanka og Prentsmiðjunnar Eddu og Stein- dórsprents-Gutenbergs.) Jóhannes Gunnarsson formaðiirNeyteiidasamtakaniia. "Samkeppnislög- in voru hert sl. vor, m.a. ákvæði um samruna fyr- irtækja. Úrskurð- ir sem Sam- keppnisyfirvöld hafa verið að kveða upp síðustu daga eru eðlilegir miðað við lög- in og út frá sjónarmiði neytenda góðir. Þetta tcl ég að muni verða til þess að fyrirtæki muni í aukn- um mæli afla sér forúrskurðar áður en þau sameinast - og þá er ekki endilega víst hver niðurstað- an verður." Elma Guðmundsdóttir Maðamaður í Neskatqtstað „Já, og þótt fyrr hefði verið. Það er einnig verðugt verkefni fyrir Samkeppnis- stofnun að taka ýmsa aðra þætti íslensks viðskiptalífs fyrir, svo sem verðhækkanir á bílatrygg- ingum og bensíni en það er lens- ka að olíufélögin þrjú hækki verðið um sömu upphæð nánast í takt. Sömuleiðis er verðugt fyr- ir stofnunina að skoða hækkun flugfargjalda." Sævar Helgason framkvæmdastj. íslenskra verðbréfa. í 'ill "Tilvist og sjálf- I stæði Samkeppn- isstofnunar er mikilvægt. Stofn- unin var beðin um álit á fyrir- huguðum sam- runa LÍ og BÍ, en hins vcgar má deila um hvort sú niðurstaða hafi verið rétt. Sama má segja um niðurstöðuna í máli Odda og Stcindórsprents- Gutenbergs. Stóraukin samkeppni er við er- lend fyrirtæki á mörgum sviðum atvinnulífsins og mikilvægt að hagræða í mörgun atvinnugrein- um til að gcta tckið þátt í þeirri samkeppni, því er spurning hvort ekki þarf að endurskoða þær for- sendur og reglur sem stofnunin vinnur eftir." Sigurður G. Guðjónsson lögmaður. "^ "Fyrst og síðast á Samkeppnis- stofnun að fara cftir lögum sem um starfsemina gilda. Ég veit ekki hvort hún hefur sýnt sérstakt vald í nýföllnum úr- skurðum sem virðast á skjön við úrskurði í öðum málum að und- anförnu eða afskiptaleysi stofn- unarinnar í málefnum smásölu- verslunarinnar. Auk þcss er stofnun treg til að taka á BÚV og stöðu þess á ljósvakamarkaði. Mér f'innst Samskeppnisstof'nun um of' telja að ísland sc einangr- að norður í höfum, þegar öll við- skipti cru í ;c ríkari mæli að verða alþjóðleg."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.