Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 4
4 - ÞRIÐJVDAGUR 19. DESEMBER 2000 -Dgptr FRÉTTIR Þær eru ófáar smákökurnar sem fara ofan í landann um jólin. Nær 200 smákökur á hvern íslending Líkur benda til að Islend- ingar gæði sér á ylir 50 iniUjúii jólasmákökum í jólamánuðinum eða hátt í 200 kökur á mann að meðaltali. „Það verða gleðileg jól hjá Frón," sagði sölu- og markaðsstjórinn Guðmundur Gíslason, sem sem búinn er að selja næstum allar 17 milljón smákökurnar sem Frón bakaði fyrir jólin. „Við bökuð- um 10 tegundir, alls 17 milljón kökur, sem eru allar búnar hjá okkur, eða nán- ast, það eru bara nokkur box eftir." Þar við bætast milljónir af' smákökum frá Kexmiðjunni á Akureyri, ótal bakaríum, auk heilmikils innflutnings frá Dan- mörku og víðar að. Að mati Guðmundar er Frón með allt að 40% af markaðnum, sem samkvæmt því er þá alls um 43 milljón kökur. Þá er ótalinn allur heima- baksturinn. Séu bakaðar að meðaltaii 1 50 kökur á öðru hvoru heimili gerir það um 8 milljón kökur til viðbótar. Milli 10 og 12 þúsund kalóriur Alls erum við þá komin með hátt í 200 smákökur að meðaltali á hvert einasta mannsbarn í landinu. Hráefnið skiptist gróflega í þrennt: feiti, sykur og hveiti, að viðbættu kókosmjöli, súkkulaði, marsipani, rúsínum og fleira góðgæti. Þessar 200 smákökur gætu því inni- haldið á bilinu 10 til 12 þúsund kalóríur - eða sem svarar allri kaloríuþörf lands- manna í fjóra til fimm daga. Smákökubakstur víða á undanhaldi „Já, þetta er alveg lygilegt," sagði Guð- mundur. „Ætli við eigum ekki met í þessu eins og mörgu öðru, meðal annars gosinu. Við erum alveg „sykursjúk" - vilj- um toppa alls staðar." Samkvæmt rann- sóknum hjá Frón er þróunin sú að smákökubakstur á heimilum hefur farið minnkandi og þeim mun meira sem hús- mæður og -feður eru yngri. „Samt sem áður virðist fólk vilja baka eina eða tvær sortir - til að fá stemninguna og lyktina. En það að baka 10 sortir, eins og mamma mín gerði á árum áður, jafnvel á nóttinni, það hefur held ég farið mjög minnkandi. Ég held þó að flestir baki ennþá eitthvað, bara í minna mæli og færri tegundir." Ennþá 10 sortir í'yrir austan og vestan Ingólfi Gíslasyni framleiðslustjóra Kexsmiðjunnar á Akureyri reiknast að þar hafi verið bakaðar á fjórðu milljón smákökur fyrir þessi jól, um 20% meira en í fyrra. „Já, þetta hefur runnið út. Það magn sem við settum okkur að baka er uppselt hjá okkur, en auðvitað er eitt- hvað í æðunum." - Ingólfi sýnist heima- baksturinn mjög mismunandi milli landshluta. I Reykjavík virðist hann á hröðu undanhaldi. „A Austurlandi selj- um við hins vegar nánast ekki neitt, svo þar eru heimilin greinilega ennþá að baka og það sama merkjum við fyrir vest- an og víðast á smærri stöðum. Hér á Ak- ureyrarsvæðinu seljum við hins vegar mjög vel. Þannig að mín tilfinning er sú, að nútímaþjóðfélagíð er ekki komið tíl þessara smærri staða. Þar er fólk enn að baka 10 sortir." - HEl Sérstaka athygli hefur vakið í heita pottinum hversu einarða afstöðu Morgunblaðið hefur tekið varðandi málefni Steins Jónssonar læknis sem lenti í því að fá ráðningu sína afturkaJlaða eftir í Ijós kom að hann var einn þeirra sem var í for- svari fyrir nýjum einka- spítala í borginni. Á það er bent að með sinni ákveðnu afstöðu sé Moggi að gera nokkuð sem hann annars gerir ógjarnan, taka afstöði í máli þar sem sjálfstæðismenn eru í aðalhlutverkum hjá báðum deiluaðilum... Annars eru pottverjar hneykslaðastir á Magnúsi Péturssyni forstjóra og spít- alastjórninni yfirleitt fyrir að hafa ráðið Stein í þeirri trú að staða af þessu tagi myndi ekki koma upp! Steinn mun aldrei hafa farið í grafgötur með skoðanir sínar og við- horf gagnvart spítalanum og því hef ði ekki þurft að koma á óvart þótt hann Ienti fljótlega þversum á aðra stjórnendur... Mikið er nú rætt um hugsan- leg ritsjóraskiptl á Moggan- um en fátt nýtt frétfist um þau mál annað en það að ekki komi til greina að ráða stjórnmálarnenn í starfið. í pottinum heyrist nú að lík- urnar séu mestar á að enginn verði ráðinn í stað Matthías- ar Johannessen. Þannig munu nú í gangi viðamiklar skipulagsbreytingar á ritstjóm blaðsins sem m.a. miða að því að búa til hin ýmsu svið sem öll hafa sína yfirmenn. Rökin eru síðan þau að eftir þessar breytingar verði í raun orðið svo mikið af yfirmönnum að það þurfi ekki nema einn rit- stjóra - Styrmi Gunnarsson... Magnús Péturs- son. Matthías Johann- essen. FRETTAVIÐTAUÐ Óvæntur úrskurður Þorgeir Baldursson forstjóri Prentsmiðjunnar Odda Samkeppnisstofnun hefur lýst samruna Prentsmiðjunn- ar Odaa og Steindórsprents- Gutenberg ekki vera í sam- ræmi við samkeppnislög. - Munuð þið áfrýja þessum úrskurði Sam- keppnisráðs eða itna honum og samruninn þar með ganga til baka? „Við erum með fund á morgun (í dag, innsk. blm.) með þeim sem haf'a verið að vinna að málinu, s.s. lögfræöingum auk Búnaðarbankans sem hugðist selja okkur Steindórsprent-Gutenberg þar sem afstaða verður tekin til framhalds málsins. Við hugð- umst kaupa stærsta hlutann af fjölskyldunni sem átti fyrirtækið en auk þess voru tveir smærri hluthafar sem seldu einnig sinn hlut þannig að við keyptum 100% hlut í fyrirtæk- inu. Því kann sameiningin að ganga til baka. En þetta eru ekki lög." - Mátti búast við þessari niðurstöðu, eða gerðuð þið aldrei ráð fyrir þessutn mögu- leika? „Auðvitað höfðum við enga tryggingu fyrir því hver úrskurðurinn yrði en í ljósi annarra mála sem gerst hafa á undan áttum við hreint ekki von á þessu og höfðum ekkert búið okk- ur undir það. Þetta kemur okkur því í opna skjöldu, annað væri kokhreysti að segja." - Bókaútgáfur eru að sameinast. Er sam- eining í prentiðnaðimnn eðlileg í Ijósi þess að þínu mati? „Okkar hugmynd var að ná meiri fram- leiðni í bókaframleiðslu en þar er við mjög ramman reip að draga í samkeppni við út- lönd. Við höfum verið að koma okkur upp tækjabúnaði til þess að geta keppt í bóka- framleiðslunni og nýting á þeim búnaði er alls ekki nægjanleg, og það viðurkennir Sam- keppnisstofnun. Nýting á vélbúnaði er mun lakari en gerist erlendis. Að mati Samkeppn- isstofnunar ber greinilega að stöðva alla við- leitni að bæta þar úr. Þeir gera heldur ekkert úr því og vilja ekki hlusta á það að það sé mjög auðvelt að prenta bækur erlendis. Benda má að „Islensk knattspyrna" var prentuð erlendis í fyrsta skipti og þurfti höf- undur að vera fyrr á ferðinni með hluta hennar, eða fyrir 10. nóvember. Beðið var með síðasta hlutann fram yfir landsleikinn við Pólverja 1 5. nóvember en fyrstu eintökin komu til landsins 27- nóvember. Þetta segir okkur í hnotskurn hvað við erum að glfma við, það tckur ekki sex vikur að koma prent- vcrki til landsins eins og Samkeppnisstofnun heldur fram, það er mikill misskilningur. Við erum að k'eppa á mun minni markaði en heimurinn var fýrir nokkrum árum því það er t.d. hægt að senda gögn rafrænt á milli." - Hvað með markaðssetningu erlendis? „Ef fyrirtækin hér í prentiðnaði stækka eru þau um leið orðin mun áhugaverðari við- skiptavinur fyrir erlend fyrirtæki. Það er Iífs- spursmál að ná hagkvæmni í starfseminni, annars erum við dæmdir úr leik. Samkeppn- isstofnun er að horfa á erlendar formúlur og yfirfæra á okkur en setur sig ekki inn í að- stæður. Það búa ekki nema 300 þúsund manns á fslandi en fyrirtækin sem við erum að keppa við eru að framleiða 1000 til 1200 titla meðan við erum með um 300 titla." - Er Samkeppnisstofnun óþörf í svona smáu samfélagi eins og við búum t? „Tilvist hennar á sjálfsagt rétt á sér en hún verður að taka tillit til aðstæðna. Stofnunin er á algjörum villigötum." — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.