Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 12
12 - ÞRIÐJUD AGU R 19. DESEMBER 2000 FRÉTTASKÝRING Dreifð eignaraðild ekfe Dreifð eignaraðild ekki heppilegasta aðferðin við að selja bankana. Tími handafls við sam- einingu fyrirtækja er liðinn. Hér eftir verður ekki komist fram hjá Samkeppnisráði. Eftir þá ákvörðun Samkcppnisráðs að mæla gegn sameiningu Lands- bankans og Búnaðarbankans í forúrskurði sínum síðastliðinn föstudag má segja að hvers konar samvinna og samruni á bankamark- aðnum hangi í lausu lofti. Aðeins tvennt er á hreinu. Annars vegar hefur viðskiptaráðherra lýst því yfir að ríkisbankarnir verði seldir á þessu ári. Lagafrumvarp þess efnis verði Iagt frarn á vorþinginu. Hins vegar hefur viðskiptaráðherra líka lýst því yfir að í smíðum sé frum- varp sem geri sparisjóðunum kleift að breyta sér í hlutafélag með það að markmiði að auðvelda samruna. Eitt virðist líka á hreinu í þessum málum en það er að enginn sam- runi eða sameining mun eiga sér stað án þess að beðið verði eftir úr- skurði Samkeppnisstofnunar. Eftir að nýju samkeppnislögin tóku gildi er Samkeppnisstofnun orðin að alvörustofnun með vald. Það verð- ur því útilokað að sniðganga hana í framtíðinni. Reikna með erlendum aðilum „Menn mega ekki tala eins og að þessi úrskurður Samkeppnisráðs hafi tekið fyrir allt sem heitir sam- runi eða sameining á fjármálamark- aðnum. Sameining ríkisbankanna, sem þarna var lögð fyrir ráðið var stærsti samruninn sem var hægt að leggja fyrir jrað. Þess vegna geta verið ýmsir aðrir möguleikar til sameiningar þótt þessi hafi ekki gengið upp. Ég býst við að markað- urinn taki við sér og fari að hugsa nýja kosti fyrst að þetta fór svona. Ég vil sem minnst tjá mig um þá möguleika sem eru í stöðunni en get Jró sagt það að ég hef alltaf reiknað með að erlendir aðilar komi að málinu," segir Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráðherra. Hún var spurð hvernig hún hygg- ist standa að málum þegar kemur aðj )ví að ríkið fari að selja hlut sinn í bönkunum. V/erða þeir seldir á einu bretti eða verður um dreifða eignaraðild að ræða. „Þeir verða tæplega seldir á einu bretti. Það eru mun minni líkur á að svo verði. Það er hægt að nálgast jretta á ýmsa vegu. Við erum búin að vinna mikið í þessu í ráðuneyt- inu og skoða hvernig aðrar Jrjóðir hafa farið að varðandi eignaraðild að bönkum. Það er tvennt til í því. Sumar jtjóðir hafa farið þá leið að vera með dreifða eignaraðild þan- nig að það sé hámarks eignarhlutur sem hver einstaklingur má kaupa. Síðan hafa aðrir leyst málið með því að hafa mjög öllugt eftirlit með þeim sem eignast ráðandi hlut í bönkunum. Við eruni kannski frek- ar að færast inn á jtá leið og að hún sé rétta Ieiðin,“ segir Valgerður Stolt af nýju samkeppnislöguniun Það vill svo til að það var Valgerður Sverrisdóttir sem kom hinum nýju samkeppnislögum í gegnum Al- þingi, samkeppnislögunum sem urðu þess valdandi að Samkeppnis- ráð féllst ekld á sameiningu bank- anna. Hún var spurð hvort úrskurð- urinn hafi komið henni á óvart? „Já, hann kom mér frekar á óvart." - Ertu með lögunum búin að veita Samkeppnisstofnun vald sem menn sáu ekki fyrir? „Það var alveg Ijóst með sam- þykkt nýju samkeppnislaganna að við værum að fá miklu sterkari lög og þá um leið sterkari Samkeppnis- stofnun. Staðan var orðin jiannig að við vorum með einhver veikustu samkeppnislög sem jrekktust í |)eim löndum sem við berum okkur sam- an við. Þess vegna var nauðsvnlegt að taka á því máli. Og ég er afar stolt af jressum nýju samkeppnis- lögum," segir Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráðherra. Þrengir stöðu allra „Ef þetta álit Samkeppnisráðs stendur þrengir það stöðu allra á jjessum markaði. Eflaust verður í framtíðinni aftur látið reyna á þessi sjónarmið sem koma frarn í því. Ekki milli Landsbanka og Búnaðar- banka, heldur muni aðrir láta á þetta reyna. Menn eru að ræða hugsanlega samvinnu sparisjóða og Búnaðarbaka eða sparisjóða og Landsbanka. Eða þá Kaupþing og Búnaðarbanka. Mér sýnist að allar þessar hugmyndir, sem menn hafa verið að nefna, takmarkist mjög ef álit Samkeppnisráðs stendur. Ég sé varla að jiessar hugmyndir um sam- runa eða sameiningu sem menn hafa verið að nefna fái staðist í ljósi þessa álits,“ segir Halldór J. Krist- jánsson, bankastjóri Landsbanka íslands. Hann segir að bæði þeir Lands- banka-menn og Búnaðarbanka- menn hafi verið sannfærðir um að sameining bankanna fengi staðist og væri í samræmi við það sem gerst hefði alþjóðlega. En á það sjónarmið hefði Samkeppnisráð ekki fallist. „Þessi niðurstaða hefur að sjálf- sögðu áhrif á ])að sem við vorum að hugsa en hún hefur líka víðtæk áhrif á allar hugleiðingar manna um sameiningu eða samruna á markaðnum," segir Halldór. Fagnar sölu Hann segir að sú ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að selja hlut ríkisins í Landsbanka og Búnaðarbanka breyti engu hvað varðar þá stöðu sem nú er uppi. „Ég fagna þeirri ákvörðun að einkavæða bankana. Ég vona bara að henni verði flvtt og að hún fari Valgerður Sverrisdóttir: Strangt eftirlit með þeim sem eign- ast ráðandi hlut í bönkunum. Við erum kannski frekar að færast inn á þá leið og að hún sé rétta leiðin. Niðurstöðu Samkeppnisráðs var viða vei tekið þegar hún kom fram á föstudag. Hér má sjá starfsfóik útibi skipulega fram. Varðandi Lands- bankann þá stendur hann afar sterkt og við höfum í sjálfu sér tækifæri til áframhaldandi sóknar. Afkoma bankans hefur verið góð á árinu og jrá ekki síst á Jrriðja árs- fjórðungi," segir Halldór. Hann var spurður hvort hann óttist að Islandsbanki nái stórum viðskiptavinum frá Landsbankan- um í krafti stærðar sinnar, eins og sumir virðast telja hættu á? „Ég hef enga ástæðu til að óttast það. Þjónusta Landsbankans hefur eflst og styrkst og við höfum fundið lýrir þétt auknum áhuga fólks og fyrirtækja á að eiga váðskipti við okkur. Við höfum verið að styrkja okkar aljijóðlegu stöðu og almenn íjárhagsstaða bankans er góð. Eigið fé okkar hefur vaxið á árinu og bankinn hefur stækkað vegna kaupanna á HGIB í London,“ segir Halldór. Hann segir að ef og þegar Lands- bankinn og Búnaðarbankinn verða einkavæddir sé eðlilegt að gera það í áförigum og reyna að tryggja sem dreifðasta eignaraðild að þeim báð- urn. Halldór var spurður að lokum hvort niðurstaða Samkeppnisráðs síðastliðinn föstudag hafi valdið honum vonbrigðum? Halldór J. Kristjánsson: Niðurstaða Samkeppnisráðs hefur víðtæk áhrif á allar hugleiðingar manna um sameiningu eða sam- runa á markaðnum „Málalokin urðu mér vonbrigði vegna áhrifanna sem Jretta tiltölu- lega þrönga álit getur haft á fram- þróun á Ijármálamarkaðnum og þá er ég ekki bara að hugsa um hags- muni Landsbankans. Hann er stór banki sem hefur fjárhagslega burði til þess að starfa á þessum markaði. Það er frekar minni aðilar á mark- anum sem myndu vilja styrkja sig. Alitið þrengir svo kosti Jreirra sem vilja eflast með samruna eða sant- einingu," sagði Halldór J. Kristjáns- son. Höldum frióarins jól Guðmundur Hauksson er spari- sjóðsstjóri SPBON og hann er líka stjórnarformaður Kaupþings, sem er í eigu sparisjóðanna. Hann segir að eftir jressa óvæntu u-beygju sem sameining Landsbanka og Búnað- arbanka tók síðastliðinn föstudag sé réttast að láta hátíð ljóss og frið- ar líða hjá áður en næstu skref verða ákveðin í.bankamálum. „Sparisjóðirnir eru vissulega að skoða sína stöðu og hafa farið fram á að fá lögunum breytt þannig að þeim verði gert kleift að breyta rek- stri sínum yfir í hlutafélagsform. Ég á von á því að haldið verði áfram með það mál í vetur og síðan eru sparisjóðirnir að vinna að sinni stefnumótun þess utan. Sú stefnu- mótun er og var algerlega óháð því hverning sameining ríkisbankanna fór eða hefði farið," segir Guð- mundur. I ljósi Jjess að sparisjóðirnir eru meirihluta eigendur í Kaupþingi var Guðmundur spurður hvort sameining við Búnaðarbankann væri kominn ofarlega á dagskrá? „Það er auðvitað undir sparisjóð- unum kontið hvaða stefnu það mál tekur. En sú hugmynd að sameina Kaupþing og Búnaðarbankann hefur ckki verið rædd af neinni dýpt enn þá enda er þar um nokkra málaflækju að ræða sem þarf að greiða úr. Ég gef mér það að allar umtalsverðar breytingar á bankaumhverfinu þurfi hér eftir að fara fyrir Samkeppnisstofnun," sagði Guðmundur Hauksson spari- sjóðsstjóri. Höldum okkar stefnu Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, segir að hvað varðar Landsbankann sé alveg órætt hvert framhaldið verður. Það eina sem virðist vera Ijóst á Jressari stundu sé að rfkisstjórnin sé ákveð- in í að selja ríkisbankana. Við því sé Helgi S. Guðmundsson: Menn skulu ekki gleyma þvi að Landsbanki íslands er mjög sterkur banki og við munum halda okkar striki Guðmundur Hauksson: Látum hátíð Ijóss og friðar líða hjá áður en næstu skref verða ákveðin í bankamálum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.