Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 11
(H- X^wr. ÞRIÐJVDAGVR 19. DESEMBER 2000 11 ERLENÐAR FRETTIR Spá deiliun vegna stefnubreyttnga Colin Powell sagður boða fækkun banda- rískra hermanna á Balkanskaga og hert viðskiptabann gegn írak. Það hefur legið fyrir lengi að Colin Powell yrði utanríkisráð- herra ef George W. Bush tæki við völdum í Hvíta húsinu, og nú hefur það verið staðfest. I eins konar stefnuræðu sem Powell hélt þegar skipun hans í emb- ættið var tilkynnt, lagði hann áherslu á þann mikJa ávinning sem það hefði í för með sér fyrir Bandaríkin að knýja alþjóðavæð- inguna áfram. Fréttaskýrendur telja að í svör- um Powells við spurningum fréttamanna hafi ýmislegt komið fram sem gefi til kynna verulega breyttar áherslur í utanríkis- stefnu Bandaríkjanna við for- setaskiptin íjanúar. Þannig lagði Powell mikla áherslu á hið um- deilda eldflaugavarnarkerfi sem kennt er við „stjörnustríð" og þar með að fjármunum yrði næstu árin varið til að smíða varnar- vopn frekar en sóknarvopn. Hann spáði erfiðum viðræðum við bandalagsþjóðirnar í NATO um þessa stefnubreytingu. Herinn frá Kosovo? Powell gaf einnig í skyn að hann myndi leggja áherslu á að minn- ka kostnað Bandaríkjanna af friðargæslu í Kosovo og Bosníu, en þar eru nú alls um 11.300 bandarískir hermenn. Stjórn- málaskýrendur telja að ríkis- stjórn Bush leitist við að kalla verulegan hluta bandarísku her- mannanna heim en láta alþjóð- Iegar Iögreglusveitir taka við hlutverki þeirra. Eins munu repúblíkanar segja sem svo að ef Evrópusamband- inu sé alvara með því að stofna sérstakan evrópskan her, þá sé kjörið að senda þær hersveitir til Balkanskagans - að sjálfsögðu á kostnað Evrópuríkjanna. Þetta George W Bush, sem tekur við forsetaembættinu í Washington 20. janúar næstkomandi, Colin Powell, verdandi utanríkisráðherra, og Dick Cheney væntanlegur varaforseti. veldur þeim áhyggjum sem ótt- ast að samstarfið innan NATO bíði alvarlegan hnekki. Eins og einn bandariskur sérfræðingur orðaði það: Ef NATO á ekki að sinna slíkri friðargæslu lengur, hvað á það þá að gera? Öryggisráðgjafi Bush, Condo- leezza Bice, hefur áður mælt ákveðið fyrir því að Evrópumenn létti byrðum af Bandaríkjunum vegna varnarmála álfunnar. Slík- ar hugmyndir hafa valdið evr- ópskum ráðamönnum áhyggj- um. Rice hefur lagt á það áherslu að bandarísk stjórnvöld verði að hugsa um þjóðarhag í þröngum skilningi þegar ákvarðanir séu teknar um aðgerðir eins og til dæmis í Kosovo. Hún hefur gagnrýnt Clintonstjórnina fyrir að grípa til aðgerða sem kunni að vera réttlætanlegir út frá hagsmunum alþjóðasamfélags- ins eða frá mannúðarsjónarmið- um, en það sé ekki hið sama og að þær þjóni þjóðarhagsmunum Bandaríkjanna sem eígi að vera meginforsenda slíkra ákvarðana. Vill eílíi refsiaðgerðtr Ekkert bendir til þess að ný rík- isstjórn Bandaríkjanna muni fallast á að draga úr efnahagsleg- um refsiaðgerðum gegn Saddam Hussein og Irak. Það var sem kunnugt er George Bush eldri og Colin Powell sem stjórnuðu Persaflóastríðinu gegn írak fyrir áratug eða svo. Ein umdeildasta ákvörðun þeirra vár að hætta átökunum áður en Saddam hraktist úr embætti. Bush og Powell töldu líklegt að einræðis- herrann myndi missa völdin í kjölfar stríðsins, en svo varð ekki. Powell sagði á blaðamanna- fundinum að hann teldi nauð- synlegt að setja nýjan kraft í refsiaðgerðirnar gegn Saddam og halda áfram að einangra hann. Leiðtogar sumra ríkja í Evrópu hafa hins vegar lagt til að undanförnu að dregið verði úr viðskiptabanninu á írak. Stefna Powells í þessu máli kann því líka að kalla á ágreining við suma bandamenn Bandaríkj- anna í Evrópu. Þingið heimilar Neianyahu framboð jERUSALEM - Þingið í ísrael samþykkti við fyrstu umræðu frumvarps að aflétta takmörkun- um á það að Benjamín Netanyahu biði sig fram sem forsætisráðherra ríkisins, en það samþykkti var hins vegar lítils virði í ljósi þess að hann hafði sjálfur lýst þ\4 yfir að hann myndi ekki bjóða sig fram á grundvelli slíkrar undanþágu. Undanþág- an sem gengur undir nafninu „Bibi - frumvarpið" til heiðurs Netanyahu, gerir ráð fyrir að í sérstök- um forsætísráðherrakosníngum getí menn boðið Benjamín sig fram án þess að þeir séu þegar þingmenn. Netanyhu, vill Það sem Netanyahu hins vegar setur fyrir sig er þingkosningar að ekki er gert ráð fyrir að samhliða forsætisráð- ---------- herrakosningum fari fram almennar þingkosn- ingar. Hann segist því ekki ætla að taka þátt í kosningum þar sem einungis er kosinn forsætisráðherra en ekki nýtt þing. Skipta eigiium Júgóslavíu BRUSSEL - Embættismenn frá Júgóslavíu, Bosníu, Króatíu, Makedóníu og Slóveníu hófu í gær viðræður um hvernig skipta ætti milli ríkjanna eignum sem ríkið í gömlu Júgóslavíu átti meðan það var og hét. Talsmaður Bosnfustjórnar sagði að þetta væri fyrsti fund- urinn þar sem öll ríkin ættu fulltrúa frá þvf í fyrra og væri þessi fund- ur til þess ætlaður að reyna að finna einhverja leið áfram í þessu flók- na og erfiða máli. Talið er að eignir júgóslavneska ríkisins sem enn eru hægt að nálgast og eru því í þessum potti sem nú er verið að ræða, nemi um 100 milljörðum Bandaríkjadala. Það er því eftir tals- verðu að slægjast. Putin hittir Chretien OTTAWA - Vladimir Putin forseti Rússlands og Jean Chretien forsætisráðherra Kanada hittust í gær með formlegum hætti til að ræða um af- vopnun, þróun mála á heimskautasvæðum ríkj- anna og aukna verslun. Putin, sem er í 3ja daga opnberri heimsókn í Kanada og Jean Chretien ætluðu í gær að undirrita yfirlýsingu um nokkur atriði sem varða hernaðarlegt jafnvægi í heimín- um. I þessari yfirlýsingu eiga að koma fram hel- stu viðmiðanir og markmið í þessum efnum sem ríkin hyggjast þróa í samskiptum sínum - en bæði rfkin eiga gríðarlega mikið land á heimskauta- svæðinu. Heimsókn Putins hófst á sunnudag en til Kanada kom hann frá Kúbu þar sem hann hafði verið í opinberri heimsókn áður. . Dómarar skora á hægri öfgamenn VIN - Dómarar og saksóknarar í Austurríki sökuðu f gær Frelsis- flokkinn um að ógna sjálfstæði þjóðarinnar með því að hafa ólögmæt afskipti af rannsóknum á málefnum fyrrum formanns flokksins Joerg Haider. Um tveir þriðju hlutar dómara og saksóknara í landinu undirrituðu yfirlýsingu þar sem stjórnmálamenn eru hvattir til að virða lögræði í Iandinu reyna ekkí að beita bolabrögðum til að nýta sér réttarkerfíð í landinu í pólitískum tilgangi. Vladimir Putin er nú í heimsókn í Kanada þar sem hann ræðir m.a. við Jean Chretien FRA DEGI TIL DAGS * ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 354. dagur ársins, 12 dagar eftir. Sólris kl. 11.20, sólarlagkl. 15.30. Þau fæddust 19. desem- her • 1910 Jean Genet, franskur tugthúslimur og ríthöfundur. • 1915 Edith Piaf,. frönsk dægurlagasöng- kona. • 1937 Jónatan Þórmundsson prófessor. • 1938 Alfreð Fióki myndlistarmaður. • 1939 Cicely Tyson, bandarísk leikkoná. • 1944 Richard Leaky, kenískur fornleifa- fræðingur, mannfræðingur og stjórnmála- maður. Þetta gerðist 19. desem- her • 1821 hófst eldgos í Eyjafjallajökli. • 1901 brunnu 12 hús á Akureyri í mesta eldsvoða sem orðið hafði hér á landi. • 1969 var samþykkt á Alþingi að Island yrði aðili að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA). • 1972 lauk síðustu ferð manna til tungls- ins, en þá höfðu þrír bandarískir geimfarar verið á ferðalagi sínu um borð í geimfarinu Apollo 17. í tólf daga. • 1984 samþykkti breska stjórnin að af- henda Kínverjum Hong Kong að nýju, eins og Bretar höfðu upphaflega samið um árið 1898. • 1998 samþykkti fulltrúadeild Bandaríkja- þings að kæra Bill Clinton forseta til emb- ættismissis fyrir að hafa svarið rangan eið í yfirheyrslum um framhjáhald sitt. Skyrgámur Litlar líkur eru tilþess að Skyrgámur geti gengið hús úr húsi og hámað í sig skyr upp úr heilu kcröldunum eins og hann er sagður hafa gert áður fyrr. Þráhyggjuna getur hann þó vart hamíð, og því er óþarfí að láta sér bregða þótt komið verði að tómum skyrdollum í ísskápum landsmanna í dag. Jafnvel dyggðin þarf að eiga sér takmörk. Montesquieu Vísa dagsins Norðanvinaur leið um láð Ijótur einu sinni, fannst mér þá sem fest á þráð, flest hér húsakynni. Páli Olafsson Heilahrot Hvað er það, sem alltaf er framundan en enginn getur þó séð? Lausn á síðustu gátu: Kerti. Vefur dagsins Sögur af grasrótarhreyfingum í Banda- ríkjunum og hetjudáðum sem unnar hafa verið í tengslum við þær ættu að gleðja einhver hjörtu svona rétt fyrir jól- in: www.grass-roots.org

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.