Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBF.R 2000 - 7 ÐMjjur. ÞJÓÐMÁL Aðhalds- eða eyðslufí árlög? „Ég hefhlustað á mjög margar yfirlýsingar síðustu v/ku um hinn mikla tekjuafgang ríkissjóðs og ekki hefur skort tillögur um hvað eigi að gera við hann. 33.9 milljarðar króna eru miklir fjármunir. Það verður hins vegar að gæta vel að því hvernig þessi tekjuafgangur er samansettur, “ segir Jón m.a. í grein sinni. JÖN KRIST- JANSSON FORMAÐUR FJÁRLAGA- NEFNDAR ALÞINGIS Fjárlög fyrir árið 2001 hafa nú verið afgreidd á Alþingi. Sú af- grciðsla er samkvæmt starfsáætl- un Alþingis. Þessi afgreiðsla hefur aldrei verið jafnsnemma á ferðinni og stenst starfsáætlun annað árið í röð. Þetta hefur tekist með góðu samstarfi allra aðila sem að mál- inu hafa komið, bæði stjórnarliða og stjórnarandstöðu og ráðuneyta. Þessar tímasetningar eru mikil- vægar íyrir góða stjórnsýslu og auðvelda frágang mála fyrir ára- mót, þannig að fjárlög geti í raun tekið gildi með nýju ári. Aðhald eða eyðsla Umræður um fjárlagafrumvarpið snerust um hvort hér væri um verðbólgufjárlög að ræða. Stjórn- arandstaðan á þingi deildi á stjórnarliðið fvrir lausung í út- gjöldum, og að afgreiðsla mála hefði neikvæð áhrif á verðbólgu og viðskiptahalla. Hins vegar fluttu þeir fjölmargar tillögur um aukin útgjöld og tillögur urn skattahækk- anir til þess að standa undir þeim og þær skattahækkanir áttu eink- um að lenda á atvinnuvegum Iandsmanna. Þetta er allt saman hefðbundið, gamalkunnug vinnu- brögð sem sæta ekki tíðindum. Sannleikurinn er hins vegar sá að afkoma ríkissjóðs allt frá árinu 1998 rnarkar þáttaskil. Allt frá ár- inu 1983 hafi verið um samfelldan hallarekstur að ræða. Nú er hins vegar svágrúm til þcss að greiða niður skuldir og Ieggja til hliðar fyrir skuldbindingum sem á ríkið hafa fallið til dærnis í lífeyrismál- um. Þetta er afar mikilvægt vegna þess að þetta styrkir fjárhag ríkis- sjóðs þegar til framtíðar er litið og evkur möguleikana til þess að standa undir þeim kröfum og skyldum sem ríkisvaldið þarf að sinna. Tekjulilióin Tekjur ríkissjóðs hafa vaxið á und- anförnum árum. Tekjuskattur ein- staklinga hefur gefið meiri tekjur vegna þess að laun hafa hækkað og kaupmáttur aukist. Tekjur af virðisaukaskatti og aðflutnings- gjöldum hafa einnig vaxið, sent og tekjuraf fjármagnstekjuskatti. Það er hins vegar ljóst nú að tekju- skattur fvrirtækja ntun ekki vaxa hvorki á yfirstandandi ári né því næsta til jafns við það sem hann gerði á árinu 1999. Því veldur verri afkoma sem meðal annars má rekja til verri viðskiptakjara. Það er athyglisvert að stjórnarandstað- an byggir tillögur sínar á því að auka skattlagningu á lýrirtæki við þessar aðstæður. Reiknað er með 15.5 milljarða króna tekjum af sölu eigna. Aform eru um að hefja sölu í stórfyrir- tækjum, eins og Landssímanum og sameinuðunt banka. Þessum sölutekjum má undir engum kringumstæðum v'erja í rekstur ríkisfýrirtækja heldur til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs eða til nýrra fjárfestinga. „Hiim mikli tekjuafgangur“ Eg hef hlustað á mjög margar yfir- lýsingar síðustu viku um hinn mikla tekjuafgang ríkissjóðs og ekki helur skort tillögur um hvað eigi að gera við hann. 33.9 millj- arðar króna eru miklir fjármunir. Það verður hins vegar að gæta vel að því hvernig þessi tekjuafgangur er samansettur. Hluti hans er vegna þenslu og viðskiptahalla, og eins og áður segir er tæplega helmingur hans áætluð sala eigna. Þótt þessí áhrif væru dregin frá er ríkissjóður eigi að síður rekinn með hagnaði. Það skal undirstrik- að. Hins vegar er það ekki heldur verjandi að stofna til nýrra rekstr- arútgjalda lyrir fé sem rennur í ríkissjóð vegna þenslu í samfélag- inu. Það fé á að nota til þess að styrkja stöðu ríkissjóðs, þannig að hann sé betur í stakk búinn til þess að mæta skuldbindingum sínum þegar verr árar. Þetta verð- ur ætíð að hafa í huga. Áhrif á þensluna Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér ályktun þar sem staðhæft er fjárlagafrumvarpið hafi hækkað óhæfilega í meðförum Alþingis eða um 9 milljarða króna. A þess- ari hækkun eru skýringar. Aðgerð- ir í tengslum við tjármál sveitarfé- laga og lækkun fasteignagjalda á landsbvggðinni kostuðu 3.1 millj- arð króna. Áætlun um vaxtagjöld hækkar um 3.2 milljarða króna vegna þess að ákveðið hefur verið að taka erlend lán sem nema 1 5.6 milljörðunt króna til þess að mæta afborgununt af erlendum lánum. Þá er gert ráð fyrir að gefa út óverðtrvggð verðbréf og ríkisvíxla á innlendum markaði fyrir 12 milljarða króna til að stvrkja vaxta- myndun á lánsfjármarkaði. Þetta er þáttur í breyttri IánastýTÍngu vegna vaxta og gengismála. Þá má rekja 820 milljóna út- gjaldatölu vegna greiðslu fjár- magnstekjuskatts af söluhagnaði eigna. Þessi tala kemur einnig inn tekjumegin. Aðrar breytingar sem Alþingi gerði á frumvarpinu nema um 2.9 milljörðum króna sem er um 1.5 % af útgjöldum frumvarpsins. Þetta eru minni breytingar en gerðar voru á frumvarpinu á fyrra ári en þá nárnu hliðstæðar breyt- ingar um fjórum milljörðum króna. Það telst því ekki sanngjörn urn- ræða að fjárlagafrumvarpið og breytingar Alþingis á því séu þensluvaldandi í samfélaginu. Þvert á móti má telja það jákvæð skilaboð frá hendi ríkisvaldsins inn í efnahagslífið. STJÓRNMÁL Á NETINU Aslan og dómsmálaráðherrann Maddaman, vefrit ungra fram- sóknarmanna, fjallar um þá ákvörðun dómsmálaráðherra að krefjast þess „fólk sem hyggst ganga í hjónaband framvísi upp- áskrifuðum bevís frá sýslumanni um að það rnegi gifta sig. Tildrög þessa máls er að dóms- málaráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga um hreytingu á hjúskaparlögum. Gerir frum- varpið ráð fyrir því að hjónaefni verði að framvísa vottorði um að kannað hafi verið að þau uppfylli skilyrði, til hjónavígslu áður en vígslumaður gétur framkvæmt athöfnina. Ef marka má fréttaflutning þá virðist ástæða þessarar breyting- ar sú að könnun hjónavígsluskil- yrða er vandasamt verkefni sem krefst yfirgripsmikillar þekkingar á alþjóðlegum einkamálarétti. Því er nauðsynlegt að svokallaðir könnunarmenn gangi úr skugga unt hvort að hjónaefni séu þau sem þau segjast vera. Því hefur verið fleygt að hin raunverulega ástæða að baki þessari fyrirhuguðu lagasetningu sé maður að nafni Aslan Gilaev. Aslan þessi er af tétnesku bergi brotinn en er giftur íslenskri konu. Hvort einhver fótur sé fyr- ir þeirn orðrómi er þó aukaatriði. En saga þessa manns sýnir í hnotskurn hver áhrif þessi laga- breyting mun hafa. Skömmu eftir að ofangreindur Aslan kom til landsins sl. sumar kynntist hann íslenskri konu. Þau ákváðu að ganga í hjóna- band og fengu kaþólskan prest hér á landi til að framkvæma at- höfnina. Svo viröist sem prestur- inn hafi vanrækt að kanna hjóna- vígsluskilyrði. A.m.k. gekk hann ekki úr skugga um hvort að Aslan væri sá sem hann segöist vera eða hvort að hann væri alveg ör- ugglega ógiftur heima í Téteníu. Vandi Aslans er sá að hann hef- ur átt mjög erfitt með að bera sönnur á að hann sé sá sem hann segist vera. Sé hann í raun og veru Aslan Gilaev, tét- neskur flótta- maður, er varla hægt að búast við að tétneska hag- stofan geti auðveldlega Sólveig Péturs- staðfest það. dóttir: Það telst til Ef kaþólski mannréttinda að presturinn gifta sig segja hefði gert ungir framsóknar- kröfu um að menn. Aslan sannaði deili á sér hefði brúður hans oröið að silja nokkuð lengi í festum. Prestur- inn kaus hins vegar að fram- kvæma athöfnina. En það má nánast slá því föstu að könnunar- menn dómsmálaráðherra hefðu séð sig knúna til þess að synja honum um könnunarvottorð. Nú veröur Maddaman að spyrja, hver hefði orðið bættari hefði manninum verið neitað um að ganga í hjónaband? Það telst raunar til mannréttinda að fá að gifta sig. Ef Aslan þessi er tórnur svikahrappur og siglir undir föl- sku ITaggi, er jafnvel harðgiftur í heimalandi sínu, þá getur hin ís- lenska eiginkona hans krafist lögskilnaðar. Raunar er tvíkvæni refsivert brot. Sé hann hins veg- ar sá sem hann segist vera, og gefum okkur eitt andartak að fólk sé nú yfirleitt það sem það segist vera, þá myndi synjun á könnun- arvottorði leiða til þess að hon- um hcfði að ófyrirsynju verið meinað að ganga í hjónaband. Verði frumvarp dómsmálaráð- herra að lögum mun þeim sem af einhverjum ástæðum eiga mjög erfitt með að sanna á sér deili verða beinlínis meinað að ganga í hjónaband hér á landi. Fyrir okk- ur hin mun frumvarpið ekki valda neinum teljandi vandræð- um þó að augljóslega mun strcð- ið og skriffinnskan í kringum undirbúning giftinga aukast nokkuð og það án þess að nokk- ur skynsamleg ástæða liggi þar að baki. Varla eru skilyrði f\'rir því að ganga í hjónaband hér á landi svo Ilókin að það þurfi hámennt- aða lögfræðinga til að kveða úr um hvort fólk megi gifta sig. Þctta mál er allt hið forvitni- legasta. Það virðist nefnilega vera vilji dómsmálaráðherra Sjálf- stæðisflokksins að fólk sem óskar þess að játast sínum heittelskaða verði fyrst að ganga á milli Heródesar og Pílatusar til þess að geta sannað á sér deili fyrir presti eða sýslumanni. Því rniður hefur frjálslyndum sjónarmiðum ekki veriö gert hátt undir höfði innan veggja Arnarhvols í valda- tíð núverandi dómsmálaráð- herra. Þetta frumvarp er ekki fyrsta dæmi þess. Og varla verð- ur það hið síðasta."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.