Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 15

Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 15
ÞRIÐJVDAGUR 19.DESEMBER 2000 15 I- FRETTIR Ótrulegur fjöldi árekstra í snj ó Óvenju gott ástand í Reykjavík ef undan er skiíin árekstrar- Iirina. I dagbók lögreglunnar í Reykja- vík kemur fram að aðfaranótt laugardags var fámennt í mið- bænum og ölvun „í meðallagi". Einnig var fremur rólegt í'mið- bænum aðfaranótt sunnudags þannig að lögreglan er ánægð með helgina og segir ástandið hafa verið gott. Um umferðina gegndi þó öðru máli þegar fyrsti snjór vetrarins á Reykjavíkursvæðinu kom og voru vegfarendur vanbúnir til að mæta honum. „Allir virtust undr- andi á því að það skyldi snjóa í desember," segir í dagbókinni. Mikill fjöldi árekstra og óhappa varð vegna hálku og óviðbúinna ökumanna en alls voru tilkynntir 73 árekstrar um helgina sem er „ótrúlegur fjöldi" að mati lögregl- unnar. Hins vegar voru aðeins 4 grunaðir um of hraðan akstur og 8 um ölvun við akstur sem er undir meðallagi. Tapaði farmiðuin Á laugardag kom erlendur ferða- maður á Iögreglustöðina við Hverfisgötu og tilkynnti um hvarf á svartri leðurtösku. Hann kvaðst hafa sett töskuna í farang- urshólf flugrútunnar við flug- stöðina en þegar hann ætlaði að taka töskuna við endastöð í Reykjavík var taskan horfin. I töskunni voru farmiðar og ýmis skilríki sem slæmt er að missa. Sama dag fannst golfvagn í trjá- lundi í Seljahverfi. Þessum vagni hafði verið stolið fyrr í mánuðin- um í Höfðahverfi og var hann mikið skemmdur, jafnvcl talinn ónýtur. Tilkynnt var um mann og konu sem höfðu stolið í verslunum á Laugavegi. Þau voru flutt á lög- reglustöðína og í framhaldi af því í fangageymslu. Þetta var aðeins eitt af fleiri tilfellum þar sem fólk var tekið fyrir að stela í verslun- um um helgina. Þríx á móti einum Aðfaranótt laugardags var til- kynnt um þrjá menn að ganga í skrokk á einum móts við pylsu- vagninn í Tryggvagötu. Þoland- inn komst undan og hljóp suður Lækjargötu og árásarmenn á eft- ir. I myndavélum sást maðurinn fara inn í leigubíl móts við MR en árásarmennirnir náðu honum og veittust að honum í leigubíln- um. Leigubílstjóri náði að skakka leikinn áður en lögregla kom og voru mennirnir þá farnir af vett- vangi. Aðfaranótt sunnudags var til- kynnt um fjöldaslagsmál við Þórscafé þar sem bifreið hefði m.a. skemmst. Slagsmál voru í gangi þegar lögreglumenn komu á staðinn, þrír á móti tveimur. Þetta mun hafa upphafist vegna deilna um leigubíl. Eínn maður handtekinn en sleppt að loknum viðræðum við varðstjóra. Skömmu fyrir miðnætti á laug- ardagskvöld var tilkynnt um peninga. Skömmu síðar var mað- ríkjum og greiðslukortum. Þar Maðurinn var síðan handtekinn í mann að ræna stúlku í Vonar- urínn á Austurvelli þar sem hann næst fór hann á þriðja staðinn Austurstræti. stræti. Maðurinn hafði otað að ógnaði annarri stúlku með hníff þar sem hann gerði misheppnaða Þá var nokkuð um fíkniefna- henni hnífi og krafið hana um og tók af henni veski með skil- tilraun til að ræna þrjár konur. mál um helgina. - BÞ Syngjandi fiskur á ver&launaplatta 2.990 kr. Urval jólagjafa á Essa-staðvunum Dúkka með hlaupahjól 1.195 kr SONY myndbandsspólur, þrjár í pakka ásamt gjöf 1.1.95 kr Fóbrabir leburhanskar meb þrengingaról 1.995 kr Eins lítra hitabrúsi úr stáli 2.690 kr STANLEY verkfærataska meb 46 verkfærum 2.490 kr. Flugfreyjutaska á hjólum, þrjár töskur í einni 8.900 kr. JANSPORT bakpoki 3.990 kr. FLEECE fingravettlingar 895 kr. ^ngabílarmeðke^uW kr. Olíufélagið hf www.esso.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.