Dagur - 19.12.2000, Page 15

Dagur - 19.12.2000, Page 15
ÞRIÐJUDAGVR 19.DESEMBER 2000 - 1S FRÉTTIR L Ótrulegur fjöldi árekstra í snjó Óvenju gott ástand í Reykjavík ef undan er skilin árekstrar- hrina. I dagbók lögreglunnar í Reykja- vík kemur fram að aðfaranótt laugardags var fámennt í mið- bænum og ölvun „í meðallagi“. Einnig var fremur rólegt í mið- bænum aðfaranótt sunnudags þannig að lögreglan er ánægð með belgina og segir ástandið hafa verið gott. Um umferðina gegndi þó öðru máli þegar fyrsti snjór vetrarins á Reykjavíkursvæðinu kom og voru vegfarendur vanbúnir til að mæta honum. „Allir virtust undr- andi á þvf að það skyldi snjóa í desember," segir í dagbókinni. Mikill fjöldi árekstra og óhappa varð vegna hálku og óviðbúinna ökumanna en alls voru tilkynntir 73 árekstrar um helgina sem er „ótrúlegur fjöldi" að mati Iögregl- unnar. Hins vegar voru aðeins 4 grunaðir um of hraðan akstur og 8 unt ölvun við akstur sem er undir meðallagi. Tapaði fanmðum A laugardag kom erlendur ferða- ntaður á Iögreglustöðina við Hverfisgötu og tilkynnti um hvarf á svartri leðurtösku. Hann kvaðst hafa sett töskuna í farang- urshólf flugrútunnar við flug- stöðina en þegar hann ætlaði að taka töskuna við endastöð í Reykjavík var taskan horfin. í töskunni voru farmiðar og ýmis skilríki sem slæmt er að missa. Sama dag fannst golfvagn í trjá- lundi í Seljalnerfi. Þessum vagni hafði vérið stolið fyrr í mánuðin- um í Höfðahverfi og var hann mikið skemmdur, jafnvel talinn ónýtur. Tilkynnt var um niann og konu sem höfðu stolið í verslunum á Laugavegi. Þau voru flutt á lög- reglustöðina og í Iramhaldi af því í langageymslu. Þetta var aðeins eitt af fleiri tilfellum þar sem fólk var tekið fý'rir að stela í verslun- um um helgina. Þrír á móti eiimm Aðfaranótt laugardags var til- kynnt um þrjá menn að ganga í skrokk á einum móts við pylsu- vagninn í Tryggvagötu. Þoland- inn komst undan og hljóp suður Lækjargötu og árásarmenn á eft- ir. I myndavélum sást maðurinn fara inn í leigubíl móts við MR en árásarmennirnir náðu honum og veittust að honum í leigubíln- um. Leigubílstjóri náði að skakka leikinn áður en Iögregla kom og voru mennirnir þá farnir af vett- vangi. Aðfaranótt sunnudags var til- kynnt um fjöldaslagsmál við Þórscafé þar sem bifreið hefði m.a. skemmst. Slagsmál voru í gangi þegar lögreglumenn komu á staðinn, þrír á móti tveimur. Þetta mun hafa upphafist vegna deilna um leigubíl. Einn maður handtekinn en sleppt að loknum viðræðum við varðstjóra. Skömmu fyrir miðnætti á Iaug- ardagskvöld var tilkynnt um mann að ræna stúlku f Vonar- stræti. Maðurinn hafði otað að henni hnífi og krafið hana um peninga. Skömmu síðar var mað- urinn á Austurvelli þar sem hann ógnaði annarri stúlku með hnfíí og tók af henni veski með skil- ríkjum og greiðslukortum. Þar næst fór hann á þriðja staðinn þar sem hann gerði misheppnaða tilraun til að ræna þrjár konur. Maðurinn var síðan handtekinn í Austurstræti. Þá var nokkuð um fíkniefna- mál um helgina. - BÞ Syngjandi fiskur á ver&launaplatta 2.990 kr. Urval ialaaiafa J ~~m U á Essa-stöávunum FLEECE fingravettlingar 895 kr. Flugfreyjutaska á hjólum, þrjár töskur í einni 8.900 kr. Leikfa "gabílar með kerru 695 SONY myndbandsspólur, þrjár í pakka ásamt gjöf 1.195 kr. STANLEY verkfærataska með 46 verkfærum 2.490 kr. Dúkka með hlaupahjól 1.195 kr. Fóbrabir leburhanskar meb þrengingaról 1.995 kr. Eins lítra hitabrúsi úr stáli 2.690 kr. JANSPORT bakpoki 3.990 kr. Essol Olíufélagið hf www.esso.is

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.