Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 9
PRIDJUD AGV R 19. DESEMBER 2000 - 9 IÞROTTIR Örn fagnar sigri í Vaiencia. Fyrsta Evrópumet íslendings í sundi Öm Amarson íull komnaði frábæran ár- angur sinn á árinu, þegar hann setti nýtt Evrópumet í 100 m baksundi á EM í Val- encia á Spáni. Þar með náði hann settu marki, sem var að verja báða Evrópu- meistaratitla sína frá því í Lissabon í fyrra og gerði gott betur með því að ná óvænt öðm sæti í 50 m bak- sundi. Orn Arnarson, gerði það heldur betur gott á Evrópumeistaramót- inu í sundi í Valencia á Spáni á sunnudaginn, þegar hann sigraði í úrslitum 100 m baksundsins á nýju glæsilegu Evrópumeti, 52,28 sek., sem er 26/100 úr sekúndu betri tími en gamla metið sem Þjóðverjinn Stev Theloke átti (52,54 sek.). Örn er fyrstur íslendinga til þess að setja Evrópumet í sundi og þar með á hann heiðurinn af enn einum kaflanum í íslenskri íþróttasögu. Arangurinn er ekki síður frábær þar sem aðeins Portúgalinn Luis Figo, leikmaður Real Madrid á Spáni og dýrasti knattspyrnumaður heims, var í gær kjörinn „Knattspyrnumaður Evrópu" af franska knattspyrnu- tímaritinu „France Football" og hlýtur kappinn að launum „Gull- boltann" eftirsótta. Það eru íþróttafréttamenn sem kjósa knattspyrnumann Evrópu og fékk Figo 197 atkvæði í kjörinu, sext- án atkvæðum meira en Frakkinn fimm sundmenn í heiminum hafa náð betri tíma frá upphafi, en það eru Bandaríkjamennirnir Neil Walker (50,75 sek.), Lennv Krayzelburg (51,18 sek.) og Jeff Rouse (51,43 sek.) og Astralíu- maðurinn Matt Welsh (51,77 sek.). Fimmti sundmaðurinn, Adrian Radley frá Astralíu, hefur náð sama tíma og Örn. Örn hafði áður bætt eigið Is- landsmet í greininni í miiliriðli á laugardag, en þá lenti hann í öðru sætinu á 52,58 sek., sem var bæting upp á 55/100 úr sek- úndu á gamla metinu sem hann setti á Evrópumeistaramótinu í Lissabon í íý rra. Takmarkinu náð Urslitasundið á sunnudaginn var mjög spennandi framan af, en Örn var í þriðja sætinu eftir 50 metrana. Hann náði síðan góð- um þriðja snúningi, sem segja má að hafi tryggt honum sigur- inn og aðeins spurning hve langt hann yrði á undan næsta manni, sem var Króatinn Gordan Ko/ulj, sem einnig varð í öðru sætinu á eftir Erni í 200 m baksundinu á fimmtudaginn. Þriðji varð svo Pólverjinn Wilant Przemyslan á 53,21 sek. Þar með hefur Örn náð settu takmarki fyrir mótið, sem var að verja báða Evrópumeistaratitlana og hann gert heldur betur, því á föstudaginn náði hann öðru sæt- inu í 50 m baksundi, sem fyrir- fram átti að vera upphitunar- Zinedine Zidaneen, sem lenti í öðru sætinu. Segja má að Figo hafi þar með fengið uppreisn æru eftir kjör knattspyrnumanns árs- ins hjá FIFA, en þar lenti hann í öðru sætinu á eftir Zidane. Ukraínumaðurinn, Andriy Shevchenko, leikmaður AC Mil- an lenti í þriðja sætinu með 85 atkvæði, en Frakkinn Thierry Henry, leikmaður Arsenal, í því fjórða með 57 atkvæði. grein fyrir 100 m sundið. Þar tví- bætti Örn íslandsmetið í grein- inni, fyrst í undanrásunum á 25,11 sek. og síðan í undanúr- slitunum á 24.79 sek. I úrslita- sundinu, sem var geysilega spennandi, þar sem aðeins 74/100 úr sek. skildu að sigur- vegarann og 8. sætið, synti Örn á 24.81 sek. eða 2/100 úr sek. hægar en í undanúrslitunum. Sigurvegarinn í sundinu var Króatinn Ante Maskovic á 24.60 sek. Þessi árangur Arnar í 50 m sprettinum sýnir að hann er allur að styrkjast og hefur þar af leiö- andi náð meiri snerpu en áður. Gðð bæting hjá Ómari Eftir að hafa verið nokkuð frá sýnu besta í 400 m fjórsundi og 400 m skriðsundi á fimmtudag- inn, bætti Ómar Snævar Frið- riksson sig um 1.14 sek. í undan- rásum 100 m baksundsins á laugardaginn, þegar hann synti á 58,67 sek. Þessi góði árangur skilaði honum þó aðeins 24. og síðasta sætinu í sundinu. A sunnudaginn gerði Ómar enn betur, en þá bætti hann sig um 1.41 sek., þegar hann synti á 1:53.51 mín. í undanrásum 200 m skriðsundsins. Ómar varð í 14. og síðasta sætinu, en það er ljóst að hann er í góðu formi, enda sjaldan æft betur. Reynsluleysið á stórmótum virðist há honum, þannig að honum tekst ekki að sýna hvað í honum býr. Figo fékk giillboltaim Þorbjöm velur HM-hópiim Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknatt- leik, tilkynnti í gær tuttugu manna undirbúnings- hóp fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik, sem hefst í Frakklandi í næsta mánuði. Endanleg- ur sextán manna hópur verður síðan tilkynntur þann 20. janúar n.k., eftir stíft æfingaprógram, þar sem m.a. verða spilaðir átta æfingaleikir. Þrír nýliðar eru í hópnum, en það eru þeir Einar Örn Jónsson, Haukum, Róbert Gunnarsson, Frám og Þórir Ólafsson frá Selfossi Leikmannahópurinn: Markverðir:Guðmundur Hrafnkelsson (Nordhorn), Sehastian Alex- andersson (Frarn) og Birkir Ivar Guðmundsson (Stjörnunni). Aðrir leikmenn:Björgvin Björgvinsson (Fram), Róbert Sighvatsson (Dormagen), Guðjón Valur Sigurðsson (KA), Dagur Sigurðsson, (Wakunaka), Patrekur Jóhannesson (Essen), Gústaf Bjarnason (Minden), Aron Kristjánsson (Skjern), Guðfinnur Kristmannsson (ÍBV), Ólafur Stefánsson (Magdehurg), Róbert Duranona (Nettel- stedt), Erlingur Richardsson (ÍBV), Ragnar Óskarsson (Dunquirke), Heiðmar Felixson (Wuppertal), Valgarð Thoroddsen, (Val), Einar Örn Jónsson, (Haukum), Róbert Gunnarsson (Fram) og Þórir Olafs- son (Selfossi). Nýtt íþróttahús vígt í SnæfeHshæ S.l. laugardag \'ar nýtt og glæsi- legt íþróttahús vígt í Snæfellsbæ. Mikið fjölmenni var viðstatt vígsl- una og m.a, Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, sem hélt vígsiuræðu og ráðherrarnir Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra og Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra. Óskar Óskars- son, sóknarprestur í Snæfellsbæ, blessaði mannvirkið og fjölmargir aðrir ávörpuðu samkomuna, þar á Ur sal nýja íþróttahússins. meðal Ellert B. Schram, forseti 1SI, sem afhenti forseta bæjarstjórnar Snæfellsbæjar gjöf frá ÍSÍ. Ljóst er að íþróttahúsið mun gerbreyta allri aðstöðu til íþróttaiðk- unar í Snæfellsbæ, bæði fyrir Ungmennafélagið Víking í Ólafsvík og Ungmennafélagið Revni á Hellisandi. Þorbjörn Jensson. ISÍ heldur fjármálaráðstefnu Framkvæmdastjórn ISI samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að boða til fjármálaráðstefnu íþróttahreyfíngarinnar á fvrri hluta næsta árs, til að ræða vanda íþróttahreýfingarinnar varðandi rekstur hennar. A vefsíðu ÍSI kemur fram að afkoma íþróttahreyfingarinnar hefur versnað til muna, samkvæmt starfsskýrslu ÍSl fvrir árið 1999, þó að velta íþróttahreyfingarinnar hafi aukist um 500 milljónir króna milli ára. A véfsfðusnni segir að ef skoðaður sé rekstur einstakra fþrótta- greina, þá sjáist að velta handknattleikshreyfingarinnar hefur aukist úr 194 milljónum í 283 milljónir á meðan skuldirnar hafa aukist um rúmléga 130 milljónir, úr 103 milljónum í 236 milljónir. Þar segir einnig: „Velta knattspyrnuhreyfingarinnar jókst um rúmlega 300 milljónir króna, úr 583 milljónum í 877 milljónir. Skuldir jukust um rúmlega 150 milljónir, úr 255 milljónum í 424 milljónir. Velta körfuknattleikshreyfingarinnar jókst um tæplega 100 milljónir króna, úr 106 milljónum í 202 milljónir. Skuldir körfuknattleiksfé- laga jukust úr 51 milljón í 117 milljónir. Athygli vekur að erfiðara reynist að reka stóru boltagreinarnar á meðan að almennt séð virðist rekstur annarra íþróttagreina vera svipaður á milli ára. Rétt er þó að taka fram að ofangreindar þrjár íþróttagreinar velta samtals um 40% af heildarveltu íþróttahreyfingarinnar." „Reddaðist aUt einhvem veginn“ Á vefsíðu ÍSÍ kemur einnig fram að skipta megi rekstrarvanda íþróttahreyfingarinnar upp í tvo flokka, annars vegar rekstrarvanda íþróttafélaganna í Iandinu og hins vegar rekstrarvanda sérsamband- anna. „Rekstur íþróttafélaga, sérstaklega í efstu deildum boltagrein- anna, gengur almennt afar illa. Árið 1994 og 1995 gerði ISI viða- mikla úttekt á fjármálum félaganna og kom þá í ljós að rekstur þeir- ra var nálægt og yfir hættumörkum. Um orsakir þess vanda er þá lá fyrir, sagði í skýrslu sem gefin var út af hálfu framkvæmdastjórnar, að erfiðleikar rekstursins lægju ekki í rekstri ársins heldur væri um að ræða fortíðarvanda, uppsafnað tap fyrri ára. Ástæðan virtist oft vera sú að stjórnarmenn hefðu keyrt áfram með of mikilli bjartsýni og með von um að þetta „reddaðist allt einhvern veginn". I skýrslunni kom einnig fram: „Tíð stjórnarskipti í deildunum hafa líka sín áhrif. Menn sem valist hafa til forystu eru oft metnaðarfullir, stefna hátt og ætla að standa sig vel. Boginn er spenntur til hins ítrasta. Skuldbind- ingar eru miklar, þjálfarar eru ráðnir, nýir leikmenn fengnir eða keyptir, æfingaaðstaða er bætt og ferðast er til útlanda. Árangurinn lætur síðan oft á sér standa. Aðsóknin verður minni en björtustu von- ir gerðu ráð fyrir og mikil samkeppni er ríkjandi á auglýsingamark- aðnum. Öll tekjuöflun er erfið. Niðurstaðan er því hallarekstur. Stjórnin hættir, ný stjórn er kjörin, ný markmið eru sett og sagan endurtekur sig." I raun má segja að þessi lýsing þeirrar nefndar sem skilaði skýrslu til framkvæmdastjórnar og íþróttaþings 1996, eigi við nú.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.