Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 17

Dagur - 19.12.2000, Blaðsíða 17
 ÞRIÐJUDAGUR 19. DF.SEMBER 2000 - 17 JJML (ANPiHM MENNINGAR LÍFIB Dóttir sólariraiar Eldurirm í jörðirmi, jarðskjáiftarnir og eldgosin eru enn að hanna jörð okkar. Egbyrja reisu mín Kammerkór Suð- urlands hefur í samvinnu við Smekkleysu gefið út diskinn Eg byrja reisu mín sem inni- heldur ís- lenska kirkjutón- list allt frá kristnitöku til dagsins í dag. Kórinn fékk þau Báru Gríms- dóttur, Elínu Gunnlaugs- dóttur, Jakob Hallgrímsson og Smára Ólason til að út- setja nokkur lög úr gömlum sönghandritum, einnig eru söngverk byggð á gömulum textum, þeirra veigamest er verk Gunnars Reynis Sveins- sonar, Missa Piccola. Ein- söngvarar með kórnum eru Magnea Gunnarsdóttir, sópr- an, Eyrún Jónasdóttir, mezzósópran og Finnur Bjarnason, tenór. Umsjón með útgáfunni hafði Sverrir Guðjónsson söngvari. Andblær kominn út Listatímarit- ið Andblær er komið út. Þar er viðtal við ameríska rithöfundinn og fyrrum glæpamann- inn Edward Bunker og annað við þýska listakonu, Karin Kneffel. Einnig birtast þar ljóð eftir íslensk skáld og ljóðaþýðingar frá ýmsum löndum, ásamt umijöllun um list og greinum um íslenska og erlenda listamenn. Má þar nefna litríka kynningu á 14 myndlistamönnum sem eru í leynifólagi íslenskra listmál- ara, Gullna penslinum. Rit- stjóri Andblæs er Margrét Lóa Jónsdóttir. V___________________/ Mér er það undarleg til- hugsun að næstum allt efni mannslík- amans varð til við sprengingar milljóna stór- sólna. Aðeins vetnið, fyrsta frumefnið, varð til á undan sól- unum og stór- vetrarbrautum. Mér er það undrunarefni að þessar óskiljanlegu hamfarir voru nauðsynlegar til að líf gæti orðið til, til að við gætum orðið til. Vísindamenn fortíð- arinnar hugsuðu ekki á þenn- an hátt. Þeir gáfu sér það að tilgangur gæti ekki verið til fyrir fram og þar af leiðandi alls ekki. Þess vegna var þetta allt tilviljun í þeirra augum. Fastar trúarsetningar voru á minni tíð til í vísindum, engu síður en í mörgum heimspeki- kerfum og í trúarbrögðum. Staðreyndin er að stjörnurykið varð hold okkar. Öll frumefni voru hönnuð í smiðju sólnanna löngu áður en okkar sól og okkar jörð varð til. Eftir því sem tíminn leið smíðuðu sól- irnar þyngri og þyngri frum- efni. Eftir langa ævi sprungu þessar sólir og nýtt frumefni, þyngra öðrum sem áður þekktust, fór út í geiminn sem stjörnuryk. Fyrst eftir að sólir vetrarbrautarinnar okkar höfðu skapað öll þekkt frum- efni varð okkar sól til úr þessu stjörnuryki. Hvernig lífið notar þessi þungu frumefni minnir skemmtilega á sköpunarsög- una í norrænni goðafræði: Guðirnir slátruðu Ými og bjuggu síðan til heiminn úr líkamshlutum hans. Lífið not- aði í raun kalsíum í beinin og tennurnar, sódíum og pútasí- um var alger nauðsyn við gerð tauga og heila. Járnið litaði blóðið rautt og kolefni, nítrógen, súrefni, fosfór og brennisteinn voru notuð í alla líkamshluta. Við erum skyldari alheiminum en við höldum. Líf okkar byggist á öllu öðru sem fer fram í alheimi. Ekkert þessara efna eru til í upphaf- inu, í Stórusprengju. Þá er ekkert efni til, ekkert atóm. Fyrsta atómið verður til sjö hundruð þúsund árum síðar. Þá verða til lóttustu frumefnin, vetni og helíum. En efnisþró- unin heldur áfram síðar í sól- unum, sérstaklega stóru sól- unurn. Þær voru margfalt heit- ari og urðu skammlífari. Sólimar guUgerðarmeim tilverunnar Þegar þessar sólir sprungu og urðu nóvur og súpernóvur gerðust furðulegir hlutir í atómkjarnanum. Sólirnar sýndu að þær eru hinir einu sönnu alkemistar eða gull- gerðarmenn tilverunnar. Þær raunverulega gerðu það sem alla alkemista dreymdi um að gera en gátu ekki. Þær breyttu einu frumefni í annað. Það er hægt aðeins með því að breyta sjálfum atómkjarnanum og breyta hinum fasta fjölda róteidanna. Það mætti orða það svo að þessar stórsólir hafi alla ævi verið alkemistar og þegar verkinu var lokið þá sprungu þær með tilþrifum og þeyttu hinni nýju sköpun sinni óravegu út í geiminn. Allar sólir, stórar og smáar, brenna léttasta frumefninu, vetni og búa til úr því helíum, sem er næst léttasta frumefnið. Við þetta skapaðist mikil orka. Þegar sól byrjaði að hrynja innan frá fór hún að brenna helíum í stað vetnis. Það breyttist í kolefni og súrefni. Og enn óx orkan: Bæði kolefn- ið og súrefnið gátu brunnið og við það mynduðust enn þyngri frumefni. Þannig myndaðist eitt af öðru til hins þyngsta. Flestar sólir enduðu á járni. Aðeins þær stærstu bættu við enn þyngri frumefnum eins og blýi og gulli, úraníum og áfram. Þessi þungu efni eru í jörðinni okkar og sýna okkur á tiltölulega hógværan hátt hverrar ættar þau eru. Þau byggja enn ijöllin okkar. Eld- urinn í jörðinni, jarðskjálft- arnir og eldgosin eru enn að hanna jörð okkar. SkyldleiM mairns og heims Ég efast ekki um að á þriðja árþúsundinu myndist mikil vísindi um skyldleika manns og heims. Snillingar vinna verk sín á sama hátt og grasið grær. Þeir vinna verk sín þannig að allir samferðamenn þeirra muni njóta góðs af því sem þeir gera án þess að vita það. Þannig vinnur raunar öll náttúran. Við erum háð ótal hlutum sem við gerum okkur litla sem enga grein fyrir. HORN HEIM- SPEKIIMGSINS Gagiuyni en ekki árásir MENNINGAR VAKTIN Sigurður Bogi Sævarsson skrifar sem yngri eru minnast Halldórs yfirleitt sem viðurkennds lárviðar- skálds sem allra manna lof hlaut fyrir emstaka sagnahst. En þeir sem eldri eru muna að fyrir Nóbelinn var Halldór Laxness heldur betur umdeildur, enda komu beinskeyttar athugasemdir í skáldsögum hans og greinum í blöðum heldur betur við kaun þjóðarsálarinnar. í stoðum hrikti um 1970 þegar Nóbelskáldið skrifaöi greinina Hernaðurinn gegn landinu, þar sem hann íjaUaði um gróðurspjöll af völdum sauðkindarinnar. Þeim glósum tóku bændur ekki þegjandi og þá vantaði þegar Ilalldór skrifaði Sjálfstætt fólk og IjaUaði þar um útúrboruhátt ís- lenskra bænda, lúsina í hári þcirra og menningar- lega úrkynjun. En þeir sem eldri eru muna að fyrir Nóbelinn var Laxness umdeildur, enda komu beinskeyttar athugasemdir í skáldsög- um hans og greinum í blöðum heldur betur við kaun þjóðarsálarinnar, segir m.a. hér i greininni. AUt fram á hin síðari ár hefur það verið til siðs meðal íslenskra bænda að segja hvern þann sem gagnrýnir landbúnaðarstefnuna á íslandi eða búskapariag í sveitum landsins stunda árásir á bændastéttina. Við- horf þessi eru ekki jafnhávær í dag og áður var, en býsna grunnt er á þeim enn sant. Ekki eru margir mánuðir síðan ég tók við trakter- ingum í þessa verú frá búhöldi x Skagafirði, sem taldi efni greinar hér í Degi vera á þaml veg að veru- lega haUaði stéttina. Þó var það sem þar stóð ekki annað en innlegg í þjóðfélagsumræðuna. Umdeilt skáld og útúrboruháttur Því nefni ég þetta hér að um helgina var ég að glugga í bókina Nærmynd af Nóbelskáldi þar sem nokkrir af samferða- nxönnum skáldsins segju frá kynnum sín- urn af hinum mikla höfuðsniUingi í Gljúfrasteini. Fólk á miðjum aldri eða þeir ekki að Nóbelskáldið væri tekið, að minnsta kosti um stundarsakir, niður af stalli og nefndur ýmsum þeim nöfnum sem niðuiTÍf'smönnum hæfir. Og ekki vant- aði heldur þá að bændur segðu blákalt að á sig væri ráðist. Sömu sjónarmið voru uppi á teningnum á ijórða áratugnum, Sagan dæmir Prófessor við Háskóla ís- lands sem er með viku- lega sjónvai'psþætti um sjálfan sig og sínar skoð- anir lætur hvern þann sem andmælh' hon- um ærlega finna tU tevatnsins - Hann þoUr iUa gagmýxxi og segir að á sig sé ráðist ef einhver svarar honum. Og prófessoi'inn er svo sem ekki sá eini sem tekur þennan pól í hæðina. Margir af forystumönnum í stjórnmálum svara gagnrýni með því að setja sig í varnarsteUingar og kaUa gagn- rýni árásir og aðföix Auðvitað er goðgá að þjóðfólagsgagn- í-ýnendur í dag fari á að bera sig saman við Nóbelskáldið í Gljúfrasteiiú. En efast einhver í dag um að þau sjónarmið sem hann setti fram um bændur og afdala- mennsku þeirra hafi átt við rök að styðjast á sínum tíma? Hefur sagan ekki dæmt þau sjónarmið rétt í öUum aðalatriðum? Og er því ekki umhugsunarefni fyrir leiðtoga líð- andi stundar að láta af þumbarahættinum í fuUvissu þess um þeir sjálfir séu að gera rétt og leyfa gagnrýnendum að segja meiningu sína - og sagan svo dæma vei’k þeirra af sanngh’ni. sigurdur@dagur. is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.