Dagur - 05.01.2001, Page 5

Dagur - 05.01.2001, Page 5
FÖSTUDAGUR S. JANÚAR 200 1 - S Ðaffur- FRÉTTIR Franuírstefna í eUihemiítíiiu ** H ’**** •*> 1 ki .. . 1 -« -1 < ‘ 1 . « 1' »>"V\Í 1 11 1 n i i , Elliheimilid í Skjaldarvík hefur fengið framúrstefnulegt hlutverk. Nýstárlegt fyrirtæki lítur dagsins ljós á Norðurlandi. Leitar skaðlegra rafáhrifa á lífvenir og tæM. Hagstæður húsaleigu- saumingur við Akur- eyrarbæ. Bæjarráð Akureyrar staðfesti í gær leigusamning sem bæjar- stjóri og Lífafl ehf. gerðu í des- ember um húseign bæjarins í Skjaldarvík í Glæsibæjarhreppi. Klofningur var meðal sjálfstæðis- manna í málinu. Þórarinn B. Jónsson bæjarfulltrúi óskaði bók- að að hann sæti hjá við af- greiðslu. „Þetta snýst um að finna skað- leg áhrif rafsegulsviðs á lífverur og tæki,“ segir Guðbjörg Péturs- dóttir sem stýrir Lífafli. I gær var haldinn stjórnarfundur hjá fyrir- tækinu þar sem framtíðarlínurn- ar voru lagðar í ljósi tímamót- anna. Guðbjörg segir að innan nokkurra vikna verði fimm stöðugildi við fyrirtækið og þá sé aðeins miðað við undirbúnings- tímann. Umfangið muni aukast þegar rannsóknastarfinu sé Iokið, enda taki þá við samningar við verktaka s.s. ýmsar rannsókna- stofnanir. Fram kemur í leigusamningn- um við Akureyrarbæ að leigutaki þurfi að eiga lögheimili á Akur- eyri. Tekið er fram að húsnæðið sé í ágætu standi en Skjaldarvík hefur staðið auð um hríð eða frá því að bærinn rak dvalarheimili í húsinu fyrir aldraða. Ymsar til- raunir hafa verið gerðar til að nýta húsnæðið síðan en þær hafa ekki borið árangur. Samnings- gerðin af hálfu bæjarins virðist litast af því, þar sem leigufjár- hæðin er hagstæð fyrir Lífafl. 50-kall á fennetrann? Um ræðir 1550 fermetra af alls 1867 í húsinu og er leiguverðið kr. 166.667 á mánuði sem þýðir um 107 krónur á fermetrann. Verð hvers fermetra gæti þó lækkað nánast tvöfalt frá þeirri fjárhæð. Akureyrarbær greiðir þannig rekstrarkostnað starfsem- innar, s.s. hita og rafmagn, allt að krónum 80.000 á mánuði. Annað sem vekur athygli er að leigutím- inn er frá 1. ágúst 2000 til 31. janúar árið 2002 en leigan verð- ur greidd með hlutabréfum í fyr- irtækinu fram til júní á þessu ári. Þó hefur hlutafjárútboð ekki far- ið fram. Aætlanir miðast við að það verði í maí nk. Hifann og rafmagnið út Eins og áður segir sat Þórarinn B. Jónsson hjá við samþykkt samningsins. „Eg er hlynntur samningsgerðinni við fyrirtækið en mér finnst ekki við hæfi að rafmagn, hiti og slíkir hlutir séu inni í leiguverðinu þegar við erum að reyna að ná þessum þáttum út úr öðrum samningum okkar. Eg hefði því viljað sjá samninginn með öðrurn hætti," segir Þórarinn. Spurður hvers vegna bærinn fari fram á svo lága leigufjárhæð, segir Þórarinn að allt sé betra en að láta húsnæðið standa autt árum saman. - BÞ íslendingar sækja þann gula í norska lögsögu. I norskri lögsögu Tveir togarar, Ernir BA-29 frá Bíldudal, áður Dagrún frá Bol- ungarvfk, nú eign Vesturskipa, og Sveinn Bafn SU-50 frá Fá- skrúðsfirði, eign Andrómeda, en skipið hét m.a. áður Hafrafell og varð þekkt vegna þess að Sigl- ingastofnun vildi ekki veita því sjóhæfnisvottorð er það var á veiðum á Flæmingjagrunni, hafa verið á veiðum í norskri landhelgi að undanförnu sam- kvæmt samkomulagi um veiðar þar. Samkomulagið er angi af samkomulagi eftir Smugudeil- una milli Islendinga, Bússa og Norðmanna um nýtingu fiski- stofnana á svæðinu. lslendingar fá að veiða um 8000 tonn í norskri og rússneskri landhelgi, og er honum úthlutað til þeirra sem stunduðu áður veiðar í Smugunni. Einnig eru þar tveir línubátar, Gissur hvíti SF-55 frá Horna- firði og Tjaldur SH-270 frá Bifi sem frysta aflann um borð og landa eftir um sex vikur í Norð- ur-Noregi og er aflinn seldur gegnum SIF. Þriðji línubátur- inn, Njarðvík GK-275, sem er í eigu Olíufélagsins eftir gjaldþrot Sæunnar Axels í Olafsfirði, er einnig þarna en hann er á ís- fiskeríi og landar hjá Lottófiski í Noregi í saltfiskverkun, en Lottófiskur er í eigu SIF. - GG Uppkaupin hrekja óttairn á brott INNLENT Léttir hjá íbúum vid Dísarland í Bolungar- vík, þar sem einhýlis- hús verða keypt upp og byggðin færð til. Bæjarstjóri fagnar svo framarlega sem nýjar tiHögur dragi ekM úr framkvæmdahraða. Flestir íbúa við Dísarland í Bol- ungarvík fagna mjög tillögum of- anflóðasjóðs um að snjóflóða- varnargarður verði lagður neðar í fjallinu en fyrirhugað hafði verið og hús í Dísarlandi verði keypt upp og rifin. Nýleg reglugerð um snjóflóðavarnir felur í sér strang- ara hættumat og eru tillögurnar byggðar á því. Ef þetta gengur eftir mun hluti garðsins liggja yfir hús í götunni og því eru upp- kaup óhjákvæmileg. Minútur skildu á uúlli Olgeir Hávarðarson, íbúi við Dís- arland 10, lenti í því í febrúar árið 1997 að snjóflóð féll á hús hans og stórskemmdi. Svo vel vildi til að aðeins 40 mínúlum áður hafði hann og fjölskylda náð að rýma húsið en síðan hef- ur fjölskyldan harist f\'rir upp- kaupum. Olgeir fagnar þvf nýjum tóni. „Það var skelfileg reynsla að horfa upp á allar vistarverur barnanna fara 1 rúst. Hefðum við verið inni í húsinu, þyrfti ekki að spyrja að leikslokum," segir Ol- geir. Um ræðir 6 til 7 hús við Dísar- land og er íbúafjöldi milli 20 og 30 manns. Olgeir sótti um upp- kaupin á húsinu strax eftir flóðið en það er fyrst núna sem við- brögð eru að fást. „Ef fyrri leiðin hefði verið farin, hefði þurft að beita áframhaldandi rýmingum fyrir íbúana í götunni en ef þetta gengur eftir, er baráttan loks að skila árangri. Eg fagna því mjög. Við höfum aldrei verið í rónni eftir þetta atvik þótt við höfum haldist áfram við.“ Má ekki seinka Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, sagði að ef þessar tillögur næðu fram að ganga þá væri hann ánægður með niður- stöðuna. „Bæjarstjórnarmenn eru ekki tæknimenn og að sjálf- sögðu ber okkur að fara eftir til- lögum fagmanna. Eg hef lagt á það áherslu að ef þessi breyting nær fram að ganga, muni það ekki hafa áhrif á framkvæmda- hraöa. Það verði þá að ganga sem fyrst til samninga við íbúana um uppkaupin og verkið unnið það hratt að grófri vinnu verði lokið í haust og fínvinnu árið 2002 þan- nig að fyrir áramótin 2003 verði snjóflóðavarnir í hyggðarlaginu komnar í fullnægjandi horf.“ - BÞ Maimi bjargað úr bnrna Maður lokaðist inni á brennandi verkstæði við Kársnesbraut ( Kópavogi síðdegis í gær. Beyk- kafarar björguðu manninum út, en hann var lokaður inni á kaffi- stofu og komst ekki út vegna reyks og elds sem var á milli hans og útidyranna. Hann var í síma- sambandi við slökkviliðið þar til honum var bjargað. Farið var með manninn á slysadeild en ekki er talið að meiðsli hans hafi verið alvarleg. Tilkynningin um eldinn barst slökkviliði rétt rúm- lega 15:00 og gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins. Elds- upptök voru ókunn í gær. TannlækuabíH ókomiim á skólalóðir Hópur tannlækna á Akureyri skrifaði skólanefnd Akureyrar bréf þar sem þeir töldu að skólanefnd Akur- eyrar væri að veita Agli Jónssyni, tannlækni, sérþjónustu en Egill hefur sem kunnugt látið innrétta lang- ferðabifreið sem tann- læknastofu. Skóla- nefnd Akureyrar hafði áður fjallað um erindi tannlæknanna og breytti í engu fyrri bókun um málið, Gunnar Gíslason, skólafulltrúi Akureyrarbæjar, segir að Egill þurfi leyfi viðkomandi skólastjóra til að fara inn á skólalóð og auk þess til- skilin leyfi heilbrigðisyfirvalda sem og umhverfisyfirvalda. Egill seg- ist ekki sækja um leyfi umhverfisráðherra fyrr en sátt liggi fyrir um rekstur bílsins innan Akureyrarbæjar, en hann uppfylli öll skilyrði. Hann bíði nú í byrjun árs eftir bréfi frá Bjarna Beykjalín, yfirmanni tækni- og umhverfissviðs Akureyrarbæjar. - GG Nýtt íþrótta- og sýningarhús rís í Kópavogi Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að láta fara fram alútboð vegna byggingar á íþrótta- og sýningarhúsi sem reist verður vfir sandgras- völlinn í Smáranum. Samþykkt hefur verið forsögn vegna byggingar- innar og hópi verktaka hoðið að taka þátt í alútboðinu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Húsið verður líklega milli 8 og 9 þúsund fermetrar að stærð, með allt að 12 m lofthæð og mun rúma knattspyrnuvöll í fullri stærð. Húsið mun eflaust koma að góðum notum við ýmislegt sýningarhald sem fer vaxandi í Kópavogi, s.s. alþjóðlega sjávarútvegssýningu. - GG Tannlæknastofna á hjólum er enn ekki komin utan við skólana.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.