Dagur - 05.01.2001, Page 7

Dagur - 05.01.2001, Page 7
l'ÖSTVDAGUR 5 . JANÚAR 2001 - 7 tWir. ÞJÓÐMÁL Hver er hver í Hveragerði? Fróðleik, sögur, leikrit, Ijóð les vor mikla bókuþjóð. Svarthöfði nú segir mér, að sm sé komið málum hér, að bækur líti enginn í. Ég erfarinn að trúa því. Og meira en í mína bók menn hér sækja í p)lsu og kók Svo orti Nestor íslenskra bókmennta Gunnar Dal um pylsuvagninn í Aust- urstræti í bók sinni 100 Ijóð unt Lækjartorg á gullöld Grófarinnar þegar vinstri meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1978 losaði um múl borg- arbúa og gaf tóninn sem nú er hljómkvið- an í kröftugu selskapslífi borgarinnar. En Gunnar Dal lét ekki þar við sitja: I einu af mörgu bráðskemmtilegu kaffispjalli lærði pistilhöfundur að lesa spilverk húsdýranna í landinu frá því Garðarshólmi byggðist. Að vísu hefur nafnið Garðarshólmi fengið nýja nterkingu í hugum landsmanna eltir að Garðar Sverrisson gekk í forsvar lyrir bandalag öryrkja og Garðar nafni hans Svavarsson Ifður senn í aldanna skaut á morgni nýrrar aldar. En það er nú önnur saga. Við félagarnir Dal veltum lyrir okkur því láni íslenska mannkynsins að hundurinn skuli enn líta upp til mannsins eftir I 126 ára sambúð í landinu. Einkum og sér í lagi þar sem kötturinn hefur litið niður á mannkyn íslendinga frá sömu landnámstíð með augljósri fyrirlitningu. Hundinn skort- ir ennþá mannglöggvun kattarins en hann bætir sér upp skortinn með órofa tiyggð- inni. Fyrir þá sök eina ættu lslendingar að helja hundinn tafarlaust til bæði vegs og virðingar sem hann hefur unnið sér inn í landinu með ellefu alda trúnaði f stað þess að sveija honum upphátt til sveita. Vígja hundinn í hóp landvætta og setja hann á stall í skjaldarmerkinu. UMBUÐA- LAUST skrifar Hver er hver í Hveragerði? Gunnar Dal fann hins vegar hið eftirsótta jafnvægi fyrir íslenska mannkynið í náttúrunni og leiddi pistilhöfundi í ljós að ein hús- dýrategund er þrátt fyrir allt svo lítil fyrir sér að hún lítur á manninn sem jafningja sinn í dýrarikinu. Ekki bara sjálfan Is- lendinginn í sjálfum sér og al- heimsgeimi heldur alla Adam- sætt eins og hún kemur af skepnunni. Jafnoki íslendinga er sjálft svínið lifandi komið og finnst alls ekki sjálfu að það snobbi niður lyrir sig með þess- um mannjöfnuði við landann. En (leiri húsdýr en kýrin Rúkolla eru kysst Júdasarkossum á Suð- urlandi f vetur: Nú berast þau tfðindi úr heimabyggð Gunnars Dal austur í Olfusi að Hvergerðingar sparki bæði í hunda og ketti fyrir hunda og manna fóturíi eins og þeir séu niðursetningar í þorpinu en ekki réttbornir landnáms- menn íslands. Eldd einasta hefta þeir ferðir kvikindanna urn pláss- ið og vilja selja þeirn sérstaka tryggingu heldur er líka vegið gróflega að stolti kattastofnsins með því að gelda högna og fijó- drepa læður. Er nema von að menn spyrji hver sé hver í Hvera- gerði í dag? Stutt er sfðan Hvera- gerði gaf sig út fyrir að vera menningarþorp á landsvísu og sóttist eftir skáldum og lista- ntönnum í samfélag við þorpsbúa. Er þó Hvergerðingum sjálfsagt í fersku minni hvernig borgarstjórn Reykjavíkur fór hall- oka fýrir hefðarköttum borgarinnar við öskutunnurnar í Grjótaþorpi á menningar- ári og sama útreið blasir nú við þorjrurum í menningarþorpi. Nú kann svo að vera að Hvergerðingum linnist „menningin va\a f lundi nýrra skóga" í plássinu, eins og heimastjórnar- menn ortu fyrir sléttum eitthundrað árum af heldur merkilegra hátíðartilefni en heimalöguðu kattafári. En lundir hinna nýju skóga geta reynst þorps- búum feyskinnn gróður á svikavori ef hann er rifinn úr samhengi við náttúruna og hunda hennar og ketti. Skáld og listamenn hafa löngum ver- ið helstu bandamcnn íslensku húsdýranna þó sjálfir rífist þeir sfn á milli eins og hundur og köttur. Kristján heitinn Eldjárn sagði á sfnum tíma „að þar sem fólk er gott við dýr, þar er gott að vera!“ og yrðu það hálf- nöturleg eftirmæli á steini Hvergerðinga. Kötturinn hefur níu líf en sveitarstjórn Hvera- gerðis berst fyrir sínu eina lífi í næstu byggðakosningum. Baulaðu nú BúkoHa min! Gengi Hveragerðis er einkum að þakka fólki úr Reykjavík sem reisti þar myndarleg hjúkmnarheiniili, hótel og fleiri athvörf lyrir annað fólk. Eins og ýmis önnur þorp um landið eru Hvergerðingar að tapa sjáliiam sér í malbikinu og sldlja við uppruna sinn innan um hunda, ketti ogjafnvel svínið sjálft. Nokkur munur er þó á viðhorfum Hvergerðinga og svínastofnsins þegar kemur að mannjöfnuði. Andhverft við svínið snobba Hvergerðingar upp á við og út á hlið og er nú svo komið að í hvert skipti sem pistilhöfundur heyrði svína- kjöts getið um áramótin kom honum ekki lengur Vatnsleysuströndin í hug heldur Hveragerði. Og vonandi forða hundurinn og hinar landvættirnar Hvergerðingunt frá örlögum kúastofnsins ef svínið skyldi taka upp hanskann fyrir köttinn í þorpinu. STJÓRNMÁL Á NETINU Uppskrift að góðiun áratug FlugVÖHÍnn burt lengra en til þess að hola fólki nið- A hinni nýju vefsíðu kreml.is skrifar Eiríkur Bergmann Einarsson grein undir fram- angreindri fyrirsögn. Þar segir m.a.: „Breski herinn hertók Vatnsmýrina fyrir nálega 60 árum og malbikaði yfir hana flugvöll, sem hefur skilið eft- ir sig svöðusár í miðborginni og stendur nú í vegi fyrir blómstrandi mannlífi. Nú er kominn tími til að endur- heimta herfangið. A næstunni munu Reyk- víkingar náðarsamlegast fá að kjósa um framtíð svæðisins. Að allir fái jöfn tækifæri og að barist sé gegn fátækt. Stjórn- málamenn hérlendis ættu að hætta að skipta sér af ýms- um málefnum en á tveimur sviðum, í mennta- og heil- brigðismálum, á hið opin- bera að efla starfsemi sína. Hér ættu að gilda sömu lög og reglur og eru í nágranna- löndunum á sviði umhverfis- mála, réttar- og dómskerfis, viðskipta, hagstjórnar og fé- lagsmála. EES-samningur- inn tryggir þetta vi'ða en það ætti að ganga lengra. Sérís- Reykjavíkurflugvöllur: kominn tími til að endur- heimta herfangið? Ágúst Einarsson, varaþingmaður, fjallar á vefsíðu sinni nú í byrjun ársins um hvert eigi að stefna á komandi áratugi: „Síðustu 10 ár hefur verið upp- gangstími á íslandi. Þrír þættir valda því. Náttúrleg skilyrði hafa verið hagstæð, þjóðarsáttin árið 1990 sneri við biaðinu í efnahags- málum og EES-samingurinn frá!994 try'ggði sambærilega um- gjörð atvinnulífsins og er í ná- grannalöndunum. Þessari upp- sveiflu hérlendis og erlendis hafa fylgt ýmis félagsleg vandamál. Fá- tækt hefur aukist og meiri mis- skipting er milli þegnanna en áður. Átvinnuháttabylting er í gangi og lykillinn að góðum lífs- kjörum í framtíðinni er þekking. Elling menntakerfisins er for- gangsverkefni en þar er staða okk- ar slök. Færri Ijúka hér framhalds- skólapróli cn í öðrum löndum, há- skólanám drcgst aftur úr og menntamál hafa verið hornreka á íslandi um áratuga skeið. Þessu verður að snúa við. , Flest nágrannnalandanna hafa verið undir stjórn jafnaðarmanna síðustu ár og leiðarljós þeirra er eldd að allt verði jafnt heldur að Ienskar reglur ættu að vera undantekning. Atvinnulífið ætti að ganga sjálfala mcð lögmál mark- aðshagkerfisins sem hina einu við- miðun. Einu afskipti opinberra aðila af viðskiptum ættu að vera öfiug samkeppnisstofnun og góð samkeppnislöggjöf. Þóll markaðs- hagkerfi sé besta fyrirkomulagið í efnahagsmálum þá er markaðs- samfélag meingallað. I samfélagi manna ættu meginmarkmiðin að vera jöfnun tækifæra, hindrun fá- tæktar og að gcra fólk hamingju- samt. Stjórnmálastefna jafnaðar- manna er að auka hantingju al- ntennings. Hamingja er einstak- lingsbundin og felst í að sér og sín- um líði vel. Fólki líður ekki vel ef öðrurn líður illa og þar koma sam- hjálp, bræðralag og siðferðileg við- ntið til sögunnar. Það er stutt milli kærleiks í kristinni trú og mann- úðlegra stjórnmálaskoöana. Þess væri óskandi að við gætum eftir 10 ár litið til baka og sagt: Þessi ára- tugur var góður, hann jók velferð almennings, bætti mannlíf hér og erlendis og stuðlaði að aukinni hantingju." öllum líkindum verður llugvöllur- inn kosinn burt og þá verður eftir því tekið hvort Reykjavíkurlistinn hafi dug í sér til að moka honum burt sem allra fyrst, þannig að fólkið fái þessu perlu miðbæjarins til baka úr klónt sérhagsmuna. Reykjavík er klassískt dæmi um fórnarlamb fúnksjónalismans. Á borginni hefur í raun verið framið skipulagsmorð. Fyrir utan hinn ör- smáa miðbæ okkar er Revkjavík öll heldur austantjaldslcg, þar sem skipulagshugsunin nær ekki ur í hentugt húsnæði í hentugum hverfum. Og helst þannig að eng- inn þurfi að eiga í samsldptum við nokkurn mann. Allt er miðað bíl- inn og skipulagið er beinlínis fjandsamlegt gangandi fólki. Nokkrir góðir menn, með Trausta Valsson fremstan í fiokki, hafa þó haldið þeim hugmyndum á lofti að nær væri að skipuleggja hverfin í kringunt gangandi fólk með því að þétta byggðina og blanda saman atvinnu- og íbúða- byggð. Með því vilja þeir skapa grundvöll fyrir aukið samneyti íbú- anna og stuðla þannig að betra mannlífi. Hingað til hafa þessar raddir því miður talað fyrir daul’- um eyrum, en á síðustu misserunt hefur umræðan unt skipulagsmál í þéttbýli blessunarlega verið að vakna til lífsins. Reykvíkingar standa nú frantmi fyrir einstöku tækifæri. Að bvggja upp í Vatnsmýrinni blómstrandi íbúabyggð með veitingahúsum, verslunum og annarri miðborgar- starfsemi. Nýja hverlið myndi veita miðbænum þann stuðning og það rými sem hann þarf til að blómstra."

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.