Dagur - 05.01.2001, Page 9
FÖSTVDAGVR S. JANÚAR 2001 - 9
Tkypir.
ÍÞRÓTTIR
L
Öm Amarson í
jrcttánda sæti á
heimslistanum
Örn Arnarson hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir frábæran árangur sinn
á síðasta ári og var m.a. kjörinn „íþróttamaður Hafnarfjarðar", fjórða árið í
röó. Auk þess varð hann annar íkjöri „íþróttamanns ársins", kjörnum af
íþróttafréttamönnum og var einnig valinn „Sundmaður ársins'‘ hjá SSÍ.
Frábær árangur sirnd-
kappans Arnar Arnar
sonar í 200 m baksun-
di skipar honum í
þrettánda sæti heims-
listans í sundi, sem
nýlega var birtur á
fréttavefnum „Swim-
news“. Öm er auk
þess meðal 50 bestu í
átta simdgreinum.
Orn Arnarson, sundkappi úr SH,
er með þrettánda besta heimsár-
angurinn í sundi í 25 m laug,
samkvæmt nýbirtum stigalista
„Swimnews" sem nær yfir tíma-
bilið I. júní 2000 til 2. janúar
2001. Örn nær þrettánda sætinu
fyrir árangur sinn í 200 m bak-
sundi á Evrópumótinu í Valencia
í desember s.k, þegar hann synti
á 1:52,90 mín. í úrslitasundinu
og gefur sá frábæri árangur hon-
unt 1001 stig á afrekalistanum og
skipar bonum í fimmta sætið
meðal karlanna á listanum.
Stigahæsti sundmaðurinn á
listanum er sænska sundkonan
Anna Karin Kammerling með
1024 stig, fyrir árangur sinn í 50
m flugsundi, sem hún náði á Evr-
ópumeistaramótinu í Velencia,
en þar synli hún á 25,60 sck.,
sem er heimsmet í greininni.
Ftmmtán bestu suiitlar-
angrarnir í heiminum:
(Fæðingarár í sviga)
1. Anna-K. Kammerling, Svíþ.
50 m flugsund kv. - 25,60 sek.
2. Therese Alshammar, Svíþ. 50
m skriðsund kv. - 24,09 sek.
3. Kvennasveit Svíþjóðar 4x50 m
skriðsund - 1:38,21 mín.
4. Matt Welsh, Ástralfu 200 m
baksund ka. - 1.51.62 mín.
5. Kvennasveit Bretlands 4x50 m
skriðsund - 1:38,39 mín.
6. Alison Sheppard, Bretlandi 50
m skriðsund kv. - 24,26 sek.
7. Michael Klim. Ástralíu 50 m
flugsund ka. - 23,1 1 sek.
8. Grant Hackett, Ástralíu 800
m skriðsund ka. - 7:36,41 mín.
9. Annika Mehlhorn, Þýskal. 200
m flugsund kv. - 2:05,77 mín.
10. Martina Moravcova, Slóvak.
100 m flugsund kv. - 57,54 sek.
I I. I lui Qi, Kína - 200 m bringu-
sund kv. - 2:21,82 mín.
12. Thomas Bupprath, Þýskal.
200 m llugs. ka. - 1:53,28 mín.
13. Orn Arnarson 200 m bak-
sund ka. - 1:52,90 mín.
14. Stephan Perrot, Frakkl. 200
m bringsund ka. - 2:07,58 mín.
15. Xuejuan Luo, Kína 100 m
bringusund kv. - 1:06,18 mín.
Meðal 50 bestu í átta
greiniun
„Swimnews" birtir einnig upp-
færða afrekalista yfir fimmtíu
bestu afrek í einstökum greinum
frá sama tímabili og kemur nafn
Arnar þar fyrir alls átta sinnum.
Hann er í öðru sæti bæði í 100
og 200 m baksundi, en í báðum
greinunum er Ástralinn Matt
Welsh með besta árangurinn,
sem hann náði á ástralska meist-
aramótininu í haust, þar sem
hann setti heimsmet í 200 m bak-
sundi. Welsh var í þriðja sæti í
200 m baksundi á Ólympíuleik-
unum í Sydney, næslur á undan
Erni.
Einstakar greinar:
lOömbaks. 52,28 2. sæti
200 m baks. 1:52,90 2. sæti
50 m baks. 24,79 8. sæti
800 m skriðs. 8:07,71 18. sæti
I 500 m skriðs. I 5:25,94 27. sæti
100 m skriðs. 49,52 39. sæti
400 m fjórs. 4:23,69 42. sæti
200 m flugs. 2:00,94 44. sæti
Nafn Jakobs Jóhanns Sveins-
sonar úr Ægi, er einnig á listan-
um, en hann er í 39. sæti fyrir ár-
angur sinn í 200 m bringusundi,
2:17,07 mín., sem hann náði í
Bikarkeppni SSI í nóvember s.l.
Örn Arnarson ásamt því hafnfirska afreksfólki sem tilnefnt var fyrír kjör „íþróttamanns Hafnarfjarðar".
Þrír landsleiMr gegn Frökkum
Islenska karlalandsliðið í handknattleik mætir því franska í þremur
vináttulandsleikjum á næstu dögum og fer sá fyrsti fram á Ásvöllum
í Hafnarfirði á morgun, laugardag, og helst kl. 16:00. Á sunnudag
verður síðan leikið á Akureyri, þar sem leikurinn hefst kl. 17.00, en
sá síðasti fer fram í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld og hefst kl.
20:15.
Leikirnir eru liður í undirbúningi beggja liðanna fvrir HM sem
hefst í Frakklandi þann 23. janúar n.k. og eru þetta fyrstu þrír Ieikir
íslenska liðsins af átta í lokaundirbúnirignum fyrir mótið. Um næstu
helgi mun íslenska liðið síðan taka þátt í fjögurra landa æfingamóti
á Spáni, ]?ar sem Norðmenn og Egyptar verða mótherjar liðsins
ásamt gestgjölunum, cn síðan verða Ieiknir tveir leikir gegn Banda-
ríkjamönnum hér heima, 18. og 19. janúar, áður en haldið verður til
Frakklands mánudaginn 21. janúar.
AIIs 24 þjóðir taka þátt í úrslitakeppni HM í Frakklandi og er leik-
ið í fjórum sex liða riðlum. lsland spilar í A-riðli með Svíum, Portú-
gölum, Marokkóum, Egyptum og Tékkum og verður fyrsti Ieikurinn
gegn Svíum, þriðjudaginn 23. janúar í Montpellier, en þar er allur
riðillinn leikinn. Næsti leikur verður síðan gegn Portúgölum 24. jan-
úar, þá Marokkóunt 25. janúar, Egyptum 27. janúar og Tékkum 28.
janúar. Fjögur efstu liðin úr hverjum riöli komast áfram í 16-liða úr-
slit og ef okkar mönnum tekst ætlunarverkið, mæta þeir þar ein-
hverju liði úr B-riöli um að komast í 8-liða úrslit.
Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, helur valið 20-manna æfinga-
hóp fyrir lokaundirbúninginn, en mun síðan v'elja endanlegan 16-
manna hóp eftir leikina við Bandartkjamenn.
Æfingahópurinn:
Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson (Nordhorn), Sebastian Al-
exandersson (Fram) og Birkir ívar Guðmundsson (Stjörnunni).
Aðrir leikmenn: Björgvin Björgvinsson (Fram), Róbert Sighvats-
son, (Dormagen), Guðjón Valur Sigurðsson (KA), Dagur Sigurðsson,
(Wakunaga), Patrekur Jóhannesson (Essen), Gústaf Bjarnason
(Minden), Aron Kristjánsson (Skjern), Guðfinnur Kristmannsson
(ÍBV), Ólafur Stefánsson (Magdeburg), Róbert Duranona (Nettel-
stedt), Erlingur Richardsson (IBV), Ragnar Óskarsson (Dunquirke),
Heiðmar Felixson, (Wuppertal), Valgarð Thoroddsen (Val), Einar
Örn Jónsson (Haukum), Róbert Gunnarsson (Fram), Þórir Ólafsson
(Selfossi).
Björgvin keppir í Kranjska
Björgvin Björgvinsson, skíðakappi frá Dalvík,
mun á næstu dögum taka þátt í tveimur Evr-
ópubjkarmótum, sem fram fara dagana 8. og 9.
janúar í Kranjska Gora í Slóveníu og 11. og 12.
janúar í Altaussee í Austurríki. Á báðum mótun-
um fara fram tvær keppnir, því fyrra í svigi og
því seinna f stórsvigi. Mótið í Kranjska Gora er
annað Evrópubikarmótið sem Björgvin tekur
þátt í í vetur, en fyrsta mótið sem hann tók þátt
í fór fram í Levi í Finnlandi f lok nóvember. Þar
keppti Björgvin bæði í stórsvigi og svigi og lenti
í 40. sæti í stórsviginu, eftir að hafa náð 29.
besta tímanum í seinni ferðinni, en í sviginu
féll hann úr keppni.
Litmanen til Liverpool
I gær var gengið frá félagaskiptum finnska
landsliðsframherjans Jari Litmanen frá
Barcelona til Liverpool og hefur hann þegar
skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við
enska félagið. Samningur Litmanens við
Barcelona hefði runnið út í sumar og þurfti
Liverpool því ekki að greiða krónu fyrir kapp-
ann, sem þegar hefur verið leystur undan
samningi við Börsunga. Litmanen, sem er 29
ára, gekk til lið \4ð Barcelona árið 1999 eftir sjö
ára dvöl hjá Ajax í Hollandi, þar sem hann vann
til fjögurra meistaratitla, þriggja bikartitla og
þriggja „Super Cup“ titla með félaginu, auk
þess sem hann varð Evrópumeistari með því árið 1995. Árið 1993 var
hann valinn leikmaður ársins í Hollandi og var sama ár markahæsti
leikmaðurinn í hollensku deildinni. Eftir að Ajax hafði unnið Evrópu-
bikarinn árið 1995 varð Litmanen þriðji í kjöri „Knattspyrnumanns
Evrópu".
Litmanen hefur átt erfiða daga hjá Barceióna að undanförnu og þá
sérstaklega eftir að Van Gaal var rekinn frá félaginu, en það var hann
sem keypti Litmanen til félagsins.
Gerard Houllier, framkvæmdastjóri, Liverpool sagði t' gær að kaup-
in á Litmanen til Liverpool væru þau ánægjulegustu sem hann hefði
staðið fyrir til þessa. „Hann er mjög fjölhæfur leikmaður sem hefur
tileinkað sér annan stíl en við eigum að venjast hjá okkar framherj-
um og því mun hann örugglega fríska upp á sóknarleik liðsins," sagði
Houllier.
Litmanen verður strax gjaldgengur með Liverpool í UEFA-bikarn-
um, þar sem hann hefur ekki leikið með Börsungum í Meistaradeild
Evrópu og mun það hafa ráðið miklu um að hann var keyptur til liðs-
ins, þar sem hann hittir fyrir landa sinn, Sami Hyypia.
Gora
Björgvin
Björgvinsson.
Jari Litmanen.