Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 4

Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 4
28 - LAVGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 .Tkypr FRÉTTIR Höfuðverkur framteljenda minnkar sífellt, þar sem kerfið er farið að vinna fyrir einstaklinginn. Skattar áætlaðir við framtalsskil RSK færir bætur, biliim, fasteignir, námslán og slatta af laimurn á fram- talið fyrir dreifingu. Álagning áætluð við fram- talsskil á netinu. Vegna breytinga, sem verið er að gera á framtalsgerð og vinnu við álagningu verður framtölum dreift seinna en ver- ið liefur eða í byrjun mars og skilafrest- ir færast aftur. Skilafrestur einstak- linga utan atvinnurekstrar lengist nú til 19. mars og til 2. apríl ef þeir skila með rafraenum hætti á upplýsingavef ríkisskattstjóra rsk.is Einstaklingar með rekstur er geta skilað viku síðar, þ.e. 26. mars eða 9. apríl. Þrátt fyrir þetta á skattálagningu að vera lokið á sama tíma og í fyrra og uppgjör skatta og bóta að vera með sama hætti og þá, samkvæmt frétt frá ríkisskattstjóra. Vefframtalið endurbætt Þeir sem telja fram á netinu þurfa þó ekki að bíða svo lengi, því ríkisskatt- stjóri ráðgerir að um leið og þeir skila framtalinu geti þeir fengið bráða- birgðaútreikning á sköttum, bótum o.n. miðað við þær forsendur, sem þeir hafa skráð á framtal sitt. Með hliðsjón af endurbættu vefframtali og þjónustu því tengdu og aukningu forskráðra upplýsinga standa vonir til að vefskil aukist verulega og að helmingur fram- teljenda nýti sér þennan möguleika sem telja verður til hagsbóta fyrir fram- teljendur sem og skattyfirvöld. Launaupplýsingar forskráðar Ríkisskattstjóri verður búinn að skrá ýmsar upplýsingar um tekjur og eignir á framtalseyðublöðin fyrir dreifingu þeirra. Við upplýsingar um greiðslur frá Trvggingastofnun ríkisins, lífeyris- sjóðunum og Atvinnuleysistrygginga- sjóði, eins og í fyrra, bætast nú við upplýsingar um fasteignir fólks utan atvinnúrekstrar, ökutækjaaeign og skuldir við LIN. I ár verða einnig for- skráðar launaupplýsingar frá allt að 100 stærstu launagreiðendum lands- ins. A síðasta ári voru um 42 milljarða tekjur forskráðar á framtöl um 67.000 framteljenda og ríkisskattstjóri gerir ráð fyrir að forskráðar tekjur tvö til þre- faldist í ár. Þeir sem tálja skila framtölum sínum áður en framtalseyðublöðunum er dreift geta fengið óárituð eyðublöð ásamt öllum íylgiblöðum hjá skatt- stjórum eða prentað þau út í lit af hcimasíðu RSK. — HEI Margrét Sverris- dóttir. Ungir framsóknarmenn fara allmikinn á vefsíöu sinni maddaman.is þessa dagana uin Margréti Sverrisdóttur hjá Frjáls- lynda flokknum, sem jafn- framt er dóttir leiötogans Sverris Hermannssonar. Framsóknarmöimunum verður grein Margrétar í Morgunblaöinu að yrkisefni sem Margrét kallaði „Ávarp". Þar virðist sérstak- lega fara íyrir brjóst þeirra að Margrét skuli leyfa sér að ýja að spillingu hjá Fram- sóknarflokknum og svara ungliðamir: „Maddömunni fannst „Ávarpið“ allthið at- liyglisverðasta en þó sér- staklega kaflinn um spill- ingu annarra stjórnmála- flokka. Það má nefnilega taka undir með Margréti að það hafi verið „undravert“ að þeir Sverrir og Guðjón A. Kristjánsson skuli hafa verið kosnir á þing. Hver man ekki eftir for- manninum frjálslynda þegar hann yfirgaf Landsbankann með plastpoka í sín hvorri hendi, úthrópaður eftir að upp komust spillingarmál." Sverrir Hermanns- son. I heita pottinum var í gær skrafað um sjónvarps- þáttinn Sihkon, sem fer ekki troðnar slóðir. Þátt- urinn er sýndur í beinni útsendingu og era ýmsir á þvl að ef svo væri ekki, myndi nú einhver taka sig til og klippa drjúgan liluta burt. Sérstaka atliygli vakti í gær þegar annar þáttarstjómendanna var með 15 áraböm í spjalli og vildi vita allt um kynlíf ungmemi- amia. Ekki hefðu það nú þótt góðar tvíbökur fyr- ir skemmstu en tíðarandiim á Skjá einum, sem á víst að endurspegla hugarheim unga fólksins, er aö mati pottveija töluvert öðmvísi en inargir af „þroskaðri“ þegnum samfélagsins höfðu áttað sig á... FRÉT TA VIÐTALIÐ Eiríhur Jónsson fonnaður Stínlentaráðs Háskóla íslands Rúmumfimmtungi ein- kunna varenn óskilaðþegar 4 vikum eftir síðastaprófdag haustannarí HÍ sem ersá skilafrestur sem reglugerðjyr- irHÍ mælirfyrir wn. 53% vanskil í hjúkmnarfræði - Hafa einkunnaskilin bcitnað síðan tfyrra? „Já, þau hafa batnað umtalsvert m. v. síð- ustu vorpróf. Þá lentu 32% prófa í vanskilum, en núna 21%, sem er þriðjungi skárra." - En þó ekki nógu gott? „Nei, það segir sig sjálft þegar rúmlega 5. hvert próf lendir ennþá í vanskilum. Svo við megum ekki láta deigan síga, þótt miðað hafi í rétta átt. Það er líka mjög mikilvægt að Há- skólinn geri eitthvað f málinu. Reglugerðin er svo skýr; einkunnum skal skilað innan 4 vikna.' Háskólinn gerir hins vegar ekkert til að fylgja þessu eftir. En nemendur eiga svo rosalega mikið undir þessu. Þeir bíða núna, með allan vfirdrátt f botni, eftir námslánum fyrir september-desember og fá ekki neitt fyrr en allar einkunnir eru komnar. Sumir bíða jafnvel í ofvæni hvort þeir gcti útskrifast núna í febrúar." - Eru skilin mismunandi eftir deildum? „Já, mjög svo. Ástandið er áberandi verst í hjúkrunarfræði, þar sem meira en helmingur (53%) prófa lenti í vanskilum. I félagsvís- inda-, viðskipta- og hagfræði, tannlækna- og læknadeild eru vanskilin frá 35% niður í 26%. I raunvísindadeild eru þau 18%, heldur minni í laga- og verkfræðideild, 11% í guðfræðideild og minnst 9% í lyfjafræði- og heimspekideild, sem þó er mjög stór.“ - Þið Itafið gripið til ýmissci róðci? „Við hófum sl. vor að setja einkunnaskilin á netið og birtum vanskilalista yfir þau nám- skeið sem voru komin lengst framyfir. Þetta vakti mikla athygli. En einkunnaskilin urðu þá 32% og líklegt að þau hafi áður verið enn verri. Síðan þá hefur Stúdentaráð ályktað um málið og háskólayfirvöldum gert viðvart. I janúar var póstur sendur á alla kennara og svo gripum við til jiess ráðs að auglýsa eftir prófum í Morgunblaðinu." - Berci kennarar sig ekki fremur illa yfir þessu ? „Það er misjafnt. Eg hef fengið mjög já- kvæð viðbrögð frá mörgum kennurum, enda leiðinlegt gagnvart þeim sem standa sig vcl að hlutfall prófa í vanskilum sé þetta hátt.Við höfurn líka passað vel að taka tillit lil allra fé- Iagslegra þátta sem geta spilað þarna inn í, t.d. ef kennari vcikist eða annað slíkt. En aðrir hafa verið að kvarta, einkum frá stærstu námskeiðum, kannski 400 manna, sem er skiljanlcgt af hálfu kennarans. En svörum þá á móti, að það sé Háskólans að bæta úr þessu." - Er eliki ný „skilaboðaskjóða11 umkvört- unarefni? „Jú, hún hefur valdið miklum umræðum. Þetta er tillaga frá okkur stúdentum komin og veitir möguleika á að senda nafnlausar ábendingar á kennara um kennsluna. Þetta er hugsað sem framhald á kennslukönnunun- um sem lengi hafa verið gerðar í lok annar, þar sem hægt er að skrifa með frjálsar at- hugasemdir. Skilaboðaskjóðan er hugsuð sem hentug viðbót við kennslukannanir. Stúdentar hafa t.d. notað þetta til að benda á að setja mætti glærurnar upp með skipulegri hætti og framsetningin gæti verið skýrari. Margir kennarar hafa fárast mikið yfir þessu, sem mér finnst miður, enda tel ég þetta geta oröið kennslu í Háskólanum mjög til góðs.“ - Þið ætlið svo að licddct ótrauðir úfram? „Já, auk þess að fylgja einkunnaskilunum eftir bíða nú tvö spennandi mál í tengslum við LIN. Bæði tekjutengingin, sem fara mun fyrir stjórn LIN í kjölfar öryrkjadómsins. Og úrskurður umboðsmanns Alþingis, sem féllst á málflútning okkar um að málskotsnefnd LIN hafi ekki rökstutt upphæð grunnfram- færslunnar nægjanlega vel." — IIliI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.