Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 8

Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 8
32- I, AUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 Ðaqur i FRÉTTASKÝRING Hvalurinn í „kynningi FRIÐKIK ÞOR GUÐ MUNDSSON SKRIFAR Hvalaumræðan af stað á ný. Hvalveiðar ólík- legar í ár. Tekjumögu- leikar á fimmta miHj- arð. Hvalimir éta 6 miUjón tonn en við veiðum 1,5 miUjón tonn. Geta minnkað afrakstursgetu jiorsks- ins um 10-20%. Aðrir hagsmunir hindra hvalveiðar. Allt frá því að síðasti hvalurinn var drcginn á land á Islandi fyrir 12 árum hefur uniræða komið upp einu sinni eða tvisvar á ári um að taka upp hvalveiðar á ný. A Alþingi fór síðasta umræðulotan fram í október og nóvember á síð- asta ári, en umræðan er aftur komin á skrið í þjóðfélaginu í tengslum við þá ákvörðun Norð- manna að afnema útflutnings- bann á hvalaafurðum. I sjálfu sér hefur hins vegar ekkert gerst af stjórnvalda hálfu frá því í lok næstsfðasta löggjafarþings, þegar samþykkt var ályktun um að „hefja skuli hið fyrsta hvalveiðar hér við land" og ríkisstjórninni falið „að undirbúa hv'alveiðar, meðal annars með því að kynna málstað og sjónarmið íslendinga nteðal viðskiptaþjóða okkar.“ Það sem einkum stendur í vegi fý'rir því að hvalveiðar hefjist á ný eru aðrir viðskiptalegir hagsmun- ir landsins; óttinn við að aðgerðir hvalaverndunarsinna valdi þjóð- inni tekjutapi vegna annarra út- flutningsafurða. Einnig er bent á að hvalaskoðunartekjur fari vax- andi og fari fyrir bí verði hvalveið- ar leyfðar. Stjórnsýslulega stend- ur ísland einnig verr en Norð- mcnn að vígi með því að við mót- mæltum ekki hvalveiðibanninu á sínum tíma og gengum út úr Al- þjóðahvalveiðiráðinu. Ólíklegt á þessu ári Arni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra er erlendis og náðist ekki í hann vegna samningu þessarar fréttaskýringar. I umræðum á Al- þingi síðasta haust sagði Arni: „Akvörðun um hvenær hvalveiðar eiga að hefjast hefur ekki ennþá verið tekin. Hins vegar er verið að vinna eftir ályktun Alþingis um að kynna afstöðu Alþingis fslend- inga til málsins og verið að undir- búa á margvíslegan hátt að ákvörðun verði tekin. Kynning- unni miðar vel áfram á þann hátt að það hefur verið hægt að tala við marga aðila, stjórnmálamenn, embættismenn og fjölmiðla- menn. En það er hins vegar ekki hægt að segja að undirtektir við málstað okkar séu nokkuð betri en áður var. Síðan er verið að vinna að sérstakri kynningu í Bandaríkjunum. Eg geri mérvon- ir um að hún verði okkur til fram- dráttar. Eins og sakir standa, á Mikill atgangur fylgir hvalskurði og það er ekki síður stormasamt að taka ákvarðanir um það hvort Islendinga meðan kosningabaráttan þar stendur yfir, er ekki mjög þægi- legt að vera með slíka starfsemi í Bandaríkjunum og þarafleiðandi er hlé á þeim undirbúningi. En þráðurinn verður síðan tekinn upp aftur þegar við vitum hver staðan verður í Washington næstu árin“. I desember sl. sagði ráðherra síðan i viðtali við Útveginn, blað LlÚ, að frckar ólíklegt væri að hvalveiðarnar myndu hefjast árið 2001. Samkvæmt þessu virðist það ráða miklu hver stefna Bush-rík- isstjórnarinnar verður. Vitað er að hvalveiðistefnan er talin mæta vinsamlegri móttökum hjá Bush en ef Gore hefði unnið. Ætli rnuni samt ekki meiru um áhrifa- mátt hvalaverndunarsinna og vilja almennings vestra til að kaupa okkar mikilvægu fiskafurð- ir, ef sami almenningur verður var við að Islendingar byrja að stráfella ástsælu og greindu Keikóana. Tekjumar 4 til 4,5 milljarðar Víst er að nóg er af hval í námun- da við Island, hann er ónýtt en verðmæt sjávarafurð og hann étur heil ósköp af fiskmeti og átu, sem bitnar að líkindum með" vax- andi þunga á uppgangsmöguleik- um t.d. þorsksins. Misjafnlega áreiðanlegir út- reikningar benda til þess að hóf- leg veiði á hrefnum og langreyð- um gæti skilað 4 til 4,5 milljörð- um króna í þjóðarbúið árlega. Þá er miðað við að veiddar yrðu 250 hrefnur, að tillögu Hafrann- sóknastofnunar og að fyrir kjöt og spik af þeim fáist um 750 millj- ónir. Og þá er miðað við veiðar á um 200 langreyðum, sem gæfu kjöt og spik að verðmæti 3,5 til 3,7 milljarða. Veiðar á öðrum hvalategundum yrðu alltaf tak- markaðri, en þó mest í sandreyð- um. Tölur um fjökla hvala í námun- da við ísland byggja mest á taln- ingu árið 1995, en geta má þess að næsla sumar eru nýjar talning- ar ráðgerðar. A íslenska talningar- svæðinu voru hrefnur taldar vera um 56 þúsund árið 1995, en um 40 þúsund 1989 og um 25 þús- und 1987. Fjölgunin er því greinileg þótt talningaraðferðirn- ar hafi farið hatnandi. Arið 1995 var talið að á A-Grænlands/Is- lands-svæðinu hefði langreiðum fjölgað frá 1989 úr 8.900 í 16.000. Hafrannsóknastofnun telur óhætt að veiða á þessum svæðum 250 hrefnur og 200 langreyðar. Hvalur 6 miHjón - maður 1,5 mílljón „Hvalurinn tekur 10 til 20 pró- sent af þorskinum okkar" sagði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra á Norðurlandaráðsþingi í nóvember síðastliðnum. Haf- rannsóknastofnun hefur reynt að meta „heildarafrán" hvalateg- unda við Island og gerir Gísli A. Víkingsson hvalasérfræðingur stofnunarinnar grein fyrir niður- stöðunum í Sjávarsýn, blaði meistaranema í sjávarútvegsfræð- um við HÍ. Þar segir Gísli: „Samkvæmt [útreikningunum] éta hvalir við Island rúmlega 6 milljónir tonna af sjávarfangi ár- lega, þar af tæplega 3 milljónir tonna af krabbadýrum, rúmlega 1 millj. tonn af smokkfiskstegund- um og rúmlega 2 millj. tonna af fiskmeti. Hrefnan er atkvæða- mesti afræninginn bæði hvað varðar heildarmagn (2 millj. tonna) og fiskát (1 millj. tonn). Langreyðarnar étar samkvæmt þessu urn 1.5 millj. tonn af sjáv- arfangi, mcstmegnis átu, en ein- ungis um 21 þúsund tonn af fiski... Heildarneysla hvala upp á 6 millj. tonna er vissulega ntikil t.d. í samanburði við heildarafla íslendinga, sem numið hefur 1.5 millj. tonna að meðaltali undan- farin ár.“ Minnkar afrakstursgetu þorsksins Jóhann Sigurjónsson sjávarlíf- fræðingur og forstjóri Hafrann- sóknastofnunar segir að stofnun- in sem slík hafi enga einhlíta af- stöðu til spurningarinnar um hvort taka eigi upp hvalveiðar að nýju, en bendir á að stofnunin hafi árlega um nokkurt skeið lagt til aflamark fyrir hrefnur og lang- reyðar. En hvaða áhrif telur Jóhann að vaxandi stærð hvalastofna hér við land hafi á þorskinn og annað líf í hafinu í kringum ísland? „Við höfum metið afránið með rann- sóknum og teljum að hvalirnir éti um 6 milljónir tonna af fiski, smokkfiski og átu árlega. Okkar vitneskja bendir til þess, að gefn- um ýmsum óvissum forsendum, að langtíma afrakstursgeta þorsksins gæti minnkað um 10 til 20 próscnt á ári, ef þessar teg- undir f’á að vaxa upp í það sem

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.