Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 9

Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 - 33 FRÉTTIR n“ vestra . r eigi að hefja hvalveiðar á ný. þær voru áður en hvalveiðarnar hættu. Það er óljóst hvenær það nákvæmlega gerist, gæti verið í námunda við einn áratug, en eftir stendur að þetta skiptir verulegu máli til langs tíma,“ segir Jóhann. Aðrir hagsmimir milvlti meiri? A móti þeim hugsanlegu 4 til 4,5 milljörðum sem hafa mætti af þessum tveimur oftnefndu hvala- tegundum, miðað við magndllög- ur Hafrannsóknastofnunar, standa hugsanlega gríðarlegir hagsmunir þjóðarbúsins vegna annars út- flutnings. Stórfyrirtæki í útflutn- ingi sjávarafurða á borð við SÍF og SH óttast um fisksöluna og fyrir- tæki eins og Flugleiðir og Eimskip telja hvalveiðarnar geta skaðað þá ímynd sem menn hafa verið að byggja upp. Þá hefur verið bent á að hags- munir vegna hvalaskoðunarferða erlendra túrista hér við land sé vaxandi atvinnugrein. Þannig hef- ur þeirri tölu verið varpað fram að tekjurnar vegna hvalaskoðana og annarrar starfsemi til hliðar nemi nú vart undir einum milljarði króna, en sagt er að 44 þúsund manns hafi borgað fyrir hvala- skoðunarferðir. Landkyiming í hættu Arni Finnsson, formaður Náttúru- verndarsamtaka íslands, segir vafamál að hvalveiðar hefjist í ár og vísar þá til ummæla sjávarút- vegsráðherra í Utveginum. „Ég sé ekki fyrir mér að hvalveiðar hefjist nema Alþjóðahvalveiðiráðið nái um það samkomulagi. Og það verða þá fyrst hrefnuveiðar, en ekki þau stórhveli sem Kristján Loftsson í Hval hf. sækist eftir og aðalpeningurinn liggur í.“ Arni gefur lítið fyrir vinnu stjórnvalda að málinu og kynningu á afstöðu íslands í Bandaríkjun- um. „Þessir aurar sem menn hafa sett í kynningu erlendis, um 17 milljónir króna, eru ekki miklir í samanburði við landkynningar- peningana, milljarðana fjóra. En sjálfsagt gætu þessir hvalveiði- kynningarpeningar eyðilagt megn- ið af þeim árangri sem náðst hefur með landkynningunni. Þetta sjá allir og manni finnst hvalveiðium- ræðan mestmegnis meiningarlaus. Eg hef enda tekið eftir því að hvor- ki forsætisráðherra né utanríkis- ráðherra tjá sig um málið og sjáv- arútvegsráðherra lítið," segir Arni. Garðar Sverrisson: Málsrök ríkisstjórnarinnar byggjast á tveimur setningum. Vilja þeir fá yflr sig þriðja dómiim? Garðar Sverrisson spyr hvort ekki verði stofnuð ný lögfræð- inganefnd ef farið verður aftur í mál vegna frumvarps rík- isstjórnarinnar og til komi nýir útúrsnún- ingar og undanbrögð. Jónfna Bjartmarz alþingismaður og formaður heilbrigðisnefndar zMþingis, sem nú er að fara yfir frumvarpið vegna dóms Hæsta- réttar, sagði í Degi í gær að einn öryrki yrði að fá gjafsókn til að fara í mál út af lögunum sem Al- þingi er að setja þcssa dagana til að fá úr því skorið hvað Hæsti- réttur sé í raun að meina með dómi sfnum. Garðar Sverrisson, formaður Oryrkjabandalagsins, var spurður hvað hann segði um þessi ummæli Jónínu og hvort hann teldi að einhver muni fara í mál? „Við erum að eiga við fólk á Al- þingi sem hagar sér ekki eins og siðaðar manneskjur. Þess vegna er engin trygging fyrir því að það bregðist þá bara ekki við með nýrri lögfræðinganefnd og nýj- um útúrsnúningum og undan- brögðum að Ioknum enn einum dómnum ef það endilega vill fá sig dæmt fyrir þriðja réttarbrotið á skömmum tíma. Það hefur farist fyrir og þarna talar fólk sem nýbúið er að dæma fyrir mannréttindabrot og það eru ekki efnisleg rök í máli að hamra á því að það sé bara hægt að kæra og kæra. Ekki frekar en að það eru ekki efnisleg rök fyrir því að klifa á því að menn séu með mcnntun í lögfræði og að þeir hafi sem slíkir lesið dóminn tíu eða tuttugu sinnum," segir Garðar Sverrisson. Vantar efaisleg rök Hann segir að það vilji svo til að í Hæstarétti íslands sitji líka menn sem hafa staðist sömu próf í lögfræði og formaður heil- brigðis- og trygginganefndar. „Það er tími til kominn að hún og aðrir komi með og færi fram efnisleg rök fyrir máli sfnu og Iáti af þeim skrípalátum sem þau hafa staöið fyrir á hinu háa Al- þingi síðustu daga. Þar hefur allt verið gert til að forðast kjarna málsins. Þar hefur verið rætt út og suður og fólki talin trú um að þetta snerti hálaunafólk og að þetta kunni að hafa fordæmis- gildi fyrir ríkissjóð og annað í þeim dúr. Þótt hvort tveggja væri rétt og allt væru þetta milljóna- mæringar sem dómurinn fjallaði um og að þetta ætti eftir að hafa gríðarlegt fordæmisgildi, þá ber að fara eftir dómnum. Það setur að mér óhug að hugsa þá hugs- un til enda að meirihluti Alþhig- is skuli ætla að taka þátt í þess- um leik," segir Garðar. Hann segir málsrök ríkis- stjórnarinnar í þessu máli bvggj- ast á tveimur setningum sem klipptar eru úr samhengi og dregnar af þeim ályktanir sem er svo augljós útúrsnúningur að all- ir læsir og hugsandi Islendingar sjá það. Hann bendir á að skiln- ingurinn í þessu máli kalli bara á heilbrigða skynsemi. — S.DÓR Coldwater í 25. sæti í Bandaríkj luiuin Coldwater Seafood Corp., dótt- urfyrirtæki SH í Bandaríkjunum, var í 25. sæti yfir þau fvrirtæki sem seldu mest af sjávarafurðum í Norður-Ameríku á sl. ári ef miðað er við verðmæti. Sala Coldwater nam 174 milljónum dollara eða sem svarar til rúm- lega 14,6 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram á Inter- seafood.com. A toppnum yfir söluhæstu fyr- irtækin er Sysco Corp. með 1250 milljónir Bandaríkjadollara eöa rúmlega sjö sinnum meira verð- mæti en Coldwater. I öðru sæt- inu er Starkist Seafood Co. með 1200 milljónir dollara, Bumble Bee Seafoods er í því þriðja með 750 milljónir dollara, Red Chamber (Group) er í fjórða sætinu með 665 milljónir dollara og í fimmta sæti er Trident Seafoods Corp með sölu upp á 600 milljónir dollara. Samkvæmt upplýsingum WorldCatcb er röð annarra fyrir- tækja á listanum sem hér segir: Fishery Products Ltd. á Ný- fundnalandi (510), Pacific Seafood Group (450), Tri-Mar- ine Int. Inc (449), ConAgra Seafoods Cos. (410), Gorton’s Seafood (350), Ocean Garden Products Inc. (350), Tri-Union Seafoods (340), Aqua Star (324), Alliant Foodservice (315), U.S. Foodservice (305), Rich-SeaPak Corp. (290), Ocean Beauty Sealood lnc. (290), American Seafoods Co. (270), Beaver Street Fisheries (270), The Mazzetta Co. (250), Clearwater Fine Foods lnc., Nova Scotia (235), Aurora Foods (225), Icicle Seafoods Inc. (220), Contessa Food Products (210), H&N Fish Co. (210), North Pacific Prosessors Inc. (202), Peter Pan Seafoods Inc. (200), High Liner Foods, Nova Scotia (196) og Coldwater Seafood Coiy). (174). Rétt er að taka fram að Bumhle Bee Seafoods var selt ConAgra í ágúst 2000 og var sameiginleg sala fyrirtækjanna tveggja á árinu 1160 milljónir dollara. Tölurnar fyrir U.S. Foodservice og Aurora Foods eru frá árinu 1999. — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.