Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 2

Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 2
26 - I. A U G A H DA G U II 2 0. JA XÚAH 200 1 rD^r FRÉTTIR Segj a borgina reÍKna vitlausi aust ÁróduTsstríðið imi framtíð Vatnsmýrar harðnar. Verulegur inimur á verðmæti flugvallarlands. Frá 2,7 - 75 milljarðar. Hörð gagnrýni á borg- aryfirvöld Samtök um betri byggð telja að verðmæti lands sem liggur undir Reykjavíkurílugvelli sé 40 - 75 milljarðar króna ekki 2,7 millj- arðar eins og embætti borgar- verkfræðings hefur haldið fram. Það sé þó háð því hvað þéttleiki byggðar sé mikill. Þau gagnrýna það einnig alvarlega að í hug- myndum um gerð nýs innan- landsflugvallar í umdæmi Vatns- leysustrandarhrepps sé það Iand metið sem ókeypis. Þess í stað telja samtökin að land undir llugvöll á þessum stað muni kosta 2-5 milljarða króna. ÓfuUkomið Þessar upplýsingar sem samtök- in gagnrýna komu fram í greinar- gerð sem samvinnunefnd um Samtök um betri byggð segja iandið undir Reykajvíkurflugvelli hafa verið gróflega vanmetið í útreikningum borgarverkfræðings. svæðisskipulag íyrir höfuðborg- arsvæðið kynnti ásamt borgar- stjóra sl. þriðjudag um flugvall- arhugmyndir á svæðinu. Arni Þór Sigurðsson formaður sam- vinnunefndarinnar neitar því að- spurður að nefndin hafi verið að vaða reyk í þessari framsetningu sinni. Hann viðurkennir þó að nefndin hafi ekki gert ráð fýrir verði fyrir landakaup undir flug- völl í umdæmi Vatnsleysustrand- arhrepps. Af þeim sökum sé það „sjálfsagt einn af veiku hlekkjun- um“. Hann bendir einnig á að þessi verðsamanburður sem fram kemur í greinargerð nefnd- arinnar sé ekki fullkominn og það séu skekkjur í honum. Orkar tvímælis Hann segist reikna með að menn yrðu að gera ráð fyrir einhverju verðmæti lands undir flugvöll í Vatnsleysustrandarhreppi. Hann segist hins vegar ekki vita það hvort brugðist verður á einhvern hátt formlega við þessum mikla mismun sem er á kostnaðartöl- um Samtaka um betri byggð annars vegar og hins vegar á því sem fram hefur komið hjá sam- vinnunefndinni og borgaryfir- völdum. Hann bendir einnig á að í forsendum fyrir útreikningum sínum séu samtökin að gefa sér mjög hátt lóðaverð og að land- nýtingin í Vatnsmýrinni verði al- veg gríðarlega mikil. Hann segir að þær forsendur orki mjög tví- mælis. Fjöldi álitlegra staða Samtökin um betri byggð benda m.a. á að Reykjavík og nágrenni sé eitt allra dreifbýlasta höfuð- borgarsvæði sem um getur. Með því nýta Vatnsmýrina undir blandaða miðborgarbyggð mætti ná fram umtalsverðum hagræn- um samfélagslegum ávinningi. Þau benda einnig á að á höfuð- borgarsvæðinu sé fjökli álitlegra staða fyrir flugvöll eins og t.d. í Engey, Akurey, Skerjafirði og á Alftanesi. -GRH Geir Haarde fjármálaráðherra. Umbi kreflir Geir svara Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir lagalegum rökstuðn- ingi frá Geir Haarde og fjármála- ráðuneytinu á því af hverju skatt- ur sé greiddur af húsaleigubótum en ekki vaxtabótum. Þetta var gert í framhaldi af erindi þessa efnis sem Leigjendasamtökin höfðu sent umboðsmanni Alþing- is á þessum skattalega mismun. Hagsmunir leigjenda Jón Kjartansson formaður Leigj- endasamtakanna segir að fullur skattur sé greiddur af húsaleigu- bótum, eða 38,4%. Hann segir að þegar fjármálaráðuneytið hefur svarað þessari beiðni umboðs- manns muni hann meta það hvort rök ráðuneytisins séu full- nægjandi eða ekki. Jón segir að ef umboðsmaður fellst ekki á út- skýringar ráðuneytisins þá standa menn frammi lyrir því að stjórn- völd hafa lagt á ólöglega skatta á leigjendur með skattlagningu húsaleigubóta. Hann segir þetta vera mikið hagsmunamál fyrir leigjendur og því brýnt að fá úr þessu skorið sem fyrst. -GRH Úttekt gerð á kúariðusmiti Óháðir aðilar fengnir til að skoða hættu ís- lenskra neji:enda vegna kúariðu í út- löndum. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögur landbúnað- arráðherra, umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra um kúariðu og innflutning matvæla. Samþykkt var að óháður aðili verði fenginn til að gera úttekt, byggða á fyrirliggjandi gögnum á hugsanlegri hættu sem neytend- um stafi af neyslu á vörurn sem innihalda innflutt nautakjöt eða nautakjötsafurðir. Þá verður óháður aðili einnig fenginn til að gera úttekt á lögum, reglum og alþjóðlegum skuldbindingum Is- lands (s.s. WTO og EES) sem snúa að innflutningi matvæla. I úttektinni skal koma fram skipt- ing ábyrgðar og verkefna ein- stakra eftirlitsaðila og til hvaða stjórnsýsluaðgerða megi grípa, gerist þess þörf. Guðni Ágústsson: Landbúnaðar- ráðuneytið ber kostnað afsam- þykkt rikisstjórnar. Ekkí jiörf á bráðaviðbrögðum Matvælaráð og stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir (SSUS) komu saman þann 17. þ.m. til að fjalla um hugsanlega hættu á að kúariðusmit berist til landsins með innfluttum mat- vælum. Þeir aðilar telja ekki þörf á bráðaviðbrögðum en sam- þykktu að leggja til við landbún- aðarráðherra, sjávarútvegsráð- herra og umhverfisráðherra of- angreindar aðgerðir til að fyrir- byggja sem kostur er að kúa- riðusmitefni berist til landsins með matvælum og efnum til matvælavinnslu. Fulltrúar ráðuneytanna hafa farið yfir ofangreindar tillögur og mun ríkisstjórnin veita 3,2 millj- ónum til starfans. Landbúnaðar- ráðuneytið mun bera þann kostnað og leggja ráðuneytin jafnframt til að Vilhjálmi Rafns- syni, prófessor í heilbrigðisfræði, og Ólafi Oddgeirssyni, dýra- lækni, verði falið að vinna fyrr- nefndu úttektina en Eiríki Tómassyni, lagaprófessor, og Skúla Magnússyni, lektor, verði falið að vinna þá síðarnefndu. Ahersla er lögð á að úttektun- um verði lokið sem fyrst, þeirri fyrrnefndu eigi síðar en 15. febr- úar n.k. og þeirri síðarnefndu eigi síðar en þann 1. mars n.k. BÞ Blótað saman í 35 ár Fjórir valinkunnir menn í við- skiptalífinu hafa sl. 35 ár blótað saman þorra á bóndadcginum í Naustinu, og hefur aldrei fallið úr ár hjá þeim. Hörður Sigurjónsson, veitinga- stjóri í Naustinu, segir að nokkr- ir hópar hafi komið árlega á fyrs- ta degi þorra, bóndadeginum, sl. 30 ár, nokkrir í hádeginu en þó llestir um kvöldið. Þetta séu vinnufélagar, saumaklúbbar, skólafélagar og jafnvel söng- bræður í binum ýmsu kórum höfuðborgársvæðisins. Um 200 manns blótaði þorra í Naustinu í gærkvökli og hefur talsvert verið bókað um næstu helgar. Þorra- maturinn er því fjarri því að vera á undanhaldi. GG INNLENT Frá undirritun samninganna. oft erfitt með að stíga fyrsta Styrkja geðvemd Nýlega undirrituðu forsvarsmenn Geðheilsu ehf. samstarfssamning við lyfjafyrirtækið GlaxoSmit- hKline ehf., sem gera mun GlaxoSmithKline einum helsta styrktaraðila nýrrar vefsíðu, per- ona.is. Nýi vefurinn, persona.is, fjallar um geðræn vandamál og önnur skyld mál en upplýsingar um þau hafa verið lítt aðgengileg- ar hér á landi til þessa. Fólk sem þjakað er af geðrænum erfiðleikum a skrefið í átt til hjálpar hugsanlega vegna orðspors sjúkdóma í samfé- laginu.sem hefur verið heldur neikvætt. í skýrslu heilbrigðisráðu- neytisins, Drög að heilbrigðisáætlun til ársins 2005, kemur fram að einungis um 10-30% þeirra sem þjást af geðrænum vandamálum fá viðunandi meðferð. Íbiíð eyðilagðist í bruna Eldur eyðilagði þakíbúð á Laugavegi 18b í fyrrakvöld. íbúðin er í sama húsnæði og verslunin Dressman en að sögn talsmanns Slökkvi- liðsins í Reykjavík, urðu góðar eldvarnir til þess að ekki fór verr. Starfsfólk Máls og menningar lét vita af eldinum en þá var ekki vit- að hvort fólk væri inni í íbúðinni. Allt tiltækt lið var kallað til og gekk vel að slökkva eldinn. Eldsupptök eru ókunn samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu. Samþykkja stækkun Nesjavalla Skipulagsstofnun hefur við mat á umhverfisáhrifum fallist á fj'rir- hugaða stækkun Nesjavallavirkjunar í Grafningi úr 76 í 90 MW. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist nú í vor og ljúki á haustdög- um. Vegna þessa þarf að bora holur, byggja dælustöðvar og lokahús, leggja aðveituæðar og fleira slíkt. Umhverfisáhrif stækkunar virkjun- arinnar Iúta einkum að förgun affallsvatns, en samkvæmt framlögð- um gögnum Orkuveitu Reykjavíkur, sem stendur að framkvæmdum, er fyrirhugað að farga því vatni í borholur við virkjunina. Skipulags- stofnun telur að þcssi leið við förgun affallsvatns sé ásættanleg, þrátt fyrir að með stækkun virkjunarinnar muni streymi skiljuvatns tæp- lega tvöfaldast frá því sem nú er. Urskurður Skipulagsstofnunar var kveðinn upp sl. miðvikudag, en hann er hægt að kæra til umhverfis- ráðherra fram til 14. febrúar. -SBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.