Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 1

Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 1
Ólgaí álvermu bls. 29 Einfaldara að telja fram bls. 28 Hvalveiðar eða ekki? bls. 32-33 Urmull lögfræðinga í kringum Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur. Logfræð- ingará fænbandi „Við teljum okkur auðvitað þurfa að ræða við fjölmarga aðila. Það er komin dagskrá fyrir daginn í dag en við erum þegar komin dá- lítið aftur úr enda er þetta meira mál en reiknað var með þegar dagskrá nefndarinnar var samin. Að öðru Ieyti þori ég ekki að spá um hve langan tíma nefndar- starfið tekur,“ sagði Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþings í sam- tali við Dag í gær. Nefndin er nú með frumvarp ríkisstjórnarinnar vegna öryrkja- dóms Hæstaréttar til meðferðar milli 1. og 2. umræðu. Lögfræðingar á færibandi Ásta Ragnheiður sagðist ekki hafa orðið vör við það að stjórn- armeirihlutinn ætlaði að taka- marka þann fjölda sem stjórnar- andstaðan telur sig þurfa að kalla fyrir nefndina og ágætt samkomulag hafi verið um það til þessa. Hún sagði að meðal þeirra sem koma á fund nefndarinnar í dag, (föstudag) væru talsmenn Oryrkjabandalagsins með Ragn- ar Aðalsteinsson hrl. í broddi fylkingar. Hún segir að mest séu það lögfræðingar sem nefndin er að ræða við, þar á meðal lög- fræðinganefndin margumrædda sem ríkisstjórnin skipaði. „Það eru lögfræðingar á fundi okkar nú á þessari stundu og við verðum með lögfræðinga hjá okkur fram eftir degi. Þetta eru sérfræðingar í hinum ýmsu þátt- um málsins. Allt tekur þetta drjúgan tíma og því erfitt að segja til um hvenær starfi nefnd- arinnar lýkur," sagði Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir. - S.DÓR Frá og með gærdeginum og næstu fjórar vikur er í góðu lagi að blóta, enda þorri haf/nn. Hnossgæti stendur fjöl- margt til boða og munu margir vafalítið anga af hákarli og öðru góðu. mynd: gva 84. og 85. árgangur - 14. tölublað Meirihlut- inn á móti stjóminni MikiII meiri- hluti þeirra þúsunda sem sögðu skoðun sína á Netinu telja að ríkis- stjórnin hafi brugðist rangt við dómi Hæstáréttar. Dagur spurði eftirfarandi spurningar á vefnum: Brást ríkis- stjórnin rétt við dómi Hæstarétt- ar? Þátttaka var afar mikil því ríf- lega sex þúsund rnanns svöruðu. Afgerandi meirihluti, eða 64 prósent, svöruðu spurningunni neitandi, en 36% töldu að ríkis- stjórnin hefði brugðist rétt við. Nú er hægt að greiða atkvæði um nýja Dags-spurningu á Net- inu, svohljóðandi: Á að byggja nýjan innanlandsflugvöll vestan Hafnarfjarðar? Slóðin er sem fyrr: visir.is Dtíwwr vísir.is Hrun framuitdan í hótelrekstri? MiML uppbyggiug hef- ur orðið á gistirými úti á laudi á sama tíma og illa gengur að auka nýtingu. Lána- kostnaður sligar marga og sér hótel- stjórinn í Reynihlíð fram á erfiða tíma hjá mörgum. „Það má segja að rekstrarvandi landsbyggðarhótela sé eitt af erfiðustu vandamálum ferða- þjónustunnar,“ segir Erna Hauksdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Þar vísar hún einkum til lélegrar nýtingar úti á landi en á sama tíma vekur at- hygli að ráðist hefur verið í mild- ar framkvæmdir og hafa ný hótel sprottið upp nánast eins og gorkúlur, t.d. hefur orðið tvö- földun í Mývatnssveit á nokkrum árum. Hótelstjórinn í einu fjöl- sóttasta hóteli landsbyggðarinn- ar yfir sumartímann, Hótel Reynihlíð, segir að ofurbjartsýni hafi gætt í þessum geira og menn eigi eftir að taka afleiðingunum. Órannhæf yfirvöld „Fjölgun hótela er mjög merkilegt mál, því það er búið að vera vandamál alla tíð að halda þeim hótelum gangandi sem fyrir voru úti á landi. Nýting fjárfest- inganna er svo hæg að öll, þessi uppbygg- ing stingur gjörsam- lega í stúf við rekstr- arumhverfið og nú fer að koma að skuldadögum. Við horfum fram á erfið- leika í gistiþjónustu úti á landi sem eru sambærilegir fyrrum vandamálum í fiskeldi og loð- dýrarækt. Þetta ástand er afleið- ing þess að yfirvöld hafa lánað opinbert fé til hægri og vinstri án þess að gæta að arðsemiskröfum og þau hunsa öll samkeppnis- og markað'ssjónarmið. Það er ekki Pétur Snæbjörnsson: Gríðarleg uppstokkun framundan. smuga að reka þetta,“ segir Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri í Reynihlíð. Þekkt óskhyggja Pétur segir að ofur- bjartsýni hafi gætt í þessum geira og það sé því miður þekkt minni í sögunni. „Það kpma alltaf reglulega upp á Is- landi svona lausnar- orð. Áður vorum við með loðdýrarækt og fiskeldi en núna er töfraorðið ferða- mennska. Allar mögulegar og ómögulegar bjöllur eru hengdar á ferða- þjónustuna og allt á að gerast á örskömmum tíma. I reynd er þessu öfugt farið. Ferðamennska á að byggjast upp mjög hægt, við stýrum ekki fólki eins og að reka fé í réttum." Pétur bendir einnig á að ferða- þjónusta sé geysilega mannfrek grein og það séu að skapast vandamál úti á landi við mönnun fyrirtækjanna. Greinin krefjist sérþekkingar en hafi ekki bol- magn til að greiða há Iaun fyrir. Hótelrekstur sé jafnframt þess eðlis að þótt nýting sé með ágæt- um, borgi fjárfestingar í grein- inni sig yfirleitt upp á löngum tíma, borið saman við ýmsan annan rekstur. Pétur nefnir sem dæmi að ef einhver hyggst bygg- ja fjögurra stjörnu hótel frá grun- ni þá kosti hvert herbergi um 8 milljónir. Raunhæf afkoma sé að selja herbergið fyrir eina milljón á ári en þá sé allur annar kostn- aður eftir. Uti á landi sé enn- fremur sérstakt vandamál hve samgöngukerfið sé ófullkomið og það standi gistiþjónustu í dreif- býli stórlega fyrir þrifum. „Það er engin spurning að margir muni riða til falls á næstunni," segir Pétur. Eignarhald á hótelum hefur færst á sífellt færri hendur und- anfarið og er frekari gerjun framundan á þessum markaði. Hvað varðar Hótel Reynihlíð sér- staklega upplýsir Pétur að þar á bæ horfi menn jafnvel til erlends samstarfs. - BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.