Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 11

Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 20. JAWÚAR 2001 - 35 ERLENDAR FRÉTTIR Lögreglumaður í Málmey í húsrannsókn í íbúð þar sem margir eiturfíklar hafast við. Síðasti dagur Clinton í Hvíta húsinu WASHINGTON - Síðasti formlegi vinnudagur Bills Clinton sem Bandaríkjaforseta var í gær, en í dag tekur George W Bush við forsetaemb- ættinu. Clinton virtist njóta kveðjustundar- innar vel og í ávarpi sem sjónvarpað var í gær dró hann upp bjartsýná mynd af framtíðinni. Sjónvarpsræðan var þó einugis ein af mjög mörgum kveðjuræðum sem hann flutti í gær, en í þessari aðalræðu gat Clinton ekki stillt sig um að gefa eftirmanni sfnum nokkur góð ráð. Þannig varaði hann við því að Bandaríkin drægju sig frá þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem þau hafa gegnist undir og hann sagði líka að peningamálastefna ríkisins yrði að beinast að því að halda áfram að greiða niður skuldir. Þessi skilaboð er ekki hægt að misskilja, því Bush hefur boðað óvirk- ari stefnu gagnvart umheiminum og er með á prjónunum gríðarlega skattalækkun sem mun takmarka getu ríkissjóðs til að greiða niður skuldir. Bill Clinton. DauðsföH vegna ofnotk- unar fíkniefna margfaldast í Málmey í Svíþjod dóu þrisvar siiiuuin fleiri vegna heróínn- eyslu en árid áður. Framboð eykst og íikluin fjölgar Fíkniefnanotkun eykst jafnt og þétt þrátt fyrir mikinn áróður gegn eiturlyfjum og mikla sam- vinnu lögreglu og tollgæslu fleiri landa til að loka flutningsleið- um. Mikið magn alls kyns efna er gert upptækt og alltaf telur löggæsla sig ná góðum árangri í því að ná til smyglara og eitur- lyfjasala. En það stafar af því að magnið sem sett er í umferð eykst en það er ekki víst að hlut- fallið sem lögregla næ,r sé neitt hærra þótt árangurinn sýnist betri ár frá ári. Og ekki skortir markaðinn. Dæmi um misnotkun eitur- Iyfja eru tölur um dauðsföll eit- urlyfjasjúklinga í Málmey, sem nýverið voru gefnar upp og vekja óhug meðal borgarbúa. I fyrra dóu 34 manns vegna of stórra heróínskammta. Þeir voru þre- falt fleiri en árið þar á undan. En alls dóu 1 50 manns vegna mis- notkunar eiturlyfja á svæðinu. Lögreglan telur að dauðsföll- um vegna heróinofneyslu fjölgi svona herfilega vegna þess að framboðið er meira en nokkru sinni fyrr. Heróínneytendurnir fundust yfirleitt látnir með sprauturnar í æðunum. En allt hitt fólkið sem lést dó yfirleitt vegna langvarandi of- neyslu og eins hins, að mikið er um að blandað sé saman ólíkum eiturefnum og vita neytendurnir oft á tíðum ekki hvað þeir eru að inn byrða. Réttarlæknar segja að f raun skipti ekki svo miklu máli hvort sjúklingur deyr vegna ofur- skammts af heróíni eða öðrum fikniefnum. Rétta talan um látna á liðnu ári sé 1 50 manns þótt mikið sé gert úr þeim 34 sem létust með heróínnálarnar í sér. Fyrir áratug voru fíklar flokk- aðir í alkóhólista, amfetaminista og heróínista. Nú er þetta allt notað, jafnvel samtímis og blandan leiðir til þess að fíklarn- ir lifa mun skemur en áður. Ný og ný efni koma á markað- inn. Áður bvrjuðu flestir fíklar að fikta með hass og leiddust síðan til að misnotka önnur og sterkari efni. Nú hefja ungling- arnir sinn hættulega feril með E- pillum. Meðal þeirra 150 fíkla sem dóu í Málmey í fyrra voru nokkrir sem lifðu ekki af að gley- pa E-pillur. Dæmi eru um ung- linga sem fengu sér pillu í partíi til fjörga upp á tilveruna og lágu á borðum réttarlækna þrem sól- arhringum síðar. Enginn veit hve margir eiturlyfjaneytendur eru í Málm- ey, en 1.200 manns koma reglu- lega til að fá skammt í stöð sem rekin er af hinu opinbera til að líkna þeim sem langt eru leiddir. I Svíþjóð allri eru eiturfíklar taldir vera um 30 þúsund, en enginn veit með neinni vissu hve margir nota fíkniefni að stað- aldri eða annað slagið. Sjúkra- rými eru alltof fá og meðferðar- stofnanir ráða ekki við að taka við þeim fjölda sem þarfnast meðferðar. Og þeir sem komast í meðferð eru sjaldnast nógu lengi undir læknishendi til að ná full- um bata og sækir oft í sama horfið þegar aftur er komið á götuna. EiiLkaþjóim Díönu sakaóur um stuld LONDON - Fyrrum einka- þjónn Dfönu prinsessu var í gær látinn laus úr haldi yfir- valda gegn tryggingu en hann var handtekinn af breskri lög- reglu vegna gruns um að hafa stolið ýmsum eigum prinsessunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögg- unni. Paul Burrell, sem Díana kallaði „steininn sinn“ vegna þess hversu tryggur hann var henni, var yfirheyrður í gær eft- ir að lögreglumenn höfðu gert húsleit á heimili hans í Chester á Norður Englandi á fimmtu- dag. Handtakan kom í kjölfar þess að módel af skipi sem hafði verið brúðkaupsgjöf til þeirra Karls frá emírnum af Bahrain fannst, en þessum hlut hafði verið stolið frá vistarverum Díönu í London. ísraelar íhuga tHboð um maraþonfuud JERUSALEM - ísrael frestaði því í gær að bregðast við tillögum Palestínumanna um að heíja maraþonviðræðufund nú, en Cliriton skoraði á deiluaðila í kveðjuávarpi að láta ekki deigan síga í viðræunum. Í gær var haft eftir fulltrúa Palestínumanna í samningaviðræðun- um að hann hefði fegnið um það skilaboð frá ísraelskum kollegum sínum að ekki væri að vænta svars við tillögum um maraþonsamn- ingafund fyrr en í dag, Jaugardag. Annars geng- ur tillaga Palestínumanna út á það að halda viðræðum áfram rétt utan við Kaíró og sitja meðan sætt sé. í gærkvöldi var búist við að sérstakt trúnaðarmanna- ráð Ehuds Baraks myndi koma saman til að ræða þessa tillögu, sem ættuð er frá Arafat sjálfum. Ehud Barak. Paul Burrell ásamt vlnkonu sinni á góðri stund. ■ frTdegí LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 20. dagur ársins, 345 dagar eftir. Sólris kl. 10.42, sólarlag kl. 16.37. Þau fæddust 20. jan. • 1860 Árni Þórarinsson prófastur. • 1873 Johannes V. Jensen, danskur rit- höfundur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1944. • 1889 Leadbelly, bandarískur söngvari. • 1920 Federico Fellini, ítalskur kvik- myndaleikstjóri. • 1946 David Lynch, bandarískur kvik- myndaleikstjóri. • 1947 Þórhallur Sigurðsson (Laddi) skemmtikraftur. TIL DAGS stjórnmálamaður og fyrrverandi andófs- maður í Sovétríkjunum. Þetta gerðist 20. jan. •1841 afhentu Kínverjar Bretum Hong Kong. • 1957 kusu Samtök íþróttafréttamanna Vilhjálm Einarsson íþróttamann ársins 1956. •1981 var 52 bandarískum gíslum sleppt úr haldi í Teheran eftir 444 daga gísl- ingu. •1991 brann Skíðaskálinn í Hveradölum, en var byggður upp aftur ári síðar. • 1996 var Yasser Arafat kosinn leiðtogi sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna. Afmælisbam dagsins I dag eru liðin 175 ár frá fæðingu Bene- dikts Sveinssonar eldri. Hann var al- þingismaður frá árinu 1861 og tók við hlutverki sjálfs Jóns Sigurðssonar sem helsti merkisberi þeirra sem lengst vildu ganga í sjálfstæðisbaráttunni við Dani eftir að Jón féll frá. Hann barðist m.a. fyrir endurskoðun stjórnarskrárinnar frá 1874. Benedikt fæddist árið 1826 en lést árið 1903. Sannleikurinn er öruggasta Iygin. Spakmæli frá Gyðingum Vísa dagsins Þunglega þylur í skeggið Þorrí og hrækir skakkt, þykist mí hríð og hreggið hafa í sinni makt. Bjarni Gissurarson (1621-1712) HeUabrot Hver er það sem sífellt þarf að fá eitthvað til að nærast á, en sleiki hann fingur manns þá svíður illa undan? Lausn á síðustu gátu verður birt á þessum stað í næsta þriðjudagsblaði. Vefur dagsins Vefsíður íslensku kvikmyndarinnar Villi- ljós, sem frumsýnd var í gærkvöld, er á www.zikzak.is 1948 Anatoly Shcharansky, ísraelskur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.