Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 6

Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 6
30 - LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELI'AS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. A mánuði Lausasöluverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7080 Netföng auglýsingadeildar: valdemar@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6191 Valdemar Valdemarsson Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjavík) Clinton vílíiir íyrir Bush í fyrsta lagi Bill Clinton lætur af embætti sem forseti Bandaríkjanna í dag þegar íhaldsgaurinn George W. Bush tekur við embættinu. Sam- tíminn er auðvitað of nærsýnn pólitískt séð til að geta metið for- setatíð Clintons á málefnalegan og hlutlægan hátt. Það bíður síðari tíma. Hins vegar er ljóst að þrátt fyrir alvarlega skapgerð- arbresti, sem komu honum í mikil pólitísk vandræði, tókst for- setanum að ná verulegum árangri á ýmsum sviðum bæði innan Bandaríkjanna og á alþjóðavettvangi. Stöðugar vinsældir hans meðal bandarískra kjósenda gefa einnig til kynna að almenning- ur vestra sé reiðubúinn að fyrirgefa Ieiðtoga sínum mannlegan breyskleika ef stjórnartíð hans skilar þeim betri Iífskjörum. í öðru lagi Mikil óvissa ríkir enn um það hvert George W. Bush, sem tekur við völdum í Hvíta húsinu í dag, muni stefna. Valdastaða hans er í upphafi veik. Hann fékk hvorki meirihluta greiddra atkvæða né kjörmanna í forsetakosningunum og náði einungis völdum vegna pólitískrar ákvörðunar meirihluta Hæstaréttar Bandaríkj- anna. Eftir umdeilda valdatöku þarf hann að koma málum í gegnum bandaríska þingið þar sem andstæðar fylkingar eru nokkurn veginn jafnsterkar. Þar má því búast við hörðum flokkspólitískum átökum næstu misserin. í þriðja lagi Bandarískir stjórnmálasérfræðingar virðast enn ekki hafa áttað sig á því hvernig forseti Bush muni reynast. Marga þeirra er reyndar farið að gruna að hann muni reyna að fylgja miklu íhaldssamari stefnu en hann gaf til kynna í kosningabaráttunni. Þá ályktun draga þeir meðal annars af sumu því fólki sem hann hefur tilnefnt í ýmis mikilvæg embætti, en þar er að finna marg- an öfgafullan íhaldsmanninn. Það væri afar óskynsamlegt af nýja forsetanum að ganga of langt í þjónkun sinni við þröngsýn íhaldsöfl sem eru þrátt fyrir allt í minnihluta í bandarískum stjórnmálum. En reynsla síðustu mánuða hefur sýnt að valda- klíka Bushfjölskyldunnar er til alls vís. Elías Snælatid Jónsson. Konur eru aumingjar! Garri þorir er aðrir þcgja. Þess vegna vílar hann ekki fyrir sér að liirta fyrirsögnina hér að ofan, en ekkert í líkingu við hana hef- ur sést í íslenskum fjölmiðlum í áratugi. Og raunar hefur ekki nokkur karlmaður gefíð opin- berlega neikvæðar yfirlýsingar um konur almennt hér á landi svo lengi seni elstu menn muna. Af því að það er ekki við hæfí, ekki til siðs og myndi vekja slíka andúð og úlfaþyt að það svaraði ekki kostnaði. Fyrir nú utan það að alhæf- ingar um þjóðir, kon- ur og karlmenn eiga yfírleitt aldrei rétt á sér. En samt hafa konur á Islandi verið ósparar á yfirlýsingar um karlmenn í fjölmiðlum og wðar s.l. 20 ára eða svo, og ekki allt verið fallegt. Karlmenn eru pungrembu- rottur. Karlmenn eru upp til hópa aumingjar. Karlmenn eru ístöðulitlir vesalingar. Karlmenn eru ofbeldisseggir. í hverjum karli blundar lítill nauögari. Karlmenn kúga konur. Einu góðu karlmennirnir eru dauðir karlmenn. Og svo framvegis. Og karlmenn hafa látið þetta yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust og jafnvel sumir farnir að trúa þessum alhæfing- um um sjálfa sig. Karlmeim eru auuiingjar I vikunni birtist stóreflis auglýs- ing um námstefnu fyrir konur þar sem fyrirlesari verður Jónína „Barbie er dauð“ Benediktsdótt- ir, athafnakonan snjalla. Nám- stefnan er undir yfirskriftinni: Konur í kjafti karla. Og í auglýs- ingunni birtist mynd af hroða- legum ránfíski, með opinn kjaft og hárbeittar tennur í þann veg- inn að gleypa og sporðrenna Jónína Benediktsdóttir. litlu og og saklausu síli. Það þarf ekki táknfræðing á borð við Eco til að skilja symbólismann í þessari mynd. Þegar Garri var að gaumgæfa þessa augljósu árás á karlmenn í auglýsingunni, hóf hljómsveitin Unun upp raust sína í útvarpinu og söngkonan Heiða gólaði eft- irfarandi texta: „Karlmenn eru aumingjar, alltaf sama bull í þeim, enn og aftur enda- laust kjaftæðið í þeim.“ Það var sem sé ekki þverfótað lyrir taumlausum árásum á karlmenn í fjöl- miðlum þennan dag- inn svo Garri skreið í bælið eins og barinn hundur og breiddi upp yfir haus. Alhæfandi svívirðingar Nú er auðvitað alveg Ijóst að Garri rneinar alls ekki það sem fram kemur í fyrirsögninni. Hann þekkir aðeins örfáar kon- ur sem kallast geta aumingjar en miklu fleiri karlmenn. Og sama máli gegnir um alhæfingar kven- na um karlmenn, konur eiga feður, afa, bræður, eiginmenn og síðast en ekki síst syni, sem þær myndu aldrei viðurkenna að væru aumingjar, nauðgarar eða pungremburottur. Þetta er sem sé fyrst og fremst í nösunum á konum. En málið er bara það að kon- ur mega hafa þetta í nösunum og hafa í raun opið skotleyfi á karlmenn hvað yfirlýsingar og alhæfandi svíðvirðingar í fjöl- miðlum varðar, en karlar hafa ekki getað borið hönd fyrir höf- uð sér með því að svara í sömu mynt. Og það er náttúruiega ekki jafnrétti. - GARRI ODDUR ÓLAFSSON SKRIFAR Vegir réttlætisins Á fyrri stigum umræðunnar um tekjutengingu bóta giftra öryrkja skrifaði undirritaður skilmerkilega pistla og grcinar um efnið og var hvergi banginn að leggja út af þeim textum sem fyrir lágu, sem voru m.a. dómsúrskurðir. En eftir 300 þingræður um tekjutenging- una og miklar og magnþrungnar útskýringar fjölmiðlunga á því ásamt nokkrum tugum aðsendra greina í blöðum, svo ekki sé talað um grafalvarlega leiðara, verður að viðurkennast, að ekki er eftir nokkur skilningsglóra um hvað verið er að fjalla um. Á eínu atriði ríkir þó fullur skilningur. Það nísti veiklað hjarta að sjá þegar elskulegur heilbrigðis- ráðherrann hné út af, þjökuð af því álagi sem á henni hvíldi vegna ofurþunga málæðisins, sem hún nevddist til að fýlgjast með og taka þátt í. Eftir 300 þingræður um hvort hæstaréttardómur er hæstaréttar- dómur eða hvort stjórnarmeiri- hluti er dómbærari en Hæstiréttur um hvað séu lög í landi, Iauk fyrstu umræðu og málið, ef mál skyldi kalla, sent til heilbrigðis- og trygginganefndar, sem nú niun fara yfir dóminn og 300 túlkanir á honum og sldla meiri- og minnihlutaálitum. Biðjum að guð gefi að enginn nefndarmanna fái slag áður en þeirri iðju lýkur. Hringrásiii Nú skyldi ætlað að nokkur hvíld fengist frá moldrokinu um tekju- tenginguna. En það er meira blóð í kúnni. A forsíðu Dags er viðtal við formannn heilbrigðis- og trygg- inganefndar undir fyrirsögninni" Prófmál ætti að fá flýtimeðferö". Þar segir formaðurinn að lokaorð- iö um hvað sé réttur skilningur á öryrkjadómi Hæstaréttar eigi dóm- stólarnir og því hljóti að verða lar- ið í mál til að fá botn í málið. Eftir því sem næst verður kom- ist verður nú ein- hver að fara í mál um tekjutenging- una, þar sem log- menn þrátta og dómstóll kveður upp úrskurð, sem síðan verður áfrýj- að til Hæstaréttar, sem þá dæmir utn hvað rétt skal vera í málinu og hver skilningur réttaríns sé á sínum eigin dóini, meðferð Alþingis á honum, sfðan aftur undirréttardómi, sem aftur kemur til kasta Hæstaréttar, sem þá hlýtur að kveða upp enn einn úrskurðinn, ef málinu verður ekki vísað aftur lil föðurhúsanna vegna formgalla. En eftir allt þetta japl og jaml og fuður eru það svo dómstólarnir sem eiga að kveða upp úrskurð eða úrskurði um hvort dómur Hæsta- réttar stenst, eða svoleiðis. Lokaniðurstaðan Skerðing bóta öryrkja vegna tekna maka var ákveðin þegar illa áraði og ríkissjóður þurfti að spara. Þeg- ar batnaði í ári voru tekjurnar not- aðar til að bæta kjör og lífcyrisrétt- indi þeirra sem betur mega í opin- bera geiranum. Öiy'rkjarnir sátu eftir með sínar skerðingar. Þeir urðú svo að sækja rétt sinn með dómsúrskurði. Þá umhverfðist stjórnarliðið og upp hófst sá rammislagur sem ekki sér lýrir end- ann á og er satt best að segja ekki samboðinn siðuðu fólki. Enda hefst það upp úr krafsinu að allar tekjutengingar bóta verða afnumdar þegar upp er staðið. En þá verða líka dómsmálin orðin mörg og þingræðurnar skipta hundruðum þúsunda. Það er að segja-ef nokkur nennir að standa í málaþrasi eftir að öryrkjarnir fá sitt. Prófmál ætti að fá flýtimeðferð JEiga íslendingar eríndi á HM í Frakklandi? Sigiuúur Sveinsson liandboltíimaður. „Það er pottþétt, en mótið á eftir að skera úr um hvort við eigum erindi í toppbar- áttunna í fram- tíðinni. I dag erum við með ágætt landslið sem getur staðið sig á alþjóðlegum mótum, en mér sýnist að ungviðið sem er að koma upp sé ekki jafnefnilegt. Keppnin um 2. til 4. sætið stend- ur á milli Islendinga, Tékka, Portúgala og Egypta og verðum við 1' öðru sæti riðilsins eigum við í framhaldinu greiða leið í átta liða úrslit. En til að svo megi verða verður leiktækni að breyt- ast, í dag erum við of mikið að spila frjálsan bolta. Liðið þarf að vera taktfskara og sóknarleikur- inn agaðri." Sverrir Leósson útgerítimadiirog KA-niaður. „Eg hef trú á lið- inu og því að strákarnir nái langt. Þriðja sætið er ekki óraunhæfur möguleiki í mín- um huga, enda hægt að ná langt ef vilji er fyrir hendi. Sú er raunin og það var gaman að sjá til liðsins þegar það lék hér í KA-heimilinu á dögun- um. Ég vona að Dagur verði heill, Patrekur og Guðjón Valur komist á flug og alltaf stendur Ólafur Stefánsson fyrir sínu. Þegar allt þetta fer saman þarf ekki að spyrja að leikslokum." Þorgils Óttar Mathiesen fv. landsliðsmaðnrí handbolta. „Þó byr hafi ekki verið í seglum ís- lenska liðsins að undanförnu get- ur það oft verið betra þegar í stórmót kemur, pressan er minni. Við ættum að geta náð góðum árangri á HM að þessu sinni, í íslenska Iiöinu er mann- skapur á heimsmælikvarða og þar nefni ég til dæmis Olaf Stef- ánsson. Að ná einhverju af tíu efstu sætunum á mótinu tel ég sanngjarna og eðlilega kröfu." Samúel Öm Erlingsson íþróttafréttamaðUráSjónvarpinu. „Allir sém ávin- na sér rétt til að keppa á móti eiga þangað fullt erindi. Þrátt fyr- ir ýmis vandræði sem hrjáð hafa íslenska lands- liðið að undanförnu, svo sem meiðsli og tímaleysi við undir- búning, þá held ég að liðið sé miklu betur búið undir stórmót nú en var fyrir ári, þegar Islend- ingar fóru flatt á Evrópumólinu 1' Króatíu. Arangurinn nú fer eftir því hvernig mönnum tekst að halda í keppnisandann og góða skapið, fjöldi leikmanna okkur er nú í prýðilegu standi til að gera góða hluti."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.