Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 7

Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 7
T^mt' LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 - 31 RITS TJÓRNARSPJALL Atgervi og pólitík Frá umræðum á þingi í vikunni um öryrkjafrumvarpið. Ég heyrði Sighvat Björgvinsson, sem nú er á leið út af þfngi og í stól forstjóra Þróunarsamvinnu- stofnunar Islands, scgja eitthvað á þá leið í kvöldfréttum á ein- hverri stöðinni í fyrrakvöld, að þeir sent sæktust eftir ábyrgðar- stöðum í stjórnmálum yrðu að gera sér Ijóst að þetta gætu verið erfið störf og lýjandi og í þeim fælist oft á tíðum gríðarlegt álag. En við því væri í sjálfu sér ekkert að segja því fólk veldi það sjálft að fara íþetta, það væri ekki skikkað til þess. Sighvatur var þarna að bregðast við einhverj- um anganum af umræðunni sem spunnist hefur í kjölfar þess að Ingibjörg Pálmadóttir fékk aðsvif í beinni sjónvarpsútsendingu á miðvikudagskvödið. Ég þekki ekki og hef ekki vit á hvað það var nákvæmlega sem gerðist, hvort það var aðkenning að hjartaslagi eða eitthvað annað. En hitt virðist nokkuð Ijóst að meðvirkandi þáttur í þessum veikindum var langvarandi stress og álag. Ekki þarf að efast unt að Sighvatur veit hvað hann er að tala um þegar hann segir að stjórnmálamenn, og þá kannski sérstaklega þeir sem gegna emb- ætti heilbrigðisráðherra, megi búa við mikið álag. Sjálfur var bann í því ráðuneyti á miklum umbrotatímum og þóttust marg- ir á þeim tíma sjá hversu nærri starfið gekk honum um skeið. Eftirsóknarvert starf Þetta aðsvif Ingibjargar hefur auk annars varpað kastljósinu nokkuð á starf stjórnmála- mannsins, og þess álags sem þar er oft, sérstaklega hjá ráðherr- um.Sighvatur talar um að fólk velji sér þetta starf sjálft, sem er vissulega rétt, en spyrja má - svona með hliðsjón af þessu at- viki með lngibjörgu - hvort þetta séu ekki störf sem eru afar óspennandi eins og þau eru í dag? MiMð álag Eflaust eru ráðuneytin misjafn- lega erfið og augljóslega fer það líka dálítið eftir tímabilum hver- su mikið álag er á þeim á hverj- um tíma. Hitt ætti þó að vera nokkuð ljóst að ráðherrar eru að staðaldri undir verulegu álagi og þurfa alltaf að vera til taks. Vissulega gefst þeim kostur á að fara í sumarfrí og eiga stund og stund út af fyrir sig, en miklu oftar er það þó að ætlast er til þess að þeir sinni mjög fjölþætt- um skyldum auk þess að leysa úr aðsteðjandi pólitískum vanda- málum. Ráðherrar ( og auðvitað borgarstjóri og bæjarstjórar stærri sveitarfélaga líka ) eru því að mörgu leyti í svipuðu hlut- verki og t.d. stjórnendur stórfyr- irtækja hvað varðar stjórnunar- Iega ábyrgð og rekstur mála- flokka. Því til viðbótar kemur síðan að undantekningarlaust eru ráðherrar forustumenn í flokkum sínum. Sem flokksfor- ingjar hafa þeir jafnframt miklar skyldur, sem þeir geta ekki leyft- sér að vanrækja. Þeim ber að mæta á fundi hér og fundi þar og bitta flokksmcnn vítt og breitt um landið. Slíkir fundir eru oft- ar en ekki á kvöldin, þannig að vinnudagur ráðherra getur auð- veldlega orðið nokkuð langur. Þetta á við um hvaða ráðherra sem er, algerlega óháð því úr hvaða flokki hann kemur. Ætli þetta fólk sér síðan að eiga eitt- hvert fjölskyldulíf út af fyrir sig má reikna með að viðkomandi þurfi á afskaplega góðu skipulagi að halda. Þmgmenn líka Raunar má segja að flest það sem sagt er um ráðherra eigi að einhverju leyti við um þingmenn líka. En í minna mæli þó. Það finnast vissulega þingmenn sem starfa utan þings með þing- mennskunni, en það eru þá menn sem eru að kalla yfir sig mjög aukið álag eða eru þá sinna þingmennskunni og hlutverkum sínum þar með hangandi hendi. Aðrir þingmenn eru aftur á móti önnum kafnir og allan ársins hring að sinna þingmennskunni í breiðum skilningi - t.d. heima í kjördæmi. Þó gefur auga leið, í ljósi þess hve styrkur og frum- kvæði framkvæmdavaldsins er orðinn yfirþyrmandi hér á landi, að álagið á einstaka þingmenn verður sjaldnast eins mikið og það getur orðið áráðherra þegar mikið er um að vera í hans mála- flokki. Stj úmmulaliklar Stjórnmálamenn vinna semsé ekki eftir stimpilklukku og störf þcirra eru almennt frekar van- metin af almenningi en ofmetin. Hins vegar virðist alltaf vera til fólk sem fæst til að taka þátt í pólitík, enda þótt það kosti blóð, svita og tár. Því ber að fagna og auðvitað er freistandi að túlka þcssa þátttöku sem svo, að hugjónir og þörfin fyrir að láta gott af sér leiða sé þrátt fyrir allt svona sterk. Eflaust er það að einhverju leyti rétt. Það liggur alla vega nokkuð ljóst fyrir að Hestir þeir sem eru atvinnupóli- tíkusar í dag eru það ekki vegna þess að það sé svo vel borgað eða vegna þess að þetta er þrifaleg innivinna. Mun nær væri að tala um stjórnmálafíkla í þessu sam- bandi. Þetta er fólk sem er ástríðustjórnmálamenn, áhuga- menn um stjórnmál sem í raun voru flestir búnir að gera stjóm- málin að lífsstíl áður en þeim tókst að komast á þing og fá kaup fyrir að taka þátt í þeim. Pappapólitíkusar En þótt stjórnmálamenn á Is- landi - og auðvitað miklu víðar - séu upp til hópa fíklar sem gert hafa pólitík að lífsstíl, - þá er ekki þar með sagt að þeir séu endilega allir snjallir pólitíkusar eða jafnvel bara góðir pólitíkus- ar. Það er ekkert endilega sama- semmerki milli fíknarinnar eða viljans annars vegar og getunnar hins vegar í þessum efnum frek- ar en svo mörgum öðrum. Því miður sitjum við uppi með eitt- hvað af slöppum stjórnmála- mönnum, mönnum sem ekki virðast líta á sig sem sjálfstæða gagnrýna gæslumenn almanna- heilla, heldur statista í einhverju liði. Pappapólitíkusa sem hægt er að stilla upp eftir þörfum og láta þrýsta á atkvæðagreiðslu- hnappa eða annað þvíumlíkt eft- ir pöntun. Slíkir menn eru í öll- um flokkum, slíkir menn fá framgang í öllum flokkunum, og slíkir menn komast á endanum f einhverjar trúnaðarstöður hjá öllum flokkum. Stundum alveg inn á þing og stundum alveg inn í ríkisstjórn. Þeir hæfustu Þetta er ein birtingarmynd þess vanda sem menn hafa oft talað um að sé fyrir hendi á Islandi, nefnilega að of lítið sé af því að hæfustu einstaklingar fáist til að koma inn í stjórnmálin. Aftur og aftur skýtur þessari umræðu upp og menn velta því fyrir sér hvers vegna bestu stjórnendurnir og mestu leiðtogarnir fari kannski alls ekkert í pólitík heldur kjósa að hasla sér völl á öðrum stöðum í þjóðfélaginu. I sjálfu sér er það kannski ekki slæmt að hæfir menn fari sem víðast, en það er ekki annað hægt en viðurkenna aðafar fáir virðast velja sér stjórnmálin að viðfangsefni - þó þeir séu sem betur fer nokkrir. Ekki samkeppnisfær Lengi hefur það verið í tísku að miklast yfir óhófi og bruðli hjá stjórnmálamönnum og tala fjálg- Iega um öll fríin þeirra og fríð- indin og hvað það sé nú auðvelt að vera þingmaður. En það skyldi þó ekki vera að þessi goð- sögn sé algert öfugmæli. Frá sjónarhóli þeirra sem ekki eru forfallnir stjórnmálaáhugamenn, þá er starfsframi í stjórnmálum sennilega alls ekki spennadi val- kostur. I samanburði við það að hasla sér völl á öðrum sviðum er pólitíkin sjaldnast samkeppnis- fær. Enda er þetta að mörgu leyti hálfgert skítajobb. Starfsframinn óöruggur, vinnutíminn óreglu- legur og oft langur og ef vel gengur þá f>'lgir starfinu óheyri- Ieg ábyrgð, sem ekki fæst greitt fyrir í neinu samræmi við það sem gerist t.d. í viðskiptalífinu og svo fordjarfa menn heilsunni á þessu öllu saman! Fá jafnvel aðsvif í sjónvarpinu! Þetta fælir kannski ekki frá það fólk scm á ekki von á öðru betra annars staðar, en hinir sem hafa \'al kjósa ekki þessa leið - nema nátt- úrulega þeir séu forfallnir stjórnmálaáhugamenn! Kennaraleiðin Það er nýbúið að gera samninga við kennara þar sem rökin fyrir umtalsverðri launahækkun voru þau helst, að halda þyrfti góðu fólki í stéttinni svo börnin okkar fengju þá góðu menntun sem þau eiga vissulega skilið. Oll eig- um við skílið að geta valið okkur góða stjórnmálamenn til að stýra landinu, það er ekki síður mikil- vægt en að börnin fái góða kenn- ara. Spurningin er því hvort ekki sé rétt að varpa því fram - enn einu sinni - hvort það gæti ekki borgað sig til lengdar að fara kennaraleiðina í pólitíkinni líka? Hækka hressilega við stjórn- málamenn launin, en vera í leið- inni stífari á kröfunum um að þeir standi sig - og vona að við náum eyrum alls þess hæfileika- fólks sem áður kaus önnur störf. Þá gerðist það kannski ekki að Iöggjafasamkundan logaði í illa fókuseruðum deilum um kjör ör- yrkja almennt, þegar tilefnið er hæstaréttardómur um mjög af- markað svið í bótakerfinu. Og þá kannski reyndu menn ekki að bera það á borð - eins og nú er gert með ótrúlegum árangri - að jafnvel þótt um mannréttinda- brot væri að ræða í öryrkjamál- inu, þá væri brotið á einhvern hátt ómerkilegra og skipti minna máli vegna þess að brotið er gegn 700 manns en ekki 7.000 og vegna þess að margir þessara 700 séu hvort sem er með ágæt- is tekjur!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.