Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 5

Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 5
 LAUGARDA GUR 20. JANÚAR 2001 - 29 FRÉTTIR Vantreysta stjórum í álveri í Straumsvík Ólga vegna kjaramála í Straumsvík. Starfsfólk felldi ný- gerðan kjarasamning. Óánægja með launa- hækkun, samnings- tíma og skort á trygg- ingarákvæði. Nýjar viðræður. Starfsmenn álversins í Straums- vík felldu nýgerðan kjarasamn- ing í allsherjaratkvæðagreiðslu en talið var í gærmorgun. Félags- menn í Verkalýðsfélaginu Hlíf og Verslunarmannafélagi Hafnar- fjarðar felldu samninginn með 192 atkvæðum gegn 59 og iðn- aðarmenn með 63 atkvæðum gegn 56. Framhald málsins verð- ur rætt eftir helgina. Athygli vekur að ein af aðalá- stæðunum fyrir þessum úrslitum eru sögð vantraust á stjórnendur fyrirtækisins til að framfylgja ýmsum ákvæðum samningsins vegna reynslu sinnar af þeim. Þess utan voru starfsmenn óá- nægðir með launahækkun samn- ingsins og lengd samningstímans sem var til nóvember 2004. Þögn í álverinu A skrifstofu forstjóra fengust þær upplýsingar að Rannveig Rist forstjóri sem jafnframt var kosin kona ársins ekki alls fyrir Iöngu væri í barnsburðarfríi. StaðgengiII hennar væri Einar Guðmundsson. Hrannar Péturs- son upplýsingafulltrúi álversins sagði í gær að stjórnendur þess vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu en vísuðu því til Samtaka atvinnulífsins. Brennt af fyrri reynslu Sigurður T. Sigurðsson formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar segir að upphafshækkun samningsins hefði falið sér allt að 21% launa- hækkun en allt að 30% á samn- ingstímanum með öllu. Þrátt fyr- ir það hefði starfsfólkið talið það vera of lítið. Það hefði líka farið illa í fólk að engin opnunará- kvæði voru í samningnum vegna verðlags- og launaþróunar frá ársbyrjun 2001 til loka samn- ingstímans. Þá hefði fólk verið brennt af fyrri reynslu sinni af stjórnend- um fyrirtækisins og m.a. hefði það ekki notið ýmissa hagræð- inga í launum eins og talað hefði verið um á síðasta samnings- tímabili. Af þeim sökum og ann- arra trúnaðarbresta hefði það ekki treyst því að fyrirtækið mundi halda ýmis ákvæði samn- ingsins er lúta að bónus og öðru álíka. Ekki líklegt til árangurs Hannes G. Sigurðsson aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins og formaður samn- inganefndar þess í stóriðjusamn- ingum segir að niðurstaðan hefði komið sér á óvart, enda hefði samningurinn verið áhugaverður fyrir starfsmenn. Hann segir að næstu skref sé að hitta forystu- menn verkalýðsfélaganna og fara yfir það hvað hefði farið úrskeið- is og skoða hvernig hægt sé að leiða það til endanlegra Iykta. Hann segir að ummæli um van- traust starfsfólks á stjórnendur ál- versins séu ekki til þess að það verði líklegra að menn nái saman í þessari deilu. I það minnsta sé engin ástæða til að vantreysta því að bónusákvæði samningsins Ótti við mengunarslys í Keflavík. Kæra sjó- kvíeldi Sýslumaðurinn í Keflavík hefur fengið til rannsóknar kæru á hendur eigendum Silungs ehf vegna sjókvíaeldis fyrirtækisins með norska laxastofna. Kært var fyrir hönd eigenda Haffjarðarár og Verndarsjóðs villtra laxa sem óttast mengunarslys verði ekkert aðhafst. Kært var m.a. út af því að um síðustu helgi var fyrirtækið með þrjár sjókvíar af sex í höfninni í Helguvík en hefur Ieyfi fyrir sjó- kvíaeldi í Stakksfirði við Vogastapa. I kærunni er einnig bent á að fyrirtækinu sé óheim- ilt að vera með sjókvíaeldi á tímabilinu 1. janúar - 31. mars samkvæmt leyfisveitingu fyrir- tækisins. Þá verði ekki séð af leyfinu að fyrirtækinu sé heimilt að flytja kvíar úr Stakksfirði til Helguvíkur. Jafnframt var vakin athygli sýslumanns á þeirri hættu sem það skapar að hafa þúsundir norskra laxa í sjókvíum í höfn þar sem skip eiga leið um. — grh Nasco úr hond- um heimamaima Formadur Verkalýðs- og sjómannafélags Bolimgarvíkur er stöðugt saunfærðari um að það skaði byggðarlagið að for- maður Byggðastofn- uuar, Kristinn H. Gunnarsson, og einn nefndarmanna, Einar H. Guðfinnsson, skuli vera frá Bolungarvík. EgiII Guðni Jónsson, forstjóri Nasco í Reykjavík, sem lýst hef- ur verið gjaldþrota ásamt dóttur- fyrirtækinu Nasco-Bolungarvík, átti annað tveggja tilboða í rækjuverksmiðjuna í Bolungar- vík. Hitt tilboðið kom frá AG- fjárfestingu í Bolungarvík, en að því stendur m.a. Agnar Ehenes- erson í Bolungarvík, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Tilboð Egils hljóðar upp á 245 milljónir króna en tilboð AG- tjárfestingar upp á 145 milljónir króna. Egill Guðni Jónsson segir að Tryggvi Guðmundsson, skiptastjóri á ísafirði, hafi tekið tilboði hans í verksmiðjuna í Bolungarvík með fyrirvara um samþykki fimm stærstu veðhaf- anna. Einn þeirra hefur þegar samþykkt það að sögn Egils Guðna, en hann eigi von á svör- um frá hinum fjórum aðilum á næstu dögum. Gangi þetta eftir á Egill Guðni von á því að starf- semin geti hafist að nýju í byrjun marsmánaðar. Lárus Benediktsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, segir að lögð hafi verið áhersla á það að heima- menn kæmu að endurreisn verk- smiðjunnar. Það séu honum því mikil vonbrigði ef verksmiöjan verði ekki seld AG-fjárfestingu. Hann telur það verulega ámælis- vert ef Byggöastofnun ætli ekki að aðstoða við endurreisnina og leggja fé til þes's og þannig stuðla að því að verksmiðjan verði í eigu heimamanna. „Eg er stöðugt sannfærðari um að það skaðar byggðarlagið að formaður stjórnar Byggðastofn- unar, Kristinn H. Gunnarsson, og einn stjórnarmanna, Einar H. Guðfinnsson, skuli vera héðan frá Bolungarvík. Ekki síst í þeirri viðleitni heimamanna að eignast rækjuverksmiðjuna. Það varð ekki lítill hvellur þegar það frétt- ist að til stæði að innheimta Byggðastofnunar skyldi færast til Sparisjóðs Bolungarvíkur. Það er líka einkennileg byggðastefna af hálfu alþingismanna að leyfa framsal kvóta, því það sogast veiðiheimildir frá landsbyggð- inni vegna þess að stór útgerðar- fyrirtæki gleypa hann og þá um leið störf og atvinnutækifæri á lansbyggðinni. Þetta er hrein mafíustarfsemi," segir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur. — GG Helgi til Norðurmjólkiir Helgi Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri mjólkursamlagsins Norður- mjólkur. Norðurmjólk varð til við sameiningu MSKEA, MSKÞ og Grana, sem er hluta- félag í eigu Auðhumlu - sam- vinnufélags í eigu mjólkur- framleiðenda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. Helgi tekur við starfinu á næstu dögum. Helgi hefur starfað sem framkvæmdastjóri Norðlenska, sem varð til við samruna kjöt- iðnaðarsviðs KEA og Kjötiðj- unnar á Húsavík á sl. ári, en hann kom til starfa sem for- stöðumaður slátrunar- og kjöt- iðnaðarsviðs KEA í ársbyrjun 1997. Við starfi llelga tekur Jón Helgi Björnsson, sem hef- ur verið aðstoðarframkvæmda- stjóri Norðlenska með aðsetur á Húsavík. — GG FH selux hlut sinu í Geflu á Kópaskeri Fiskiðjusamlag Húsavíkur hefur selt 34,07% eignarhlut sinn í rækju- verksmiðjunni Geflu á Kópaskeri og eru kaupendur lyrst og fremst aðrir eigendur Geflu á staðnum. Atli Viðar Jónsson, framkvæmda- stjóra Fiskiðjusamlags Húsavíkur, að salan nú byggist m.a. á því að FH sé ekki tilbúið eða í stakk húið til að fara í uppbyggingu verk- smiðjunnar í kjölfar þess að innfjarðarækjuveiði á Oxarfirði hefur verið hönnuð, en heimamenn nú fullir baróttuþreks, og því eðlilegt að þeir takist á við verkefnið. Auk þess hefur eignarhluti FH í Geflu verið færður töluvert niður, og þannig afskrifaðar töluverðar upp- hæðir. Atli Viðar segir að yfir standi endurskipulagning á starfsemi FH, reksturinn hafi verið erfiður vegna þess að hráefnisverð sé ótrúlega hátt í dag og afurðaverð mjög lágt á rækju. Hann segist ekki vcra bjartsýnn á framhaldið verði ekki hreyting þar á. — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.