Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 10

Dagur - 20.01.2001, Blaðsíða 10
3é - LAUGARDAGUR 20. J A N Ú A R 2001 ÍÞRÓTTIR ísland á HM í 12. skípti Þeir ruddu brautina. Liðiö sem spiladi fyrsta HM-leikinn fyrir íslands hönd í úrslitakeppninni i Austur-Þýskalandi árið 1958, gegn Tékkum. Talið f.v.: Birgir Björnsson, fyrirliði, Guðjón Ólafsson, Kristófer Magnússon, Þórír Þor- steinsson, Reynir Ólafsson, Gunnlaugur Hjálmarsson, Hermann Samúelsson, Einar Sigurðsson, Ragnar Jónsson, Karl Jóhannsson og Bergþór Jónsson. Úrslitakeppni heims- meistaramótsms í handknattleik, HM- 2001, hefst í Frakk- landi á þriðjudaginn og hefja „okkar menn“ þá leikinn gegn frændum okkar Sví- um, sem mæta fullir sjálfstrausts til leiks eftir laufLéttau undir- búning. Islenska karlalandsliðið í hand- knattleik leikur sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í Frakk- landi á þriðjudaginn og mæta strákarnir þá frændum okkar Sví- um, sem í gegnum árin hafa verið íslenskum handknattleikslands- Iiðum hvað erfiðastir. Það er að heyra á landanum að væntingarn- ar í Frakklandi séu yfirleitt ekki miklar, en þegar svo er vill árang- urinn oft verða betri, það hefur reynslan sýnt til þessa. Góð byrj- un á mótinu hlýtur að vera Iiðinu mikilvæg og má því búast við að hart verði barist til sigurs gegn Svíum. Alla vega ættu möguleik- arnir að vera betri núna heldur en oft áður, þvá auðsjáanlega er farið að halla undan fæti hjá gullaldar- liði Svía, sem óðum fcr að syngja sitt síðasta. Lengi getur þó lifað í gömlum glæðum og það sönnuðu Svíar reyndar um síðustu helgi, þegar þeir tóku Frakka í kennslu- stund á æfingamóti sem fram fór f Malmö í Svíþjóð. Þeir hafa þó tekið því frekar rólega á undir- búningstímanum og komu ekki saman fyrr en 10. janúar og hafa síðan leikið þrjá Ieiki á áður- nefndu æfingamóti. Fyrir mótið höfðu leikmenn jafnvel skroppið til Mallorca og slappað rækilega af á meðan öll önnur lið æfðu á fullu. Liðið kom síðan aftur sam- an á fimmtudaginn eftir þriggja daga frí og hófst þá lokaundirbún- ingurinn. Það er stór spurning hvernig þessi óvenjulegi undir- búningur Svía virkar þegar í alvör- unni er komið í Frakklandi, en vonandi er gamla „Svíagrýlan" týnd og tröllum gefin. MiMlvægur leikur gegn Portúgölum Annar leikur íslenska liðsins verður á miðvikudag, en þá mæta strákarnir Portúgölum og er sá leikur mjög mikilvægur ekki síst ef leikurinn við Svía tapast. Portú- galir mæta sífellt sterkari til leiks undir stjórn spænska þjálfarans, Xavier Cuesta, en nú er lögð mik- il áhersla á uppbyggingu liðsins fyrir HM-2003 sem fram fer í Portúgal. Þeir unnu sér sæti í úr- slitakeppninni með því að slá Tékka út í undankeppninni. Þriðji leikurinn er gegn Marokkóum á fimmtudaginn og þar ætti sigur íslands að vera nokkuð borðliggjandi. Marokkóar komust í úrslitakeppnina með því að ná fjórða sætinu í keppni Afr- íkuþjóða, en þier voru einnig meðal þátttakenda í tveimur síð- ustu keppnum og lentu f 17. sæti í síðustu keppni í Egyptalandi. Á laugardaginn verða Egyptar mótherjar íslenska liðsins, en strákarnir fengu aðeins að snerta á þeim á æfingamótinu á Spáni, þar sem Iiðin skildu jöfn. Egyptar eru með sterkt lið og eru núver- andi Afríkumeistarar og gætu orð- ið erfiður viðureignar. Síðasti leikurinn í riðlinum er gegn Tékkum á sunnudaginn, en á pappírunum eru þeir með slakasta liðið í riðlinum og komust bakdy'ra megin inn í keppnina eftir að fulltrúar Eyja- álfu höfðu hætt við þátttöku. Sautjánda HM-keppnin Heimsmeistarakeppnin í Frakk- landi er sú sautjánda í röðinni frá upphafi og tekur Island þar þátt í sinni tólftu úrslitakeppni. Island tók fyrst þátt í úrslitakeppni HM árið 1958 í Austur-Þýskalandi, sem var sú þriðja í röðinni, en fyrsta keppnin fór fram í Berlín í Þýskalandi árið 1938. Þar voru þátttökuþjóðirnar aðeins fjórar, en það voru auk gestgjafanna lið Dana, Svía og Austurríkismanna og \'ar öll keppnin spiluð á einni helgi. Þjóðverjar sigruðu á mótinu og urðu því fyrstu heimsmeistarar í handknattleik, en Austurríkis- menn urðu í öðru sæti, Svíar í því þriðja og Danir ráku lestina. Seinni heimsstyrjöldin og hörm- ungarástandið sem fylgdi í kjölfar- ið, varð til þess að keppnin var ekki haldin aftur fyrr en sextán árum síðar, eða árið 1954 og var hún þá haldin í Svíþjóð. Þátttöku- þjóðunum hafði fjölgað til muna og voru þær nú ellefu talsins. Sví- ar urðu heimsmeistarar og hefur engri þjóð sfðan tekist að vinna titilinn á heimavelli. Vestur-Þjóð- verjar urðu í öðru sætinu og Tékk- ar í því þriðja. ísland með í fyrsta skipti árið 1958 Þriðja keppnin fór fram í Austur- Þýskalandi árið 1958 og voru Is- Iendingar þá, eins og áður sagði, meðal þátttakenda í fyrsta skipti. Keppnin var þá í fyrsta skipti komin í það form sem hún er í dag og voru þátttökuþjóðirnar í úrslitakeppninni nú orðnar sext- án. Svíar endurtóku nú leikinn frá síðustu keppni og sigruðu eftir úr- slitaleik við Tékka. Vestur-Þjóð- verjar urðu í þriðja sætinu og Danir í því fjórða. Islenska liðíð lenti í níunda sæti ásamt Frökk- um, Austurríkismönnum og Spánverjum og var fyrsti leikur liðsins á mótinu gegn Tékkum. Fjórða keppnin fór fram í Vest- ur-Þýskalandi árið 1961 og þar náði íslenska liðið þeim frábæra árangri að lenda í sjötta sætinu á eftir Dönum, sem lentu í því fimmta. Rúmenar unnu heims- meistaratitilinn í fyrsta skipti og áttu eftir að vinna hann þrisvar sinnum til viðbótar í næstu fjórum keppnum og má segja að þar með hafi blómaskeið Austur-Evrópu- þjóðanna hafist í boltanum. Tékk- ar urðu í 2. og Svíar í 3. sæti. Svíar lagðir í Bratislava I fimmtu keppninni sem fram fór í Tékkóslóvakíu árið 1964, lenti íslenska liðið í níunda sætinu ásamt Noregi, Sviss og Austur- Þýskalandi, en Rúmenar unnu nú titilinn annað árið í röð og nú eft- ir úrslitaleik við Svía. Heima- menn náðu þriðja sætinu og Vest- ur-Þjóðverjar því fjórða. Þar gerð- ist sá fáheyrði atburður að ís- Ienska Iiðið vann sigur á Svíum í eftirminnilegum leik sem fram fór í Bratislava. Islendingum tókst ekki að komast í sjöttu úrslita- keppnina, sem fram fór í Svíþjóð árið 1967. Þar urðu Tékkar heimsmeistarar í fyrsta skipti eftir úrslitaleik við Dani, en Rúmenar náðu þriðja sætinu og Sovétmenn því fjórða. I næstu keppni sem fram fór í Frakklandi árið 1970 voru Islendingar aftur með og hafa síðan alltaf nema tvisvar verið með, í Þýskalandi árið 1982 og nú síðast í Egyptalandi árið 1999. Arangurinn hefur verið misjafn, en bestur varð hann í Japan árið 1997, þegar liðið lenti í 5. sæti. Áður hafði það Ient í 6. sæti í Svisss árið 1986, í 10. sæti í Tékkóslóvakíu árið 1990, í 8. sæti í Svíðþjóð árið 1993 og loks í 15. sæti hér heima á Islandi árið 1995. Árangnr þátttöknþjóða á HM frá upphafi Þjóð: 1938 1954 1958 1961 1964 1967 1970 1974 1978 1982 1986 1990 1993 1995 1997 1999 Alsír 13-16 16 16 16 16 15 Austurríki 2 9-12 14 Brasilía 13-16 16 Búlgaría 11 13-16 Danmörk 4 5 4 5 7 2 4 8 4 4 8 9 9 Egyptaland 13-16 12 7 6 7 Finnland 13-16 Frakkland 6 9-12 8 13-16 9-12 12 13-16 9 2 1 3 6 Holland 9-12 Hvíta Rússl. 9 ísland 9-12 6 9-12 11 13-16 13-16 6 10 8 15 5 Japan 9-12 13-16 9-12 10 12 12 14 15 15 Júgóslavía (1) 8 9-12 6 7 3 3 5 2 I 4 Júgóslavía (2) ' 9 3 Kanada 13-16 13-16 Króatía - 2 13 10 Kúba 13 15 14 14 14 8 Kúveit 15 ■' - Litháen 10 Lúxemborg 13-16 Noregur 6 7 9-12 13-16 13-16 13 12 13 Pólland 5 9-12 13-16 4 6 3 14 11 Rúmenía 13-16 1 1 3 1 1 7 5 9 3 10 10 Rússland 5 1 2 Sviss 4 9-12 9-12 13-16 13-16 12 11 13 4 6 Sovétríkin 5 4 9 5 2 1 10 2 1 Spánn 9-12 13-16 10 8 5 5 5 11 7 4 Svíþjóð 3 1 1 3 2 5 6 10 8 11 4 1 3 3 2 1 S.-Kórea 12 12 15 12 8 14 Tékkland 8 11 Tékkóslóvakía 3 2 2 3 1 7 6 11 10 13 7 7 Túnis 13-16 13 16 12 llngverjaland 7 8 8 8 7 9 9 2 6 11 4 11 Bandaríkin 13-16 13-16 13-16 16 A.-Þýskaland 9-12 9-12 2 2 3 6 3 8 V.-Þýskaland 2 3 4 4 6 5 9 I 7 7 Þýskaland 1 6 4 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.