Dagur - 26.01.2001, Blaðsíða 1

Dagur - 26.01.2001, Blaðsíða 1
Málið vcrra en ég vonaðist til Fjórir af níu dómunun Hæstaréttar lögðust gegn því að forseti rétt- arins svaraði bréfi for- sætisnefndar Alþingis. Málið alvarlegt, segir Ragnar og málið ekki síður heitt í stjórnmál- iinuiii. Fjórir af níu dómurum Hæstarétt- ar Islands mótmæltu því á fundi með forseta réttarins, Garðari Gíslasyni, að svara efnislega bréfi forsætisnefndar Alþingis um ör- yrkjafrumvarpið. Aðrir fjórir dóm- arar veittu hins vegar forsetanum umboð til að svara bréfinu og þar með urðu fimm dómarar, að Garð- ari meðtöldum, fylgjandi því að fara út í þau bréfaskipti sem skek- ið hafa þjóðfélagið í vikunni. Fjórir á móti Dómarar Hæstaréttar funduðu um þetta mál sl. þriðjudag, sama dag og bréf forsætisnefndar barst. Dómarar sem andmæltu að bréf- inu yrði svarað voru Guðrún Erlcnds- dóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Þessi fjögur dæmdu í ör- yrkjamálinu í des- ember sl., en þar skifuðu Garðar Gíslason og Pétur Kr. sératkvæði og töldu að Trygginga- stofnun hefði mátt skerða tekjutrygg- ingu frá ársbyrjun 1999. - Dómararnir sem á hinn bóginn veittu forseta réttarins umboð til bréfaskipta við forsætisnefnd Alþingis voru Arni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claes- sen, Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson, sem nú situr í Hæstarétti í forföllum Hjartar Torfasonar. „Málið er vonaðist til. steinsson, Ragnar Aðalsteinsson, lög- maður ÖBI. orðið mun verra en ég “ sagði Ragnar Aðal- lögmaður Oryrkja- bandalags íslands í samtali við Dag. „Eg lít svo á að bréfið hafi verið einka- framtak fimmmenn- inganna í Hæsta- rétti sem samþykktu að senda það og að ráðherrar hafi farið með rangt mál þegar þeir segja að þetta hafi verið skoðun Hæstaréttar. Það er líka alvarlegt að rétt- urinn taki svona þátt í hinni daglegu pólítísku umræðu," sagði Ragnar - sem telur allt þetta mál ýta undir endurskoðun á stjórnskipulagi lýðveldisins. Óskiljanleg glöp „Það að rétturinn er þverklofinn í þessu máli, sýnir hve fráleitt það var af forseta Hæstaréttar að svara bréfi forsætisnefndar. Það eru óskiljanleg glöp að gera Hæstarétt með þessum hætti þátttakenda í pólitískum deilum á Alþingi," sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar - og sagði að augljóst væri að þeir fimm dómar- ar sem samþykktu þessi bréfa- skipti væru vanhæfir til að dæma í málum Öryrkjabandalags íslands í framtíðinni. „Ég bendi á að í síðara bréfi rétt- arins til Ragnars Aðalsteinssonar kom fram að hið upphaflega bréf til forseta Alþingis hefði ekki falið í sér afstöðu til hins umdeilda frum- varps og staðfesti þannig að ég hafði rétt fyrir mér í deilum við forsætisráðherra á Alþingi. Með seinna bréfinu er forseti Hæsta- réttar í reynd lagður á flótta í mál- inu, því hann viðurkennir að upp- haflega bréfið hefði falið í sér vill- andi upplýsingar, enda var það nægilega villandi til að stjórnarlið- ið misskildi það,“ segir Össur. - SBS. Sjá einnig bls. 2 Gagurýnir raoherra og Kjartau Sigurður G, Guðjónsson lögmaður, sem nýlega vann í Hæsta- rétti meið- yrðamál gegn Kjartani Gunnarssyni framkvæmda- stjóra Sjálf- stæöisflokks- ins vegna greinar sem Sigurður skrifaði á sínum tíma í Dag, ritar nú aðra grein í blaðið þar sem hann gagnrýnir harðlega bæði Kjartan og Björn Bjarnason vegna aðkomu þeirra að íslensk- um fjölmiðlum. Tilefni greinar- innar eru skrif ráðherra á vefsíðu sinni um fslenska útvarpsfélagið en Sigurður er lögmaður þess. Sjá greinina á bls. 7. Sigurður G. Guð- jónsson Blokkflautan sem þjóðsöngurinn var leikinn á var keypt í Hollandi fyrir um ári síðan, aldrei verið leikið á hana áður, og er Gisli Helgason, flautuleikari, að hugsa um að geyma hana sem minjagrip. - mynd: þök fLautan Á þingpöllum. Beið jiess að verða hent út Þegar Alþingi hafði staðfest lög um almannatryggingar aðfaranótt miðvikudags, og Halldór Blöndal, þingforseti hafði tilkynnt úrslit at- kvæðagreiðslunnar, byrjaði aðeins svolítið mótmælapú frá áhorf- endapöllunum, en það dó snarlega út þegar þaðan hljómaði Þjóðsöng- ur íslands, leikinn á blokkflötu. Sá sem það gerði var Gísli Helgason, tónlistarmaður. Gísli segir þetta ekki hafa verið skyndiá- kvörðun, hann hafi komið á þing- palla til að fylgjast með umræðum og leika þjóðsönginn ef frumvarpið yrði samþykkt. Engin athugasemd var gerð við að hann væri með blokkflautu á pöllunum. EkM leitað „Það var vitað að forsætisráðherra var búinn að múlbinda samflokks- menn sína og framsóknarþing- menn til þess að samþykkja þann ósóma sem hér hefur átt sér stað. Ég taldi skárra að spila þjóðsöng- inn upp á þingpöllum heldur en að fara að púa. Ég beið eftir því að mér ýrði fleygt út, en það var ekki gert, engin lögregla í sjónmáli, en þegar ég kom á þingpalla var Al- þingishúsið fullt af lögreglumönn- um. Þetta var eins og ég væri að fara inn á skemmtistað, það var svo mikil örtröð af fólki. Það var ekki leitað á mér. Þegar alþingis- menn áttuðu sig á því að þetta var þjóðsöngurinn, sérstaklega Hall- dór Blöndal forseti Alþingis, bað hann háttvirta þingmenn að rísa úr sætum, og ég lauk þjóðsöngnum. Ég hef leikið á blokkflautu frá barnsaldri svo þetta var tiltölulega auðvelt fyrir mig. En ég geri þetta ekki aftur, maður á aldrei að end- urtaka svona leik nema alþingis- menn óski eftir því að ég leiki þjóð- sönginn fyrir þá mun ég að sjálf- sögðu gera það gegn sanngjarnri greiðslu. Þessa blokkflautu kc\pti ég í Hollandi síðasta sumar, hef aldrei leikið á hana áður, svo ég er að hugsa um að geyma hana sem minjagrip, nema ég leiki á hana við hátíðleg tækifæri síðar meir,“ segir Gísli Helgason, blokkflautuleikári. - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.