Dagur - 26.01.2001, Side 2

Dagur - 26.01.2001, Side 2
2 - FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2 00 1 FRÉTTIR Síldin mest í bræðslu Um kvótakerfið verður aldrei nein þjóðarsátt Niðurstaða sem að hentar einum er eitur í beinum annars, “ segir Jón Kristjánsson alþingismaður. Þingmeim telja litla von til þess að nokkur sátt náist um kvóta- kerfið á Alþingi í vetur. Eins og kom fram í Degi í gær cru uppi deilur í nefndinni sem sjávarútvegsráðherra skipaði til að fara yfir og leita leiða til sátta um stjórn fiskveiða, sem kemur fý'rir Alþingi síðar í vetur. Þeir stjórnmálamenn sem Dagur ræddi við í gær eru sammála um að nær útilokað sé að ná þjóðar- sátt um kvótakerfið, það muni alltaf kalla fram mikla hags- munaárekstra. En flestir eru sammála um að málið sé þverpólitískt. Sægreífaxnir munu halda sínu “Ég tel að auðlindanefndin und- ir forystu Jóhannesar Nordal hafi varðað leið fyrir ríkisstjórn- ina til að afhenda þetta endan- lega sægreifunum. Allt annað er látalæti. Ég á ekki von á öðru en að málið verði skilið eftir í jafn- miklu ósætti meðal þjóðarinnar og verið hefur til þessa. Sægreif- arnir munu halda þessu öllu í sínum höndum," sagði Sverris Hermannsson, formaður Frjáls- lynda flokksins. Aldrei allir ánægðir „I þessu eru svo mismunandi hagsmunir að það verður aldrei hægt að ná einhverri niðurstöðu sem allir geta sætt sig fullkom- lega við. Niðurstaðan verður því að vera sem næst því sem Hestir geta sætt sig við vegna þess að það munu aldrei allir sætta sig við niðurstöðuna. Niðurstaða sem að hentar einum er eitur í beinum annars," sagði Jón Krist- jánsson alþingismaður. Hann segir að auðvitað verði reynt að ná niðurstöðu sem flest- ir geti sætt vig við en alsælir verði menn aldrei með hvaða niðurstöðu sem fæst. Fiskveiðiráðgjöftn „Ég hef alltaf haft ákveðnar meiningar um þessi mál og hef verið í miklum minnihluta með mínar skoðanir. En um það hvort hægt sé að ná þjóðarsátt um málið þá langar mig að spyrja á móti hvort einhver þjóðarsátt sé um fiskveiðiráðgjöfina sem við erum að fá. Ég held að fiskveiði- ráðgjöfin sé ekki síður örlaga- valdur í þessú heldur en ná- kvæmlega hvernig við eigum að stjórna fiskveiðunum," sagði Einar Oddur Kristjánsson al- þingismaður. Hann segir að það sé svo margt við ráðgjöfina sem þurfi að taka til endurskoðunar ekki síður en sjálfa fiskveiðistjórnun- ina. Ef vilji er fyrir hendi Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar segir að sennilega væri hægt að ná fram þjóðarsátt um fiskveiðistjórnun- ina. „En til þess þarf að vera fvrir hendi vilji hjá ríkisstjórninni og útgerðarmönnum. Ef ríkisstjórn- in dansar ekki eftir línu útgerð- armannanna, þá held ég að sé möguleiki á þjóðarsátt. - S.DÓR Heildar- síldaraflinn á vertíðinni er orðinn 85 þúsund tonn, og hafa 55 þúsund Enneru óveidd 34 þús- tonn farið und tonn af kvótanum. til hræðs- lu, 5 þús- und tonn til söltunar og 25 þús- und tonn til frystingar. Heildar- kvótinn er 119 þúsund tonn og því enn óveidd 34 þúsund tonn. Mestu hefur verið landað hjá Samherja í Grindavík, 14 þús- und tonnum, 13 þúsund tonn- um hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað og I 1 þúsund tonnum hjá Skinney-Þinganesi á Horna- firði. Loðnuaflinn á vetrarvertíð er orðinn 63 þúsund tonn og hcfur mestu verið landað hjá Síldar- vinnslunni í Neskaupstað, eða liðlega 12 þúsund tonnum og síðan 12 þúsund tonnum hjá SR-mjöli á Seyðisfirði og litlu minna hjá SR-mjöli á Reyðar- firði. A sumar- og haustvertíð 2000 var loðnuaflinn 126 þús- und tonn og þvf samtals 189 þúsund tonn. Bráðabirgðakvót- inn er 417 þúsund tonn og því enn óveidd um 229 þúsund tonn af loðnu. En búast má við að viðbótarkvóti verði gefin út í næsta mánuöi af Fiskistofu að undangenginni rannsókn Haf- rannsóknastofnunar. - GG Bréfið dregur dilk áeftir sér Ekkert samband haft við 1. varaforseta Al- þingis þegar forsætis- nefndin sendi Hæsta- rétti hréfið fræga. Mun verða tekið fyrir þegar þing kemur sam- an, segir Guðmundur Ami Stefánsson. Guðmundur Arni Stefánsson, 1. varaforseti Alþingis var erlendis þegar ákvörðunin um að senda forseta Hæstaréttar bréf for- sætisnefndar Alþingis var tekin. Hann segir að ekkert samband hafi verið haft við sig um málið enda þótt hann hafi verið í síma- sambandi allan þann dag. Guð- mundur var erlendis þegar Dag- ur ræddi við hann um þetta mál í gær. „Það var auðvitað minnsta mál fyrir forseta Alþingis að hafa samband við mig um þetta mál en það hefur verið ákveðið að gera það ekki. Ég mun óska eftir fundi í forsætisnefndinni um leið og ég kem heim til þess að fara yfir samskipti þess- ara grundvall- arstoðkerfa ís- lenskar stjórn- skipunar. Þeg- ar Alþingi Is- lendinga er far- ið að skrifa Hæstarétti bréf og spyrja hvernig haga eigi gangi mála á Alþingi Islendinga, þá þykir mér vera farið að snúa hlutunum á hvolf. Þetta sýnir að ríkisstjórnin er með vonda sam- visku í málinu og leitar allra leiða til þess að reyna að hvítþvo sig en þetta var vindhögg," segir Guð- mundur Árni. Hann segir þátt forseta Hæsta- réttar í þessu máli afar sérkenni- legan og þessi atburður veki upp fjöldann allan af spurningum. Guðmundur Arni segir það óhjá- kvæmilegt að þetta mál verði tek- ið fyrir af fullri alvöru þegar þing kemur saman í byrjun febrúar. Vinuubrögöm verður aö endurskoöa „Forseti þingsins skrifar Hæsta- rétti í nafni forsætisnefndar og hef ég miklar efasemdir um að það hafi verið rétt. Ekki síður finnst mér hafa verið misráðið af forseta Hæstaréttar að svara bréfinu. Allt gefur þetta tilefni til að taka vinnubrögð um deilumál af þessu tagi, þar sem sjálf stjórnarskráin og þrískipting valdsins er undir, til gagngerrar endurskoðunar," sagði Ögmund- ur Jónasson, formaður þing- flokks VG. Hann var spurður um ákvörð- un Árna Steinars Jóhannssonar, þingmanns VG, og eins af vara- forsetum Alþingis að gera ekki athugasemd við þá ákvörðun Halldór Blöndal að senda bréfið fræga til forseta Hæstaréttar? „Ég endurtek að þetta var gert í nafni forsætisnefndar. Ég ætla ekki að fjölyrða um hvar ég tel frumkvæðið liggja í þessu máli. Það sem er sýnilegt er að bréfið er skrifað af forseta Alþingi í nafni forsætisnefndar og það þykir mér miður,“ sagði Ög- mundur Jónasson. Ekki náðist í Árna Steinar Jó- hannsson í gær þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. - S.DÓR Kaup Kaupþings staðfest Kaup Kaupþings á Frjálsa fjár- festingarbankanum voru staðfest í gær en gengið var frá viljayfirlýs- ingu um kaupin á gamlársdag 2000. Kaupþing keypti 77,24% hlut í Frjálsa fjárfestíngarbankan- um fyrir 3,6 milljarða króna. Hlutur Kaupþings er 33,1%, Kaupthing Bank Luxembourg SA á 15% hlut og GIR Capital In- vestment (vogunarsjóður í vörslu Kaupthing Bank Luxembour,g), 1 5% hlut. Að auki keyptu SPRON og Sparisjóðurinn í Keflavík 5% hlut hvor, Sparisjóður Bolungar- vi'kur 2,5% hlut og Sparisjóður Svarfdæla 1,6%. Enginn þessara aðila átti hlutabréf í Frjálsa fjár- festingarbankanum fyrir kaupin. Seljendur bréfanna voru Vá- tryggingafélag Islands hf. sem átti 33,6% hlut, Traustfang átti 21,1% hlut, Isoport SA og Isóport áttu til samans 1 1% hlut, Samvinnu- lífeyrissjóðurinn 7,3%, Olíufélajg- ið 3,8% og Líftryggingafélag Is- lands átli 0,4%. - GG Jón Gnarr er orðinn gullnörd Jón Gnarr fékk í gær aflienta „gullspólu" við hátíðlega athöfn á Hótel Borg. Gullið fær Jón fyrir sölumyndband sitt „Ég var einu sinni nörd“, sem hefur selst í yfir 7700 ein- tökum. Þetta er í fyrsta sinn á íslandi sem aflient er gullspóla, sem er viðurkenning fyr- ir að hafa selt 7.500 eintök, en gullplötur eru hins vegar vel þekkt fyrirbæri. í veisl- unni í gær fékk Jón afhentan sérstakan við- urkenningarskjöld auk gullsþólu af þættin- um. Kjötmjölið allt í gælttdýr og loðdýr „Tekið skal fram, vegna fréttaTlutnings um að stjórnvöld fhugi að banna kjötmjöl til eldis dýra sem ætluð eru til manneldis, að ekkert kjötmjöl hefur verið selt til slíkra nota. Kjötmjöl hefur annars vegar veríð selt til útlanda til framleiðslu gæludýrafóðurs og hins vegar til loðdýraeldis innanlands," segir í tilkynningu frá Kjötmjöli ehf í tilefni af ummælum forystumanns Neytendasamtakanna, Jóhannesar Gunnarssonar um starfsemi Kjötmjölsverksmiðjunnar. -hei Fimmtán Arcadia verslanir opnaðar á íslandi Baugur hf., ásamt hópi fagfjárfesta hafa keypt um 8,95% hlut í versl- unarfyrirtækinu Arcadia plc. og hafa félögin stofnað félag um þessi kaup. Arcadia plc. er önnur stærsta verslanakeðja Bretlands í tísku- fatnaði. Arcadia rekur um 2.800 vcrslanir á borð við TopShop, Miss Selfridge, Warehouse, Burton, Dorothy Perkins og fjölda annarra þekktra vörumerkja. Hjá félaginu starfa um 30.000 manns og var árs- veltan árið 2000 um tveir milljarðar punda. Markmiðið með þessari fjárfestingu er trú kaupenda á að hér sé um góðan fjárfestingarkost að ræða. Eins og áður hefur komið fram er Baugur samstarfsaðili Arcadia á Norðurlöndum, en félagið hefur sérleyfisrétt á rekstri Arcadia verslana á því svæði, og hefur nú þcgar opnað TopShop á lslandi, og tvær Miss Selfridge í Stokkhólmi. Fé- lagið áætlar er að opna 1 5 Arcadia verslanir á íslandi og Norðurlönd- um til viðbótar fyrir lok ársins 2002. Þá sér Baugur enn frekari tæki- færi á að sækja fram á aðra markaði undir merkjum Arcadia. - GG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.