Dagur - 26.01.2001, Page 4
4 - FÖSTUDAGUK 26. JANÚAR 2001
D^ui*
. FRÉTTIR
Formaður Samstöðu á Btönduósi segist treysta pyngjunni best til að segja til um það hver þróunin hefur verið í verðlagsmálum
fremur en opinberum tölum og forsendum fyrir þeim útreikningum.
Pyngia
mæli
ian besta
mælitækið
Samstaða á Blönduósi.
Erfiðara að ná endum
saman. Heimilsbókhald.
Sundrung að baki
Valdimar Guðmannson formaður
Samstöðu á Blönduósi segir að þótt út-
reikningar bendi til að verðbólga fari
lækkandi verði alltaf erfiðara fyrir
verkafólk að ná endum saman um hver
mánaðamót. Af þeim sökum segist
hann treysta pyngjunni best til að segja
til um það hver þróunin hefur vcriö í
verðlagsmálum fremur en opinberum
tölum og forsendum fyrir þeim út-
reikningum.
Svart á hvítu
Formaður Samstöðu bendir á að þetta
sé veruleikinn þegar félagsmenn hafa
verið sýna sér svart á hvftu hver þróun-
in hefur verið í heimilishókhaldinu hjá
þeim. Þar sést að nær allir útgjaldalið-
ir í rekstri heimila hafa hækkað og sú
verðlagsþróun sé þegar húin að éta
FRÉTTA VIÐTALIÐ
Valdimar Guðmannsson.
upp þær kauphækkanir sem verkafólk
fékk við gerð síðustu kjarasamninga. Á
sama tíma sé verið að telja fólki trú um
að allt sé í stakasta lagi og hagur þess
fari batnandi í stöðugleikanum. Pyngj-
an segir hins vegar allt annað.
Sundrung að baki
A formannaráðstefnu ASI um uppsögn
samninga í fyrradag vakti athygli sú
samstaða sem ríkti meðal forystu-
manna verkalýðshreyfingárinnar. Sam-
kvæmt því virðist sem sundrungin sem
verið hefur innan hennar sé að baki.
Formaður Samstöðu segir að þar hafi
enginn verið með upphrópanir né úr-
tölur, heldur virðast menn ætla að
standa saman í endurskoðun samninga
og ákvarðana í framhaldi af þ\'í.
,?Haukamir“
A fundinum var eftir því tekið að þar
mættu hvorki Pétur Sigurðsson forseti
Alþýðusamhands Vestfjarða né Aðal-
steinn A. Baldursson formaður Al-
þýðusambands Norðurlands. Þessir
„haukar" f verkalýðshreyfingunni voru
fjarri góðu gamni vegna anna heima í
héraði. Pétur við samningagerð en Að-
alsteinn vegna gjaldsþrots Islensks
harðviðar. - grh
I pottinum ræða mcnn nú
mikið þau „mistök“ Áma
Steinars Jóhannssonar
ehts af varaforsetum þings-
ins að samþykkja fyrir sitt
leyti að Halldór Blöndal forseti Al-
þingis sendi forseta Hæstaréttar hið
fræga bréf til Garðars Gíslasonar.
Bréfið var fyrir vikið sent í nafni for-
sætisnefndar en ekki eingöngu í
nafni Halldórs sj álfs, sem hefði verið
margfalt sterkara fyrir stjórnarand-
stöðuna. Fullyrt er 1 potthium að menn hafi ckki
verið ánægðir með framgöngu Árna Steinars í mál-
inu og sumirgcngu svo langt að segja að liann væri
þessa dagana „persona non grada“ hjá ýmsum
stj óma randstæðingum...
Arni Steinar
Jóhannsson.
En þótt öryrkjamálið hafi kallað
fram miklar tilfhmingar þá muni
fleiri tilfinningaþmngin mál á döf-
inni í íslenskri pólitík. í Frainsókn-
arílokknum er Evrópuskýrslan kom
in fram og þykir það tíðindum sæta
að um hana hafi náðst nokkur sátt.
Enn mmi þó stór hópur vera ósáttur
viö tóninn í henni, ekki síst það að nánast sé búið
aö afskrifa þann möguleika að fara í tvrhliða viö-
ræður. Fullyrt er í pottinum aö Páll Pétursson og
ýrnsir í kringum hann vilji að fram komi ákveðnari
viöspyma á flokksþinginu í mars gegn aöildarum
ræðumii, og telji sig hafa til þess veralegan stuðn
ing. Því gæti svo farið að sá friöur sem skýrslan
virtist skapa um málið sé mestur á yfirhorðinu...
Páll
Pétursson.
Og þá að Akureyri. Eins og lesa mál um á öömm
stað hér í blaðinu er Héraðsdómur Norðurlands
eystra undirlagður þessa dagana af konum sem
telja Akureyrarbæ lia'fa brotið jafiuéttislög. I gær
var Valgerður Bjamadóttir leidd fram sem vitni í
einu málinu og sjiuröi Freyr Ófcigsson dóinstjóri
hana um starfsheiti. „Ég er framkvæmdastýra jafn-
réttisstoíú,“ svaraði Valgerður cn Freyr hváði við
og Ieit upp. „Framkvæmdastýra," endurtók Val-
geröur en bætti svo við að strangt til tekið ætti þaö
nú aö vera framkvæindastjóri sainkvæmt reglum.
„Já, við föram ekki
stjórinn og glotti..
að lögum hér,
Meðalhiti nærri hlýinda
skeiðinu 1930 til 1960
Páll Bergþórsson
fyrrverandi veðurstofustjóri
Veðurhejurverið mjög breyti-
legt í haust og vetur, álmennt
snjólétt og hitastig sjávarjyr-
ir Norðurlandi hærra en í
meðaláifeiði
- Er svotui veðrdtta einsdætni?
„Nei, það er það nú ekki, og þegar litið er
á heildina er þetta afskaplega nærri meðal-
hita hlýindaskeiðsins sem var frá árinu
1930 til 1960. Það hefur verið að nálgast
það síðustu tíu árin. Það er ekki undarlegt
þar sem það hefur verið að hlýna svo mikið
í heiminum, og víða miklu meira en hér við
Island. Veðráttan í vetur er hins vegar að
mörgu leyti sérkennileg', ákaflega mild og
snjólítil, en ég minni á að það var harður
kuldakafli um áramótin, sérstaklega sunn-
anlands."
- Hvað veldur þessum hlýindakafla nú?
„Hér hafa verið ríkjandi suðlægar áttir og
þær Iægðir sem hafa nálgast okkur að sunn-
an og vestan hafa llestar verið samkvæmt
venju sem þýðir að fyrir austan þær kemur
suðlæg átt norður um Evrópu og svo til okk-
ar á ísiandi. Það hefur að undanförnu skipst
á svolítið hjá okkur suðaustan og suðvestan-
átt, þ.e. landsynningur og útsynningur, þ.e.
það hlýnar og kólnar örlítið á víxl."
- Fullorðið og gamalt fólli heldur þvt' oft
fratn að gott veður að vetri til hefni stn, þ.e.
að i staðinn kotni luirt eða slæmt veður og
þannig sé jafnvægi haldið í náttúrunni?
„Það er að vissu leyti nokkuð til f svoleið-
is þankagangi en þetta var áður fyrr ákaflega
algeng ályktun og trú að það hefndist fyrir
það þegar veður var gott. En þegar síðan
veður var kalt var fólk ekki alveg eins bjart-
sýnt og hélt að kuldakaflinn héldi áfram alla
tíð. En þetta skiptist á, þó ekki reglulega, og
að því leyti er það rétt að það hefnist fyrir
góða veðrið."
- Ég fæ þig tni varla til að spá um það
hvemig veðrið verður í vor. En liver er þín
tilfinning fyrir vorveðrinu?
„Eg er með ákveðnar kenningar um það
hvað sjávarhitinn norður undan landinu
hefur að segja, en hann er mjög góður núna
og hærri en mörg undanfarín ár. Hann er
orðinn alveg jafnhár og hann var á hlýinda-
skeiöinu 1930 til 1960, en hann er þó mis-
jafnlega hár eftir því hvar maður er staddur.
En fréttir af sjávarhita við Spitzbergen,
Bjarnarey og Jan Mayen er jafn og hærri en
hefur verið mörg undanfarin ár. Því eru
meiri líkur á því en ella að við fáum hlýrra
vor en oft áður. Fyrir jólin mátti gefa út
vissa spá sem reyndar byggði á gamalli trú
og hún var sú að ef það gerði þrjár norðan
rigningar fyrir jól yrði mildur vetur upp frá
því. Þessi spá er skynsamleg að því leyti að
hún bendir til þess að sjórinn hlýtur að vera
mildur norðan undan, annars rigndi ekki í
norðanáttinni heldur gerði snjókomu. Þessi
mildi í veðráttunni og hlýrri sjór segir okkur
að framundan sé hlýrri tíð og næstu ár
fremur mild.
Mesti hiti sem mælst hefur af Veðurstof-
unni var 30,5 gráður við Teigarhorn 22. júnf
1939 en mesti kuldi 38 gráðu frost á Gríms-
stöðum 22. janúar 1918. Mesta sólar-
hringsúrkoma var 243 mni á Kvískerjum 1.
október 1979, og kannski má húast við að
með nýju hlýindaskeiði að hitametið verði
slegið." - GG