Dagur - 26.01.2001, Page 7
FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 - 7
ÞJÓDMÁL
Ber er hver að baM
nema BjSm sér eigi
SIGUKDUK
G. GUÐJONS
SON
HÆSTARÉTTAR-
LÖGMAÐUR
SKRIFAR
í þessum mánuði eru sex ár liðin
síðan Björn Bjarnason, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og mennta-
málaráðherra, hóf að birta pistla á
heimasíðu sinni á Netinu. Afmæl-
inu fagnaði Björn í pistli þann 13.
janúar sl. El’ni þeirra pistla, sem
birtst hafa á þessum sex árum, er í
meginatriðum tvíþætt: Annars veg-
ar lof um hann sjálfan og þá sem
honum eru þóknanlegir og hins
vegar árásir, aðdróttanir eða róg-
burður um andstæðinga eða
ímyndaða andstæðinga. Pistlarnir
gefa til kynna að ráðherranum líði
ekki vel og sjái í raun heiminn enn
þá í sauðalitunum líkt og forðum
þegar hann, sem blaðamaður, stóð
fyrir Kaklstríðsskrifum.
Doktor bullar
Menntamálaráðherrann er að
þessu leyti eins og leikfélagi hans
og góðvin, doktor Hannes Hólm-
steinn Gissurarson, þó ekki sé
hann eins argur og prófessorinn.
Doktor Hannes Hólmsteinn bull-
ar, eins og honum er einum lagið,
í það minnsta eitt kvöld í viku á
sjónvarpsstöðinni Skjáeinum. Sú
sjónvarpsstöð er með einum eða
öðrum hætti í eigu fjárhúsfélag-
anna þeirra, Páls Kristjáns Páls-
sonar og svokallaðra Hagkaups-
bræðra. En annar þeirra í það
minnsta hefur í gegnum tíðina
ásamt Páli Kristjáni séð um inn-
heimtu tíundar frá einstaklingum
og fyrirtækjum í sjóði Sjálfstæðis-
flokksins. Sjóði, sem gætt er af
Kjartan Gunnarssyni, fram-
kvæmdastjóra og hitlingaþega
flokksins, sem nú um stundir kem-
ur ýmist fram í gervi hins hlutlausa
stjórnvalds, sem formaöur þing-
kjörinnar útvarj)sréttarnefndar, til-
nefndur gæslumaður ríkiseigna,
sem bankaráðsmaður í Lands-
banka Islands hf., eða stjórnar-
maður í Frjálsri ijölmiðlun hf., út-
gefanda hins óháða og frjálsa DV,
sem er m.a. eigu Eyjólfs Sveins-
sonar fyrrum aðstoðarmanns Dav-
íðs, leiötoga Sjálfstæðisflokksins,
og m.a. undir ritstjórn Ola Björns
Kárasonar sjálfstæðismanns.
SamkruK ílokks og fjölmiðla
Þetta opinbera samkrull fjár-
magns- og forðagæslumanna Sjálf-
stæðisflokksins og einkarekinna
fjölmiðla er rakið hér af gefnu til-
efni frá menntamálaráðherranum
í afmælispistlinum, en þar segir
hann:
„Jón Olafsson, einn aðaleigandi
Stöðvar 2, er sá í hópi stóreigenda
innlendra fjölmiðla, sem helst hef-
ur látið að sér kveða á gráu svæði
milli fjölmiðla og stjórnmála hin
síðari ár. Hann hefur nú tök á ljós-
vakamiðlum fyrir utan RUV og
Skjáeinn, en uppgangur þeirrar
stöðvar síðasta ár er undraverður,
því tekjur hennar byggjast aðeins á
auglýsingum og hefur hún boðið
bæði RÚV og Stöð 2 birginn með
innlendu efni, náð betur til unga
„Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, getur eftir þessa nýjustu árás sína á Jón Ólafsson og íslenska útvarpsfé-
lagld hf., sem á og rekur Stöð 2, ekki talist trúverðugt og hæft stjórnvald til að fjalla á málefnalegan og hlutlæg-
an hátt um álitaefni, sem kunna að koma upp og tengjast útvarpsrekstri á íslandi. Menntamálaráðherrann getur
hins vegar huggað sig við, að hann er þar ekki einn á báti, því í sömu átt til vanhæfis rær með honum Kjartan
Gunnarsson, formaður útvarpsréttarnefndar, þó hann hafi enn ekki skynjað það sjálfur, “ segir Sigurður G. Guð-
jónsson m.a. í grein sinni.
fólksins enn þessar stöðvar og gef-
ið nýjan tón í mörgu tilliti. Spútnik
á borð við Skjáeinn gerir Stöð 2
frekar skráveifu en RÚV, þegar til
lengdar lætur auk þess sem Stöð 2
kann að hefja píslargöngu
vinstrisinnuðu dagblaðanna verði
andrúmsloftið í kringum hana hið
sama og þeirra, vegna framgögnu
eigenda hennar og málsvara and-
stæðinga Sjálfstæðisflokksins."
Réttir eigendur
Eins og hin tilvitnuðu orð bera
með sér er menntamálaráðherrann
ánægður með Ríkisútvarpið. Sú
ánægja er eðlileg, þar sem honum
„Þessi skoðun Kjartans Gunnars-
sonar er röng, enda lítt samrým-
anieg nútimastjórnsýsiu, að stjórn-
armaður eins fjöimiðiis fari með
opinbert eftirlitsvald með starfsemi
annarra fjölmiðla, “ segir Sigurður í
grein sinni.
hefur í valdatíð sinni tekist að
koma því svo fyrir, að í nánast all-
ar áhrifastöður innan Ríkisút-
varpsins hefur verið komið fyrir
skoðanabræðrum eða skoðana-
systrum ráðherrans og prófessors-
ins, sem hefur verið óþreytandi í
Ieit sinni að réttu gengi á frétta-
Á Stöð 2 réðu þá ríkj-
um Ingimundur Sig-
fússon, núverandi
sendiherra Sjálfstæðis-
llokksins í Berlín, en
þáverandi formaður
fjármálaráðs Sjálf-
stæðisflokksins ásamt
nokkruni öðrum valin-
kunnum sjálfstæðis-
mönnum, semsettu
Elínu Hirst yfir frétta-
stofu Stöðvar 2, að eig-
in áliti til að tryggja
hagsmuni Sjálfstæðis-
flokksins, með þeim
orðum: „Þú sérð til
þess að við viimiini
Borgina,“ svo notuð
séu orð Elínar í sam-
tali við mig og Sigur-
jón Sighvatsson á ár-
inu 1995.
stofu Ríkissjónvarpsins í það
minnsta. 1 hinu nýfrjálsa Tékk-
Iandi létu starfsmenn ríkissjón-
varpsins ekki stjórnvöld vaða yfir
sig með pólitískum mannaráðning-
um. Þeir mótmæltu, fóru í verkfall
og ráku á flótta pólitískan stjórn-
anda.
Menntamálaráðherrann getur
auðvitað ekki annað enn fagnað
tilkomu Skjás eins og ræðst ekki á
eigendur þeirrar stöðvar meðan
hún er í réttum höndum. Stöð 2
var líka örugglega í réttum hönd-
um 1992 til 1994, að mati
menntamálaráðherrans og annarra
forkólfa Sjálfstæðisflokksins. A
Stöð 2 réðu þá ríkjum Ingimundur
Sigfússon, núverandi sendiherra
SjáIfstæðisflokl<sins í Berlín, en
þáverandi formaður fjármálaráðs
Sjálfstæðisflokksins ásamt nokkr-
um öðrum valinkunnum sjálfstæð-
ismönnum, sem settu Elínu Hirst
yfír fréttastofu Stöðvar 2, að eigin
áliti til að tryggja hagsmuni Sjálf-
stæðisflokksins, með þeim orðum:
„Þú sérð til þess að við vinnum
Borgina," svo notuð séu orð Elínar
í samtali við mig og Sigurjón Sig-
hvatsson á árinu 1995.
„Doktor Hannes Hólmsteinn bullar,
eins og honum er einum lagið, í
það minnsta eitt kvöld í viku á
sjónvarpsstöðinni Skjá einum, “
segir Sigurður í greininni.
Að þekkja vitjunartimann
Sé mið tekið af þekktri óvild
menntamálaráðherrans og dokt-
orsins í garð Jóns Olafssonar, hiðja
þessir tveir geirfuglar íslenskra
stjórnmála þess nú og vona að Jón
Olafsson tapi peningum á rekstri
Stöðvar 2. Og í raun virðist
menntamálaráðherrann ekki í
neinum vafa um að svo verði, þar
sem hann telur Stöð 2 nú vera í
sömu sporum og gömlu flokks-
blöðin, þekki ekki sinn vitjunar-
tíma og berjist gegn Sjálfstæðis-
flokknum. I huga menntamálaráð-
herrans eru ekki til frjálsir og
óháðir fjölmiðlar heldur verða þeir
ávallt að vera áróðurstæki eigenda
sinna, ef marka má þessi orð hans
í afmælispistlinum:
„I sömu andrá og ég er að leggja
síðustu hönd á þennan pistil er
viðtal í RÚV um fjölmiðla við Her-
dísi Þorgeirsdóttur, sem er að fjal-
la um þá fræðilega við háskóla í
Svíþjóð. Hún leggur áherslu á, að
starfsmenn fjölmiðla skuli hafa
frclsi til að vinna störf sín, hvað
sem eigendur þeirra segja, en um-
ræður á þessum forsendum enda
alltaf í öngstræti, eins og sannast,
þegar ætlunin hefur verið að fcsta
reglur um slíkt í alþjóðasamninga
til dæmis á vettvangi Evrópuráðs-
ins. Verður þess krafist af einhverj-
um, að hann verji eigin fjármun-
um í eigin óþökk? Skyldu þeir, sem
þannig tala, vera tilbúnir til þess
sjálfir, væru þeir loðnir um lóf-
ana?“
Neita um viðtal
1 flestum siðmenntuðum löndum
mvndu viðhorf, eins og þau sem
birtast í skrifum menntamálaráð-
herrans og rakin voru hér að fram-
an og stafa frá æðsta stjórnvaldi á
sviði útvarpsmála kalla á viðbrögð í
það minnsta blaðamanna. Slíkt
gerist auðvitað ekki á Islandi, í ríki
óttans og hefndarinnar, þar sem
ckki má gagnrýna núverandi vald-
hafa. Sé málið þeim óþægilegt
neita þeir fjölmiðlum um viðtal,
eins og sannaðist í því tilviki, þeg-
ar fréttastofa Stöðvar 2, leitaði eft-
ir viðtali við menntamálaráðherra
út af framangreindum pistli hans.
Ótrúverðugt stjómvald
Menntamálaráðherra, Björn
Bjarnason, getur eftir þessa nýj-
ustu árás sína á Jón Olafsson og
Islenska útvarpsfélagið hf., sem'á
og rekur Stöð 2, ekki talist trúverð-
ugt og hæft stjórnvald til að fjalla á
málefnalegan og hlutlægan hátt
um álitaefni, sem kunna að koma
upp og tengjast útvarpsrekstri á Is-
landi. Menntamálaráðherrann get-
ur hins vegar huggað sig \ið, að
hann er þar ekki einn á báti, því í
sömu átt til vanhæfis rær með
honum Kjartan Gunnarsson, for-
maður útvarpsréttarnefndar, þó
hann hafi enn ekki skynjað það
sjálfur. Kjartan hefur nefnilega í
viðtölum við fjölmiðla ekki talið
það ósamrýmanlegt að sitja í stjórn
dagblaðs, sem lifir m.a. á auglýs-
ingatekjum, og vera jafnframt for-
maður útx'arpsréttarnefndar; opin-
berrar stjórnsýslunefndar, sem
með nýjum útvarpslögum hefur
fengið mun meira vald til að skip-
ta sér af innri málefnum sjón-
varps- og hljóðvarpsstöðva; Ijöl-
miðla sem ýmist lifa alfarið á aug-
lýsingum og keppa að því leyti við
dagblöðin um tekjur. Þessi skoðun
Kjartans Gunnarssonar er röng,
enda lítt samrýmanleg nútíma-
stjórnsýslu, að stjórnarmaður eins
fjölmiðils fari með opinbcrt eftir-
litsvald með starfsemi annarra fjöl-
miðla.
Millifyrirsagnir erti blaðsins.