Dagur - 26.01.2001, Page 9
FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 - 9
D^ur
ÍÞRÓTTIR
íslenska handknatt-
leikslandsliðið er nú í
3. sæti A-riðils á HM í
Frakklandi með 4 stig
eftir öruggan átta
marka sigur á Mar-
okkóum í gærkvöld.
lslenska karlalandsliðið í hand-
knattleik vann í gær öruggan átta
marka sigur, 31-23, gegn Mar-
okkó í þriðja leik liðsins í riöla-
keppni HM sem nú fram fer í
Frakklandi. Þorbjörn Jensson,
landsliðsþjálfari gerði eina breyt-
ingu á liðinu frá því í leikjunum
gegn Svíum og Portúgölum ogvar
Ragnar Oskarsson nú komi'nn inn
í hópinn í staðinn fvrir Dag Sig-
urðsson, fvrirliða, sem á við smá-
vægileg meiðsli að stríða.
Það sem einkenndi jafnan og
spennandi leik í fyrri hálfleik, var
slakur varnarleikur beggja liða og
þarf ekki annað en líta á stöðuna
í hálfleik, sem var 16-13, til að sjá
hve galopnar varnirnar voru. ls-
lenska liðið var þó alltaf skrefinu
á undan, en tókst þó ekki að
hrista Marokkómennina af sér
fvrr en í upphafi síðari hálfleiks.
Þá loksins small íslenska vörnin
saman og í kjölfarið skoruðu
strákarnir finrm fyrstu mörk
hálfleiksins og breyttu stöðunni í
21-13. Þar af skoraði Patrekurjó-
hannesson þrjú mörk, en í fyrri
hálfleik hafði hann skorað jafn
mörg. Hann átti síðan eftir að
bæta við þremur í viðbót og var
hann markahæstur liðsins með
alls níu mörk.
íslenska liðið hélt áfram að
auka við forystuna fram yfir miðj-
an hálfleikinn og var hún mest
orðin tólf mörk, 29-17 þegar
langt var liðið á leikinn. Mar-
okkómenn fóru þá að pressa
framar á völlinn og tókst þeim á
síðustu mínútunum að minnka
muninn rnest í sjö mörk, eftir að
hafa skorað átta mörk gegn
tveimur mörkum okkar manna í
miklum darraðardansi á lokakafl-
anum og gerði Patrekur þau
bæði.
Auk Patreks átti Guðmundur
Hrafnkelsson mjög góðan leik og
varði hann alls 19 skot í leiknum.
Einnig átti Einar Orn Jónsson
mjög góðan Ieik og var hann næst
markahæstur með 6 mörk. Aðrir
sem skoruðu í leiknum voru:
Olafur Stefánsson 6/4, Guðjón
Valur Sigurðsson 4, Julian Róbert
Duranona 3, Ragnar Oskarsson 2
og Róbert Sighvatsson 1.
Næsti leikur íslenska liðsins er
gegn Egyptum á morgun, laugar-
dag og sá síðasti í riðlinum gegn
Tékkunt á sunnudag.
Stigastaðan í heimsbikamiun á skíðum
Brun karla:
1. Hermann Maier, Austurr. 331
2. Stephan Eberharter, Austurr. 300
3. Lasse kjus, Noregi 185
4. Hannes Trinld, Austurr. 179
5. Fritz Strobl, Auturr. 163
Svig karla:
1. Benjamin Raich, Austurr. 345
2. Hans-Petter Buraas, Noregi 290
3. Mario Matt, Austurr. 240
4. Heinz Schilchegger, Austurr. 225
5. Kjctil Andre Aamodt, Noregi 215
Stórsvig karla:
1. Michael Von Griinigen, Sviss 530
2. Hermann Maier, Austurr. 422
3. Fredrik Nyberg, Svíþjóð 300
4. Heinz Schilchegger, Austurr. 266
5. Erik Schlopy, Bandar. 260
Risasvig karla:
1. Hermann Maier, Austurr. 240
2. Josef Strobl, Austurr. 166
3. Christoph Gríiber, Austurr. 146
4. Fredrik Nyberg, Svíþjóð 129
5. Lasse Kjus, Noregi 125
Karlar samanlagt:
1. Hermann Maier, Austurr. 993
2. Lasse Kjus, Noregi 669
3. Michael V. Grunigen, Sviss 617
4. Benjamin Raich, Austurr. 545
5. Kjetil-Andre Aamodt, Noregi 536
6. Stephan Eberharter, Austurr. 503
7. Hcinz Schilchegger, Austurr. 491
8. Frcdrik Nyberg, Svíþjóð 475
9. Aridreas Schifferer, Austurr. 373
10. Christoph Grúber, Austurr. 363
Brun kvenna:
1. Isolde Kostner, ltalíu 476
2. Renate Götschl, Austurr. 433
3. Regine Cavagnoud, Frakkl. 280
4. Carole Montillet, Frakkl. 247
5. Brigitte Obermoser, Austurr. 247
Svig kvenna:
1. Janica Kostelic, Króatíu 600
2. Trine Bakke, Noregi 245
3. Martina Ertl, Þýskal. 234
4. Karin Köllerer, Austurr. 215
5. Laure Pequegnot, Frakld. 199
Stórsvig kvenna:
1. Sonja Nef, Sviss 576
2. Michaela Dorfmeister, Aust. 341
3. Anja Piirson, Svíþjóð 328
4. Karen Putzer, Ítalíu 277
5. Brigitte Obermoser, Austurr. 238
Risasvig kvenna:
1. Regine Cavagnoud, Frakkl. 460
2. Michaela Dorfmeister, Aust. 282
3. Renate Götschl, Austurr. 274
4. Melanie Turgeon, Kanada 210
5. Carole Montillet, Frakkl. 195
Konur samanlegt:
1. Renate Götschl, Austurr. 965
2. Janica Kostelic, Króatíu 956
3. Regine Cavagnoud, Frakkl. 890
4. Michaela Dorfmeister, Aust. 821
5. Sonja Nef. Sviss 760
6. Isolde Kostner, Ítalíu 635
7. Martina Ertl, Þýskal. 634
8. Brigitte Obermoser, Austurr. 561
9. Corinne Rey Bellet, Sviss 508
10. Anja Parson, Svíþjóð 481
Þau Hermann Maier, Austurríki og Reitate Götschl, Austurriki,
eru efst að stiguin í heinisbikarkeppninni á skiðtim.
Dagný Linda í 13. sæti í bruni í gær
Dagný Linda Kristjánsdóttir skíðakona frá Akureyri lenti íly'rrakvöld
í 1 3. sæti á alþjóðlegu brunmóti sem fram fór í Altenmarkt-Zauchen-
see í Austurríki. Fyrir árangurinn á mótinu félck Dagný 77,36 FIS-
punkta, sem er einn besti árangur hennar í bruni til þessa. Dagný
Linda hefur æft með ástralska heims- og Evrópubikarliðinu síðan í
október og undirbýr sig nú fvrir þátttöku á heimsmeistaramótinu f
alpagreinum, sem hefst í St. Anton í Austurríki á mánudaginn. Þar
er hún skráð til keppni í risasvigi og stórsvigi og stefnir jafnvel að
þátttöku í bruni. I dag tekur Dagný þátt í alþjóðlegu nróti í risasvigi
sem fram fer f Radstadt í Austurríki.
Jdhann og Björgvin á fullri ferð
Þeir Jóhann Friorik Haralasson úr KR og Björgvin Björgvinsson frá
Dalvík, sem auk Dagnýjar Lindu Kristjánsdóttur taka þátt í heims-
meistaramótinu í St. Anton, eru þessa dagana á fullri ferð í fyrir mót-
ið og hafa að undanförnu tekið þátt í nokkrum sterkum mótum. Á
fimmtudaginn í síðustu viku tóku þeir þátt í sterku alþjóðlegu svig-
móti í Westendorf í Austurríki, en voru svo óheppnir að falla báðir úr
keppni eftir að hafa dottið í fyrri ferðinni, en Björgvin var með rás-
númer 60 og Jóhann 75. Bandaríkjamaðurinn Erik Schlopy sigraði
á mótinu, en flestir sterkustu svigmenn heimsbikarsins voru á meö-
al keppenda.
Á sunnudaginn tók Björgvin síðan þátt í heimsbikarmótinu í svigi
sem franr fór í Kitzbúhel í Austurríki og féll hann þar aftur úr keppni
í fyrri umferð. Hann var með rásnúmer 81 og voru aðstæður mjög
góðar, nægur snjór og brautin góð,. Austurríkismaðurinn Benjamin
Raich, sem náði tjórða besta tímanum í fyrri umferðinni, sigraði í
keppninni, en Slóveninn Jure Kosir varð í öðru sætinu aðeins 0,32
sekúndum á eftir sigurvegaranum. Norðmaðurinn Hans-Petter Bura-
as varð þriðji, 1,12 sekúndum á eftir Raich.
Jóhajnn náði 49. sæti í Sdiladming
Eftir að hafa fallið úr keppni á
Evrópubikarmóti í Donners-
backwald á mánudag tók Jóhann
Friðrik Harladsson þátt í heims-
bikarmóti í svigi í Schladming í
Austurríki á þriðjudaginn og
náði þar 49. sætinu eftir fyrri
ferðina. Þrátt fyrir þennan frá-
bæra árangur, sem er mikilvægt
skref í undirbúningnum fyrir
heimsmeistaramótið, komst Jó-
hann ekki áfram í seinni um-
ferðina, þar sem aðeins 30
fyrstu komast áfrani, Hópur Is-
lendinga var aö fylgjast með
mótinu og fögnuðu þeir Jóhanni
óspart þegar hann kom í mark.
Jóhann, sem þarna var að taka
þátt í sínu fyrsta heimsbikar-
móti, sagði í viðtali við vefsíðu
SKI að aðstæður hefðu verið erf-
iðar, en það hefði verið góð til-
finning að skila sér alla leið nið-
ur á sínu fyrsta heimsbikarmóti.
Benjamin Raich sigraði þarna á
sínu öðru heimsbikarmóti f röð,
en Hans-Petter Buraas náði nú
öðru sætinu 0,59 sekúndum á
eftir Raich og í þriðja sæti varð Slóveninn Mitja Kunc, 0,87 sekúnd-
um á eftir sigurvegaranum.
Jóhann Friðrik Haraldsson.
Keppendur valdir á
Ólympíudaga æskunnar
Skíðasamband íslancls hefur tilkynnt hvaða keppendur voru valdir til
að taka þátt í Olympíudögum æskunnar sem fram fara í Vuokatti í
Finnlandi dagana 10. til 16. mars n.k.
Eftirtaldir voru valdir:
Alpagreinar: Eva Dögg Olafsdóttir (Akureyri), Hrefna Dagbjarts-
dóttir (Akureyri), Fanney Blöndahl (Víkingi), Áslaug Eva Björnsdótt-
ir (Akureyri) Kristján Uni Oskarsson (Olafsfirði) Andri Þór Kjartans-
son (Breiðabliki), Finnur Ingi Hermannsson (Breiðabliki) og Krist-
inn Ingi Valsson (Dalvík).
Skiðaganga: Andri Steindórsson (Akureyri), Markús Þór Björnsson
(Isafirði) og Hjörvar Maronsson (Olafsfirði).
ísfirðiugar á HM uiigliiiga í Póllandi
Skíðagöngukapparnir Olafur Th. Árnason og Jakob Einar Jakobsson,
báðir frá Isafirði, munu keppa fyrir Islands hönd á heimsmeistara-
móti unglinga t norrænum greinum skíðaíþrótta, sem fram fer í
Karpacz Szklarska Porcha í Póllandi dagana 28. jan. - 4. feb. n.k. Þeir
félagar, sem að undanförnu hafa dvalið við æfingar í Lillehammer í
Noregi, munu keppa í 30 km frjálsri göngu á þriðjudaginn og síðan í
10 km göngu með hefðbundinni aðferð á fimmtudaginn. Með strák-
unum í ferðinni verða þeir Þorsteinn Hymer, aðstoðarlandsliðsþjálf-
ari og Kristján Rafn Guömundsson frá Skíðafélagi Isfirðinga.