Dagur - 26.01.2001, Page 12

Dagur - 26.01.2001, Page 12
12 - FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 rD^tr FRÉTTASKÝRING Flúði vegiia laiman Nýtt mál gegn Akur- eyrarbæ þar sem bær- inn er enn saJkaður um að hafa brotið jafn- réttislög á fyrrum starfsmanni. Hrina kærumála gæti verið framundan á lands- vísn vegna nieiiitrar mismununar kynj- auua. Akureyrarbær sagður hafa stuðlað að niðurlægingu leik- skóladeildar st j óra. Valgerður Bjarnadóttir, fram- kvæmdastýra Jafnróttisstofu, seg- ist ekki skilja af hverju Akureyrar- bær skirrist við að leiðrétta laun kvenna þrátt fyrir að fordaemis- gefandi úrskurður í svokölluðu jafnréttismáli hafi fallið. I gær var íyrirtaka nýs máls í Héraðsdómi Norðurlands, þar sem fyrrverandi deildarstjóri leikskóladeildar Ak- ureyrarbæjar krefst bóta sem nema nálægt níu milljónum króna með dráttarvöxtum. I næstu viku mun falla dómur í annað skipti í máli Ragnhildar Vigfúsdóttur, fyrrum jafnréttis- fulltrúa og samkvæmt upplýsing- um Dags gæti verið von á hrinu mála víða um land, þar sem talið er að jafnréttislög hafi verið hrot- in með Iaunamismunun kynj- anna. Með ólikindum „Það er með ólíkindum að Akur- eyrarbær skuli láta svona mál fara í hart fyrir dómstólum í stað þess að greiða þann launamismun sem konur í æðstu embættisstörf- um bæjarins hafa goldið fyrir. Það er búið að leggja út í mikla vinnu og kostnað með þessu for- dæmisgefandi máli Ragnhildar og bærinn tapaði því íyrir Hæsta- rétti. Eina skýringin sem ég hef á þessum þvergirðingshætti bæjar- ins er að hann vilji Ietja konur til að fara í dómsmál. Það þarf þor til að höfða opinbert mál og stan- da í þeirri baráttu sem fylgir málaferlum," segir framkvæmda- stýra Jafnréttisstofu, Valgerður Bjarnadóttir. Starfsmat til grundvallar A Selfossi hefur komið upp svip- að mál og herma heimildir Dags sem fyrr segir að sveitarfélög víða um land kunni að þuría að húa sig undir veigamiklar launaleið- réttingar. í gær var það Ingibjörg Eyfells, fyrrum deildarstjóri leik- skóladeildar Akureyrar, sem sat í dómsal og krafðist réttar síns. Hún hætti vinnu vegna óánægju með kjör sín árið 1997 og höfðar nú mál tæpum Ijórum árum síðar sem byggist á fordæmi Ragnhild- ' . > . -i Ingibjörg Eyfells sagði upp deildarstjórastöðu sinni hjá Akureyrarbæ og flúði íkjölfarið til Reykjavíkur vegna óánægju. „Hneisa" og „niðurlæging" voru orð sem máls gegn Akureyrarbæ í gær, þar sem kært er fyrir brot á jafnréttislögum. - mynd: brink arúrskurðarins. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt starfsmati hefði hær- inn átt að greiða Ragnhildi sömu laun og karli sem gegndi stöðu at- vinnumálafulltrúa hjá bænum. Lögmaður Ingibjargar telur jafn- framt að Ingibjörg hefði átt að fá sömu laun og atvinnumálafulltrúi en um ræðir tímabilið frá 1991- 1997. Töluverður kjaramunur var á að þessum tveimur störfum að því er fram kom fyrir héraðsdómi í gær. Jakob fastagestur Jakob Björnsson, fyrrverandi bæj- arstjóri, lenti f því óskemmtilega hlutverki í gær í annað skipti á nokkrum dögum að vera leiddur fram sem vitni í kjaradómsmálum fyrrum starfsmanna og bæjarins. Einnig var Baldur Dýrfjörð, fyrr- um bæjarlögmaður, kallaður fyrir sem vitni í annað skipti á skömm- um tíma og auk þeirra mættu nienn fyrir dóminum í gær eins og Halldór Jónsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, Dan Brynjarsson, fjármálastjóri bæjar- ins og Valgerður Bjarnadóttir hjá Jafnréttisstofu. Kristján Þór Júlí- usson, núverandi bæjarstjóri er hins vegar stikkfrír í þessu máli enda tók hann ékki við bænum fyrr en ári eftir að Ingibjörg hætti. Kristján Þór er hins vegar aðal- maðurinn í þeirri atburðarás að Ragnhildarmálið fór alla leið til Hæstaréttar. Jakob Björnsson, sem starfaði á undan Kristjáni, hefur sagt fyrir dómi, að hann hafi mjög viljað leita sátta við Ragnhildi en nýr meirihluti sjálf- stæðismanna og F-Iista taldi ekki hægt að semja. Jafnréttisstýran sjálf í mál? Talið er líklegt að Valgerður muni sjálfhöfða mál á hendur Akureyr- arbæ frá þeim tíma sem hún geg- ndi stöðu jafnréttis- og fræðslu- fulltrúa. Einnig hefur nafn Guð- rúnar Sigurðardóttur sem gegndi lykilstöðu hjá bænurn á svipuðum tíma verið nefnt en þetta er ekki staðfest. Hins vegar kom í Ijós fyrir dóminum í gær að sættir höfðu ekki verið reyndar í máli Ingibjargar Eyfells gegn bænum eftir að stefna kom fram. Bæjar- lögmaður, Hákon Stefánsson, sagðist ekki hafa haft umboð til þess en Freyr Ofeigsson dóm- stjóri lagði við upphaf fyrirtök- unnar til að það yrði reynt. Reyndi ítrekað Fram kom fyrir dóminum að Ingi- hjörg fékk tvívegis afturvirka leið- réttingu á launum en hún telur sig hafa átt rétt á miklu meira. Þá báru vitni að hún hefði ítrekað lýst kjaraánægju sinni og gert hvað hún gat til að fá úrbætur. Bréfaskriftir vegna þess máls voru hins vegar nokkuð einhliða og lítið um viðbrögð og skiptir þetta allt máli vegna þess að tóm- 1 læti getur haft áhrif á niðurstöðu dóms. Harla ólíklegt verður að teljast að það geti átt við í þessu tilviki. Flúði úr bænum Lögmaður lngibjargar, Elínborg J. Björnsdóttir, vísaði í Ragnhild- ardóminn í gær og nefndi starfs- matið sem höfuðorsök málshöfð- unarinnar. Starfsmat var gert á vinnu Ingibjargar en Ieiðréttingar urðu ntinni en ástæður voru fyrir Valgerður Bjamadótt- ir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segist Æl ^ ekki skilja af hverju Akureyrarbær skirr- ist við að leiðrétta raw v.: IV.. /|W; 1 laun kvenna þrátt fyr- . jjmL ir að fordæmisgef- ÆrntÉL . mmM andi úrskurður í svokölluðu jafnréttis- rmt sFmSémm máli hafi fallið.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.