Dagur - 26.01.2001, Page 13

Dagur - 26.01.2001, Page 13
FÖSTVDAGUR 26. JANÚAR 2001 - 13 lisréttis lögmaður hennar notaði í fyrirtöku nýs þótt tvisvar væru laun hennar hækkuð afturvirkt. Orð eins og „hneisa“ og „niðurlæging" komu fram í málflutningi sækjanda þeg- ar starfslok Ingihjargar voru til umræðu. Vitni báru aö ástæða uppsagnar hennar árið 1997 hcfði verið óánægja með kjör og hve oft hún hefði leitað leiðréttinga með litlum árangri. I kjölfar starfs- lokanna sá Ingibjörg (samkvæmt orðum lögmanns hennar) sér ekki annað fært en að flytja úr hinu litla samfélagi Akureyrar til Reykjavíkur. Þar hafði hún þó ekki að neinu sérstöku að hverfa. Ekki jafnverðmætt starf Lögmaður Akureyrarbæjar, Hákon Stefánsson, sagði á hinn bóginn að um fyrirfram umsamin laun hefði verið að ræða og hann benti á að þegar Ingibjörg hætti hefði hún ekki vikið einu orði að því að hún hygðist sækja mál síðar vegna óánægju með laun. Hann sagði á mörkunum að málið væri dómtækt vegna ýmissa vankanta og krefst bærinn sýknu í öllum at- riðum. Hákon benti á að starfsmat væri ekki samanburðarhæft tæki til að meta tvö störf og hann sagði að sýnt hefði verið samkvæmt punktagjöf, að starf deildarstjóra leikskóladeildar væri ekki jafn- verðmætt og störf atvinnumála- fulltrúa. Hann benti ennfremur á að minni menntunar hefði verið krafist í starfi Ingibjargar og margt fleira væri við málið að athuga. Harkan sex Eins og Dagur hefur greint frá er skammt síðan Ragnhildur Vigfús- dóttir sat í annað skipti í Héraðs- dónii Norðurlands eystra vegna meintra brota bæjarins. Bærinn greiddi henni á aðra milljón króna eftir að hann tapaði fyrra málinu í Hæstarétti en Ragnhildur lítur svo á að hún eigi rétt á miklu meiri peningum og höfðar því nýtt mál. Háar fúlgur? Aðalkrafa Ingibjárgar Eyfells hljóðar upp á 5,7 milljónir króna vegna launamunar en þá er miska- krafa, dráttarvextir og málskostn- aður ótalinn. Ef Ragnhildarmálið fer á versta veg I’yrir hæinn er um stórar fjárhæðir að ræða og þetta mál og hugsanlega tvö önnur kærumál til viðbótar gætu þýtt að bærinn vrði að punga út á þriðja tug milljóna vegna meintra brota á konum. Stórar fjárhæðir kynni einnig að verða útgjaldaniðurstaða annarra sveitarfélaga en þetta eru getgátur og aðeins settar fram sem slíkar. Hins vegar ber nánast öllum við- mælendum Dags í þessu máli saman um að aðeins æðstu emb- ættismenn sveitarfélaga séu líkleg- ir til að fá launaleiðréttingu fyrir dómi á grundvelli jafnréttislaga. Þær konur sem séu Iægra settar eigi minni von, enda sýndi saman- burðarkönnun Háskólans árið 1998 að munur milli kynjanna var langmestur f stjórnunarstörfum. Valgerður Bjarnadóttir segir þó að málið kunni ekki að vera svo ein- falt. Hún telur að Akureyrarbær kunni að hafa framið lögbrot á fjölda kvenna. Jakob Bjömsson, lyrr verandi bæjarstjóri, lenti í jiví óskemmti- lega hlutverki í gær í annað skipti á nokkrum dögum að vera leiddur fram sem vitni í kjara- dómsmálum fyrrum starfsmanna og bæj- arins. FRÉTTIR Ótafur Kristjánsson, bæjarstjóri i Bolungarvík, segir að það sé ákaflega fátt sem bæjarstjórn geti gert til þess að fá hjótin til að snúast aftur í rækjuverksmiðjunni eftir að hún varð gjaldþrota. Myndin er frá Bolungarvík. Vonbrigði, von- leysi yfirsterkara í Bolungarvík em 74 á atvinnuleysisskrá sem er imi 15% alls vinnu- færs fólks jiar. í Vest- mannaeyjum, sem ein- nig glímir við mikið at- vinnuleysi, er 160 manns á atvinnuleysis- skrá, eða 7% þeirra sem em á vinnumark- aðnum í Vestmannaeyj- um. Olafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að það sé ákaf- lega fátt sem bæjarstjórn geti gert til þess að fá hjólin til að snúast aftur í rækjuverksmiðjunni eftir að hún varð gjaldþrota, hún sé raun- verulega ráðalaus, ekki síst vegna þess að bæjarstjórn hafi enga pen- inga til að leggja í dæmið en vonir standi til að þeir sem ráði vfir fjár- magni, eins og Byggðastofnun og Sparisjóður Bolungarvíkur vinni að því af krafti að koma fyrirtæk- inu af stað aftur. Helsta ósk bæjar- stjórnar sé sú að heimamenn geti komið að málinu, og þar sé bæjar- stjórn sammála forystumönnum verkaly'ðsfélagsins. Það sé hins vegar alveg útilokað að gengið verði til einhverra fljótræðisað- gerða því stuðla verði að því að þeir sem taki við fyrirtæki komist að það góðum samningum að það komist á rekstrarhæfan grunn strax í upphafi. Bæjarstjóri er ekki bjartsýnn á að rekstur fyrirtækisins verði leigður, þetta sé það stórt dæmi að það geti varla talist skyn- samlegt, betra að fá heimamenn að þessu til lengri tíma, ef það er mögulegt. „\ió höfum hins vegar lagt metnað okkar f það að gera ytra umhverfið vænt. Þjónustustigið hér í Bolungarvík er gott og ráðist hefur verið í að byggja nýja vatns- veitu sem verið er að tengja, og er að stórum hluta til að uppfvlla kröfur um heilbrigðt vatn í fisk- vinnslu. Við höfum verið í viðræð- um við einstaka sterka fjárlesta hér heima og þeir eru að íhuga málið og sjá hvað gerist. En ég tel að tilboð Egils Guðna Jónssonar upp á 245 milljónir króna hafi ver- ið allt of hátt miðað \4ð \vá arðsemi scm hægt er að ná út úr fyrirtæk- inu. Eg verð hins vegar mjög óróleg- ur ef ekkert fer að gerast í málinu í febrúarmánuði og menn fari að sjá hvað er framundan, helst á næstu dögum. Þá fer fólk að Ieita sér að atvinnu annars staðar og flytur burt. Eg finn sárast til með fólki þar sem hjón hafa bæði verið starfsmenn rækjuverksmiðjunnar. Mér finnst að nú sé að grípa marga frekar vonbrigði en von- leysi, því þetta er í fyrsta sinn sem verður gjaldþrot eftir að Einar Guðfinnsson varð gjaldþrota, en þarna hafa orðið eigendaskipti, og þeir hafa haft mismunandi sýn til reksturs, og það leiðir til mikils óöryggis sem er óásættanlegt fyrir íbúa Bolungarvíkur," segir Olafur Kristjánsson, bæjarstjóri. I Bolungarv'ík eru 74 á atvinnu- leysisskrá, þó ekki allt fólk sem hefur verið í heilsdags störfum. Það er um 1 5% af vinnufæru fólki í Bolungarvík. 1 Vestmannaevjum, þar seni stöðvun frystihúss hefur einnig valdið atvinnuleysi, er um 160 manns á atvinnuleysisskrá en þar búa mun fleiri og atvinnuleys- ið þar hefur ekki eins afgerandi áhrif á atvinnulífið þar sem at- vinnulausir í Eyjum eru um 7% allra þeirra sem eru þar á vinnu- markaðnum. — GG Mótmælti aðild Azer- bajdzhan að Evrópuráðinu Ólafur Öm Haraldsson alþingismadiir hélt ræðu í uiiiræö uiii inii kosningaeftirlit Evr- ópuráðsins og sagði Azerbajdzhan ekki vera lýðræðisríki. Evrópuráðið hefur ákveðið að veita Azerbajdzhan og Armeníu aðild að Evrópuráðinu og munu þau formlega gerast aðilar að ráð- inu í dag, fimmtudaginn 25. janú- ar. Olafur Örn Haraldsson, alþing- ismaður og varaformaður Islands- deildar Evrópuráðsþingsins tók til máls um þessa ákvörðun á Evr- ópuráðsþinginu í Strassborg sem nú stendur yfir. Hann vakti í ræðu sinni athygli á tjölmörgum vanda- málum í Azerbajdzhan sem þar- lend stjórnvöld hafa ekki leitt til lykta. Óíafur Örn Haraldsson alþingis- maðurharðorður i Strassborg. Gagnrýndi Ólafur þarlend stjórnvöld fyrir að hafa gert stjórn- arandstöðunni erfitt um vik í að- draganda kosninganna. Ólafur Örn sinnti kosningaeftirliti í land- inu týrir hönd Evrópuráðsþingsins árið 1996 og í nýafstöðnum kosn- ingum sinnti Asta Ragnheiður Jó- hannesdóttir því starfi fvrir hönd ÖSE. Ekkert lýðræði Ólafur Örn sagði í ræðu sinni að samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir hafa legið eftir ferðir Astu Ragnheiðar og fulltrúa Evrópu- ráðsins til Azerbajdzhan væri óhætt að segja að lítið hefði breyst á síðustu Ijórum árum þrátt fvrir aðbald alþjóðlegra stofnana og væri það miöur. Sagði Ólal’ur Örn að verulega skorti á lýðræðislegt stjórnarfar í Azerbajdzhan sem hefði komið vel fram í aðdraganda kosninganna í landinu. Þá lagði hann þunga áherslu á það í ræðu sinni að stjórnvöld í Azerbajdzhan leystu pólitíska fanga úr haldi hið allra lýrsta. Ríldsstjórn landsins fullyrð- ir að ekki sé um pólitíska fanga að ræða heldur sitji þeir inni vegna glæpastarfsemi og tilrauna til að kollvarpa stjórnvöldum. Og nú hafnar stjórn landsins því að noldv- ur pólitískur fangi sitji í fangelsi. -S.DÓR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.