Dagur - 26.01.2001, Side 21

Dagur - 26.01.2001, Side 21
FÖSTVDAGUR 26. JANÚAR 200 1 - 21 Hvað eru Rússar að hugsa? Laugardaginn 27. janúar verður Árni Bergtnann rithöfundur gestur MÍR í félagsheimilinu að Vatnsstíg 10 og flytur spjall sem hann nefnir: Hvað eru Rússar að hugsa? - Séð og heyrt á „æskuslóðum" í Moskvu. í spjalli sínu mun Árni ma. segja frá dvöl sinni í höfuðborg Rússlands á sl. hausti og rifja jafnframt upp minningar frá námsárum sínum þar í borg á sjötta óg sjöunda ártugnum og síðari heimsóknum á Sovéttímanum. Verður fróðlegt að heyra Árna bera saman tíma tvenna og lýsa þeim miklu breytingum sem orðið hafa á samfélag- inu þar eystra til góðs og/eða ills. Og kannski fæst svar við ofan- greindri spurningu. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Vínartónleikar í Hlégarði Vínartónleikar verða í Hlégarði sunnudaginn 28. janúar2001 kl. 17.00. Flytjendur eru Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópransöngkona ásamt hljómsveit sem skipuð er Sig- rúnu Eðvaldsdótt- ur, konsertmeist- ara, Sigurði Ingva Snorrasyni, Önnu Guðnýju Guð- mundsdóttur og Páli Einarssyni. Á efnisskránni er sígild vínartónlist; valsar, polkar, vín- arlög og aríur úr vinsælum óperettum eftir Strauþ, Lehár, Stolz, Kálmán og fleiri. Forsala aðgöngumiða er í afgreiðslu Mosfellsbæjar Kjarna, Þverholti 2, 1. hæð frá kl. 8:00 - 15:30 sími 525 - 6700. Lausasala opnar í Hlégarði 1 klukkustund fyrir tónleikana. Aðgangseyrir kr. 1500. Norræn einkenni í Stokkhólmi Laugardaginn 27. janúar kl. 14.00 ætlar Nanna Hermansson, fyrrverandi borg- arminjavörður að halda fyrirlestur með litskyggnum í fundarsal Norræna hússins. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina: „Sjást norræn einkenni í Stokkhólmi?" (fyrirlestrinum segir Nanna frá norrænu samstarfi í gegnum tíðina og hvernig það birtist í götumynd Stokkhólmsborgar m.a. í goðastyttum, höggmyndum og bygg- ingum. Nefna má merki um herferð Dana 1657. Stokkhólmur var höfuðborg Finn- lands og merki flnnsku kirkjunnar sjást frá fornu fari. Konungsstytta minnir á sam- bandið við Noreg, og íslensk einkenni koma fram í götuheitum og hverfanöfnum. Stytta Sigurðar Guðmundssonar „Sjáan" stendur í borginni á góðum stað. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis orðið kaurus* ‘þungur: og hugsanleg- ir ættingjar Jress í islensku, Matthew Whelpton: The structure of processes: the problem of purpose clauses in English, Jón Axel Harðar- son: Ihað tekur við eftir dauðannr Um u-hljóðvarp í íslenzku, Mörður Arnason og Kristín Bjarnádóttir: Kvnning á hinni nýju tölvuútgáfu Is- lenskrar orðabókar. Fyrirlestur um list Olafur Sveinn Gíslason myndlistar- maður flytur fyrirlestur í Listaháskóla Islands á Laugarnesvegi 91, mánu- daginn 29. janúar kl. 12.30 í stofu 021. Olafur Sveinn stundaði mynd- listarnám í Hamborg þar sem hann býr nú og slarfar sem myndlistarmað- ur. Hann er um |>essar mundir gesta- kennari við Listaháskóla Islands. I fyrirlestinum fjallar Ólafur um verk sín og ýmis verkefni scm hann hefur unnið á undanförnum árum á stöð- um víðsvegar um Evrópu og eru verk- in unnin í samvinnu við fólk sem býr á viðkomandi stöðum. Eiga konur álivggjulaust ævikvöld? Ráðstefna verður haldin hjá Kven- réltindafélagi Islands laugardaginn 27. janúar frá kl. 13:00-18:00 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur undir heitinu „Eiga konur áhyggjulaust ævikvöld?" Fyrirlesarar ntunu fjalla um slöðu eldri borgara á Islandi með sérstaka áherslu á málefni eldri kvenna. Að Iramsögum loknum stendur ráðstefnugestum til boða að taka þátt í vinnuhópum. Ráðstefn- unni lýkur með kvnningu á niður- stöðum vinnuhópanna og léttum veit- ingurn. Ráðstefnan er öllum opin og vonast er til að sem fleslir mæti. Ráð- stefnusljóri er EIosi Ólafsson, leikari og stórbóndi. Ráðstefnugjald er kr. 1.000. Fyrirlestur um flugslys og viðbrögð við þeim Undanfarið hefur umræða um flug- slys og viðbrögð við þeim verið mikil hér á landi og erlendis cnda viðfangs- cfnið mikilvægt. Rauða krossi íslands hefur tekist að fá hingað til Islands bandarískan sérfræðing á þessu sviði, Dr. Gerald A. Jacobs. Hann heldur fyrirlestur sem haldinn verður í dag frá kl. 13.00 - 16.00 á Grand Hótel í Reykjavík. Aðgangseyrir er kr. 5.000 og eru kaffiveitingar innifaldar. Að- gangur verður innhcimtur \áð inn- ganginn. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Fornhúsgögn og smámunir Anlikuppboð verður á fornhúsgögn- um og smámunum laugardaginn 27. janúar kl. 14:00 í veislusal Skútunnar, 1 lólshrauni 3, Hafnarfirði (bakvið Fjarðarkaup). Húsgögnin verða til sýnis í Antik-versluninni að Hóls- hrauni 5 í dag milli kl. 12:00 og 18:00 og á morgun laugardaginn 27. janú- ar frá kl. 10:00. Ath. að mæta tíman- lega til skráningar. LANPIÐ TÓNLIST Karlakórinn Hreimur í Þorgeirskirkju Karlakórinn Hreimur í Suður-Þing- eyjarsýslu heldur tónleika í Þorgeírs- kirkju í Ljósavatnsskarði, hinni nyju kristnitökukirkju, laugardaginn 27. janúar kl. 15.00. Þetta eru fyrstu tón- leikarnir sem karlakórinn heldur í hinni nýju kirkju, en hljómburður þar er talinn vera allgóður. Lagaval er fjölbreytt, en fyrst og fremst dregur það dám af söngskrá karlakórsins frá utanlandsferð til Þýskalands vorið 1999, en uppistaða hennar verður notuð í ferð kórsins til Sviss og Aust- urríkis í sumar. Einsöngvarar með kórnum eru Baldur Bald\insson, sem einnig syngur tvísöng með Asmundi Kristjánssvni, Sigurður Þórarinsson og Einar Hermannsson. Stjórnandi er Robcrt Faulkner og undirleikari á pí- anó Juliet Faulkner og Aðalsteinn Is- fjörð á harmoniku, en auk þeirra Þór- arinn Ilugason á bassa og Erlingur Bergsson á gítar SÝNINGAR DETOX í Listasfnimi á AkureyTÍ Sýningin DETOX eða AFEITRUN stendur yfir í Listasalninu á Akureyri. DETOX er stærsta verkefni á sviði rafrænnar myndlistar sem ráðist hef- ur verið í á Norðurlöndum. Sýningin er á vegum Farandsýningarráðs Nor- egs og stendur til 2. mars. Hvað er á seyði? Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar o.s.frv... Sendu okkur upplýsingar á netfangi, í símbréfi eða hringdu. ritstjori@dagur.is / fax 460 6171 / sími 460 6100 Útvörður upplýsinga Sveitirnar oma af eistneskum söng Islensk matarhefð Keppmsskapið segir til sín Askriftarsíminn er 800-7080 Erum heilbrigður Sjálfstæðis- flokkur - Segir Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins í _ helgarviðtali Dags. -C_S Bíó og bridge, kynlíf og krossgáta, flugur og margt fleira

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.