Dagur - 17.02.2001, Page 4
LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 2001
Sniglaveislan
Ólaf Jóhann Ólafsson
Leikstjórn:
Sigurður Sigurjónsson.
Samstarfssýning við
Leikfélag íslands.
SÝNINGAR:
laugard. 17/02 kl. 20.00
UPPSELT
sunnud. 18/02 kl. 20.00
laus sæti
sunnud. 25/02 kl. 20.00
Hátíðarsýning
til heiðurs Gunnari
Eyjólfssyni 75 ára.
fimmtud. 01/03 kl. 20.00
föstud. 02/03 kl. 20.00
laugard. 03/03 kl. 20.00
sunnud. 04/03 kl.16.00
föstud. 09/03 kl. 20.00
laugard. 10/03 kl. 20.00
sunnud. 11/03 kl. 20.00
Aðeins þessar
sýningar
BERFÆTLINGARNIR
eftir
Guðmund L. Friðfinnsson
Leiklestur laugardaginn
24. febrúar kl. 20
Leikarar:
Aðalsteinn Bergdal,
Bragi Haraldsson
Guðbrandur Guðbrandsson,
Hinrik Hoe,
Saga Jónsdóttir,
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir,
Skúli Gautason,
Valgeir Skagfjörð
Þóranna Kristín Jónsdóttir,
Þráinn Karlsson og
Þorsteinn Bachmann
Leikstjóri
Skúli Gautason.
Útlit:
Þórarinn Blöndal og
Kristín Sigvaldadóttir.
Lýsing:
Pétur Skarphéðinsson,
Myndband:
Heimir Hlöðversson,
Hljóðmynd:
Gunnar Sigurbjörnsson.
Unnið í samvinnu við Menor
og Leikfélag Sauðárkróks
Miðasalan opin alla virka daga,
nema mánudaga, frá kl. 13:00-
17:00 og fram að sýningu,
sýningardaga.
Sími 462 1400.
www.leikfelag.is
Sjónvarpshetjan
BÓKA-
HILLAN
Elías Snæland
Jónsson
ritstjóri
Því var mikið
fagnað í Noregi
þegar Jan Kjær-
stad fékk „loks-
ins“ bókmennta-
verðlaun Norð-
urlandaráð fyrir
lokabindi þrí-
leiks síns um
sjón varpsmann-
inn Jonas
Wergeland - en
til hans heyra
skáldsögurnar
Forföreren (1993), Erobreren
(1996) og Oppdageren (1999).
Uöfundinum þykir hafa tekist vel
upp að greina norskt þjóðfélag
með því að segja margbrotna
sögu af manni sem kann að nýta
það tól sem gegnsýrir samtíðina -
sjónvarpið.
Islendingar þekkja ekki mikið
til þessa höfundar enn sem kom-
ið er, en það mun vafalaust
breytast. Þá ætlar norska rfkis-
sjónvarpið NRK að gera mynda-
þáttaröð eftir sögunum.
Listin að Ijúga
Jan Kjærstad fæddist í Oslo árið
1953 og gekk menntaveginn.
Hann lærði guðfræði og lauk
embættisprófi frá háskólanum í
Osló. Það var einmitt meðan á
náminu stóð sem hann fór semja
sögur. Sjálfur Iýsir hann sér sem
miklum lestrarhesti sem hafi allt
í einu ákveðið að hann gæti Iíka
skrifað bækur. I lann byrjaði með
smásagnasafninu Kloden dreier
stille rundt (1980), en fylgdi því
síðan eftir með hverri skáldsög-
unni af annarri: Speil (1982),
Homo Falsus eller det perfekte
mord (1984), Det store eventyret
(1987), Rand (1990) og svo fyrr-
nefndum þríleik. Þá hefur hann
sent frá sér ritgerðarsöfn, en
Kjærstad var um árabil ritstjóri
Jan Kjærstad: Skátdsögurnar um Jonas Wergeland eru væntantegar á skjáinn.
bókmenntatímaritsins Vinduet
og er enn virkur þátttakandi í
umræðunni um norskar sam-
tímabókmenntir.
I viðtölum hefur Kjærstad lagt
áherslu á mikilvægi þess fyrir
skáldsagnahöfunda að kunna að
Ijúga - en skortur á þeim hæfi-
Ieika hafi verið einn helsti galli
margra norskra samtímahöf-
unda.
„Alveg frá því ég byrjaði að
skrifa hef ég reynt að Ijúga eins
vel og mér er unnt,“ segir hann í
einu viðtali. „Hægt er að nota
lygina til að draga á tálar, en
hvernig? Það má nota lygina
hæði á jákvæðan og neikvæðan
hátt. En hvar liggja mörkin á
milli lygi og sannleika? Þegar
tvær lygar mætast verður til
sannleikur."
Flann segist mikið nota lvg-
ina í bókum sínum. I einni
þeirra, Homo Falsus, sé til
dæmis um einn fjórði hluti
klára lygi sett fram sem sann-
leikur.
Bækur eins og erfðavísar
Eins og áður segir hefur Kjær-
stad lesið mikið af bókmenntum
frá mörgum menningarsvæðum
og játar hreinskilningslega að
ýmislegt af því hafi haft áhrif á
sig sem rithöfund.
„Mikið af skrifum mínum er
ávöxtur Iesturs. Eg held að stíltil-
hneigingar höfunda ráðist að
verulegu leyti af þeim bókum
sem hafa haft mest áhrif á þá,“
segir hann. „Eg veit að allar góð-
ar sögur sem ég hef lesið eru inn-
an í mér líkt og erfðavísar. Ef
engin ein hók hefur breytl mér,
þá hafa þær gert það sem heild."
Hann segir það galla við marg-
ar slakar skáldsögur að þær séu
einungis aðlaðandi. „Góð skáld-
saga þarf líka að vera fráhrind-
andi. Eins og Mysterier eftir
Knut Hamsun, Útlendingurinn
eftir Albert Camus, Heart of
Darkness eftir Joseph Conrad,
svo ég nefni nokkur dæmi.“
Hann er sérlega hrifinn af síðast-
nefndu skáldsögunni - segir hana
„fullkomnustu bók veraldarinn-
ar."
Hann segist hafa reynslu af því
að þurfa að Iesa hundrað lélegar
hækur til að finna eina virkilega
góða. „En þegar ég les þessa
góðu skáldsögu þá verða hinar
hundrað skyndilega líka góðar."
Kjærstad segir indverska stór-
virkið Mahabharata eina helstu
fyrirmynd sína í heimi bók-
menntanna. „Þar er safnað sam-
an á einn stað alls konar bók-
menntum: heimspeki og vísind-
um, trúarlegum sögnum, sam-
ræðum, goðsögnum, lygisögum,
ævintýrum og stríðsfrásögnum,
lýsingum á niat og á ást."
Að breyta heiminum
Snemma á rithiifundaferlinum
lýsti lýjærstad því yfir að hann
vildi skrifa skáldsögur sem breyt-
tu heiminum.
„Allir sem skrifa vilja breyta
heiminum," segir hann. „Sumir
þora bara ekki að segja það af
hræðslu við að gefa til kynna að
þeir þjáist af mikilmennskubrjál-
æði. Argentfski rithöfundurinn
Jorge Luis Borges segir fallega
frá því þegar hann fór eitt sinn út
í eyðimörkina í Egyptalandi.
Þessi næstum því blindi maður
settist niður að baki pýramíd-
anna, tók upp hnefafylli af sandi
við aðra hlið sér og lét hann falla
niður hinum megin. Síðan sagði
hann: Nú hef ég breytt heimin-
um. Og það er rétt að ef litið er á
hlutina frá vissum sjónarhóli eru
allir mcnn alltaf að breyta heim-
inum."
Kjærstad kveðst nú vera að
semja nýja skáldsögu sem sé mjög
frábrugðin frásögninni af sjón-
varpsmanninum Jonas Wergeland.
Hann útiloluir hins vegar ekki að
hann snúi aftur athygli sinni að
þeirri sögupersónu eftir nokkur ár.
Flippaður flótti
KVIK-
MYNDIR
skrifar
O Brother,
Where Art
Thou?
Leikstjóri: Joel
Coen.
Handrit: Joel og
Ethan Coen.
Aðalhlutverk:
George Cloon-
ey, John Turtur-
ro, Tim Blake
Nelson, John
Goodman og
Holly Hunter.
Ég hef það nú svona á tilfinning-
unni að ég hefði skemmt mér
þúsund sinnum betur á kvik-
myndinni „O Brother, Where Art
Thou?“^ ef ég hefði verið búin að
lesa Ódysseifskviðu Hómers.
Þeir Coen bræður, Joel og Ethan
hafa augljóslega haft kvæðabálk
Hómers að leiðarljósi þegar þeir
gerðu handritið að þessari mynd,
sem er þó með þeim hetri sem ég
hef séð í seinni tíð.
Sögusvið myndarinnar er víð-
feðmt, fangelsisflótti, spilltir
stjórnmálamenn, fjöldaskírnir út
í á, bankarán, syngjandi
þokkadísir, þjóðlagasöngur og
kynþáttahatur, hállblindur þjóf-
óttur biblíusali, svartur blússpil-
ari og spennufíkill sem vill ekki
láta kalla sig „Babyface“, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Hjartaknúsarinn Clooney kemur svo sannarlega á óvart og Turturro og Nelson
smellpassa í hlutverkin.
Litríkar persónugerðir
Strokufangarnir, urðu allirað str-
júka í einu, þar sem þeir voru
hlekkjaöir saman allir þrír og
hafði Ulysses (George Clooney)
skipulagt flóttann. Félagar hans
Pete (John Turturro) og Delmar
(Tim Blake Nelson) höfðu fallist
á að flýja með honum eftir að
honum hafði tekist að sannfæra
þá um að mikill fjársjóður biði
þeirra.
Landslagið í myndinni, sem
oftast eru heilmiklar víðáttur, þar
sem ekkert sést nema gulleit flat-
neskja svo langt sem augað eygir,
myndar alveg einstaka stemn-
ingu í samhljómi við sveitatón-
listina frá fjórða áratugnum, sem
einnig er nrjög áberandi í gegn-
um alla myndina. Og það er ein-
mitt á vegamótum út í miðri
auðninni sem þeir félagar og
samflóttafangar, hitta einn af
þeim fjölmörgu litríku persónu-
gerðum sem eiga eftir að verða á
vegi þeirra á þessu ævintýralega
ferðalagi um Suðurríki Banda-
ríkjanna, blússpilarann Tommy
(Chris 1’homas King), en hann
hafði larið út í auðnina til að
selja sig djöflinum fyrir gítar.
Með honum fara þeir svo í studió
og syngja lag inn á plötu, sem
ríkur beint á toppinn, án þess að
þeir hafi hugmynd um það.
Smellpassa í hlutverkin
Leikarinn og hjartaknúsarinn
George Clooney, sem flestir
þekkja sem barnaskurðlæknirinn
á Bráðavaktinni, kemur svo
sannarlega á óvart og fer vel með
sitt hlutverk. Sama gera Turturro
og Nelson og varla að Coen
bræður hefðu getað valið betur,
svo gjörsamlega smellpassa þeir í
hlutverkin.
Myndin er drepfyndinn á köfl-
um og hló ég hvað mest þegar
þeir félagarnir hittu Sírenurnar,
hinar syngjandi þokkadísir, sem
tókst að táldraga og plata þá upp
úr fötunum, í orðsins fyllstu
merkingu. Þá var spennufíkilinn
„Babyface", sem ekki mátti kalla
því nafni, því þá varð hann óður,
einnig frábærlega fymdinn, og þá
sérstaklega þegar hann trylltist af
ánægju yfir því að eiga eftir að
lenda í rafmagnsstólnum.
Jæja, nóg um nákvæmar lýs-
ingar á atburðarrás myndarinnar,
það verður að vera eitthvað fyrir
ykkur lesendur góðir til að
skemmta ykkur yfir. Það er ekk-
ert víst að það skipti nokkru máli
hvort maður hef’ur lesið kviðurn-
ar hans Hómers eða ekki, en eitt
er víst að þessi mynd er engri
annarri lík.
-W