Dagur - 17.02.2001, Síða 9
lOa^wiir
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 -9
unum. Þá fer eitthvað í gang.
Þetta fyrsta lag sem ég samdi,
það kom þegar konan mín var
farin norður vegna þess að pabbi
hennar hafði orðið bráðkvaddur.
Við vorum að fara í jarðarförina
hans, þannig að stemningin var
mjög döpur, og þá komu þessir
hljómar. Þetta var mjög skrýtið.
Svo var lítil frænka mín, sem
var hekl ég tvcggja ára þá. Hún
var lögð inn á sjúkrahús með
heilabólgu, fór á gjörgæslu og
það stóð mjög tæpt með hana.
Eg var að hátta hérna eitt kvöld-
ið og eins og stundum tók ég
Læknablaðið með mér í rúmið,
lagði það á rúmið og aftan á
blaðinu var auglýsing, h'til stelpa
sem var að hlása sápukúlur og
horfir upp og yfir þessu stóð
„Horfðu til himins". Ur því varð
til lag sem heitir Heillastjarnan.
Þetta er að ég held mitt falleg-
asta Iag, sem ég samdi til henn-
ar með texta og öllu. Það hangir
síðan í ramma yfir rúminu
hennar."
Leitin að hljómunum
- Þú útsetur lögin þín ekki sjálfur?
„Nei, ég bara kann ekki nóg.
Það er vandamálið. Ég sé ekki
eftir neinu eins mikið og að hafa
ekki lært meira. En bróðir minn,
Pálmar Arni, er hetri píanisti en
ég og hann hjálpar mér mikið
við að útsetja. Ég tek lögin upp
hérna heima og læt hann fá
spóluna, en ég verð þá að finna
hljómana fyrst. Það er ekki nóg
bara að uppgötva laglínuna,
maður þarf alltaf að finna rétta
hljóminn. Það getur verið erfitt
að heyra lag í hausnum á sér og
finna ekki hljómana, því maður
heyrir alltaf nákvæmlega hvern-
ig lagið á að hljóma. Hljómurinn
verður að vera nákvæmlega sá
rétti. Þessi leit getur verið mjög
erfið og tímafrek, en um leið er
hún kannski það skemmtilegasta
í þessu. Ég er oft eins og vitleys-
ingur hérna heima, sérstaldega á
kvöldin þegar maður er að fara
að sofa, þá er eins og það slakni
á einhverju þarna uppi. Eða
þegar ég er að vakna á morgn-
ana. Þá verð ég alltaf að hlaupa
í flygilinn áður en ég gleymi því
sem sem kemur í hugann. Mörg
lög verða til þannig," segir Grét-
ar.
„Flest lögin mi'n eru mjög ró-
leg, og það er nú kannski bara
vegna þess að ég kann ekki nóg
til að spila hraðar. En ég er voða
hrifinn af djasstónlist og flest lög-
in mín eru þannig að þau gætu
vel orðið djasslög."
- Notarðu þá frekar flókna
hljóma stundum?
„Já, þeir eru kannski dálítið
óvenjulegir sumir. Annars er það
erfiðast þegar maður lendir í því
að semja lögin afturábak. Þá er
maður kominn með millispilið,
finnur að það er framhald af ein-
hverju, en veit ekki hverju. Þá
verður maður að leita að byrjun-
inni á laginu, afturábak. Það er
miklu auðveldara þegar hitt er
komið að búa til millispil, því það
kemur þá yfirleitt af sjálfu sér,“
segir Grétar. „Svo getur maður
búið til lög bara með því að spila
afturábak önnur lög."
Góð lög tala fyrir sig sjálf
- Hvað með texlana, þtí semur þá
sjálfur?
„Ég er voða lélegur við texta-
gerð þótt ég sé nú að reyna að
berja þeim saman. Hins vegar
kemur oft eitthvert nafn upp í
hausinn um leið og laglínan
kemur, þannig að áður en text-
inn verður til þá veit ég hvað
lagið á að fjalla um. Það er eitt-
hvað sem maður fær á tilfinn-
inguna. Þannig var það með
annað lagið sem er í Eurovision-
keppninni núna. Ég vissi hvað
lagið átti að fjalla um, því þetta
varð til daginn fyrir brúðkaup.
Þetta var óskaplega ástfangið og
fallegt fólk og ég hafði þekkt
piltinn frá því hann fæddist. Þá
urðu til fyrstu tónarnir í þessu
lagi, enginn texti, en ég tileink-
aði þeim lagið. Svo Iöngu seinna
var ég norður í Eyjafirði þar sem
við erum mikið og eigum hús.
Þar fæ ég oft innblástur og text-
arnir sérstaklega verða til þar.
Þar er svo mikil ró og kyrrð. Ég
var að horfa á sólarlagið, og þá
kom þessi hugmynd að texta.
Hann fjallar um snúning jarðar
og hvernig hvert sólarlag kemur
með minningu um æskuástina.
Ég var dálítið lengi að berja
hann saman þannig að hann
passaði við lagið, en það gekk
upp að lokum," segir Grétar.
„En ef lögin eru nógu góð, þá
tala eiginlega þau sjálf. Það er í
þcim einhver tilfinning, eins og í
fyrsta laginu sem ég samdi og
tileinkaði konunni minni, Þú ert
mér allt. Það er enginn texti í
því en skilaboðin í laginu eru
svo skýr. Ef melódían er nógu
góð þá finnst mér auk þess ekki
þurfa að hafa neinn texta. Text-
inn má að minnsta kosti ekki
vera mikið verri en lagið svo
hann skemmi það ekki."
Ætlaði að verða hönnuður
- Segðu mér aðeins frá starfmu
þínu, þú ert geðlæknir?
„Ég ætlaði nú að verða allt ann-
að en læknir," segir Grétar. „Ég
ætlaði að verða hönnuður, því ég
teiknaði alltaf mikið. Fyrst ætl-
aði ég mér raunar að verða arki-
tekt og var búinn að fá inni í
tækniskólanum í Zúrich. En ég
var líka með ólæknandi bíla-
dellu, teiknaði bíla í massavís og
mig langaöi til þess að komast
inn í skóla í Bandaríkjunum og
læra að teikna bíla. Þetta var
mjög þekktur skóli í Pasadena,
þar sem frægustu bílateiknarar
heims hafa lært. Ég sendi þeim
nokkrar myndir og fékk inni þar
líka. Þctta var svo spennandi
skóli og ég var húinn að lesa svo
mikið um hann að ég gat ekki
sagt nei. En sem betur fer þá
lciddist mér svo mikið þarna úti,
því Los Angeles er auövitað
hræðileg borg að vera í þegar
maður er einn og ég tala ekki
um bíllaus. Það var klukkutíma
gangur í skólann. Þá ákvað ég að
fara í eitthvað sem ég gæti lært
á Islandi. Góður vinur minn var
þá byrjaður í læknanámi svo ég
ákvað að fara f læknanám líka,
og það gekk prýðisvel.
Læknisfræðin er líka svo
skemmtilegt fag vegna þcss að
maður getur valið sér sérgreinar
eftir áhuga og eftir eigin per-
sónuleika. Ég hefði til dæmis
Ef melódían er nógu góð
þá finnst már auk þess
ekki þurfa að hafa neinn
texta. Textinn má að
minnsta kosti ekki vera
mikið verri en lagið svo
hann skemmi það ekki.
ekki orðið góður skurðlæknir.
En sumar greinar höfðuðu
meira til mín en aðrar og þegar
ég fór að vinna á Kleppspítalan-
um á sumrin þá heillaðist ég
gersamlega. Sem mörgum finnst
nú frekar skrýtið, en það átti við
mig.
Svo lauk ég því, og þá fékk ég
eina delluna enn. Það var 1976,
þá settum við í gang læknarnir
á áfengisdeild Landspítalans
vistheimilið á Vífilsstöðum.
Við fórum að vinna eftir alveg
nýjum aðferðum sem voru
kenndar við Minnesota og
Þótt ég hefði átt lífið að
leysa þá hefði ég aldrei
getað ímyndað mér að
ég ætti eftir að spila á
píanó opinberlega, og
hvað þá frumsamið.
Freeport og fleiri staði. Þetta
var eiginlega fyrirrennari SAA.
Ég fór út og kynnti mér þetta
og var í þessu í tvö ár, og var
óskaplega áhugasamur eins og
ég verð gjarnan," segir Grétar.
Vildi losna út úr
geðdeildunum
„Eftir þetta fór ég til Svíþjóðar
að læra geðlækningar og var
þar f þrjú ár. Svo kom ég liing-
að heim, fór fyrst á Landspítal-
ann en svo fljótlega á Borgar-
spítalann. Þar var ég lengst af á
geðdeildinni og líkaði óskap-
lega vel. Ég hef vcrið mjög
heppinn með samstarfsfólk alla
tfð. En þetta er óskaplega erfið
vinna að vera inni á spítölun-
um á geðdeildunum. Maður
gerir eiginlega ekkert annað á
meðan þannig að árið 1991
vildi ég fara að losa mig úr
þessu og vera bara á stofunni,
því þá hafði ég jafnframt verið
með eigin stofu í ein tíu ár.
Það tókst þó ekki nema í eitt
ár, því þá var ég beðinn að
koma að Sogni. Ég lét tillciðast
og vann á Sogni í nokkur ár,
1993-96, og það var mjög
skemmtilegt tímabil. Mér
fannst þessar réttargeðlækn-
ingar svo skemmtilegar að ég
fór til Svíþjóðar og fékk rétt-
indi sem réttargeðlæknir. Við
erum bara tvö sem erum réttar-
geðlæknar á íslandi, ég og Lára
Halla Maack. Ég var í tvö ár
með annan fótinn í Svíþjóð og
hinn á Sogni."
- Það var stormasamt þar á
tímahili?
„Já, það mátti ekki reka þetta
á sómasamlegan hátt og þá
bara hætti ég," segir Grétar.
„Síðan hef ég veriö bara á
stolunni minni í Kringlunni, og
það var upp úr því sem ég fór
að semja. Þegar ég hætti á
Sogni fór maður að eiga frí á
kvöldin og um helgar, laus við
allar vaktir og upphringingar.
Dóttir mín var að byrja að Iæra
að spila og fór að semja sjálf,
og þá einhvern veginn kom
þetta þvf maður hafði nægan
tíma og hugarró tii að gera
svona hluti. Því maður þarf
óneitanlega mikinn tíma í
þetta,“ segir Grétar.
Önnur fjölskylda
í Bandaríkjunum
„Það er óhætt að segja að ég
hafi átt mjög skemmtilega ævi.
En þetta er allt í svona köflum
hjá mér, og maður spyr sig
hvað kemur næst. Ég vona
samt að þessu tónlistartímabili
Ijúki ekkert, það er það al-
skemrntilegasta sem ég hef
fengist við.“
„Ég var líka skiptinemi í eitt
ár í Bandari'kjunum," bætir
Grétar við, „og það hefur sett
mjög stóran svip á mitt líf, þvi'
þar á ég í raun aðra fjölskyldu
sem ég heimsæki á hverju ári
og stundum oftar. Ég sendi
þeim lögin mín alltaf á spólu
og þeim þykir svo gaman að
því."
- Ertu með einhver áform um
að koma lögunum þinum út á
plötu?
„Nei, ég hef engin áform um
það. Nema þá í ellinni.11
- Hefur enginn verið að nefna
það við þig?
„Jú, það hefur reyndar farið
vaxandi núna. Maður líklega
neyðist til þess, en ég hef satt
að segja lítinn tími í slíkt. Ég
vinn svo Iangan vinnudag, al-
veg frá ni'u til sjö.“
Tónlistarfjölskylda
Grétar á reyndar ekki Iangt að
sækja tónlistargáfuna. Hann
ólst upp í Hlíöunum og í fjöl-
skyldunni var tónlistin jafnan í
hávegum höfð.
„Ég ólst upp við mikla tónlist
og mikinn söng. Það spiluðu
eiginlega allir á hljóðfæri og al-
veg ólærðir sumir, voru bara
með þennan hæfileika að geta
spilað hvað sem var. Það var
spilað á allt, greiður og þvotta-
bretti. I ættinni er líka mikið af
þekktu tónlistarfólki og við
gorturn af því stundum. En það
er kannski eitthvað farið að
vatnast út nú orðið," segir
Grétar.
„Móðurafi minn var Pálmar
Isólfsson hljóðfærasmiður,
hróðir Páls. Langafi minn,
Isólfur Pálsson, samdi geysi-
mikið af lögum sem eru spiluð
í útvarpi enn þann dag í dag, I
birkilaut og mörg önnur geysi-
falleg lög. Bróðursonur hans
var Friðrik Bjarnason, sem
samdi meðal annars Fyrr var
oft í koti kátt og Llafið bláa
hafið. Svo var náttúrlega Páll
ísólfsson geysilega merkilegur
maður. I föðurættinni er síðan
Sigfús Halldórsson. Beyndar
fjarskyldur, en hann kallaði
pabba alltaf frænda. Pabbi
samdi ekki músík sjálfur en
hann samdi bæði texta og ljóð.
Bróðir minn er Iíka hljóð-
færasmiður eins og afi. Hann
er eldri en ég og spilaði mikið
sem strákur, var með hljóm-
sveitir og þeir voru að æfa
heima. Þannig aö maður ólst
upp við þetta. Pabbi var líka
alltaf að fá hingað til landsins
danska drengjakóra, stóð fyrir
því ásamt öðrum. Og svo var
maður í KFUM þar sem pabbi
spilaði á orgel og bróðir minn á
píanó í sunnudagaskólanum.
Þannig að tónlist var alltaf hátt
skriluð. En mér leiddist alveg
óhemjumikið í Tónlistarskólan-
um og svo fjaraði það bara út.“
Kostur að kunna lítið
„En nú er ég meira að segja
farinn að spila opinberlega, á
jólagleði og í brúðkaupum.
Þótt ég hefði átt lífið að leysa
þá hefði ég aldrei getað ímynd-
að mér að ég ætti eftir að spila
á píanó opinbcrlega, og hvað
þá frumsamið. Það hefði eng-
inn getað logið þvf að mér fyrir
nokkrum árum."
- Þú ætlar ekki að fara að
læra meira í tónlist?
„Ég held að maður sé bara
orðinn of gamall til þess. En
mig langar til að læra meira í
tónfræði. Hann Karl Ottó Run-
ólfsson kenndi mér tónfræði í
gamla daga, og ég lærði nú dá-
lítið hjá honum en mér leiddist
alveg svakalega tónfræðin.
Núna hef ég meiri áhuga á
henni. En ég held að það sé
líka kostur að kunna svona lítið
eins og ég, maður verður svolít-
ill naífisti." -GB
Grétar Sigurbergsson:. „Flest lögin mín eru mjög róleg, og það er nú kannskl bara vegna þess að ég kann ekki nóg til
að spila hraðar." -mynd: jak