Dagur - 17.02.2001, Side 14

Dagur - 17.02.2001, Side 14
14 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 Þeim sem fá háishnykki og meiðsli af vöidum umferðar- slysa fjölgar sífellt. Ástæða aukningar óljós. Læknar eiga ekki mörg ráð, en hvetja fólk til að harka af sér og hreyfa sig. Ef ekki verður sársaukinn meiri. Mikil fjölgun hefur á síðustu árum orðið í hópi þess fólks sem fær hálshnykki í árekstrum eða umferðarslysum og margir glíma við afleiðingar af slíkum meiðslum lengi - jafnvel ævilangt. Er talið að þetta séu alll að 30% þeirra, sem árlega fá háls- meiðsli hér á landi. Eðli þessara meiðsla er enn að miklu leyti órannsakað, en einn af þeim sem hefur kynnt sér þessi mál er Ragnar Jónsson bæklunarsérfræðingur í Reykjavík. Hann telur að kostnaður vegna hálshnykkja afvöldum umferðarslysa, geti numið allt að þremur milljörðum króna árlega sé allt tekið með í reikninginn, svo sem útgjöld í heilbrigðiskerfinu og vinnu- tap og bætur sem tryggingafélögin og rík- ið greiða út. Læknar eiga ekki mörg ráð Ekki er einasta að tíðni hálshnykkja- meiðsla af völdum árekstra eða umferðar- slysa hafi aukist, heldur hefur tíðni slíkra meiðsla vegna annarra slysa farið vaxandi. En það er þó ekki alveg ljóst hvað hefur orsakað þessa miklu aukningu, segir Ragnar. - Ljóst er þó að það sem einkum veldur þessum meiðslum er að ekið er á bíla, þannig að háls og höfuð ökumanns eða farþega kastast til þannig að tognar á liðböndum og vöðvafestingum og jafnvel blæðir inn á þær. Þurfa árekstrarnir ekki endilega að vera harkalegir til að afleiðing- arnar af þeim geti orðið mjög langvinnt sjúkdómsstríð. Ragnar Jónsson segir að flestir nái bata eftir svona meiðsli, en á bilinu 10 til 30% eigi í langvinnum meiðslum og ná sér Ragnar Jónsson bæklunarlæknir stillir höfuðpúðann I bifreið sinni. Ad púðinn sé rétt stilltur er þýðingarmikii vörn gegn því að fótk fái hálshnykki i umferðarslysum. Hópur þessa fólks hefur þó stækkað frá ári til árs. myndir: -e.ól. seint eða illa. Kvillar sem fólk glímir við vegna þessa geta verið höfuðverkur, háls- verkur, bakverkur og stirðleiki sem Ieitar út í herðarnar. „Læknar eiga í raun ekki mörg ráð til við þessu. Skurðaðgerðir gera sjaldnast tilætlað gagn, en hnykkingar og sprautur geta þó vissulega slegið á þetta tímabundið sem og sjúkranudd. Haldið mesta sársaukanum niðri. En bein lækn- ing er ekki til,“ segir Ragnar. Hann bætir við að nú séu ráð lækna til fólks sem verð- ur fyrir hálsmeiðslum, að fara einfaldlega út að vinna sem fyrst og reyna að lifa venjubundnu lífi eftir því sem hægt er. Harka af sér og láta sig hafa það - þótt sárt geti verið. Hugsunin á bak við slíkt sé að fólk haldi sér í hreyfingu, því seinna sem það fari af stað til dæmis við vinnu, því stirðara sé það orðið og eigi erfiðara með að hreyfa síg og verði batahorfur þá verri. Engin skýring á aukinni tíðni Fólk sem lent hefur í hálsmeiðslum í um- ferðarslysum og glímir við afleiðingar þess um lengri tíma leitar hjálpar hjá endur- hæfingarlæknum og sjúkraþjálfum. Og sá fjöldi er mikill og hefur farið vaxandi frá ári til árs. Skýringarnar á þeirri Ijölgun liggja ekki fyrir, en Ragnar hefur í félagi við aðra lækna verið að rannsaka málið síðustu árin. „Tíðni hálshnykkja hjá konum og körlum vegna umferðaslysa jókst aðallega milli áranna 1985 1991. Tíðnin hefur ívið lækkað hjá körlum á síðustu árum en hjá konum lækkaði tíðnin lítið eitt frá 1991 til 1993 en náði aftur fyrra hámarki árið 1996. Tíðni umferðaróhappa hefur ekki aukist á sambærilegan hátt á sama tíma- bili,“ segir Ragnar. Hann telur þó ekki loku fyrir það skotið að notkun bílbelta eigi nokkurn þátt í þessari þróun; æ lleiri aka með belti spen- nt og eru með líkamann vel festan niður í sætið - en höfuðið aftur Iaust. Því skiptir miklu að höfuðpúðar í bílum séu rétt stilltir ef þeir eigi að veita þann stuðning sem þarf. Hann tekur þó fram að notkun bílbelta sé að sjálfsögðu nauðsyn og hefur tíðni alvarlegra slysa minnkað með auk- inni notkun þeirra. -SBS. • \ Heilsumolar Minnstu reykingar frá upphafi mælinga Samkvæmt þremur könnunum Pricewa- terhouseCoopers á árinu 2000 mældust daglegar reykingar þær minnstu frá upp- hafi mælinga, eða 25% í aldurshópnum 18-69 ára. Reykingar karla mældust 25,5% en kvenna 24,4% og er þetta í fyrs- ta skipti frá árinu 1997 sem konur reykja minna en karlar. Urtak þessara kannana var 1400 manns í hverri könnun og náði yfir allt landið. Mestar eru reykingarnar meðal starfsfólks í sjávarútvegi, eða nær- fellt 29,1%. Þetta kemur fram á heima- síðu Tóbaksvarnarráðs. Mælingar mikilvæg forvörn Mælingar á blóðfitu, blóðþrýstingi og blóð- sykri eru undirstöðuþættir ráðgjafar til varnar hjarta- og æðasjúkdómum, segir á heimasíðu Hjartaverndar. Reglulegt eftirlit er afar mikilvægt hvað varðar þessa of- antalda þætti. I sumum tilfellum gengur fólk með hækkaðan hlóðþrýsting, of hátt kólesteról í blóði eða brenglaðan blóðsykur t mörg ár án þess að finna fyrir einkennum. Með reglulegu eftirliti aukast líkur á að ástand uppgötvist á því stigi að viðkomandi geti sjálfur gripið inn f með breyttu líferni. Mælt er með hjá heilbrigðum einstakling- um blóðfitumælingu á fimm ára fresti eftir að einstaklingur nær fertugsaldri og blóð- sykurmæling með sama árabili. Rlóðsykur skal mæla að minnsta kosti annað hvert ár Höfuðverkur góðkynja krankleiki Höfuðverkur er aígengt einkenni og ástæð- an íýrir 2% allra heimsókna til heimilis- lækna. I flestum tilvikum höfuðverkja má skipta í tvo flokka eftir orsökum. Al- gengastur er spennuhöfuðverkur, sem 70% alls fólks fær einhvern tíma á ævinni. Hann er góðk\rnja og stafar yfirleitt af röng- um vinnustellingum. Hann má lækna eða lina með breyttum vinnustellingum eða sjúkraþjálfun. Hin tegundin er mígreni, sem þarfnast meðferðar hjá sérfræðingi. I langflestum tilvikum er höfuðverkur ein- kenni góðkvnja krankleika en hann getur gefið vísbendingar um alvarlega sjúkdóma, segir á netdoktor.is Þar segir ennfremur að fólk skuli leita til læknis eins fljótt og auð- ið er ef fólk finni til ákafs höfuðverkjar sem hafi í för með sér meðvitundarskerðingu, ógleði, uppköst, háan hita, hnakkastífni, krampa, sjóntruflanir og skerta tilfinningu eða stjórn á útlimum. Eða þá minnistrufl- anir, einbeitingarleysi, þreytu og geðrænar breytingar. Við vægum höfuðverk má nota verkjastillandi lyf á borð við parasetamól eða kódein. -SBS. Hitt kynið eða.... Konur faðma vinkonur sínar og eru einhvern veginn ófeimnari við að sýna hver annarri ástúð og hlýju með líkamlegri snertingu. Það má fullyrða að næstum allir upplifa einhvern tíma á ævinni til- finningar, hvort sem þær eru rómantískar eða lostugar, til ein- staklings eða ein- staklinga af sínu eigin kyni. Ég er ekki að tala um þá einstaklinga sem eru samkynhneigðir frá nátt- úrunnar hendi og elska aðra af sama kyni ævina á enda, heldur það fólk sem er gagnkynhneigt í grunninn og á venjulega í ástar- eða kynlífssamböndum með vilj- ugum aðilum af hinu kyninu. Það er frekar algengt að í bern- sku eða á unglingsárum upplifi fólk eitthvað kynferðislegt sem tengist vini eða vinkonu af sama kyni. Þetta geta verið tilraunir með snertingu, skoðun á kynfær- um eða jafnvel sjálfsfróun. Eg hef heyrt og lesið mikið um að strákar frói sér gjarnan í hóp og fari jafnvel í keppni um það hver fær það fyrst eða hver getur sprautað lengst. Þeir cru kannski ekki mikið að hnoðast hver í öðr- um en engu að síður má skil- greina iðjuna sem hómóerót- kíska. Mér hefur reynst ótrúlega erfittt að fá staðfestingu á þess- um sögusögnum frá íslenskum heimildarmönnum nn'num. Allir hafa heyrt um það en enginn við- urkennir að hafa gert það, utan einn hugrakkur vinur sem ég á! Hér með óska ég eftir upplýsing- um um málið og mega þær gjarn- an sendast á tölvupóstfangið ragga@persona.is. Alltaf í boltanum Þegar strákarnir vaxa úr grasi steinhætta þeir þessu og verða gjarnan mjög fráhverfir því að haga sér á nokkurn hátt kynferð- islega í návist annars karlmanns, hvað þá að leyfa sér nokkra snertingu. Hjá konum er þetta dálítið öðruvísi. Stelpur gera vissulega tilraunir með öðrum stelpum á unga aldri rétt eins og strákarnír en þær halda áfram að vera innilegar með öðrum stelp- uni eftir að þær stækka. Það er í það minnsta miklu algengara. Konur faðma vinkonur sínar og eru einhvern veginn ófeimnari við að sýna hvor annarri ástúð og hlýju með líkamlegri snertingu. Þetta stórfurðulega samfélag sem við lifum í er líka miklu um- burðarlyndara gagnvart hlýju milli kvenna sem sýnd er á þenn- an hátt en tilhúið að stimpla karlmenn strax sem samkyn- hneigða. Karl scm leiðir vin sinn niður Laugaveginn kemur Iíklega á samkynhneigðu síð- unni í Séðu og heyrðu viku síð- ar og fær í kjölfarið yfir sig alla mosavöxnu fordómana sem ríkja gegn samkynhneigðum í allri velmeguninni á klakanum kæra. Þess vegna halda þeir sig í hæfilegri fjarlægð hvor frá öðr- um nema á tyllidögum þegar þeir veitast hver um annan þveran í einhverjum knattleikn- um og fá langþráða útrás fyrir karlmannlega nánd. Mamma mía Nancy Fiday sem sparkaði í rass- inn á hinum vestræna heimi árið ‘73 þegar hún gaf út bókina My secret garden sem innihélt ná- kvæmar lýsingar á kynferðisleg- um hugarórum amerískra kven- na. I þeirri bók kemur hún fram með athyglisverða skýringu á því að konur leyfi sér frekar en karl- ar að Iáta sig dreyma kjmferðis- lega drauma um annað kvenfólk án þess endilega að skilgreina sig sem lesbíur eða tvíkynhneigðar. Kenning Nancy hyggist á þörf okkar fyrir eitthvað mjúkt og móðurlegt, hlýjuna sem fæst í faðmi móðurinnar, við brjóstið. Drengir vaxa úr grasi og fara að sænga hjá konum þar sem þeir fá þessarri þörf fullnægt en þar sem konur sækja hver í aðra til þess sama. Draumórarnir eru lyrst og fremst kynferðislegir en fela um leið í sér þrána eftir móðurbrjóst- inu mjúka...SvoIítið Freudískt, ég veit; en samt ekki svo galið! Ragnheiður Eirihsdóttir er hjiikriinarfræðingur og kynltfsráðgjafi á persona.is

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.