Dagur - 17.02.2001, Page 23

Dagur - 17.02.2001, Page 23
 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 - 23 SKAKMOLAR UMSJON: HALLDÓR B. HALLDORSSON Einvígi! Nú er það Ijóst að þeir Gylfi Þórhallsson og Þór Valtýsson mnnu tetla einvígi um Akurcyr- armeistaratitilinn eftir að þeir tveir pökkuðu saman öllum andstæðingum sínum á Skák- þingi Akureyrar sem nú er ný- lokið. Þeir gerðu jafntefli í fyrstu umferð en unnu síðan allar skákir eftir það og enduðu því með b'A vinning. Þeir tefldu báðir mjög vel og voru revndar aldrei í taphættu, nema þá kannski Gylfi gegn Þór í um- ræddri skák. Gamla kempan Jón Björgvinsson varð svo þriðji með 4Z. Félagarnir Halldór og Stefán urðu í fjórða til fimmta sæti með 3Z 'en hlutskipti þeirra var þó býsna ólfkt. Hall- dór sigraði Stefán í fyrstu um- ferð og var kominn með 2Z eft- ir fyrstu þrjár en þá var Stefán ekki kominn á hlað! Stefán tók sér hins vegar tak og tapaði ckki í síðustu 4 skákunum á meðan Halldór fékk aðeins einn vinn- ing. í B-flokld var það Eymund- ur Eymundsson sem kom sá og sigraði en hann fékk 6 vinninga af 7 mögulegum. Tapaði aðeins gegn aklursforsetanum, Hauki Jónssyni sem kominn er á átt- ræðisaldurinn, í skrautlegri skák. Hinn tólf ára gamli, Agúst Bragi Björnsson, varð annar í mótinu með 5Z vinning, tapaði lyrir Eymundi og gerði jafntefli við Jón Heiðar Sigurðsson (10 ára). Sveinbjörn Sigurðsson varð svo þriðji með 5. Formaðurinn leiðir! Gaman verður að sjá hvort að Davíð Ólafsson, formaður Hell- is, leiki sama leikinn og Gylfi og sigri á meistaramóti félags síns en Meistaramót Hellis stendur nú yfir og er Davíð efstur með fullt hús eftir 4 umferðir. Hálf- um vinning á eftir honum kem- ur svo Sigurður Daði Sigfússon en þeir mætast einmitt í næstu umferð. Berjamógur auglýsir! Tevlingafélagið Berjamógur heldur aðalfund sinn þráðlega og munu þar verða teknir inn nýir félagar. Ætlunin er að skora á Heiðrúnu, sem að borið hefur höfuð og herðar yfir aðra stór- meistaralausa klúbba undanfar- ið, á meðan á næstu deilda- kcppni stcndur. Tekið er við um- sóknum á ivst@centrwn.is. Eltirfarandi sraða kom upp í fjórðu umferð á Meistaramóti Hellis og var það maðurinn í öðru sæti, Sigurður Daði (T.R.), sem hafði svart og átti leik gegn Sigurbimi Bjömssyni (SH). Sigurbjöm hafði farið frekar illa út úr Marshall gambítnum hættulega og eins og sjá má þá er staða hvíts ckki upp á marga fiska. Daði batt hins vegar snyrtilegan endahnút á verldð og lék: I £ i# á i i i L i. i & £á m & áá £ l&l I <á? I6...Bxh3! 17.Dxf2? Bg3 18. De3 Bg4 19.d5 og hvítur gal’st upp nokkrum leikjum síðar. FINA OG FRÆGA FOLKIÐ Lopez og Combs hætt saman Nú mun ástarævintýriö milli söngkonunnar Jennifer Lopez og rapparans Sean „puffy" Combs runnið út í sandinn samkvæmt því sem talsmaður Combs upplýsti fý'rir skömmu. Þau halda þá hvort sinn veg í einkalífinu og í söngnum. Parið hefur ckki viljað gefa út neinar yfir- lýsingar um ástæður þess að upp úr sambandinu slitnaði, cn talsmaður Combs \dldi éinungis segja að á þessum erfiðu tímamótum í Iffi þeirra færu þau fram á að fjöl- miðlar myndu gefa þeim svigrúm og virða einkalíf þeirra. Lopes og Sean Combes á meöan allt lék i lyndi. Hér má sjá hina glæsilegu Jennifer syngja I kanadísku sjónvarpi eftir að hún er orðin „ein" á ný! BARNAHORNIÐ Leiðin að brauðinu Unfrú Kristín hefur ákveðið að gefa fuglunum brauðmola í gogginn. Fuglarnir eru hins vegar ekki vissir um að þeir rati réttu leiðina að brauð- inu. Gctur þú nokkuð hjálpað þeim? FinniÖ fimm atriði Þótt þessar myndir virðist í fljótu bragði vera eins þá eru þær þó ólíkar í að minnsta kosti fimm atriðum. Getur þú fundið þessi atriði? Brandarar Leikstjórinn: „Kanntu að synda?" Starfsmaðurinn: „Af hverju er launaumslagið Leikarinn: „Nei“ mitt tómt?“ Leikstjórinn: „Það er ljómandi golt. Þá verður Forstjórinn: „Nú, ég ætlaði að borga þér eftir allt miklu eðlilegra þegar þú átt að drukkna í verðleikum, en því miður eru fimmtíuevringar kvikmvndinni." ekki lengur í umferð." STJORNUSPA f \ ' 1 Vatnsberinn Það kemur svolítið skemmtilegt upp á I sundlauginni í dag. Hákarl skýtur upp ugga skammt frá þér. Hringdu í ókindasmalann. 1 % Fiskarnir Þig dreymir að Ai Capone verði næsti bankastjóri Búnað- arbankans. Sið- væðingin sigrar að lokum. Hrúturinn Þér verður boðið í sniglaveislu og fatt- ar ekki fyrr en þú mætir að þú ert að- alrétturinn. Og skjaldbakan kemst þangað líka. Nautið Talnasþekingur rannsakar fæðing- artölur þínar og kemst að því að þú ert líkast til ófædd- ur. Hann er ekki heldur af þessum heimi. Tvíburarnir Þú ferð í leikhús að sjá 7 stelpur, en hefðir kosið að vera heima og horfa á 22 stráka I boltaleik. Krabbinn Jórunn kemur I heimsókn og býð- ur þér heimasiátr- að nautakjöt án vasks. Bjóddu henni baðkar án þorsks. Ljónið Notaðu daginn í dag til að undirbúa konudaginn. Nú má ekkert fara úr- skeiðis norðan við hníf og gaffal. Meyjan HK vinnur Hauka og Haukar vinna ÍBV. Og þú vinnur eins og venjulega ekki nokkurn skap- aðan hlut. Vogin Vertu hreinskilinn, segðu það með blómum og sendu henni arfa og ill- gresi Steina Ella. Sporðdrekinn Þú ferð á fjörurnar við femínista sem segir þig mann lít- illa sanda og sæva. Reistu henni sandkastaia og skýjahöll. Bogamaðurinn Fjölskyldan nær vel saman um heigina og fagnar langþráðum áfanga. Og svo kemur mánudagur. Steingeitin Félag eldri borgara gerir ekki athuga- semdir við að þú yngir upp. En það gerir félag Torgara.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.