Dagur - 03.03.2001, Blaðsíða 6

Dagur - 03.03.2001, Blaðsíða 6
WEEMB j S 6 - LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 Ufwytr Við erum tals- menn framfara í viðtali ræð- ir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri hreyfingar- innar-græns framboðs, um borgar- mál, áherslumál vinstri grænna og verk ríkis- stjórnarinnar. - Þú hefur sagt að þií sjáir ekki mikinn mun á R-listanum og D- listanum. Sérðu þar með engan mun á stjórn Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur og Davtðs Odds- sonar í borginni? „Þú spyrð um verkstjórana. Mér finnst þetta ekki snúast um persónur þeirra, enda hljóta fleiri að koma að verki við stefnumótun. En það er al- veg rétt að oft hcfur mér fund- ist lítill munur á R-listanum og D-listanum. Aherslur eru þó aðrar undir stjórn R-listans en Sjálfstæðis- flokksins. Ég hef aldrei farið í grafgötur með þá skoðun mína að þeir flokkar sem vilja kenna sig við félagshyggju eigi að starfa saman. Það á við á landsvísu og það á einnig við í sveitarstjórnum. En það skiptir máli á hvaða for- sendum flokkar ganga til sam- starfs. Auðvitað á það að vera í þeirri vissu að þeir séu að koma í framkvæmd stefnumálum sínum. Það er Iráleitt að ganga til samstarfs með það eitt að markmiði að halda tilteknum stjórnmálaflokki, Sjálfstæðis- flokknum, frá völdum. SJxkt flokkast utidir hræðslustjórn- mál og mér eru þau ekki að skapi, enda ekki í nokkru sam- ræmi við þá trú sem ég hef á málstað félagshyggjunnar. Það breytir því þó ekki að ég teldi það mjög slæman kost að Sjálf- stæðisflokkurinn kæmist til valda í Reykjavík. Ég held að flokkurinn væri þar enn vara- samari en hann var fyrir valda- daga R-listans. Tvennt hefur gerst sem veld- ur því að ég segi þetta. I fyrsta lagi hefur Sjálfstæðisflokkur- inn færst til hægri. Nægir þar að minna á kennsluútboðið í Hafnarfirði sem er aldeilis galið mál. hvernig scm á það er litið. Þar er ruðst fram undir formerkjum tilraunastarfs með þá nýbreytni eina að leiðarljósi að einkavæða skólann. Það kemur skattgreiðendum í ko)I og bindur bæjarfélagið til langs tíma í niðurnjörvuðum samn- ingum. Þetta ætla menn að gera á tímum örra breytinga þar sem boðorðið ætti að vera sveigjanleiki og möguleikar til aðlögunar. Svona fer fyrir mönnum þegar hagsmunir fjár- festa og þröngsýn hugmynda- fræði taka völdin og búhygg- indi eru látin lönd og leið. Annað sem veldur því að Sjálfstæðisflokkurinn gæti orð- ið varasamur við stjórnvölinn f Reykjavík skrifast að hluta til á ábyrgð R-Iistans sem hefur fært hinar pólitísku víglínur til hægri. Ef Sjálfstæðismenn komast til valda í borginni má búast við því að þeir hefjist handa á hafnfirska vísu. Mót- mæli myndu sjálfsagt ekki láta á sér standa en því miður gætu Sjálfstæðismenn þá bent á ýmis dæmi þar sem R-Iistinn hefur staðið heldur fast í hægri fótinn. Að mínum dómi hefur R-listinn í of ríkum mæli fönd- rað við markaðshyggju. Dæmi um það er hvernig launa- kerfisbreytingum var hrint fram án þess að fé- lagsleg aðkoma væri tryggð í samræmi við ósldr launafólks og aðrar kerfis- breytingar hafa um of borið keim af hug- myndafræði m arkaðshyggju. mfnum huga hafa vaknað spurningar um hvað vaki fyrir borgaryfirvöld- sviði veitu- mála svo dæmi sé tekið. A ráð- stefnu sem ég sótti ekki alls fyrir löngu um málefni veitnanna heyrði ég ekki hetur en cinkavæðingin væri lofuð og prísuð enda þótt reynslan erlendis frá sýni hvert glapræði slíkt er fyrir notendur og skattgreiðendur. En ég end- urtek, að þrátt fyrir gagnrýni mfna á R-íistann tel ég brýnt að Sjálfstæðisflokkurinn fái áframhaldandi frí frá borgar- málum.“ Að breyta til betri vegar - Munu vinstri grænir þá ekki fara í sérframboð hér t borg- inni? „Hvers vegna myndi það kall- ast sérframboð ef Vinstrihreyf- ingin - grænt framboð færi fram undir eigin nafni? Þegar stjórnmálaflokkur býður fram er það ekki sérframboð. Ég hef hins vegar sagt að ég sé fylgj- andi samstarfi á vinstrikanti. Spurningin er hvernig að því er staðið. Þau mál eru lil umræðu „Hagsmunir og stefna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingar- innar - græns fram- boðs stangast beinlín- is á, þannig að mér fyndist það vægast sagt fjarlægur kostur að Sjálfstæðisflokkur og vinstri grænir mynduðu samsteypu- stjórn, hvort sem það væri í Reykjavík eða á landsvísu" „Við erum ekki í stjórnmálum til að halda i horfinu heldur til að breyta til betri vegar og við viljum fá sannfæringu fyrir því að samstarf við aðra muni skila þeim árangri sem við ætlumst til.“ í Reykjavikurfélaginu og þar koma margir að. Við erum ekki í stjórnmálum til að halda í horfinu heldur til að breyta til betri vegar og við viljum fá sannfæringu fyrir því að sam- starf við aðra rnuni skila þeim árangri sem við ætlumst til. Ég held að það væri mjög óvitur- legt að reyna að þvinga fram ótímabærar niðurstöður. Alh hefur sinn tíma og það verða menn að virða." - En getur þú svarað þvt' hvaða málefni þið munuð setja á oddinn t' borgarmálum? „Það er ekki mitt að svara til um það en mér finnst líklegt að þar komi húsnæðismál til með að vega þungt. A borgarmála- ráðstefnu VG í Reykjavík komu fram hugmyndir um stórátak á því sviði enda skulum við ekki glcyrna því að það er ekki að- eins pólitisk og siðferðileg krafa að ráða hót á húsnæðis- vandanum heldur hafa sveitar- félögin einnig lagalegar skyld- ur. Mér finnst áhyggjuefni að á nýjan leik skuli biðraðir eftir leikskólaplássum vera að lengj- ast, það er réttlætis- og jafn- réttismál að þar verði gert stór- átak og í félagslegum efnum er víða vcrk að vinna. Að sjálf- sögðu munum við einnig horfa til skipulags almannaþjónust- unnar, við sættum okkur ekki við einkavæðingu hennar. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.