Dagur - 03.03.2001, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 -9
Hnni|anig|B|
" 'I II
LAlJÐJi
Sameiningarkosningar
eina skyldan
Það kann að hljóma eins og
brandari að þau mál sem almenn-
ingur hefur í gegnum tíðina helst
átt kost á því að greiða atkvæði
um í almennum atkvæðagreiðsl-
um eru um áfengisútsölur,
hundahald og sóknarpresta. Skv.
áfengislögum frá 1998 þarf nú
ekki að greiða atkvæði um áfeng-
isútsölur í almennum atkvæða-
greiðslum og sama gildir orðið
um hundahald. ,,Eg get ekki het-
ur séð en að einu ákvæðin sem
skylda sveitarfélögin til að viðhafa
almenna atkvæðagreiðslu séu við
sameiningu sveitarfélaga," segir
Sigurður OIi Kolbeinsson, lög-
fræðingur Sambands ísl. sveitar-
félaga. Einnig má skv. 83 gr. sveit-
arstjórnarlaga vísa endurskoðun
samþykkta byggðasamlaga í al-
menna atkvæðagreiðlu, en líklega
verður það þó seint gert, segir
lögfræðingurinn.
Meðal annars að ósk presta
hefur möguleikinn á því að hægt
sé að velja sóknarpresta í almenn-
um atkvæðagreiðslum verið
þrengdur mikið. Framundir Iok
níunda áratugarins varð að velja
presta í hvert brauð með almenn-
um kosningum, sem voru oft
átakamiklar. Þá var val á prestum
fært yfir til sóknarnefndanna en
þegar val þeirra lá fyrir gátu sókn-
arhörn óskað eftir almennum
prestkosningum. þ.e. ef 25%
þeirra lögðu inn til kjörnefnda
lögmæta undirskriftalista. Fyrir
fáum árum var möguleikinn á
prestkosningum þrengdur enn
frekar með þeim hætti að nú þarf
þriðjungur sóknarbarna að óska
eftir kosningum við biskup eigi
síðar en hálfum mánuði eftir
að aö brauðið var auglýst laust
til umsóknar. Þá er val presta
nú í höndum valnefnda en ekki
sóknarnefnda eins og var. Má í
raun segja að nýjar reglur hafi
allt að því útilokað möguleik-
ann á prestkosningum, enda
hefur til engra slíkra veriö efnt
nú allra síðustu ár.
Flugvallarkosningamar
þroskamerki
Snemma árs 1968 skrifaði ungur
stjórnmálafræðingur grein í Tím-
ann þar sem hann sagði óða-
pólítík ríkja á íslandi. „Hinir pól-
itísku valdhafar hafa á undan-
förnum áratugum tröllriðið ís-
lensku þjóðfélagi. Þeir hafa inn-
leitt á öll svið hið pólitíska hags-
munamat og ... byggt upp kerfi,
þar sem pólítískum valdhöfum er
liðið að vasast í hverri félagslegri
athöfn og jafnvel einkalífi manna,
hafa ítök blátt áfram í einu og
öllu,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms-
son í greininni sem Dagur B.
Eggertsson læknir gerir að inn-
gangsorðum í kafla í greinasafn-
inu „ísland á nýrri öld“ sem kom
út fyrir síðustu jól. Segir Dagur
þar að orð núverandi forseta Is-
lands eigi enn við í mikilvægum
atriðum. Því vaknar sú spurning
hvort íslensk þjóðmál séu nægi-
lega „þroskuð" til þess að ráða við
málefnakosningar líkar þeim sem
nú á að efna til um tlugvöllinn.
Er ekki hættan sú að pólftískir
hagsmunir og skæklatog beri mál-
efnið ofurliði?
„Þjóðin og borgarhúar eru til-
búnir. Það sést glögglega á hinni
blómlegu umræðu sem hvarvetna
á sér stað, með og á móti flugvell-
inum," segir Dagur B. Eggertsson
Iæknir, sem þekktur er fyrir rit
um Steingrím Hermannsson.
„Mér sýnist aðallega barist með
málefnalegum rökum, sem draga
fram kosti og galla flugvallar í
Vatnsmýri. I þeim skilningi má
segja að 11 ugva11aratkvæðagreiös I-
an hafi þegar sannað gildi sitt.
Eftir tilkomu hennar tók umræð-
an llug og náði meiri þroska á
augabragði en á þeim áratugum
hugsanlega orðið einhver mála-
miðlun og jafnvel sætt sjónar-
mið,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir
í hókinni I hlutverki leiðtogans
eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur
sem kom út fyrir sl.'jól.
Utanríkisráðherra hefur lýst því
yfir að þótt EES-samningnum
hafi ekki verið vísað til þjóðarat-
kvæðagreiðslu myndi öðru máli
gegna með aðild að ESB. I fyrstu
m\Tidi þjóðin ganga til kosninga
um hvort yfirhöfuð ætti að sækja
um aðild - og ef samningar
gengju í gegn fengi þjóðin að eiga
síðasta orðið um hvort aðild
skyldi staðfest. En eiga íslending-
ar að nota þjóðaratkvæðagreiðslur
í ríkari mæli sem lýðræðislegt
stjórntæki? „Ég tel að þjóðarat-
kvæðagreiðla um einstök mál eigi
rétt á sér, en aðeins um mál sem
skipta mjög miklu fyrir alla lands-
mcnn. Vandaverk er að undirbúa
slíkar atkvæðagreiðslur og kynna
þarf mjög vandlega allar hliðar
mála og valkostir þurfa að vera
skýrir,“ segir Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra og formaöur
I ramsóknarílokksins. „Við höfum
sagt að ef til þess komi að stjórn-
málmenn vilji láta reyna á hvað
kæmi út úr viðræðum um aðild
að Evrópubandalaginu, þá ætti að
fara fram þjóðaratkvæðagreiösla
um markmið viðræðnanna og síð-
an niðurstöðuna. Dytti einhverri
ríkisstjórn í hug að segja okkur úr
Nato, þá teldi ég augljóst að leita
þyrfti álits þjóðarinnar á því máli
svo dærni sé tekið. En ekki á ég
von á að nokkrum detti það í
hug.“
Borgarbúar ætl
að standast prófið
En hver er framtíðin í þessum
efnurn. Mun meðal annars flug-
vallarmálið í Reykjavík verða til
þcss að stjórnmálamenn muni í
ríkari mæli velja að vísa helstu
álitamálum í samfélaginu á
hverjum tíma í dóm kjósenda.
Dagur B. Eggertsson segist
binda vonir við að flugvallar-
kosningin komi mönnum á spor-
ið með að nota þá lýðræðislegu
aðferð sem almennar kosningar
séu. „Eg vona að svo verði. Þetta
er ákveðin tilraun. Mér sýnist
borgarbúar ætli að standast
prófið cn ekki sé sömu sögu að
segja af öllum stjórnmálamönn-
um. Þegar allt kemur til alls
snýst afstaða mín til atkvæða-
grciðslunnar um það grundvall-
arviðhorf að það sé bctra að húa
í samfélagi þar sem almenning-
ur hefur áhrif á umhverfi sitt.
Þar sem frjálsir fjölmiðlar eru
ekki aðeins notaðir til að þyrla
upp ryki heldur til að þróa um-
ræðu um hin fjölbreyttustu mál
og leiða þau til lykta með rök-
um. Valddreifing, samráð og
blómstrandi umræðusamfélag
eru þau tæki sem geta þroskað
fslensk stjórnmál frá því að vera
sérhagsmunastjórnmál flokks-
gæðinga yfir í að vera umræðu-
stjórnmál með virkri þátttöku al-
mennings.
En hvers konar mál er rétt að
leggja undir þjóðardóm í al-
mennri atkvæðagreiðslu? Hvern-
ig þarf að standa að málum
þannig að þjóðin geti greitt at-
kvæði á málefnalegum grund-
velli um stórmál sem fý'rir hana
yrðu lögð? Þessum spurningum
var beint til Halldórs Ásgríms-
sonar. „Þetta er vandasamt, en
menn verða að koma sér upp
einhverju vinnulagi sem tryggir
að öll sjónarmið komist til skila
og kynning sé vönduð og standi
öllum til boða. Þetta getur
reynst erfitt, því líklcgt er að ef
kosið verður um eitthvað hita-
mál, þá geti svo farið að margir
leggist í útúrsnúninga og af-
flutning á málavöxtum, en hjá
slíku er erfitt að komast."
Gagnrýni á atkvædagreiðsluna um flug-
völlinn til vitnis um að mörgum stjóm-
málamönnum er illa við að ákvörðunar-
vald im/kilvægum málum sé fært til al-
mennings, segirDagurB. Eggertsson.
Ég tel að þjóðaratkvæðagreiðsla um
einstök mál eigi rétt á sér, en aðeins
um mál sem skipta mjög miklu fyrir
alla landsmenn, segir HalldórÁs-
grímsson, utanríkisráðherra.
Með síauknu alþjóðasamstarfi er
enn brýnna að fólk hafi möguleika á
þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Jó-
hanna Sigurðardóttir, alþingismaður.
sem flugvallarstæðið hefur verið
til umræðu. Eg hef engar áhyggj-
ur af því að kjósendur séu ekki
nægilega skynsamir til að taka af-
stöðu í þessu margflókna máli.
Hvort stjórnmálakerfið er komið
til nægjaniegs þroska, það er hins
vegar önnur saga. Ég vil taka
fram að mér finnst það sýna
hugrekki hjá Reykjavíkurlistan-
um að boða til þessara kosn-
inga. Ekki síst þar sem fyrir
liggur að innan raða hans rfkir
ágreiningur um framtíð flug-
vallarins. Þetta er þroskamerki.
Gagnrýni um atkvæðagreiðsl-
una virðist hins vegar bera þess
skýrt vitni að fjölmörgum
stjórnmálamönnum er meinilla
við að ákvörðunarvald í mikil-
vægum málum sé fært í hendur
almennings.“
framsöguræðu um málið haustið
1999 sagði þingmaðurinn að
hún teldi Ijóst að þjóðarat-
kvæðagreiðsla yki lýðræðislegan
rétt og veitti stjórnarflokkunum
aðhalá. „Með síauknu alþjóða-
samstarfi er enn brýnna að fólk
hafi möguleika á þjóðaratkvæða-
greiðslu ekki síst þar sem mikil-
vægir alþjóðlegir samningar geta
haft úrslitaáhrif á framtíð þjóð-
arinnar," sagði jóhanna. Hún
sagði vafalaust margar skýringar
á því hvers vegna forseti íslands
hefði aldrei vísað stórpólitískum
málum til þjóðarinnar. Ugglaust
yrði slíkt umdeilt. Svo bætti Jó-
hanna við: „Mín skoðun er að
jafnvel þótt ákvæðið yrði rýmkað
og gert auðveldara fyrir forset-
ann að beita því, sem er jákvætt,
tel ég engu að síður að almennt
Tillaga frá Ragnari
Fleiri þingmenn en Jóhanna Sig-
urðardóttir hafa komið með til-
lögur um þjóðaratkvæðagreiðslur.
Þar má nefna Ragnar Arnalds
sem Iagði fram á Alþingi laust fyT-
ir 1970 frumvarp til breytinga á
stjórnskipunarlögunum, sem er
annað nafn yfir stjórnarskrár-
bre)1:ingar. Þar var lagt til að farið
yrði út í þjóðaratkvæðagreiðslu
um einstök mál ef um fjórðungur
þingmanna eða ahnennra kjós-
enda óskaði þess. Tillagan sem
lögð var fram á nokkrum þingum
náði ekki fram að ganga, þess rná
geta að hún var veganesti í starf
stjórnarskrárnefndar Gunnars
Thoroddsens sem starfaði í kring-
■ um 1980.
Þess má svo geta að sl. mið-
vikudag sagðist Davíð Oddsson í
umræðum á Alþingi vera tilbúinn
til samstarfs um endurskoðun
stjórnarskrárinnar og þá meðal
annars um valdheimildir forseta
Lslands.
Á lýðsveldishátíðinni á Þingvöllum árið 1944. íslendingar greiddu atkvæði um
sambandsslit við Dani það ár og var þátttakan mikil, sums staðar allt að
100%. Enda brann málið á þjóðinni. Stjórnmálamenn höfðu hins vegar í for-
setakosningunum við lýðveldisstofnunina einir kosningarétt.
Valkostir burfa
að vera skýrir
EES-samningurinn var umdeild-
ur þegar hann var til umfjöllunn-
ar fyrir tæpum áratug og krafan
um þjóðaratkvæðagreiðslu um
hann heyrðist víða, meðal annars
á Alþingi. Stofnuð voru Samtök
um óháð Island sem voru fyrir
það fyrsta á móti aðild Islands að
EES, en vildu í annan stað að
þjóðin hefði tækifæri til þess að
greiða um hann atkvæði. Safnað
var undirskriftum tuga þúsunda
íslendinga sem skoruðu á forseta
íslands að skrifa ekki upp á laga-
frumvarpið um aðild að sainn-
ingnum þannig að það fengi stað-
Fimmtungur geti krafist
þjóðaratkvæoagreiðslu
En víkjum að Alþingi. Á síðustu
sex þingum, síðast nú í vikunni,
hefur Jóhanna Sigurðardóttir
þingmaður Samíylkingar lagt
fram fumvarp til stjórnskipunar-
laga, þ.e. um hreytingu á stjórnar-
skrá lýðveldisins. Þar er einfald-
lega lagt til að við áðurnefnda 26.
grein stjórnarskrárinnar hætist
við klásúla um að fimmtungur
kosningabærra manna í landinu
geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu
um Iagafrumvörp sem Alþingi
hefur samþykkt. Krafan, studd
undirskriftum fimmtungs kosn-
ingabærra manna, skuli berast
forseta lýðveldisins eigi síðar en
30 dögum eftir samþykkt laga-
frumvarjrs á Alþingi. Ef'nt skuli til
þjóðaratkvæðagrciðslu eigi síðar
en 45 dögum eftir að forseti hef-
ur úrskurðað um lögmæti kröf-
unnar. Svo úrslit þjóðaratkvæða-
greiðslunnar séu bindandi þarf
meira en helmingur þeirra sem
þátt taka í atkvæðagreiðslu að
greiða atkvæði gegn gildi lag-
anna, þó þannig að ávallt greiði
fimmtungur kosningabærra
manna atkvæði gegn gildi lag-
anna.
Tillaga Jóhönnu hefur ekki
náð fram að ganga, lfkt og títt er
með þingmannafrumvörp. En í
A borgarafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur á dögunum vegna flugvallarmálsins.
Skiptar skoðanir eru um það og m.a. þá ákvörðun borgaryfirvalda að gefa
borgarbúum kost á að greiða atkvæði um hvort flugvöllur í Vatnsmýri skuli fara
eða vera. Á valdið eftil vill að vera ihöndum stjórnmálamannanna einna?
ákvæði um þjóðaratkvæða-
greiðslu án atbeina forseta sé
nauðsynlegt jafnhliða ákvæði
um bein afskipti forsetans um
að skjóta málinu til þjóðarinnar
... Forsetanum væri hlíft við
þeim þrýstingi af hálfu þjóðar-
innar í mjög umdeildum mál-
um.
festingu sem lög. Vigdís Finn-
bogadóttir forseti lslands var tví-
stígandi í þessu máli þó hún skrif-
aði undir lögin um samninginn
að lokum. Það var ekki fyrr en
forsetatíð hennar lauk sem hún
gerði uppskátt með hvaða stöðu
hún hefði verið í þegar henni bár-
ust undirskriftirnar. „... ég hug-
leiddi hvort afsögn mín gæti