Dagur - 03.03.2001, Síða 10

Dagur - 03.03.2001, Síða 10
LÍF/Ð / LAND/NU M&m LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 Bjarni og Pétur í leikritmu uein lygari frá 1993. Þá sýningu fóru þeir með til Svíþjóðar og Danmerkur og sýndu á vegum íslendingafélaganna í ýmsum borgum. Bjarni gægist í gegnum leikmynd. Pétur býr til eitthvert furðufyrirbæn. Hér erpakkað fyrir leikför. Felagarnir komnir til Húsavíkur. í tíu ár hafa þeir Bjarni Ingv- arsson og Pátur Eggerz skemmt börnum landsins und- ir merkjum Möguleikhússins. Sjaldan hafa þeir þó bara verið tveir saman í sýningu eins og f Skuggaleik sem þeir æfa nú af kappi og ætla að frumsýna um næstu helgi. En margt hafa þeir brallað. „Eitt af stóru verkefnunum var að innrétta þetta leikhús, það var heilmikið átak“ segir Pétur þegar hann er inntur eftir því hvað honum sé minnisstætt frá Möguleikhúss- ferlinum. Eins og sú setning ber með sér fer viðtalið fram í leikhúsinu, nánar tiltekið í sminkherberginu uppi á lofti. Þar eru ís- skápur og kaffikanna sem þurfa að vera til á hverju heimili og það er boðið upp á ný- lagað. Bjarni spinnur þráðinn áfram. „Við komum inn í þetta húsnæði alveg hrátt. Hér hafði verið verkstæði og olíufiekkirnir náðu upp á veggi, svo vissulega þurfti að taka til hendi." - Hvað hrutt ykkur af stað? Bjarni: „Við byrjuðum á að útbúa dag- skrá fyrir 17. júní hér í Reykjavík. Hún þótti takast það vel að okkur fannst ástæða til að blása hana aðeins út og búa til úr henni Ieiksýningu. Maður vildi líka trúa því að hér gæti þrifist Ieikliús fyrir börn eins og hjá öðrum þjóðum." Pétur: „Já, fyrir utan brúðuleikhúsin hafði aldrei verið til neitt . barnaleikhús. Auðvitað vorum við svo líka að skapa okkur atvinnu og erum alltaf að komast nær því og nær að geta lifað af henni." Bjarni: „Við vorum svo heppnir að vera að baksa í þessu fyrir tíu árum, á þeim tíma sem húsnæði var laust úti um allan bæ. Síðan hefur það breyst mikið og allur kostnaður stóraukist." Pétur: „Já, hefðum við byrjað tveimur, þremur árum seinna hefði þctta ekki verið framkvæmanlegt og óvíst að Möguleikhús- ið væri til í dag. Við gátum líka komið hús- næðinu upp án þess að steypa okkur í skuldasúpu, meðal annars af því við gerð- um mest allt sjálfír, ásamt því fólki sem var með okkur á þessum árum.“ Bjarni: „Þótt við sýnum mikið í skólum og félagsheimilum úti um allt þá er hús- næðið kjölfesta starfseminnar." Jólakötturínn gleymdist í bænum Pétur: ,y\nnað sem er frábært við þetta leikstúss okkar er hvað við höfum ferðast mikið um landið og kynnst fólki víða, enda höfum við sýnt í 80-90 byggðarlögum fyrir utan höfuðborgarsvæðið." - Hafið þið eklii lent í einhverju sögulegu ú ykkorferðum? Bjarni: „Jú, en aldrei neinum alvarlegum óhöppum sem betur fer. En auðvitað höf- um við stundum lent í brjáluðu veðri og blindhríð." Pétur: „Svo kemur alltaf öðru hvoru eitt- hvað upp í sambandi við sýningarnar. Til dæmis að hluti af leikmynd eða búningum hafí gleymst í bænum." Bjarni: „Sennilega er nú eitt skondasta tilvikið frá sýningu á Smið jólasveinanna austur í Hveragerði fyrir nokkrum árum. Pétur lék jólaköttinn, sem var ómissandi fígúra í leikritinu en rétt áður en sýningin hófst kom í Ijós að búningur jólakattarins var ekki með í för. Eg var á Ieið á sviðið þegar þetta uppgötvaðist og meðan ég fór með mína rullu hafði ég bullandi áhyggjur af því hvort hægt yrði að bjarga sýning- unni. Fleiri komu á svið en þegar jólakött- urinn átti að birtast í dyrunum þá stóð þar tröllastrákur. Eg missti nánast andlitið en svo var reynt að spinna og klára sýning- una." Pétur: „Við vorum svo heppnir að hún var í „Jólalandi" þeirra Hvergerðinga og þar fundust ýmsir kostulegir búningar en samt enginn jólaköttur." Var heillaður af útvarpsleikritunum - Svo við fræðumst aðeins um ykkar hak- grunn. Eruð þið Reykvíkingar í húð og hrír? Pétur: „Nei, ég er norðan úr Vatnsdal. Kom hingað suður á unglingsárum, fór f Iðnskólann og síðan leiklistarskólann. Ut- skrifaðist úr þeim sfðarnefnda 1977 svo ég er búinn að vera nokkuð lengi í þessum bransa. Ég ákvað að verða leikari áður en ég hafði séð leiksýningu. Var svo heillaður af útvarpsleikritunum þegar ég var krakki að ég sat límdur við tækið og hlustaði. Eg lék mikið með Alþýðuleikhúsinu á blóma- skeiði þess. Svo var ég um tíma á Akureyri að leika og þótti það skemmtilegt. Eg hef líka verið að leikstýra hjá ýmsum áhuga- Ieikfélögum, bæði hér í Reykjavík og úti um land. Til dæmis hef ég unnið mikið með Hugleik og Snúði og Snældu og verið með námskeið í leiklist fyrir eldri borgara. Fyrir utan að ég hef verið að vinna við smíðar þegar færi hefur gefist. Stundum er ég að leika í bamasýningu á morgnana, smíða um miðjan daginn og lcikstýra á kvöldin." Bæta hvor annan upp Pétur: „Við bætum hvor annan upp að ýmsu leyti. Það er eflaust lykillinn að því hvað við höfum starfað vel saman gegn um tíðina. Bjarni er til dæmis góður smiður og ég kannski skárri í einhverju öðru. En svo ég geri grein fyrir mér þá er ég borinn og barnfæddur Reykvíkingur, einn af frum- byggjunum í Breiðholtinu, þótt ég sé ákaf- lega ánægður að segja frá því að ég rek ætt- ir mínar norður í Svarfaðardal. Eftir að ég kláraði stúdentinn fór ég í bókmenntafræði í Háskólanum og síðan í Ieiklistarnám í Bretlandi. Lék í einum tíu sýningum hjá Leikfélagi Akureyrar og leikstýri áhugleik- félögum þar í kring. Svo var ég í lausa- mennsku hér í Reykjavík um tíma og tals- vert í þáttagerð fyrir útvarp. Það var mjög gaman. Frá því 1990 hef ég verið mest í þessu Möguleikhúsi að leika, leikstýra og skrifa." - Eruð þið fjölskyldumenn? Pétur: „Já, báðir eigum við konur og börn. Einn af kostum þess að reka barna- leikhús er að geta stundum haft börnin með í vinnunni." Nú voru höfundar texta og tónlistar, ásamt leikstjóra Skuggaleiks, mættir á svæðið því æfíng var að hefjast og þeim Pétri og Bjarna ekki lengur til setu hoðið. GUN

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.