Dagur - 03.03.2001, Page 12
MYN DLISTARLÍFIÐ í LANDINU wL
Æs&mm
- LAUGARDAGUR 3. MARS 2001
Claude Monet, Sólarlag við Signu hjá Lavacourt að vetrarlagi, 1880
Olía á striga, 100 x 150 cm. Þorpið sjálft er dregið nokkrum grófum
dráttum en lit- og Ijósaspilið leggur höfuðáherslu á vatnið og loftið.
Kaldri þokunni er komið til skila með fínlegum strokum og mjúkri
pensilskrift í efri hluta verksins. Vatnið og árbakkarnir eru málaðir
með breiðari strokum og þykkari áferð á köflum. Appelsínugul sólin
i miðri byggingu myndarinnar og endurskinið i vatninu minnir á hið
fræga málverk frá 1872, Hughrifvið sólarupprás [Impression, soleil
levant Marmottan-safnið, París) en impressjónisminn dregur nafn
sitt afheiti þeirrar myndar.
Maurice Denis. Kvöld I Flórens, Kon-
urað baða sig, 1910. Olía á striga,
218x210og362cm. Þemað I
þessum myndum er fengið beint úr
Tídægru eftir Boccacio, einn helsta
ríthöfund ítala á fimmtándu öld,
„Quattrocento". Vísun/n íverkinu I
paradís á jörð minnti Denis á tíma-
leysi og algildi þeirra sælustunda
sem hann hafði margoft eytt með
Mörthu konu sinni og Noille litlu
dótturþeirra heima hjá vini þeirra,
tónlistarmanninum Ernest Chausson,
i Fiesole nálægt Flórens.
Gustave Courbet. Stúlkurnar á
Signubökkum að sumarlagi,
1856-1857. Olía á stríga, 174 x
206 cm. Þetta málverk Courbets
er samtímaútfærsla á sveitasælu-
þemanu. Stúlkurnar sem Hggja i
grasinu eru augljóslega borgar-
dætur. Sumir hafa litið svo á að
þarna sé um tvær vændiskonur
að ræða sem hafi skroppið út I
sveitina að kæla sig við ána.
Courbet lítur þessar ungu konur
bæði sposkum, blíðlyndum og
munúðarfullum augum.
Náttúrusýnir
Listasafn Islands opnar á morgun
sýningu á verkum eftir heims-
fræga málara. Þetta er í fyrsta
sinn sem verk eftir listamenn á
borði við Courbet, Monet,
Cezanne, Sisley, Pissarro og Corot
eru sýnd í íslensku safni. Sýningin
ber yfirskriftina Náttúrusýnir og
eru verkin öll í eigu Fagurlista-
safns Parísarborgar, Petit Palais.
Hér á síðunni er örlítið sýnishorn
af þeim fjársjóði sem Listasafn Is-
lands býður landsmönnum að líta
berum augum í safninu næstu vik-
umar. Sýningin opnar sem íyrr
segir á morgun sunnudaginn 4.
mars kl. 16.00.
Alfred Sisley. Dráttarbátur við Le
Loing I Saint-Mammés um 1883.
Olía á striga, 54,5 x 73,5 cm. Sisley
var vanurþví að vinna nálægtþeim
stöðum þar sem hann bjó. Áríð
1880 settist hann að fyrír fullt og
allt nálægt Fonta/nebleauskógi en
þangað var tveggja tima ferð frá
París. Hinar fjölmörgu myndir frá
Saint-Mammés voru málaðar á
þessu tímabili. Þessi litli bær stend-
ur á mótum Signu og Le Loing þar
sem dráttarbátar höfðu gjarnan
viðdvöl.
800 gr lamba- innanlæn (2 vöðvar)
Kryddhjúpur Tómat - basilsósa
ARNATTURU OG VIST
'ERSKUM KRYDDJURTl
U TILVALIN KRYDD Sf
1 búnt basilikum
1/2 búnt steinselja
2 - 3 hvítlauksgeirar
3 mtsk. ferskur parmesan, rifinn
1/2 dl ólífuolía
2-4 mtsk. brauðraspur
salt og pipar úr kvörn
Brúnið lambavöðvana á pönnu,
kryddið með salti og pipar.
Setjið allt hráefni í kryddhjúpinn
í matarvinnsluvél og látiö
maukast vel. Þekjiö kjötið
með kryddhjúpnum og bakið
í ofni viö 180° i 13-15
mínútur. (65° á kjöthitamæli).
3 mtsk. ferskt basil saxaö
kjöt af þremur tómötum skorið í teninga
1 mtsk. ólífuolía
1 shallottulaukur, fínt saxaður
2 - 3 geirar hvítlaukur, fínt saxaður
1 dl hvítvín (má vera óáfengt)
3 dl gott lambasoð
salt og pipar úr kvörn
2 mtsk. smjör
sósujafnari
Léttsteikið laukinn í ólífuolíu, hellið
víninu yfir og sjóðið niður um helming.
Hellið soðinu yfir og sjóðið niður um 1/4.
Setjið basil og tómata út í og kryddið með
salti og pipar. Þykkið sósuna örlítið með jafnara
og hrærið smjörinu rólega saman viö.
Uppskrift fyrir fjóra
ÍSLENSKT LAMBAKJÖT ER EINSTÖK AFURÐ ÓR
GÆÐI KJÖTSINS ERU VEL VARÐVEITT I MATREIÐE
BASILIKUM, GRASLAUKUR, STEINSELJA OG SALVÍA'
ABÚSKAPARHÁTTA. NATTURULEG
iSMARÍN, BLÓÐBERG, FAFNISGRAS,
LAÐA FRAM BRAGÐGÆÐI KJOTSINS.