Dagur - 03.03.2001, Blaðsíða 14

Dagur - 03.03.2001, Blaðsíða 14
74 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 _________Da^ur Heilsumolar Margir bólfélagar auka meinin „Svo virðist sem konur haldi að ef brjóstakrabbamein sé ekki i ættinni þá séu þær ekki i hættu. Það er bara ekki rétt, “ segir Laufey Aðalsteinsdóttir hjúkrunarforstjóri Leitarstöðvarinnar Leitarstöð Krabbameinsfélags- ins hefur bjargað mörgum mannslífum með því að greina krabbamein á frumstigi. Laufey Aðalsteinsdóttir hjúkrunarfor- stjóri svarar hér ýmsum spum- ingum varðandi starfsemi stöðvarinnar. - Nú sendið þið út bréf til kvenna reglnlega og boðið þær í krabbameinsskoðun. Hvemig eru heimtur? „Mætingarhlutfall hefur fallið talsvert á seinni árum, því miður. Yngsti aldurshópur- inn, 20-24 ára mætir verst og þar hafa heimtur farið úr 66% í 59% á þremur árum, frá ‘97-99. Allar tvítugar konur fá bækling sendan heim og í honum er tekið fram að hafi þær ekki byrjað að stunda kynlíf þurfi þær ekki að mæta í skoðun en annars eru þær hvattar til að mæta og vissulega er mik- ilvægt að þær geri það því á þessum árum er þróunarferill sjúkdómsins oft svo hraður." - Eykur kynlíf hæltu d krabbameini? „Já, ef stúlkur byrja snemma að stunda kynlíf og eiga marga bólfélaga þá eykur það hættu á leghálskrabba. I dag er vitað að það er HPV (human papilloma) vírusinn sem er forstig breytinga. Hann getur greinst hjá báðum kynjum. Það eru að fara af stað rannsóknir á því hvort hægt verði að bólu- setja við honum en vandamálið er að teg- undir vírussins eru svo margar." - Fylgir þessi úhættuþáttur konunni allt hennar líf þó svo hún stillist með ttmanum og sængi bara hjá einum manni þegar á líð- ur ævina? „Hingað til hefur ekki verið fylgst með sömu konunni í langan tíma. Við vitum hins vegar að tíðni vírussins er miklu hærri hjá ungum konum en þeim eldri. Líklega myndar líkaminn mótefni en svo eru einstaklingarnir mismunandi. Sumir mynda strax mótefni þannig að vírusarn- ir ná sér ekkert á strik, hjá öðrum geta þeir valdið alvarlegum breytingum á stuttum tíma.“ Eftirbátar nágrannaþjóða - Hvað um brjóstakrabbaleitina. Eru hlut- föllin svipuð þar? „Við fáum enn færri konur í brjóstaleitina en leghálsleitina. A sumum stöðum úti á Jandi erum við með 98% mætingu en hér á Reykjavíkursvæðinu er hún lélegust og dregur niður heildarhlutfallið yfir landið sem er um 62%, miklu Iægra en hjá ná- grannaþjóðum. Svo virðist sem konur haldi að ef bijóstakrabbamein sé ekki í ættinni þá séu þær ekki í hættu. Það er bara ekki rétt. Ættarsagan skiptir að vísu máli en flest þau mein í brjóstum sem verið er að finna eru ótengd ætt.“ - Þessi leitarstöð afar góð stofnun. Eiga karlmenn enga möguleika á að fá leitað að sínum meinum hér? „Nei, ekki eins og er. Við konurnar höfum forréttindi að þessu leyti. Brjóstakrabba- mein er til í karlmönnum, þótt sjaldgæft sé og ef þess hefur orðið vart eru þeir sendir hingað í sýnatöku. Vonandi verður hægt að bjóða bjóða báðum kynjum upp á ristilskoð- un í framtíðinni og karlmönnum upp á blöðruhálsskoðun. Blöðruhálskrabbi er al- gengasta krabbameinið sem þeir glíma við og tíðni þess hefur rúmlega þrefaldast frá 1960-1969. Þar er ekld hægt að taka ein- föld og óyggjandi próf eins og gert er við leg- hálskrabbameinsleitina. Þó svo mein geti fundist með endaþarmsþreifingu þá verður aldrei hægt að fá örugg svör úr henni því eðlileg stækkun á blöðruhálskirtli verður með aldrinum og hvenær sú stækkun verð- ur illkynja er erfitt að greina.“ - Nií hefur tíðni húðkrabbameins aukist mjög. Er ekki ástæða til að hefja kerfts- bundna leit að því? „Það er alltaf einn „blettadagur" á ári og þá getur fólk farið til húðlækna í eftirlit. Enn hefur ekki verið ákveðið að leita öðru- vísi. Húðlæknum hefur fjölgað á síðustu árum og ég verð bara að hvetja fólk að fara til þeirra ef það verður vart við einhverjar breytingar á sínum blettum." GUN. Þvagleki Þvagleki við áreynslu er ósjálfráður og verður við líkamlega áreynslu, t.d. hósta, hnerra, hlátur, hopp og við að lyfta þungu. Þetta er fyrst og fremst vandamál kvenna og getur aukist í tengslum við meðgöngu og fæðingu, við tíðahvörf og almennt með aldri. Hvað er til ráða Þjálfun grindarbotnsvöðva er einföld, ókeypis og án aukaverkana ef rétt er að far- ið og ætti því að reyna hana á undan öðru, s.s. skurðaðgerð eða lyfjameðferð. Einkum er mikilvægt að þjálfa grindarbotnsæfingar vel eftir fæðingu. Hvar eru grindarbotnsvöðvamir? Mörgum finnst torvelt að þjálfa réttu vöðv- ana þar sem erfitt er að finna hvar þeir eru. Grindarbotnsvöðvarnir eru neðst í mjaðmargrindinni og mynda þar nokkurs konar gólf grindarholsins. Þeir eru um- hverfis þvagrás, leggöng og endaþarm og eiga ásamt hringvöðvunum að stjórna opn- un og lokun þessara liffæra. Æfingar Þegar grindarbotnsvöðvarnir eru spenntir á maður að finna botn mjaðmagrindar lyftast aðeins upp og inn á við. Þetta verður án meðhreyfinga í efri hluta líkamans, mjaðmagrind eða fótum. Þegar maður hef- ur náð að beita vöðvunum rétt, eru þeir spenntir eins og hver getur án þess að nota aðra vöðva og samdráttum fjölgað smám saman upp í 8 til 12 skipti í hvert sinn sem æft er. Andið rólega á meðan vöðvarnir eru spenntir. Munið að margar konur eiga við þetta sama vandamál að stríða. Veljið hreyf- ingu eins og t.d. röska göngu, sund, hjólreiðar eða leikfimi án hopps og hlaups meðan þið eruð að þjálfa grind- arbotnsvöðvana. Ef engin breyting er á ásandinu eftir 2ja til 3ja mánaða þjálfun, ætti að leita til Iæknis eða sjúkraþjálfara til frekari skoðunar. Ekki segja skamm! Vinkona mín á í miklum vanda. Sex ára dóttir hennar hefur teldð upp á þeim sið að snerta á sér píkuna í tíma og ótíma. Gildir einu hvort hún er komin í háttinn eða situr í miðju vöffluboði með þremur ömmusystrum. Vinkona mín roðnar ægi- lega og verður mjög kind- arleg þegar þetta gerist og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Hún er nefnilega búin að lesa það svo oft í kynlífspistlunum að það sé svakalega óhollt að banna börnum að fitla við sig og geti síðar meir leitt til kynferðislegra geð- flækna sem erfitt kann áð reynast að greíða úr. Því lofaði ég að bregðast við skjótt sem skátastúlka og helga pistilkorn- ið þessu máli sem flestir foreldrar rekast einhvern tfma á, í það minnsta ef þeir draga höfuð sín upp úr foreldrasandinum nógu Iengi til að fatta að iitlu börnin eru líka kynverur. Snemma beygist... Ojá kynþroskinn hefst snemma og þá er ég ekki að tala um kynþroskann sem við tölum venjulega um og allsráðandi er hjá unglingunum okkar unglingaveiku. Blæð- ingar, kynháravöxt, brjóstavöxt, tippavöxt og nætursáðlát geta flestir foreldrar ráðið við, enda hafa þeir sjálfir gengið gegnum það skeið og þekkja af eigin raun. Kyn- færafitl á unga aldri er kannski eitthvað sem erfiðara er að rifja upp, bæði vegna tímaþáttarins og minningaþokunnar en kannski ekki síður vegna þess að foreldrar brugðust ókvæða við og slógu á litlar hendur. Þannig mávera að minningarnar séu faldar í þykkum hjúp skammar og blygðunar. Skoða og snerta Fræðimenn kynfræðinnar eru sammála um að þróun mannsins sem kynveru hetj- ist mjög snemma. Til eru myndir af fóstr- um í móðurkviði sem eru að fitla við kyn- færi sín - voða krúttlegt. Ahugi barna á ky'nfærum sínum verður oftast greinilegur snemma á ævinni og það er ofureðlilegt að barn skoði og snerti líkamann sem það er í óða önn að uppgötva og að sjálfsögðu stoppar barnið við þau svæði þar sem snerting framkallar líkamlega vellíðan, eins og til dæmis kynfærin. Forcldrar eiga það til að fagna óspart tímamótum í þros- ka litla einstaklingsins eins og fyrsta hjal- inu, fy'rsta skrefinu eða fyrsta orðinu, en fáum dytti í hug að slá upp veislu þegar litli engillinn uppgötvar kynfærafitlið eða sjálfsfróunina eins og við köllum fyrirbær- ið oftast. Kannski finnst flestum foreldr- um þægilegra að horfa framhjá því að litla barnið er líka kynvera, það verður víst nóg að fást við þegar unglingaveikin og kyn- þroskinn halda innreið sína á heimilið. Það er því miður ekki hægt að einfalda hlutina svona og þess vegna koma hér nokkur ráð handa foreldrum sem vilja hemja börn sín í vöffluboðum. 1. Ekki skamma barnið. Viðurkennið heldur að þetta sé eitthvað sem barninu þykir gott. 2. Utskýrið fyrir barninu að þetta sé eitt- hvað sem maður eigi að gera heima hjá sér og í næði. Bendið barninu á að mamma og pabbi geri hara svona í ein- rúmi en ekki inni í stofu. Ef barnið er mjög ungt eða ómálga má koma skila- boðunum áleiðis með því að leiða það inn í sitt herbergi, blíðlega og brosandi, og gefa því næði þar. 3. Munið umfram allt að sjálfsfróun barna er eðlilegur og heilbrigður hlut- ur. Með því að sncrta sig er barnið að Foreldrar eiga það til að fagna óspart tímamót- um í þroska litla einstaklingsins eins og fyrsta hjalinu, fyrsta skrefinu eða fyrsta orðinu, en fáum dytti í hug að slá upp veislu þegar litli eng- illinn uppgötvar kynfærafitlið eða sjálfsfróunina eins og við köllum fyrirbærið oftast. kynnast líkama sínum og mynda grunninn að heilbrigðu kynlífssam- bandi við sjálft sig. Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjaft persona.is KYIMLIF Ragnheiður Eiríksdóttir skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.