Dagur - 03.03.2001, Side 17
LAUGARDAGUR 3. MARS2001 - 17
Hún heyrði fýrst um ís-
land í útvarpsþáttum
sem fluttir voru í tékk-
neska ríkisútvarpinu. Nú
er hún flutt til drauma-
landsins ártugum síðar
og búin að endurheimta
landsfrægan hund úr
sóttkví í Hrísey.
„Mér fannst ég vera komin heim,
þegar ég opnaði dvrnar á húsinu.
Nú er ég bara í fullu starfi við að
vera hamingjusöm", segir Vera
Taslova sem hefur hefur látið sig
dreyma um að heimsækja hið
dulúðuga land Islands alveg frá
því hún var barn.
Vera Taslova er fædd og uppal-
in í Brno á dögurn kommúnism-
ans í lyrrum Tékkóslóvakíu. Hún
stundaði nám í tónlistar- og leik-
listarsögu við listaháskóla þar auk
þess að læra píanóleik. Að námi
loknu hóf hún störf sem tónlistar-
og leikhúsgagnrýnandi og ferðað-
ist á milli tónleikahalla og leik-
húsa vítt og breitt um landið. Fyr-
ir utan hvað það var erfitt að vera
á stöðugu ferðalagi íjarri heimil-
inu, þar sem einkasonurinn beið
hennar, var hvorki spennandi né
uppbyggjandi að skrifa gagnrýni
eftir hugmyndafræðum kommún-
ismans, þar sem ekki mátti segja
nákvæmlega það sem manni
fannst um verkin hvort heldur
þau voru góð eða slæm. Hún fór
því að svipast um eftir annarri
vinnu og komst að sem þýðandi
hjá tékkneska ríkisútvarpinu í
Prag. En þótt Veru hafi þótt gam-
an að vinna hjá útvarpinu, fannst
henni þessi stöðuga pólitíska rit-
skoðun afar þreytandi og að lok-
um var hún orðin dauðþreytt á
þessu öllu saman og óskaði þess
heitast að komast eitthvert burtu
þar sem hún gæti notið mennt-
unar sinnar án afskiptana stjórn-
valda. Hún sótti því um vega-
bréfsáritun til Júgóslavíu, þar sem
gengið var frá pappírum svo hún
og sonur hennar kæmust til Ir-
lands, en þar vonaðist hún til að
eiga meiri möguleika á að fá
vinnu sem hæfði menntun henn-
ar. Þetta var árið 1987 og þótt
kommúnisminn hafi liðið undir
lok í Tékkóslóvakíu tveimur árum
seinna sneri hún ekki aftur til
Tékldands.
Hjáverkin urðu að
öflugu fyrirtæki
Fyrstu fjögur árin í Dublin á lr-
landi vann Vera fyrir sér og syni
sínum sem píanókennari, en tekj-
ur tónlistarkennarans dugðu
skammt. Það var því að hugmynd
tékkneskrar vinkonu Veru sem
bjó í Belfast að bún fór að bjóða
sig fram sem þýðanda í hjáverk-
um, en Vera eins og svo margir
Austur-Evrópubúar talar auk
tékkneskunnar bæði rússnesku
og pólsku, þar íyrir utan hafði
hún lært þýsku í skólanum. Þýð-
ingarvinnan gekk vel og alltaf
fékk Vera fleiri og fleiri verkefni.
Að lokum var orðið svo mildð að
gera hjá henni að hún varð að
velja á milli píanókennslunnar og
þýðingarvinnunnar. Vera sneri sér
þ\a alfarið að þýðingunum sem
auk þess gáfu meiri tekjur, en
saknaði þó alltaf tónlistarkennsl-
unnar. Þýðingarvinnan óx og
dafnaði og áður en Vera vissi af
var hún komin með fýrirtæki í
hendurnar sem hafði yfir að ráða
Ijórum föstum starfsmönnum og
þ'ögurhundruð þýðendum í lausa-
vinnu, sem unnu við að þýða úr
sjötíu tungumálum.
- En hvað fær einstæða tékk-
iteslui móður á besta aldri til að
gefa fyrirtæki sitt sem er t fullum
blóma í Dublin á írlandifrá sér og
hreiðra um sig á Seyðisftröi - ein
með hundinum stnum?
Hrópaði „yes!“
„Eg var ekld nema sex eða sjö ára
gömul þegar ég heyrði fyrst talað
um ísland. Téldmeska ríldsút-
vaq^ið flutti þá röð þátta sem
fjölluðu um Island frá vísindalegu
sjónarmiði. Þetta voru mjög vel
gerðir þættir sem fönguðu athygli
barnsins á þessu dulúðuga landi
einhvers staðar á bjara veraldar.
Frá þeirri stundu átti ég þann
draum í hjarta mínu að heim-
sækja einhvern tíma þetta land,
líkt og aðrir eiga þann draum
beitastan að fara til Indlands.
Seinna þegar \'iö vorum að læra
um sögu Norðurlanda í skólanum
tók ég sérstaldega eftir því að Is-
lendingar höfðu alltaf þurft að
hafa mikið fyrir lífinu og aldrei
fengið neitt upp í hendurnar, án
þess að þurfa að hafa mikið fvrir
því og ég fann til samkenndar
með þessu fólki. Frá myndum
sem ég hafði skoðað gat ég séð að
Island var mjög fallegt land og
þar var mikiö rými, en það er eitt-
bvað sem erfitt er að finna á meg-
inlandi Evrópu. Það var svo um
páska árið 1998, sem mér gafst
tækifæri til að Iáta þennan lang-
þráða draum rætast. Þegar ég
steig út úr flugvélinni í Keflavík
og sá landið í lýrsta sinn, hrópaði
ég í huganum „yes!“.
Hjartað segir
ennþá „boom!“
„Sú tilfinning greip mig fijót-
lega á ferðalaginu um landið,
að ég hlyti að hafa búið þar ein-
hvern tíma áður og ég fann að
ég var þegar farin að spá í það
hvernig ég gæti komið því við
að flytja til Islands. Eg var ekki
fyrr komin til baka til Dublinar,
en ég var farin að vinna að
þeim málum. Lukkan var með
mér, þvf sonur minn sem er 23
ára og hafði verið við nám í við-
skiptafræðum, var nú tilbúin til
að fara út á vinnumarkaðinn og
samþykkti hann að taka við
stjórn fyrirtækisins. Nú gat ég
fyrir alvöru farið að huga að
flutningum.“
- Vissurðu eitthvað hvar þú
vildir búa á Islandi?
„I fyrstu hafði ég hug á að
búa í eða í nálægð við Reykja-
vík, en komst fjlótlega að því að
þar er svipað veðurfar og í
Dublin, en þar rignir allt of
mikið. Þá ákvað ég að skoða
staði sem væru ekki allt of langt
frá Reykjavík, eins og Selfoss
eða Akranes, en ég féll ckki fvr-
ir þeim stöðum heldur og þar
var líka allt of mikið rok. Svo ég
Ieigði mér jeppa og bélt af stað
í könnunarleiðangur um landið
í áföngum. Á Akureyri var allt
of mikill snjór og þó sumrin þar
séu góð, fannst mér það allt of
dýru verði keypt með öllum
þessum snjó á vetrum. Suður-
íandið var of flatt og vindasamt.
Eg keyrði því næst um Austur-
land og þegar ég var komin á
Austfirði var mér farið að líða
vel. Öll þessi háu fjöll gáfu til
kynna að þar væri mun betra
veðurfar og varð ég fyrst
hrifnust af Eskifirði, þar til ég
ók yfir Fjarðarheiðina til Seyð-
isfjarðar. Fegurðin sem við mér
blasti heltók mig og þó ég sé
búin að búa núna á Seyðisfirði
í sex mánuði, segir hjartað enn-
þá „boom!“, þegar ég kem yfir
Fjarðarheiðina. Gömlu húsin á
Seyðisfirði eru alveg óskaplega
falleg og fljótlega fann ég eitt
sem var til sölu. Þegar ég opn-
aði dyrnar á húsinu, fann ég að
ég var komin heim“, segir Vera
og ljómar hreinlega af ham-
ingju, enda segist hún vera í
fullri vinnu við að vera ham-
ingjusöm.
Besti vinurinn frægi
Vera á shefferhundinn Smokey,
sem fékk heilmikla athygli í
fjölmiðlum þegar hann var
fiuttur með einkafiugvél frá Ir-
landi til Akureyrar á leið í sótt-
kví í Hrfsey. „Þeir létu það nú
alveg vera blaðamennirnir á
DV að láta fylgja sögunni, að
ég hefði selt Toyotuna mína
fyrir fargjaldinu handa hundin-
um, en andvirðið sem ég fékk
fyrir hana, passaði mátulega
fyrir farinu og svo gat ég keypt
einn pakka af hundakexi fyrir
afganginn", segir Vera.
Sú sem hér skrifar hitti Veru
þegar hún hafði endurheimt
besta vininn Srnokey úr prís-
undinni í Hrísey og var það
hrein unun að fylgjast með
endurfundunum. Sntokey sem
aldrei hafði upplifað alvöru
snjó, hljóp um hoppandi og
skoppandi af mikilli kæti, milli
þess sem hann merkti sér staði
og spjallaði við eiganda sinn,
Veru. -w
Besti vinurinn SmoKey varað vonum Kampakátur þegar liann
eftir aðhafa losnað úr prísundinni i Hrísey en þangað var hann fluttur i sottk
mort pinkafiuavéi frá írlandi um miðjanjanuar s.l.