Dagur - 03.03.2001, Side 23

Dagur - 03.03.2001, Side 23
 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 - 23 FINA OG FRÆGA FINA OG FRÆGA FOLKIÐ STJÖRNUSPÁ Afhending Brit verðlaunanna Það kom í hlut Elton John að afhenda hinum umdeilda bandaríska rappara Eminem Brit verðlaunin, bresku tónlist- arverðlaunin, sem besta alþjóð- lega karlsöngvara ársins við há- tíðlega athöfn í byrjun vikunn- ar. Eminem söng við þetta tækifæri eitt lag, en það var klæðaburður hans sem vakti þó mesta athygli, hann var í smekkbuxum úr gallaefni, og með hokkýgrímu og keðjusög. Og það var greinilegt að rapp- arinn var ekki alveg sáttur við að hafa tapað Grammyverð- laununum í síðustu viku til Steely Dan því hann kom upp og hafði nafn þeirrar hljóm- sveitar eða dúós í flimtingum. íslandsvinurinn Robbie Willi- ams kom einnig fram og söng við athöfnina, en hann var einmitt kosinn besti karlsöngv- ari Bretlands. I þeirri keppni hafði hann undir kappa á borð við Badly Draum Boy, Craig Da\'id, David Gray og DJ Norman Cook og „Fatboy Slirn". „Fatboy Slim“ hirti hins vegar verðlaunin fyrir besta U2 eru á góðrí siglingu og voru kosnir besta hijómsveitin á alþjóð- legum vettvangi íslands- vinurínn Robbie Williams er besti breski karísöngvar- inn. breska dansatriðið. En Robbie Williams vann fleira, hann var með besta lagið sem var Rock DJ og vídeóið við það lag var jafnframt kosið það besta. Verðlaun sem besta alþjóð- lega söngkonan fékk Madonna, en hetjur kvöldsins voru þó hiklaust kappamir í U2. Þeir voru kosnir besta hljómsveitin á alþjóðlegum vettvangi, auk þess sem þeir fengu sérstök heiðursverðlaun fyrii’ frábært framlag þeirra til tónlistarinnar í 25 ár. Það er ekki úr vegi að rifja upp að U2 unnu á dögun- um Garmmyverölaun fyrir lag sitt „Beutiful Day", þannig að segja má að þeir Iljúgi hátt þessa dagana. þeir notast við ýmsar breytur í uppröðun sinni á því hverjir séu áhrifamestir. Þannig reikna þeir saman tekj- ur manna og möguleika Bítlarnir eru íþriðja sætiyfir áhrífa- þeirra til að afla mestu skemmtikrafa heims árið 2001! tekna, annars vegar og svo vin- ' . ! • sældir þeirra, sem þeir mæla m.a. í þeirri umfjöll- un sem um stjörnurnar er í fjölmiðlum og kvik- myndahúsum o.s.fr. A listanum eru 100 stór- stjörnur og Tom Crujsq. er sannkallaður há- stökkvari því hann var í 20. sæti á síðástá ári. Hvað tekjur varðar þá var Cruise ekki nema sá 13. hæsti en hann vegur þann vankant upp með vin- sældum sínum og mikilli blaðaumfjöllun. Benda menn á að nýlegur skilnaður hans og Nicole Kid- man hefur haft þar talsvert að segja. I fyrra var Julia Roberts í 1. sæti á þessum Iista en hún fellur nú niður í 16. sætið. Sá sem hins vegar skipar annað sætið á eftir Tom Cruise er Tiger Woods og í þriðja sæti eru fjórmenningarn- ir frá Liverpool, Bítlarnir, en á síðasta ári komst platan „1" í efsta sæti í 24 löndum og Bítlarnir voru nefndir á 143 milljón stöðum á Internetinu svo dæmi sé tekið, en umfjöllun um þá er enn gríðarleg. Aðrir á topp tíu eru Britney Spears, Bruce Will- is, Michael Jordan, Bacstreet Boys, N¥ Sync, Oprah Winfrey og Mel Gibson. Viðskiptatímaritið Forbs í Bandaríkjunum hefur nú valið leikarann Tom Cruise sem áhrifamesta Ieikara eða skemmtikraft heimsins. Tom Cruise er sem kunnugt er stjarnan í myndum eins og „Jerri Maguire" og „Mission: lmpossible". Þetta val For- bes hefur vakið verulega athygli víða um heim en Tom Cruise er á toppnum Tom Cruise er áhrifamestur BARNAHORNIfl Aðeins tveir alveg eins Þótt allir þessir Mexíkanar viðrist í fljótu bragði vera eins, þá eru aðeins tveir þeirra að öllu leyti eins. Svo er sniðugt að lita alla kallana og spyrja foreldra ykkar hver þeirra þeim þykir flottastur! Finnið fimm villur Þessar myndir eru að llestu leyti eins, en þó eru þær frábrugðnar í að minnsta kosti fimm atriðum, Getur þú fundið þessi atriði. Síðan er upplagt að lita myndina! Brandarar Hvað kostar andlitslyfting hjá þér læknir? „Tvö hundruð þúsund." „Vá! Er ckki til ódýrari lausn?“ „Jú, þú gætir svo sem gengið með slæðu fyr- ir andlitinu það sem þú átt eftir ólifað!" **** Nína gamla var hjá heimilislækninum og rakti fyrir honum alla sína kvilla og sjúkdóms- einkenni. Þegar hún hafði látið móðan mása um stund, tók lækninrinn fram skrifl)lokk og fór að hripa eitthvað niður. „Ertu að skrifa lyfseðil handa mér?“ spurði Nína. „Nei,“ svaraði læknirinn og rétti henni blað- snepil. „Þetta er símanúmerið hjá mági mín- um. Hann rekur útfararþjónustu.“ Vatnsberinn Þú finnur lykilinn að lífshamingjunni en ekki dyrnar sem hann gengur að. Leitin er allt, þegar upp er staðið. Fiskarnir Bláir eru draumar þínir, Björn minn í norðrinu. Og bann- aðir börnum. Hrúturinn Þú ert á leiðinni, alltaf á leiðinni, en þér gengur enn jafnbölvanlega að skilja sjálfan þig. Nautið Ekki brjóta heila sem er brothættur fyrir. Uppstyttulaus- ar hugleiðingar leysa engan vanda, ef ekkert er svo aðhafst frekar. Tvíburarnir Haltu áfram að lesa Andrésar- blaðið þitt. Það hæfir betur þínum karakter en heiid- arsafn Halldórs Guðjóns. Krabbinn Taumleysi í skemmtanalífinu leiðir sjaldan til sælu. Hafðu hemil á þér á ballinu í kvöld og ekki kitla pinnann um of. Ljónið Neysla á fjölómett- uðum fitusýrum á eftir að koma þér í koll. En það er aldrei of seint að hætta. Meyjan Ekki láta sjá þig í bláu gallabuxunum á Kringlukránni i kvöld. Buxnaeftir- litsmaður sam- gönguráðuneytis- ins verður þar líka. Vogin Áhrif Satúrnusar í þriðja kvarteli tryggja hagstæða helgi. Og afstaða Síríusar til Nóa ræður gæðum páskaeggjanna í ár. Sporðdrekinn Það eru stormvið- varanir á kreiki í til- finningalífinu. Þú færð til tevatnsins þegar þú skriður heim undir morg- un. Bogamaðurinn Það ber vel í veiði í kvöld en það hjálp- ar ekki þeim sem eru með öllu . kvótaiausir i . kvennamálum. i Steingeitin Neyttu fagnaðar- efnanna í hófi. Gleðigjafinn er aldrei ókeypis.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.