Dagur - 03.03.2001, Síða 6

Dagur - 03.03.2001, Síða 6
30 - LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 .Dagur ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: A ðstoðarritstjóri: Skrifstofur: Simar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Netföng auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Símbréf auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVlK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.900 KR. A MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 valdemar@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is (REYKJA\/ÍK)563-161 5 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6191 Valdemar Valdemarsson 460 6161 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Pólitísk fjárkúgim í fyrsta lagi Dönsku ríkisstjóminni hefur tekist að sirndra færeysku þjóðinni og um leið festa yfirráð Dana á eyjunum enn frekar í sessi. Paul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sýndi sams konar hörku gagnvart sjálfstæðisóskum Færeyinga og forverar hans í embætti gerðu fyrir heilli öld þegar íslendingar kröfðust þess að fá að ráða sínu landi sjálfir. Þegar kemur aó sjálfstæði eyjanna í Atlantshafinu er þan- nig enginn munur á jafnaðarmannastjóm við upphaf tuttugustu og fyrstu aldar og íhaldsstjóminni sem ríkti í Kaupmannahöfn fyrir hundrað árum. í öðru lagi Danska ríkisstjómin beitti Færeyinga fjárkúgun. Rasmussen lét það boð út ganga að ef færeyska þjóðin dirfðist að kjósa sjálfstæði frá Dön- um í atkvæðagreiðslu sem fyrirhuguð var í maimánuði, þá yrði snar- lega skrúfað fyrir hefðbundinn íjárframlög úr ríMssjóði á örfáum áram. Það hefur alltaf legið fyrir að Færeyingar þurfa 10-15 ára fjár- hagslega aðlögun til að geta örugglega staðið á eigin fótum efnahags- lega. Hótun Rasmussens var því í reynd tilkynning til almennings í Færeyjum um að ef ekM yrði fallið frá hugmyndum um sjálfstæði kæmi yfir þjóðina Meppa af mannavölduin. Þetta var að sjálfsögðu ekkert aimað en nakin pólitísk ijárkúgun. Og hún har tilætlaðan ár- angur. í þriðja lagi Telja má víst að með framferöi smu hafi Rasmussen seinkað sjálfstæði Færeyja um nokMa áratugi. Það er liins vegar óskynsamlegt af fær- eyskum stjómmálamönnum að leyfa Dönum aó hafa áfram slík helj- artök á efnahag eyjanna og veriö hefur. Þess í stað ættu Færeyingar að leggja kapp á það næstu árin að vinna sig smám sarnan út úr danskri fjárhagsaðstoð þannig að þeir standi efnaleg sjálfstæðir eftir eiim til tvo áratugi. Ef þannig verður að málum staðið ávinnur þessi frænd- þjóð okkar sér fullt frelsi til að taka ákvörðun um sjálfstæði sitt án þess að þurfa að óttast efnahagslegar refsiaðgerðir dansMa stjóm- valda. Elías Snæland Jónsson. Bláa gallal) uxnabaimið Það eru örugglega ýmsir fleiri en Garri sem hafa vaxandi áhyggjur af öryggismálum í farjiegafiugi yfir Islandi. Eins og allir vita þá eru flugumferðarstjórar lykil- menn í öryggismálum háloft- anna og skiptir mildu að traustir menn og áreiðanlegir veljist til slíkra ábyrgðarstarfa. Því hlýtur að hríslast kalt vatn niður hryggsúlur flugal- mennings, þegar þær fréttir berast að í hópi flugumferðar- stjóra sé maður sem hefur tendensa til að ganga í bláum gallabuxum! Það vita það allir sem vilja vita að mönnum sem kjósa að ganga í bláum gallabuxum er yfir- leitt ekki treystandi. Þetta eru oft ein- hverjar eftirlegukindur frá bongó- og gæruhippatímabilinu, eða óáreiðanlegar listamann- stýpur og fyrrverandi töffarar. Sem sé alls ekki menn sem setj- andi er á vetur í störfum þar sem líf og limir eru undir því komnir að viðkomandi vinni fullkom- lega einbeittir og allsgáðir. Hippaeftirlitið Að sjálfsögðu gerði jafnglöggur maður og samgönguráðherra sér grein f)TÍr alvarleika þessa máls og setti blátt gallabuxnalögbann á flugumferðarhippann, þannig að flugfarþegar gátu andað Iétt- ar, þess fullvissir að viðkomandi einstaklingur hafði verið skikk- aður til að stjórna lendingum og lofttökum í stífpressuðum svört- um terilynbuxum frá Andersen og Laut. En nú er komið babb í bátinn, því hinn frjálslyndi síðhippi, Umbi Alþingis, hefur nú kveðið up]) þann úrskurð að hið bláa gallabuxnabann samgönguráð- Steingrímur. Ekki í rúllukragapeysu herra, sé ólöglegt! Og þar með er auðvitað allt flugöryggi í upp- námi á nýjan Ieik. Rúllukragahaimló Við J)etta er auðvitað ekki hægt að una. Og löngu kominn tími til að Alþingi skipi sérstaka klæðaburðarnefnd sem hefur vald til þess að ákveða hvcrju menn klæðast og hverju ekki, ekki síst í Ijósi þess að drjúg- ur hluti af starfi Jiingmanna hefur alltaf snúist um föt og fatasmekk, eig- inn og annarra. Hver man t.d. ekki eftir stóra kjólamálinu, þegar útgjöld þingsins stórjukust vegna kjólakaupa þáver- andi forseta Alþing- is, Guðrúnar Helgadóttur? Svo ekki sé nú minnst á stóra rúllu- kragapeysumálið, þegar Stein- grímur J. Sigfússon, nýkjörinn, kornungur, sköllóttur og skeggj- aður óð inn á Aljringi á fyrsta degi, bindislaus og í rúIluMaga- peysu! Það kostaði þingheim margra daga Jirýsting og tuð að fá Steingrím til að kasta rúllu- Magapeysunni og mæta í skyrtu og með bindi og ugglaust er enn fylgst með kauða svo hann hlaupi ekM út undan sér í þess- um efnum. En sem betur fer hafa aðrir karlþingriienn í Is- landssögunni ekki mætt háls- tauslausir á hið háa Alþingi, sem segir okkur að óopinbert en ákaflega virkt klæðaburðareftir- Iit er starfandi á þingi. Það þarí sem sé að útvíkka Jietta eftirlit út fvrir veggi Al- þingishússins. Öryggishagsmun- ir almennings eru í húfi. Það sýnir stóra og bláa gallabuxna- málið best. - GARRI JÓHANNES SIGURJÓNS- SON SKRIFAR Frændur okkar Finnar eru með böggum hildar Jressa dagana vegna lyfjahneykslisins sem svo mjög skekur finnskan íþróttaheim og raunar samfélagið allt. Helstu íþróttahetjur Finna hafa sem sé verið staðnar að lyfjamisnotkun og þar á meðal jafn nafntogaðir og háttvirtir Göngu-Hrólfar á skíðum og þeir Mika Myllyla og sjálfur Harri Kirvesniemí. Og fleiri hafa raunar verið bendlaðir við ó- sómann, m.a. boldángskonur á borð við Virpi Kuitunen og Milla Jauhu, sem sýnir að það ríkir full- komið kynjajafnrétti í þessum skammarlega skandala. Það er ekki kyn þó þetta sé þjóð- aráfall í Finnlandi. Til samanburð- ar ættu menn að hugleiða hvernig okkur liði hér upp á Islandi ef þau féllu öll samhliða á lyfjaprófi, Vala Flosadóttir, Örn Arnarson og Jón Arnar Magnússon. Það er tæplega að maður geti minnst á svo fárán- legan þanka ógrátandi, Jrannig að Óbreyttir og stera- breyttir íþróttameim við getum rétt ímynd- að okkur hvernig vin- um okkar Finnum líður. Ungmennafélags- andinn Það hefur hingað til þótt sjálfsagt að íþróttamenn frá aust- anverðri Evrópu falli á lyfjaprófum svo og Bandaríkjamenn sem og Kínverjar. Og auð- vitað viðurkennd staðreynd að slatti af gildandi heimsmetum í ýmsum greinum íþrótta var settur af fólki sem var úthelgt af stera- neyslu og er vonandi við Jiokkalegu heilsu enn. En einhvern veginn hafa menn talið að ennþá eimdi það mikiö eftir af gamla ung- mennafélagsandanum á Norður- löndum að þar hefðu lyfjafræðing- ar minna að iðja í sportinu cn ann- ars staðar í henni veröld. En þó Áfram Vaia og engin lyf hefur fólk fallið á lyijaprófum á öllum Norðurlöndum, Is- land þar eldd undan- skilið og nafntogaðir norrænir garpar þurft að sæta keppnis- banni, þannig að hinn nýji Finnagaldur á sér fordæmi. Það er sem sé eng- inn óhultur fyrir þessum ófögnuðí. En samt, það er varla hægt að sætta sig við að árangur í íþróttum almennt ráðist fremur af færni lyfjafræðinga en keppend- anna sjálfra. En hvað er til ráða? Lyfjapíuleikar Kempan Jón Arnar Magnússon, var á dögunum í spjalli um |>essi mál í útvarpi, og varpaði ])á fram þeirri spurningu í gríni, hvort ekki væri rétt að hafa þetta eins og í tor- færunni, þar sem keppt er í götu- bílaflokld annars vegar og í flokki breyttra bíla hins vegar, svo fyllsta jafnræðis sé gætt. Og kannski er þarna leiðin fundin, sem sé að hafa tvenns konar íj)róttamót, annars vegar fyrir óbreytta íþrótta- menn, hins vegar fyrir sterabreytta keppendur. Flestir eru sammála um að útilokað sé að koma í veg fyrir lyfjamisnotkun, þannig að áfram eíga óbreýttir litlá mögu- leika gegn sterabreyttum. Hvernig væri að vinna út frá þessum raunveruleíka? Leyfa þeim, sem vilja hætta lífi og heilsu, að éta sterana uppstyttulaust og setja ógurleg heimsmet á ólympfu- leikum lyfjafræðinga. Og hinir óbreyttu myndu svo keppa á hér- aðsmótum heimsins sem heil- brigðar sálir í hreinum skrokkum og fella sínar byrjunarhæöir með sæmd. Og hefðu þá allir nokkuð að iðja og uppskæru í samræmi við útsæð- ið. Ætlarþú aófylgjíist ma) Formúlunni og hver stenduruppi sem heims- meistari 14. öhtóberí haust? (Keppni í Formúlu-1 kapp- ákstrí hefst að nýju á Albert Park í Astrálíu aðfaranótt sunnudags.) Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Satnherja: „Schumacher mun standa uppi sem heimsmeistari í haust eftir síðustu keppnina í Asíu. Hann mun fylgja eftir sigrinum frá því í fyrra. Eg fylgist með keppninni þegar ég get, en kannski eldd alltaf á hvaða tíma sólarhrings sem er, svo spenntur er ég eldd. Eg hef fyl- gst með þessu í 5 eða 6 ár, byrjaði að fylgjast með þessu þegar ég var erlendis og fagna því að hafnar eru sýningar frá þessu hér. Þetta er mjög góð afþreying, mikil spenna, og góð íþrótt." Ellert Schram forseti íþrótta- ogÓI.samb. ísl. „Eg fylgist nú með keppninni í For- múlu-l kappakstrin- um af takmörkuðum áhuga því ég er enn ekki búinn að til- einka mér þetta enda svo margar aðrar íþróttir til. Ætli ég tippi eldd á að Michael Schumacher vinni heimsmeistara- titilinn og verji titilinn sem hann vann svo sanngjarnt á síðasta keppnistímabili. Ég hef ekki svo rnikið vit á þessu að ég sé að halda með einhverjum." Signín Hjálmtýsdóttir siingkona: „Ég fylgist ekkert með þessu, en veit að þetta er til. Á mínu heimili er eldd horft á Formúluna, en margar aðrar íþróttir. Ég man ekki hvort það var Þjóðverjinn Schumacher eða Finninn Hálddnen sem vann síðast, þeir voru alltaf að fara fram úr hvor öðrum. Ég sest ekki fyrir framan sjónvarpið þcgar kcppnin hefst, vel heldur góða bpk eftir að ég kem heim frá því að syngja. Maður spennist svo upp við svona sjón- varpsefni, og svo er þetta allt of seint á dagskrá." Þórír Jónsson fonnaðurUMFÍ: „Ég hef alltaf stutt Mika Hakkinen og félaga hjá McLaren, og spái honum því sigri J)ó Míngum mig séu eintómir Schu- macher-menn. Ég ætla að reyna að fylgjast með keppninni í sjónvarpinu þegar ég hef tök á því með öðru og verð væntanlega fyrir framan skerminn aðfaranótt sunnudagsins. Mér finnst gaman að Jjessu en ég var lítið spenntur fyrst, hélt að þetta væri bara eitthvað þar sem menn keyrðu bara í hringi. Ég er nú á þeirri skoðun að þetta sé íþrótt enda byggist ])etta ]>að mikið á því að ökumennirnir séu í fullkominni |)jálfun sem íjjróttamenn."

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.