Dagur - 03.03.2001, Page 8

Dagur - 03.03.2001, Page 8
32- LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 FRÉTTASKÝRING L. ro^tr Vetnid brátt á gö Stefnt að þvi að ísland verði fyrsta vetnisam- félagið. Evrópsk sam- vinna. Stærsti ESB styrkurinn. Umhverf- isvæn orka. Vetnis- strætó eftir tvo ár. Skeljungur byggir dreifistöð. Ef að líkum lætur munu fyrstu al- menningsvagnar sem knúnir eru vetni aka um götur Reykjavíkur eftir tvo ár. Miklar væntingar eru bundnar við vetnið sem umhverf- isvænan orkugjafa og þeirrar framtíðarsýnar sem það getur haft í för með sér fyrir umhverfi íslensks samfélags. A ársgrund- velli kaupa Islendingar olíu og bensín fyrir um 10 milljarða króna. Þessu til viðbótar binda menn miklar vonir við önnur hag- ræn áhrif eins t.d. á hagvöxt og atvinnulíf. Vetnisdreifmg I gær var kynnt svokallað ECTOS - verkefnið. Það er vetnisstrætis- vagna verkefni sem miðar m.a. að uppbyggingu innviða fyrir vetnis- dreifingu, akstri vetnisvagna í hefðbundnu leiðarkerfi SVR og rannsóknir tengdar verkefninu. Að þessu verkefni stendur fyrir- tækið íslensk NýOrka sem hefur það að markmiði að stofna fyrir- tæki sem rannsakar möguleika þess að nota vetni í stað olíu og bensíns á Islandi og skapa þar með fyrsta vetnissamfélag heims- ins. Þetta fyrirtæki er samstarfsfyr- irtæki í eigu VistOrku, Daimler Chrysler AG, Norsk Hydro ASA og Shell Hydrogen BV. Af þessu má sjá að það eru engir aukvisar á ferð, bæði á sviði bílafram- leiðslu og orku. Eigendur VistOrku eru Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Háskóli Islands, Iðntæknistofnun, Landsvirkjun, Áburðarverksmiðjan, Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykja- víkur. Stærsti ESB styrkurinn I framkvæmdaáætlun þessa verk- efnis á tímabilinu 2001 - 2005 verður varið um 7 milljón'evrum, eða 560 milljónum króna. Þar af hefur Evrópusambandið ákveðið að styrkja verkefnið með 2,85 milljón evrum. Það er stærsti styrkur sem íslenskt fyrirtæki hef- ur fengið til þessa frá ESB. Af- gangurinn 4,15 milljón evrur skiptist jafnt á milli erlendra og innlendra aðila sem standa að þessu verkefni. Fmmkvöðull Hugmyndir og rannsóknir manna á vetni sem umhverfisvænum orkugjafa á sér nokkra sögu hér á landi. Þar hefur Bragi Árnason prófessor verið einn helsti braut- ryðjandinn í því að ýta undir áhuga manna á þessu verkefni í samstarfi við erlenda og innlenda aðila. Þá hefur ríkisvaldið einnig komið töluvert að þessu máli. Enda lýsti Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra yfir áhuga og stuðningi íslenskra stjórnvalda á þessu verkefni á blaðamanna- fundi í Ráðhúsinu í gær. Auk þess hefur Reykjavíkurborg lagt mikið til umhverfisvænna stefnumark- ana og nýjunga á sviði vistvænna samgangna. Vetnl Vetni, H2 er frumefni sem er til í miklum mæli í náttúrunni og er bundið í vatni og kolvetnissam- böndum t.d. í jarðgasi og flestum öðrum lífrænum efnum. I fram- tfðinni er talið að vetni muni koma í vaxandi mæli í stað olíu og kola til að knýja samgöngutæki og skip. Almennt má segja um vetni að það sé orkuberi, þ.e. orku- geymsla. Það er jafnframt léttasta og eitt algengasta frumefni jarðar. Það er t.d. þrefalt orkumeira á hverja massaeiningu en bensín en krefst mun meira geymslu- rýmis í gasformi. Á Islandi er vetni framleitt með rafgreiningu á vatni og flokkast því sem vist- vænn iðnaður. Þá er vetni m.a. mikið notað í efnaiðnaði og sem eldsneyti á eldflaugar sem sendar eru út í geiminn. Vetni er einkum framleitt og dreift í gasformi eða þá í fljótandi formi og þá mikið kælt. Mikill og vaxandi áhugi Á síðustu árum hefur þörfin fyrir nýjan, vistvænan orkugjafa aukist til muna og þá sérstaklega í stór- borgum og á þéttbýlum stöðum. Hérlendis hefur t.d. Reykjavíkur- borg markað sér umhverfisvæna stefnu í almenningsamgöngum og hjá Sorpu er þegar hafin fram- Ieiðsla á metangasi. Þá hafa nokkur borgarfyrirtæki keypt bíla sem knúnir eru áfram af þessurn umhverfisvænu orkugjöfum í stað bensíns og olíu. Þá hefur um- hverfisstefna ríkisins einkum markast af virkjun endurnýtan- legra orkugjafa eins og fram hef- ur komið í allri virkjanaumræð- unni. Sem kunnugt er þá eru áhrif gróðurhúsalofttegunda þegar far- in að koma fram með hækkandi hitastigi jarðar. Viðbúið er að þessara áhrifa muni gæta enn frekar á næstu árum og jafnvel þótt takist að semja á alþjóðavett- vangi um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda út í and- rúmsioftið. Þetta þrýstir enn frek- ar á rannsóknir manna til að finna nýja orkugjafa sem ekki hafa í för með sér mengun í and- rúmsloftinu. F.fnarafall Á síðustu árum hafa rannsóknir leitt til stórfelldra framfara í þess- um efnum. Meðal annars hafa verið þróaðir litlir lághitaefn- arafalar sem hægt er að nota í bif- reiðum. Efnarafallinn býr til raf- straum með því að nota vetni sem orkugjafa ásamt súrefni úr and- rúmsloftinu, en rafstraumurinn er notaður til að knýja mótor bíls- ins. Gert er ráð fyrir að bifreiðar með efnarafölum og rafmótorum geti í framtíðinni komið í stað Eins og kunnugt er þá sam- anstendur útblástur bifreiða af skaðlegum gastegundum ss. koltvíoxíði, CÖ2, brennisteinství- oxíði, S02 og níturoxíði, NO sem ásamt ryki og öðrum efnum er hættulegt heilsu manna. Hér- lendis hefur þróunin orðið sú að umferðin hefur fengið þann vafa- sama titil að vera kölluð mesta eiturefnaverksmiðja landsins vegna þeirrar mengunar sem af henni stafar í andrúmsloftinu. Þótt venjulegir bílar verði sífellt betri og orkunýtnari er talið að það muni ekki duga til að draga úr útblæstri gróðurhúsaloftteg- unda með vaxandi bifreiðanotk- un. Vetni og efnarafall eru því taldar vera fyrirmyndarlausn fyrir ökutæki framtíðar til að minnka útblástur mengandi lofttegunda vegna þeirrar skaðsemi það hefur á heilsu fólks og náttúru. Virkjanir Til að knýja allan bíla- og skipa- flota landsmanna er talið að það þurfi um 80 - 90 þúsund tonn af vetni. Til að framleiða slíkt magn þarf um það bil 4,5 TWh. Það samsvarar um 550 MW virkjun. Athygli vekur að til þess að knýja allan bíla- og skipaflota lands- manna þyrfti því tæplega 10% af þeirri raforku sem talið er hag- kvæmt að virkja. Fram til þessa er aðeins búið að virkja 7 TWh af 50 TWh sem talið er hagkvæmt að virkja. Hjálmar Amason þingmaður spálr því að eftir 20 - 30 ár verði það undantekn- ing að sjá bíla á göt- ujium sem ganga fyrir öðru eldsneyti en vetni. Haun telur einnig að landiun geti orðið virkur í írain leiðslu véla í vetnis- bíla. Hagræn áhrif I þeim rannsóknum sem fram hafa farið hefur komið í ljós að verulegir ávinningar geta orðið af því að nýta vetni í stað bensíns og olíu hér á landi. I því sambandi er m.a. bent á að þar sem orkan er framleidd hér innanlands yrðu landsmenn sjálfum sér nógir í þessum efnum. Fyrir vikið yrði viðskiptajöfnuð- ur hagstæðari, en árlega er flutt inn bensín og olía fyrir um 10 milljarða króna. Jafnframt mundi raforkunotkun aukast og hagvöxt- ur að sama skapi. Þá má með vetni draga úr umhverfisáhrifum stórvirkjana þar sem hagkvæmt mun vera að framleiða vetni með Iitlum vatnsafls- og eða jarð- varmavirkjunum. Ennfremur eru bundnar vonir við að ný rannsóknar- og þróun- arstörf verði til í landinu t.d. vegna þróunar á vetnisknúnum skipavélum. Þetta þróunarstarf er í þann veginn að hefjast hér á landi og því er talið mjög mikil- vægt fyrir Island að gerast þátt- takandi í slíkum verkefnum, eins og t.d. ECTOS sem geta skapað ný og spennandi tækifæri fyrir ís- lenskt atvinnulíf. Stór dagur Eftir blaðamannafundinn í Ráð- húsinu í gær sagði Hjálmar Árna- son þingmaður sem barist hefur lengi fyrir framrás vetnis að þetta

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.