Dagur - 06.03.2001, Qupperneq 1
Ræstingar á Landa-
koti settar í útboð
Hagræðing og spam-
aður. Ræstingar ekki
kjamastarfsemi hjá
Ríkisspítulum. Fidl-
komið ábyrgðarleysi
segir formaður BSRB.
Ríkisspítalarnir liafa boðið út
ræstingu á Landakoti til að ná
fram sparnaði og hagræðingu í
rekstri. Búist er við að niður-
staða fáist um miðjan mánuð-
inn, en nokkur fyrirtæki tóku
þátt í útboðinu. Um 30 manns
hafa unnið við ræstingarnar á
Landakoti. Ef vel tekst til er ekki
útilokað að ræstingar inni á hin-
um stóru sjúkrahúsunum í Foss-
vogi og við Hringbraut verði ein-
nig boðnar út.
FuUkomið ábyrgðarleysi
Skiptar skoðanir eru um útboð á
verkþáttum innan velferðarþjón-
ustunnar og m.a. hefur stjórn
BSRB varað við vaxandi tilhneig-
ingu til að ná fram niðurskurði á
útgjöldum með þeirri leið. I
ályktun stjórnarinnar er m.a.
bent á að fjölþjóðleg íyrirtæki í
einkaeign sem sérhæfa sig í verk-
efnum innan velferðarþjónust-
unnar sækja mjög inn á þennan
markað
Ogmundur Jónasson formaður
BSRB segir að þessi útboðs-
stefna Ríkisspítalana sé fullkom-
ið ábyrgðarleysi. Hann segir að
ef þetta sé gert til að spara pen-
inga þá sé það undarlegt að nið-
urskurðarhnífnum sé aftur og ít-
rekað beint gegn því fólki sem
býr við minnst starfsöryggi og
lægstar tekjur.
36 milljónir á ári
Ingólfur Þórisson framkvæmda-
stjóri eigna- og tæknisviðs Ríkis-
spítala segir að starfsfólkinu
verði boðin vinna á öðrum stöð-
um hjá þeim. Þá eru vonir
bundnar við að eitthvað af starfs-
fólkinu verði boðin vinna hjá því
fyrirtæki sem tekur við ræsting-
unum eftir útboðið. Hann vill
ekki tjá sig um það hversu mikið
spítalinn kann að spara í kostn-
aði með útboðinu en ræstingarn-
ar á Landakoti hafa kostað spít-
alann um 36 milljónir á ári.
Tilraimaverkefni
Hann segir að útboðið sé liður í
því að leita leiða til að gera betur
í rekstrinum. Hann segir að á
markaðnum séu sérhæfð ræst-
ingarfyrirtæki og því séu vonir
bundnar við það að með útboð-
inu verði gengið til samninga við
fyrirtæki sem getur gert þetta
betur en Ríkisspítalarnir, enda
séu ræstingar ekki kjarnastarf-
semi hjá stofnuninni.
Hann áréttar þó að þetta sé til-
raunaverkefni. Eftir ár eða svo
verður reynslan af þessu fyrir-
komulagi metin og af öðrum
ræstingum sem unnar eru í verk-
töku fyrir Ríkisspítala. Meðal
annars sjá verktakar um ræst-
ingu á Grensás, á rannsóknar-
stofum við Hringbraut og í skrif-
stofuhúsnæði spítalans. — GRH
Kona
varð úti
57 ára gömul kona varð úti í
óveðri í Gilsfirði uin helgina.
Hún hét Olöf Snorradóttir, hús-
freyja í Gilsfjarðarmúla og lætur
eftir sig eiginmann og 5 upp-
komin börn.
Konan var á skemmtun í Voga-
landi í Krossanesi og er talið að
hún hafi ætlað að aka heim til
sín á undan Ijölskyldunni en hafi
villst. Lögreglan telur að hún
hafi tekið ranga beygju inn á
þjóðveginn og lent út af veginum
skammt frá Gilsfjarðarbrúnni.
Konan gekk nokkur hundruð
metra undan veðri en talið er að
hún hafi villst. Veður var afar
slæmt, hríðarbylur og lítið
skyggni, auk náttmyrkurs og tals-
verðrar frosthörku. Ólöf heitin
fannst daginn eftir og var úr-
skurðuð látin við læknisskoðun.
■œnHBBBnna
Veturrfldr
Vetur konungur hefur minnt mjög á sig síðustu daga og hafa samgöngur raskast víða um land. Landleiðin milli
Reykjavíkur og Akureyrar var opnuð aftur í gær en skyggni var ekki gott eins og þessi mynd af Holtavörðuheið-
inni ber með sér. - mynd: brink
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra: Grafalvarlegt mál.
Sterkari lög
gagnvart neyð-
artilfelliun
Guðni Agústsson landbúnaðar-
ráðherra segist trúa því að ef Is-
lendingar fari varlega, sé hægt að
sneiða hjá því að gin- og klaufa-
veikin illræmda berist til lands-
ins. Til þess að svo geti orðið,
þarf hins vegar að fara afar var-
lega og beita öllum þeim for-
vörnum sem hægt er að beita, að
mati ráðherrans. Unnið er nú að
viðbrögðum við vánni og breyttri
löggjöf.
„Yfirdýralæknisembættið er
með viðbragðaáætlun gagnvart
alvarlegum smitpestum þannig
að við getum brugðist \dð þessu.
En það þarf að styrkja lögin. Nú
liggur fyrir frumvarp í þinginu
sem hjálpar embættinu að marka
skýrari stefnu.
Harmar bændaferð
Eg hvet hins vegar Islendinga til
að fara gætilega. Auðvitað bið ég
þess og vona að slíkur sjúkdóm-
ur berist ekki til Islands en hins
vegar verða allir Islendingar að
átta sig á eigin ábyrgð. Ég harma
það t.d. ef ferðaskrifstofur eru að
skipuleggja ferðir inn á svæði,
sem gætu verið sýkt,“ segir land-
búnaðarráðherra og á þar við fyr-
irhugaða bændaferð til Bret-
lands.
Spurður nánar um fyrirhugaða
styrkingu laganna, svarar ráð-
herra að verið sé að kanna
hvernig hægt sé að bregðast við
óvæntri vá með enn skjótari og
markvissari hætti en núverandi
meðul geri ráð fyrir. Við grafal-
varlegt mál sé að eiga, þannig að
brýnt sé að bráðareglugerðir séu
tiltækar.
I gær var ákveðið að allur far-
angur ferðamanna frá Bret-
landseyjum til Islands skuli
gegnumlýstur í Keflavík. Þá var
sótthreinsibúnaði komið íý'rir í
flugstöðinni og verða farþegar
eftirleiðis að ganga yfir svonefnt
fótabað, bakka með efnablöndu
sem vinnur á veirunni. — bþ
NYTT HEIMILISFANG
Opið
mán-fös 10-18:
lau 12.00 -17:00
sun 14:00-17:00
Vj'ó rj/u/fj lluíí í hj'dri'd íjurgurííimifj góó ciókuimij
rú/nguii úúmicirujcuójj mirmi góón íjjónuuicin
ClfDÁDA |Vatnsmýrarvegur 20
Clf llUa n i (Alaskav/ Miklatorg)
BÍLASÁLA
Tákn um traust
Sími 511 1800
Fax 511 1801
evropa@evropa.is