Dagur - 06.03.2001, Page 2

Dagur - 06.03.2001, Page 2
2 — ÞRIDJUDAGUR 6. MARS 2 00 1 FRÉTTIR Konumar standa að bakl Jónínu Jónína Bjartmarz telur að ráðherrar eigi of annríkt til að geta gegnt varaformanns- stöðunni af lulJiiin þrótti. Guðni segist óhræddur. Formaður Landssambands fram- sóknarkvenna, Jóhanna Engilberts- dóttir, segir að hún styðji Jónínu Bjartmarz persónulega í kjör vara- formanns flokksins. Jóhanna segir milda ánægju meðal kvenna með að Jónína hafi ákveðið framboð. Fyrst og fremst séu það þó hæfi- leikar Jónínu sem einstaklings fremur en kynferði, sem séu þess valdandi að hún sé (ýrirtaks góður kandidat. „Eg hvatti hana til að gefa kost á sér, já“ segir Jóhanna, aðspurð hvort landssamhandið hafi lagt hart að Jónínu að fara í framboðið. Hún segir að framsóluiarkonur vilji sjá fleiri konur í forystustiirfum og hún sé afar ánægð bæði með fram- boð Jónínu til varaformanns og framboð Sivjar til ritara. „Eg sé keppni. ekki annað en báðar þessar konur ættu að geta náð kjöri." Þrír þingmenn Framsóknar- flokksins munu bítast um varafor- mannsstöðuna á flokksþinginu sem fram fer eftir I I daga. FyrstLir tilkynnti Olafur Orn framboð sitt, síðan kom Guðni Ágústsson sem jafnframt er landbúnaðarráðherra og nú um helgina skreið Jónína undan feldinum og ákvað að taka slaginn. Skiptar skoðanir Reykvískir framsóknarmenn sem Dagur ræddi við í gær skiptust nokkuð í fylkingar varðandi fram- boðjónínu og ergreinilegt að hún á þar bæði ákafa stuðningsmenn og gagnrýnendur. Gagnýnisradd- irnar benda á að hún sé ný og hafi í raun komist í varaþingmannssæti á kynjakvóta eftir prófkjör og síðan hafi brotthvarf Finns Ingólfssonar fleytt henni inn á þing. Hún hafi því ekki verið kjörin sem einn hel- sti forystumaður kjördæmisins, enda sé hún til þess að gera nýr liðsmaður. Teflir til sigurs Aðrir eru ánægðir með kjark fram- bjóðandans og Jónína gerir sjálf lít- ið úr þeirri pólitísku áhættu sem felist í að fara fram gegn ráðherran- um Guðna: „Við höfum ólíka ím\Tid sem hefur auðvitað áhrif á ásýnd flokksins en við erum fýrst og fremst samherjar. Það má líka líta til þess að ráðherrann í þessu tihdki hefur eins og aðrir næg verk- efni og ég varpa fram þeirri spurn- ingu hvort ekki sé eðlilegt að dreifa kröftunum og velja fleiri til foiy'stu - hreikka hana. Það gerum viö ekki með því að velja ráðherra," segir þingmaðurinn og segist tefla til sig- urs í varaformannskjörinu. Guðni hvergi hanginn Guðni Ágústsson segist hvergi banginn við framboð Jónínu. „Ég átti von á að hún færi fram, hún hafði gefið það til kynna. Þetta breytir engu í mínu dæmi. Eg finn góðan stuðning og á Ianga sögu að baki í flokknum. Jónína er hins vegar ný og á stutta sögu þannig að ég er ókvíðinn," segir Guðni. Olafur Orn Haraldsson sagðist ennfremur bjóða Jónínu velkomna til leiks þótt fyrir skömmu hafi hann gagnrýnt bæði hana og Val- gerði Sverrisdóttur vegna stuðn- ings þeirrar síðarnefndu við Jón- ínu. -I5l> -sjá bls. 15 Leit stenduryfir að svartskjöldóttri kú. íslensk kýr imgfirú Gateway Efnt hefur verið til samkeppni meðal kúa á íslandi. Allar svart- skjöldóttar kýr á landinu eru gjaldgengar í keppnina. Keppt er um hver þeirra líkist mest kúnni sem gjarnan sést í auglýsingum Gateway tölvufyrirtækisins eða minnir mest á tákn Gateway sem byggir á litaskiptum ónefndrar svartskjöldóttrar bandarískrar kvr. Tíu kýr verða valdar í undan- úrslit Ungfrú Gateway 2001 þann 20. mars. Þær og umboðs- menn þeirra fá ýmis verðlaun og ungfrú Gateway 2001 verður svo krýnd þann 6. apríl og færir Aco henni tölvu frá Gateway að verðmæti 180.000 kr. Auk þess að vekja athygli á ís- lensku kúnni hefur keppnin um Ungfrú Gateway 2001 það að markmiði að auka tölvunotkun meðal bænda. Bjöm segir R-listann vera valdasjúKan manna í Revkjavík snýst í vaxandi „Öll störf R-listans síð- ustu ár hafa byggst á því að halda völduuuui, hvað semþaukosta,cc segir meuntamálaráð- herra. „Þau Stefán Jón og Ingibjörg Sól- rún ræða ekld um innri málefni Sjálfstæðisflokksins af neinni um- hyggju fyrir honum heldur út frá eigin hagsmunum. Hugaræsing þeirra má rekja til þess, að þeim þykir óþægilegt, að kastljósinu sé beint að borgarmálum og þar með slakri forystu R-listans. Klúðrið vegna kosninganna um flugvöllinn er síðasta dæmið af mörgum um handvömm meirihlutans við stjórn borgarinnar." Þetta segir Björn Bjarnason menntamálaráðherra í nýjum pistli á heimasíðu sinni og er tilefnið tví- þætt. Annars vegar viðbrögð borg- arstjóra við þögn Björns um hvort hann hyggist taka leiðtogaslaginn fyrir sjálfstæðismenn í borgar- stjórnarkosningunum. Hins vegar föst skot borgarstjóra á Björn og fé- laga í Sjálfstæðisflokknum í viðtali við Dag fyrir skemmstu. Dagur sendi menntamálaráð- herra fyrirspurn í gær varðandi borgarstjórnarmálin en Björn lét ógert að svara. Hann segir hins veg- ar á heimasíð- unni að í sporum forystumanna R- listans hefði hann frekar áhyggjur af stöð- unni í eigin ranni en þeim umræðum, sem fari nú fram á vettvangi Sjálf- stæðisflokksins. Grát krókódilstánum „Það var furðulegt að heyra Ingi- hjörgu Sólrúnu láta líta svo út í samtalinu við Egil Helgason, að hennar flokkur væri Kvennalistinn. Þegar borgarstjóra hentaði, lét hún Kvennalistann sigla sinn sjó og grét krókódílstárum yfir upprætingu hans," segir Björn. Ennfremur: „Flokkarnir, sem stóðu að R-listanum, nema Fram- sóknarflokkurinn, eru úr sögunni, en innra flokksstarf framsóknar- mæli um einstaklinga, sem takast á um valdastöður. Ingibjörg Sólrún vill sem minnst af Samfylkingunni vita, einkum þegar vegur hennar minnkar jafnt og þétt undir lorystu Ossurar Skarphéðinssonar. Á hinn bóginn sækja vinstri/grænir í sig veðrið en Ogmundur Jónasson, leiðtogi þeirra í Reykjavík, hefur helst áhyggjur af því, að Sjálfstæð- isflokknum hafi tekist að draga R- listann of langt til hægri." Engin hugsjón Að lokum segir menntamálaráð- herra þetta: „Valdapólitík er undir- rót R-listans, hin miskunnarlausa þrá eftir völdum í Reykjavík á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Síð- ustu daga hefur Ingibjörg Sólrún enn staðfest þetta með yfirlætisfull- um hætti. Oll störf R-listans síð- ustu ár hafa byggst á þvf að halda völdunum, hvað sem þau kosta. R- listinn á enga sameiginlega hug- sjón, cnda er forðast að ræða þar mál á hugmyndafræðilegum for- sendum. -BÞ Björn Bjarnason menntamálaráð- herra Aðgerðir gegn ólöglegri grásleppu Grásleppuvertíðin hefst ekki fyrr en 30. mars nk., og þá fyrst fyrir Norð- urlandi, en þrátt fyrir það höfðu borist á land um 87 tonn af grá- sleppu í síðustu viku sem komu með öðrum tegundum. í síðustu viku voru seld um 36 tonn af grásleppu á fiskmörkuðum. Sjómönnum ber að koma með allan afla að landi en Fiskistofa hugleiðir að setja á þetta gjald sem svarar þeim hagnaði sem útgerðirnar hafa af grásleppunni, en sekta þá sem veiða meira af grá- sleppu en eðlilegt getur talið. Árni Múli Jónasson, starfsmaður Fiskistofu, segir að reynt hafi verið að vekja athygli sjómanna á því að forðast að veiða mikið af grásleppu, en margir beri það fyrir sig að erfitt, jafnvel vonlaust, sé að forðast þenn- an meðafla, og ekki sóst eftir hon- um. „Það kemur til greina að leggja á sérstakt gjald sem svarar þeim ágóða sem viðkomandi útgerð hefur af þcssum umframafla," segir Arni Múli Jónasson. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segist stundum hafa heyrt frá smá- bátaeigendum að eðlilegt væri að láta sem vind um eyru þjóta að sækja um grásleppuveiðileyfi meðan það sé látið viðgangast að vertíðar- bátar fyrir Suðurlandi geti landað grásleppu inn á markaði átölulaust án þess að hafa til þess Ieyfi. En varla sé hægt að mæla með lögbrot- um. -gg Gemsinn bjargaöi eftir snjdflóð Betur fór en á horrðist þegar 10 ára piltur varð undir snjóflóði á Blönduósi á sunnudag. Drengurinn var að leik í brekku ásamt tveimur félögum þegar um 70 metra flóð fór af stað og stóð aöcins fótur hans upp úr. Félagar hans voru með gemsa og hringdu strax í foreldra og síðan í Neyðarlínu. Eftir nokkrar mínútur tókst að grafa drenginn upp og er hann búinn að ná fullri heilsu. -BÞ Skurðdeild lokað vegna baktería Fundist hafa fjölónæmar bakteríur á einni af skurðdeildum Land- spítala Hringbraut. Til að tryggja öryggi sjúldinga og koma í veg fyrir að þessar bakteríur nái fótfestu á sjúkrahúsinu hefur verið ákveðið að loka deildinni meðan hún verður sótthreinsuð. Jafn- framt verður unnið að því að kanna urnfang vandans og koma í veg fyrir frekari úthreiðslu. Talið er að bakterían hafi komið með sjúklingi erlendis frá og hefur hún fundist við Ieit hjá þremur öðrum sjúklingum. Slíkar bakteríur valda heilbrigðum einstaklingum ekki vandkvæðum, en geta valdið spítalasýkingum sem erfitt er að meðhöndla. Hðtel Tangi gjaldþrota Hótel Tangi er gjaldþrota. Óskao hefur verið eftir skiptum á búinu eftir langvarandi taprekstur að sögn Svövu Víglundsdóttur hótel- stjóra og eiganda. Hún hefur rekið hótelið í nítján ár og er mikil hryggð yfir afdrifunum að sögn hennar. Helstu kröfuhafar eru Byggðastofnun, Ferðamálasjóður og Landsbankinn en Svava vill ekki upplýsa á þessu stigi hve stórt gjaldþrotið er. Svava segist sjálf hafa farið fram á gjaldþrotaskiptin en það hafi verið afar erfið ákvörðun. Hún segir marga samverkandi þætti hafa valdið því að svo fór sem fór. M.a. sé um að kenna röngum fjár- festingum á röngum tíma. Von er á bústjóra til Vopnafjarðar á næstu dögum en Svava von- ast til að nýir aðilar muni taka við hótelinu, enda sé ekkert hótel starfrækt á Vopnafirði þessa dagana. „Þetta er í raun alveg skelfilegt ástand og ég vona bara að bú- stjóranum takist að koma hótelinu í rekstur sem fyrst. Sjálf hef ég ákveðið að draga mig alveg út úr þessum rekstri og beina kröfum mínum í aðrar áttir. En mér þykir afar vænt um Vopnafjörð og von- ast til að gott fólk veljist til að taka við af mér hið fyrsta," segir Svava. - bþ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.