Dagur - 06.03.2001, Síða 7

Dagur - 06.03.2001, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 - 7 ÞJÓÐMÁL Island og Evrdpumátui JON KRISTJANS- SON formadur fjárlaga- nefndar Alþingis SKRIFAR Eg hjó eftir því í fréttum í vikunni að sagt var frá því að Alþingi og Hæstiréttur hefðu haft samráð þegar Islendingar tóku konungs- valdið í sínar hendur þegar Þjóð- verjar réðust inn í Danmörku. Þetta skeði á næturfundi í Alþingi en Þór Witehead segir eftirminni- lega frá þessum atburðum í bók- um sínum um styrjöldina. Ey- steinn Jónsson sagði mér stund- um frá þessum árum, cn hann upplifði þau í fremstu víglínu. Þetta voru umbrotatímar með ólíkindum. Síðan þetta var er liðin meir en hálf öld, og mikið vatn hefur runnið til sjávar. Afstaðan til utan- ríkismála skipti þjóðinni í fylking- ar áratugum saman og vatnaskilin í varnar- og öryggismálum lágu yfir Framsóknarflokkinn. Nú eru línur ekki eins skýrar í þessu efni, þótt greina megi leifar af kalda stríðinu í stefnu \instri grænna, en þeir eru fullkomlega ónæmir fyrir breytingum. Net utanríkisþjónustuiinar Utanríkisþjónustan hefur vaxið mjög að umfangi, ekki síst síðustu árin, og tslendingar hafa verið virkari þátttakendur á alþjóðavett- vangi en áður. Þetta á við um alla þætti stjórnsýslunnar í landinu. Þetta á við um utanríkisráðuneyt- ið og Alþingi og fjölmargar aðrar stofnanir og fýrirtæki í samfélag- inu. Þessi aukna þátttaka kostar bæði mikla vinnu og fjármuni. Sendiráðum hefur fjölgað og nú er verið að opna þrjú sendiráð á þessu ári í sitt hverri heimsálf- unni, í Ottawa, í Mosambic og í Japan sem er dýrasta og mesta fýr- irtækið. Öðru hverju blossar upp um- ræða um það hvort hér sé of geyst farið og ekki er langt síðan að ég hlýddi á blaðamann i sjónvarpi fara með pistil um að utanríkis- „Gildir þá einu hvaða leið er farin hvort sú tíð kemur að þarf að styrkja ákvæði EES samningsins, taka upp tví- hliða viðræður eða taka upp viðræður um aðiid að Evrópusambandinu. Sú aðild er óhugsandi með þeim skilmál- um sem nú eru uppi, “ segir greinarhöfundur. þjónustan væri meira og minna óþörf og hægt væri að nota Ijar- fundabúnað, tölvupóst og faxtæki í stað sendiráða og sendimanna. Auðvitað eru þetta öfgar. Greið og mikil samskipi \dð umheiminn og persónuleg tengsl hafa aldrei ver- ið nauðsynlegri en nú, þegar sam- skiptin eru að verða greiðari á öll- um sviðum, og hagkerfi heimsins eru að renna saman og málum er stýrt með alþjóðasamningum sem þarf að framkvæma og fylgjast með. Við Islendingar eigum ekk- ert val í þessu efni. Það er farsælast fjTÍr okkur að leggja net utanríkisþjónustunnar sem víðast. Auðvitað munum við aldrei geta rekið viðlíka starfsemi á þessu sviði eins og nágranna- þjóðirnar gera og munar þar miklu. Náin samskipti okkar við Norðurlöndin sldpta miklu máli fýrir okkar utanríkisþjónustu, því að þau eru afar öflug á þessu sviði, og reka mikið net samskipta um heim allan. Evrópusambandið Sá þáttur erlendra samskipta sem mcstum skoðanaskiptum veldur hér um þessar mundir eru sam- skiptin við Evrópusambandið. Það er að vonum, því Evrópuríkin hafa innan þess tekið upp nánara sam- starf en dæmi eru til á síðari tím- um. Evrópuríkin eru nágrannar okkar í öllum skilningi. Þau cru traustar viðskiptaþjóðir okkar hvað snertir inn og úlflulning. Þangað fer afar stór hluti þess fólks sem ferðast erlendis og við erum tengdir þessum þjóðum í menningarlegum efnum. Við erum hluti af Evrópu og höfum alltaf verið það. Island er hins veg- ar útvörður í vestri með ákaflega mikil tengsl við Norður-Ameríku, Bandaríkin og Kanada. Þeim tengslum viljum við halda og styrkja þau, jafnframt því að styrk- ja stöðu okkar í fjarlægari heims- hlutum. Þróunin í Evrópu er hraðfara. Ljóst er að innan tíðar fá fleiri ríki aðild að Evrópusamband- inu og samstarf innan þess er stöðugt að verða umfangs- meira. Við höfum aðild að samstarfinu í gegn um EES samninginn, en hann tekur ekki til mikilvægra sviða í okkar þjóðarbúskap og er sjávarút- vegsstefnan þar efst á blaði. Evrópiiskýrsla framsóknannaiui Framsóknarmenn ganga nú til flokksþings með ftarlegt plagg um stöðuna í Evrópumálum sem unnið var í mjög fjölmennum starfshóp í flokknum. Skýrsla þessi hefur hlotið verðskuldaða athygli, enda nýung í flokkstarfi að inál séu tekin fýrir með þessum ha:tti. I skýrslunni er rætt um framtíð- arstefnu og samningsmarkmið Is- lendinga í Evrópusamskiplum þeirra. Þar kemur meðal annars fram sú skoðun að réttur Islend- inga til hagnýtingar auðlinda í efnahagslögsögu Islands eigi að vera skýlaus og efnahagslögsagan sé viðurkennd sem sérstakt stjórn- unarsvæði sem fyigi ráðgjöf ís- lenskra stofnana \ið ákarðanir um hana og nýtingu veiðistofna og annarra auðlinda innan hennar. Einnig er kveðið á um að búvöru- framlciðslan tryggi nægilegt vöru- framboð við breytilegar aðstæður í landinu og sé í samræmi við þarf- ir þjóðarinnar hverju sinni og Is- land verði áfram viðurkcnnt sem sérstakt \'erndarsvæði vegna sjúk- dómahættu í matvælum, búfé og öðrum dýrum. Að skílgrema markiniðin Þ\'í hefur verið haldið fram að wnna framsóknarmanna f Evr- ópumálum sýni óþreyju þeirra að komast í Evrópusambandið og þá ekki síst formanns flokksins. Hér er viljandi hallað réttu máli. Hið rétta er að þessi málaflokkur er allt of mikilvægur, og allt of afger- andi fyrir utanríkismál okkar Is- lendinga til þess að láta sig hann engu varða og leiða hjá sér þá þró- un sem er í Evrópu, með það í huga að taka á málum síðar, ef þess þarf og ef staða EES samn- ingsins veikist frá því sem nú er. Grundvallaratriði fj'rir okkur er að hafa okkar markmið gagnvart Evr- ópusamhandinu vcl skilgreind. Gildir þá einu hvaða leið er farin hvort sú tíð kemur að þarf að styrkja ákvæði EES samningsins, taka upp tvíhliða viðræður eða taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu. Sú aðild er óhugsandi á þeim skilmálum sem nú eru uppi. Upp úr þrætubókarfarinu Það kom eins og áður segir fjöl- di manna að Evrópuskýrslu flokksins, og sá hópur var víða að úr samfélaginu. Gott sam- komulag tókst um skýrsluna og hún er mikilvægt grundvall- arplagg til þess að vinna eftir. Hún er til þess fallin að rífa umræður um þennan málaflokk upp úr þrætubókarfarinu um aðild eða ekki aðild að ESB. Hún dregur einfaldlega fram hvaða forsendur þarf að upp- fvlla í samskiptum okkar við bandalagið. Þar hafa okkar mestu viðskiptaþjóðir uppi nán- ara samstarf, en dæmi eru til um í samskiptum þjóða á síðari árum. Þróunin skiptir okkur afar miklu máli fyrir það að við erurn nánir aðilar að þessu samstarfi í gegn um EES samninginn og við þurfum á hverjum tíma að fylgja því eftir að honum sé framfýlgt. Aðferð fáviskuimar JON STEINAR GUNNLAUGS- SON hæstaréttarlögmaður SKRIFAR Dagur birti laugardaginn 24. febr- úar viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu Gfsladóttur borgarstjóra, sem vak- ið hefur nokkra athygli. I tilefni ummæla sem hún viðhafði í \að- talinu sendi ég henni lítið opið hréf, sem Dagur birti þriðjudaginn 27. febrúar. Það hljóðaði svo: , Ágæti borgarstjóri! I viðtali, sem birtist í Degi síðast- liðinn laugardag, víkur þú svo- felldum orðum að mér: „...og Jón Steinar er súperegóið sem túlkar og setur lögfræðilegan viðurkenn- ingarstimpil á það sem Davíð seg- ir og gerir. Það er merkilegt að fylgjast með þessu mynstri sem endurtckur sig hvað eftir annað.“ Mér þætti vænt um ef þú vildir vera svo væn að nefna dæmin sem þú hefur í huga, þegar þú viðhefur þessi ummæli. Af nægu ætti að vera að taka, þar sem þetta „end- urtekur sig hvað eftir annað". Ég treysti því, að Dagur Ijái þér rými f\TÍr svarið. Meþ góðri kveðju, jón Steinar Gunnlaugsson." Borgarstjórinn hefur ekki svar- að. I þættinum Silfur Egils á Skjá 1 um síðustu helgi sagði hún, þeg- ar að þessu var þar vikið, að ég hefði brugðist fljótt við viðtalinu og sent henni opna bréfið. Ekki þyrfti frekari vitna við. Menn verða að virða það við mig, þótt ég skilji hvorki upp né niður í þessu. Mér sýnist þó að af þessum um- mælum megi ráða, að hún hyggist ekki svara því sem ég spurði hana um. Verð ég þá að víkja að því nokkrum orðum. Nú á tímum tfðkast nokkuð að menn tali um þjóðfélagsmál, án þess að gera það í raun og veru. Þessi tækni felst f að beita hálf- kveðnum vísum, dylgjum og alls konar samsæriskenningum til að gera meinta andstæðinga tor- tryggilcga. Þessari aðferð er helst beitt, þegar menn vita ekki hvað þeir eiga að segja urn clni máls. Aðferðin helgast raunverulega af vanmetakennd þess sem heitir henni. Kenningin á bak við þessa tækni er sú, að lýðurinn sé fávís. I lann hafi lítinn áhuga á efni mála en þeim mun meiri á dylgjunt og samsæriskenningum. Auðvelt sé að forðast raunverulegar umræður um mál með því að gera út á þess- ar þarfir lýðsins. I raun og veru er þetta aðferð fáviskunnar, hvort sem Iitið er á þann sem talar eða þann sem tala á \áð. Mín skoðun er sú að kenning- arnar á bak við þessa aðferð séu í meginefnum rangar. Almenningur í landinu er betur upplýstur en svo að unnt sé að bjóða honum aðferð fáviskunnar í þjóðfélagsumræð- um. Að minnsta kosti er víst að að- ferðin er ekki vænleg til árangurs, þegar til lengri tíma er litið, þó að einhver kunni að slá sig til riddara eitt augnablik með því að beita henni. Ummæli borgarsljórans um mig í viðtalinu í Degi eru af þessum toga. Með þeim er gefið í skyn að ég sé þátttakandi í samsæri með forsætisráðherranum og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni um ein- hvers konar misgerðir gegn þjóð- inni. Það er raunar alveg sérstak- lega undarleg kenning, að lýðræð- islega kjörinn forsætisráðherra þjóðarinnar, sem fengið hefur end- urteldð umboð til þess að veita henni forystu, sé þátttakandi í samsæri um að hrugga þeirri sömu þjóð einhvers konar launráð, þó að með öllu sé óljóst í hverju launráð- in eiga að felast. Um mig er sagt, að ég setji „lögfræðilegan viður- kenningarstimpil á það sem Davíð segir og gerir". Sagt er að þetta hafi gerst hvað eftir annað. Hvað á borgarstjórinn við? Þegar ég bið vinsamlega um skýringar með dæmum koma engin svör. Astæð- an fýrir því er einföld. Engin dæmi eru til, sem fallið geta undir þessa Iýsingu. Ég hef oft tjáð mig um þjóðfélagsmál; einkum um mál- efni sem snerta lagaframkvæmd og dómsýslu í Iandinu. Það geri ég jafnan óbeðinn og á mínum eigin forsendum. Skoðanir mínar fara oft saman við skoðanir forsætis- ráðherrans en þó ekki alltaf. Ég biðst ekki undan því að menn fjal- li um það sem ég segi, gagnrýni það og mótmæli að vild. Ég óska aðeins eftir að menn geri það á grundvelli málefnisins, sem til meðferðar er hverju sinni, í stað þess að smíða kenningar um sam- særi og kringumstæður. Það er greinilegt að borgarstjórinn treyst- ir sér ekki til þess. Ég býst við, að ég geti lesið út úr ummælum hennar unt „superegóið", sem ég á að mvnda í samsærishópnum, ein- hvers konar viðurkenningu á að henni finnist það sannfærandi, sem ég hef stundum haft fram að færa í umræðum um opinber mál- efni. Líklega treystir hún sér ekki til að fjalla um neitt af því á annan hátt en þann sem birtist í viðtalinu við Dag. Ef ég mætti gerast svo djarf’ur að veita borgarstjóranum, og reyndar stjórnmálamönnum almennt, ráð í pólitíkinni, myndu þau vera um að þeir ættu að forðast að beita að- ferð fáviskunnar í umræðum um þjóðfélagsmál. Þeir ættu að tala til þjóðar sinnar á þann hátt að verið sé að ræða við viti horna menn en ekki skynlausar skepnur. Aðferð fáviskunnar er nefnilega til þess fallin að rýja þá menn trausti, sem henni heita, að minnsta kosti þeg- ar til lengri tíma er litið.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.