Dagur - 06.03.2001, Qupperneq 11
Ðxqur
ÞRIDJUDAGUR 6. MARS 2001 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Þúsundir pílagríma kasta steinum í eina af þremur steinsúium sem tákna hinn vonda.
Harmleikiir
í Mekka
35 manns tróðust
undir við pílagrímaat-
höfn nálægt helgu
horginni Mekka í gær.
Enn á ný hefur það gerst að fjöl-
di manns lætur lífið við helgiat-
höfn pílagríma við Mekka í Sádi-
Arabíu.
Tugir þúsunda pílagríma víðs
vegar að úr heiminum tóku í
gærmorgun þátt í helgiathöfn í
Mina, mikilli tjaldborg sem reist
er árlega skammt frá Mekka, á
fyrsta degi fórnarhátíðar músli-
nta. Athöfnin endaði með skelf-
ingu þar sem 35 manns tróðust
undir og tugir manna hlutu mis-
alvarleg meiðsli í troðningnum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
harmleikur af þessu tagi á sér
stað. Árið 1998 fórust nærri 120
manns og hátt á annað hundrað
særðust við sams konar helgiat-
höfn. 1997 kom upp eldur í
tjaldbúðum pílagrímanna og fór-
ust þar nærri 350 manns en
1 500 særðust. Árið 1994 tróðust
270 manns undir, en mann-
skæðasti harmleikurinn varð
árið 1990 þegar 1426 pílagrímar
tróðust undir.
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu segja
mikið hafa verið gert til þess að
bæta aðstæður þarna og öryggis-
mál svo atburðir af þessu tagi
gerist ekki. Eldtraustum tjöldum
hefur m.a. verið kornið upp, og
öldruðum var leyft að ganga á
undan öðrum til athafnarinnar
til þess að koma í veg fyrir að illa
færi. Ekki tókst þó betur til en
svo að 23 konur og 12 karlmenn
fórust í gær, flest komin nokkuð
til ára sinna.
Athöfnin er táknræn og geng-
ur út á það að „grýta djöfulinn“.
Karlmenn í hvítum klæðum og
konur sem huldar eru frá hvirfli
til ilja kasta steinum í áttina að
þremur risastórum súlum, sem
eiga að tákna kölska sjálfan. Á
þessum stað á djöfullinn að hafa
reynt að freista Abrahams og
sagt honum að óhlýðnast boði
guðs um að fórna syni sínum
Isak.
Harmleikurinn varð þegar
þúsundir manna streymdu í átt-
ina að súlunum á sama tíma.
Sumir þeirra sem létust köfnuðu
en aðrir tróðust bókstaflega und-
ir mannfjöldanum áður en ör-
yggisvörðum tókst að stöðva
mannfjöldann um stundarsakir.
Nærri tvær milljónir manna
frá íslömskum löndum hafa lagt
leið sína til Mekka þetta árið,
heldur færri en á síðasta ári, en
múslimum hvar sem er í heirnin-
um ber skylda til leggja leið sína
þangað í pílagrímsferð að minns-
ta kosti einu sinni á ævinni.
Þegar helgiathöfninni, þar
sem djöfullinn er grýttur með
táknrænum hætti, lýkur í dögun
skera pílagrímarnir hár sitt og
fórna loks nautgripum, sauðum
og kameldýrum til minningar
um fórn Abrahams, en sam-
kvæmt Biblíunni Ieyfði guð
Abraham á síðustu stundu að
fórna lambi í staðinn fyrir syni
sínum, og telst þessi athöfn há-
punktur pílagrímsfararinnar.
Á sunnudaginn gengu 1,8
milljónir upp á fjallið Ararat, þar
sem Múhameð flutti síðustu
ræðu sína fyrir 1400 árum.
BrúartoHur hiudrar samkeppni
Ef brúartoll-
ur á Eyrar-
sundsbrúnni
yrði lældtað-
ur verulega
myndi það
auka sam-
keppni fyrir-
tækja og
verslana,
auka vöruúr-
val og lækka
verð til neyt-
enda beggja
vegna sunds-
ins. Þetta
eru niður-
stöður nýrrar
könnunar
„Nordea“ , þar sem fram kemur mikil gagnrýni á litla samkeppni milli
fvrirtækja á Eyrarsundssvæðinu. I þemaheftinu „Priseffekter aí "get
grænsehandel - Fokus pá presundsregionen" eða „Verðáhrif á aukna
landamæraverslun - athygli beint að Eyrarsundssvæðinu", spáir Nor-
edea aukinni landamæraverslun milli Danmerkur og Svíþjóðar.
Verslimarniiðstödvar valda mengirn
Svíþjóð ætti að gera eins og Noregur, Danmörk og Finnland og setja
reglur um stækkun verslunarmiðstöðva. Þettá kernur fram í skýrslu
sænsku náttúruverndarsamtakanna (SNF), í henni er því slegið
föstu að verslunarmiðstöðvar utan þéttbýliskjarna auki bílaumferð og
þar með losun koldíoxíðs. Því ætti að líta á rekstur verslunarmið-
stöðva sem umhverfisspillandi og þar með ætti ríkisstjórnin að hafa
ákvörðunarvald um hann að mati SNF. I Noregi, Danmörku og Finn-
landi er hægt að hindra byggingu stærri verslunarmiðstöðva og
þannig reglur ætti einnig að setja í Svíþjóð að mati SNF. Sérstaklega
er bent á Noreg sem fyrirmynd. Þar kveða reglur á um, að næstu
fimm árin megi ekki byggja nýjar verslunarmiðstöðvar, en á þeim
tíma á að skoða norsku skipulagslögin.
Timgumálafjölhreytni á
Norðurlöndum
Árið 2001 er evrópskt tungumálaár. Þetta eru tímar mikilla afturfara
tungumála, smárra þjóða og þjóðarbrota, segir Geirr Wiggen, sem er
prófessor í norrænum tungumálum við Oslóarháskóla, í grein í nors-
ka dagblaðinu Aftenposten. Hann segir: „Kennsla í nágrannatungu-
máli hefur ekki verið tekin nægilega alvarlega á Norðurlöndunum
undanfarið, því hefur unga fólkið ekki skilning á því hvers virði nor-
ræni tungumálagrunnurinn er okkur. Stöðugt fleiri íslendingar og
Finnar tala ensku í norrænu samstarfi, já og meira að segja Svíar og
Danir stundum líka“. I haust stendur NORDMÁL fyrir tveimur nor-
rænum ráðstefnum um svokallað sérsviðatap það er að á vissum svið-
um t.d. á upplýsingatæknisviði er alfarið notuð enska eða annað
tungumál. Stefnumótunarráðstefna verður haldin á Islandi dagana
21. - 23. september og þemaráðstefna í Finnlandi þann 15. nóvem-
ber. Þar verða ræddar ýmsar norrænar aðgerðir vegna tungumála-
kcnnslu.
■ FRÁ DEGI TIL DflGS
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS
65. dagur ársins, 300 dagar eftir.
Sólris kl. 8.17, sólarlag kl. 19,02.
Þetta gerðist 6. mars
• 1991 lýsti George Bush Bandaríkjaforseti
því yfir að Persaflóastríðinu væri lokið.
• 1987 fórust 189 manns þegar bresk ferja
sökk skammt frá hafnarborginni Zeebrug-
ge í Belgíu.
• 1983 var Helmut Kohl kosinn kanslari
Þýskalands, en hann gegndi því embætti
allt til ársins I 998.
• 1957 var stofnað sjálfstætt ríki sem heitir
Ghana þar sem áður voru nýlendur Breta
Gullströndin og Togoland.
• 1853 var óperan La Traviata eftir Verdi
frumflutt í Feneyjum.
Veíföng dagsins
Á Netinu eru að sjalfsögðu til ósköpin öll af
efni um tónlist og tónfræði. Almenn tónlist-
arfræðsla er t.d. hjá:
www.mursuky.edu/qacd/cfac/music/MUS 10
9e/intro/index.htm
og sömuleiðis er hægt að læra margt um tón-
fræði á:
www.treasure-troves.com/music/
Þeir sem vilja leiðbeiningar um það hvernig
á að semja lög geta kíkt á:
pwp.maxis.net.my/moonwalker/intro.htm
og svo er hægt að æfa sig í tónheyrn hjá
www.cstp.umkc.edu/personal/bluigli/eart-
est/earintro.htm
Þau fæddust 6. mars
•1961 Sigmundur
Ernir Arngríms-
son fréttamaður
og ljóðskáld.
• 1958 Ragnar A\-
elsson ljósmynd-
ari.
• 1944 Kiri Te
Kanava óperu-
söngkona.
• 1928 Gabriel Garcia Marquez rit-
höfundur frá Kólumbíu.
• 1926 Jón Nordal tónskáld er 75 ára
í dag.
• 1926 Alan Greenspan Seðlabanka-
stjóri í Bandaríkjunum.
• 1926 Andrzej Vajda kvikmyndagerð-
armaður frá Póllandi.
• 1619 Cyrano de Bergerac, franskur
leikritahöfundur sem sjálfur varð að-
alpersóna í frægu leikriti.
• 1475 Michelangelo, ítalskur listmál-
ari, mvndhöggvari, arkitckt og skáld.
Vísa dagsius
Það er ei frelsi, þó hrökhvi helsi af hálsi
þér,
effonnið hylur og hrokinn dylur, hvað
hjartað sker;
ei jyr þii skilur, hvað framför er,
enfrjáls er viljinn og heimskan þver!
Matthías Jochumsson
Undantekning er ekki alltaf staðfest-
ing gömlu reglunnar; hún getur líka
verið fyrirboði nýrrar reglu.
Marie von Ebner-Eschenbach (1830-1916)
Heilahrot
Hvaða algenga málshátt má umorða
með þessum hætti: „Heild allra þeirra
hluta sem gefa frá sér ljós er ekki ein-
göngu gerð úr frumefni með sætistöluna
79“?
Síðasta gáta:
Hún er eineygð, sjónlaus, fótalaus og
handalaus en með langan hala og getur
valdið sársauka ef menn gæta sín ekki í
umgengni við hana. Hver er hún?
Lausn: Nál.