Dagur - 06.03.2001, Page 13
12- I’KIÐJUDAGUR 6. MARS 2001
rD^tr
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 - 13
FRÉTTASKÝRING
L
Ekíð á 700 kíndiir og hesta á 7 árum
HEIÐUR
HELGA
DOTTIR
Landbúnaðarráðherra
tekur fagnandi tillög-
um iini leiðir til að
halda búfé frá helstu
þjóðvegum landsins.
„Þjóðvegir og búfé“ er ný skýrsla
um niðurstöður nefndar sem
starfaði frá 1998-2000 og gerir
16 tillögur sem miða að því að
draga úr þeirri hættu sem stafar
af búfé við þjóðvegi. Og ekki
veitir af. Samkvæmt skýrslum
Umferðarráðs urðu á árunum
1992-1999 urn 700 umferðarslys
vegna þess að ekið var á búfé, þar
af 30-40 alvarleg slys og eitt
banaslys. Þá eru hins vegar ótal-
in þau slys sem orðið hafa vegna
þess að menn voru að reyna að
forðast að aka á búfé en lentu við
það útaf vegi eða í annars konar
óhöppum. Flest voru þessi slys
104 í Árnessýslu, 89 í Húna-
vatnssýslum og 82 í Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu. En sérstaka
athygli vekur að á svæði 101 (í
Revkjavík) var 22 sinnum ekið á
búfé (t.d. á Túngötunni, Efsta-
sundi, Skógarseli og Heiðniörk) -
eða álíka oft eins og á Vestfjörð-
um.
Landbúnaðaxráðherra lýst
vel á tillögumar
„Mér lýst vel á tillögurnar," sagði
landbúnaðarráðherra, Guðni
Ágústsson, sem sagðist hafa
kynnt þær fyrir ríkisstjórninni við
góðar undirtektir. Níels Árni
Lund deildarstjóri í landbúnaðar-
ráðuneytinu var formaður nefnd-
arinnar og aðrir nefndarmenn:
Ólafur Dýrmundsson landnýting-
arráðunautur, Runólfur Olafsson
framkvæmdastjóri FIB, Stefán
Eiríksson deildarstjóri í dóms-
málaráðuneytinu, Stefán Er-
lendsson löglræðingur frá sam-
gönguráðuneytinu og Valgarður
Hilmarsson oddviti frá Sam-
bandi ísl. sveitarfélaga.
Mundi fækka slysiun ef...
„Þetta mál er snúið og það er ekki
til nein ein patentlausn sem allir
eru sáttir við og þess vegna gerum
við margar tillögur. En við erum
líka jafnvissir um það að verði
farið eftir þeim þá muni það bæði
marka tímabót í umferð og þá
mundi fækka þessum slvsum,"
sagði Níels Árni, og Iagði áherslu
á að ekki væri veriö að leggja til
að girða með öllum vegum lands-
ins, heldur ákveðnar leiðir þar
sem menn ættu að geta treyst því
að ekki væri búfé á vegunum.
Hugsanlega drjúgur hluti hring-
vegarins og vegir af honum til
helstu þéttbýlisstaða.
Algjört bann óraunhæft
Nefndin var sammála um að alls-
herjarbann við lausagöngu væri
óraunhæft og slík tillaga myndi
einungis drepa málinu enn einu
sinni á dreif. Hún var einnig
sammála um að árangursríkasta
leiðin væri að girða af fjölförn-
ustu og hættulegustu vegi með
girðingum sem beinlínis væri ætl-
að það markmið að koma í veg
fyrir að búfé eigi aðgang að þeim.
Sömuleiðis var nefndinni Ijóst að
hvorki verður hægt né heldur
æskilegt að girða af alla vegi
landsins. Því verði að ákveða
hvaða vegi eigi að friða með girð-
ingum og hver eigi að kosta upp-
setningu þeirra og viðhald, sem
ekki er síður mikilsvert. Einnig
þurfi að ákveða hver eigi að sjá
um og kosta eftirlit og handsöm-
un búfjár á vegsvæðum og til
hvaða ráðstafana eigi að grípa þar
sem ekki er unnt að girða.
Ekki girt vegna veganna ...
Samkvæmt núgildandi reglum er
Vegagerðinni skylt að girða með
vegi sem hún leggur um ræktað
land og girt heimalönd. Athyglis-
vert er að Níels Árni segir núver-
andi veggirðingar ekki settar upp
með það fyrir augum að friða við-
komandi veg fyrir búfé - heldur til
þess að loka þeim löndum sem
Vegagerðin hefur farið í gegnum
til að skila eigendanum aftur lok-
uðu svæði. Sé hins vegar farið
með veg um eyðijörð sé ekki girt,
svo þar geti fé átt greiðan aðgang
inn í afgirtu rennurnar beggja
megin vegar.
Ekkert system í gangi ...
„Þetta er stór hluti þess vanda
sem við er að éiga. Þ.e. að lausa-
ganga búfjár er bönnuð þar sem
girt er beggja vegna vegar. En
það er ekki eftir einhverjum
ákveðnum vcgum né ákveðnum
landssvæðum eða þar sem hætt-
an er mest. Til að flækja þetta en
frekar er viðhaldið í höndum
landeigenda, sem sinna því þegar
færi gefst. En það eru engar
ákveðnar reglur, ekkert system í
gangi," sagði Níels Árni. Hann
Iýsti til fróðleiks hversu vegurinn
ofan af Holtavörðuheiði niður í
Borgarljörð fer um lönd ótal-
margra og ólíkra landeigenda:
Vegagerðarinnar, ríkisins, margra
erfingja stórbýlis sem búsettir eru
á höfuðborgarsvæðinu og víðar
um land, bænda, skógræktarfé-
Iaga, orlofsheimilasjóða og svo
mætti lengi telja. Sé litið raun-
sæjum augum á málið þá liggi í
augum uppi að það gangi aldrei
upp að allir þessir aðilar eigi að
bera ábyrgð á að viðhalda girðing-
um meðfram þessum vegi.
Um 40 breytingar á
Suóurlandsvegi
Samkvæmt núverandi lögum er
lausaganga búfjár á og váð stofn-
og tengivegi einungis bönnuð þar
sem girt er beggja vegna vegar.
Níels Árni benti á að reglur um
bann og ekki bann breytast um
40 sinnum á þjóövegi 1 milli
Reykjavíkur og Hornafjarðar.
Augljóst sé að illmögulegt sé fyrir
vegfarendur að fylgjast með
hvaða regla gildir á hverjum veg-
arspotta.
Samkvæmt gildandi lögum ber
þrem aðilum að annast og kosta
viðhald girðinga með vegum:
Landeiganda ber að annast við-
hald girðinga með landi sínu, en
þó einungis að hálfu á móti Vega-
gerðinni meðfram stofn- og
tengivegum. Vegagerðin kostar
viðhald girðinga sem einungis eru
reistar í því skyni að friða veg-
svæði fyrir ágangi búfjár. Og
sveitarfélög annast viðhald girð-
eigi ekki síst við ef aftur og aftur
sé um sömu aðila að ræða og sé
m.a. þess vegna æskilegt að hald-
in sé skrá yfir það búfé sem hand-
samað er. Nefndarmenn hafa
m.a. íhugað hvernig fækka megi
„vegarollum", sem halda sig meira
og minna við vegina allt sumarið.
Oft sé um sömu kindurnar að
ræða og þá jafnvel kind fram af
kind í margar kynslóðir. Beinir
nefndin þeim tilmælum til bænda
að þeir fargi þessum ám og velji
ekki lömb undan þeim til lífs.
Æmar afburða greindar
Sömuleiðis er þvf beint til sauð-
fjáreigenda sem keyra fé sitt á af-
rétt að sleppa því ekki við vegina
(m.a. á Hellisheiði) heldur eins
fjarri vegum og unnt er til að féð
venjist þar á haga. Landbúnaðar-
ráðherra vakti athygli á að ærnar
væru svo greindar, að þær héldu
sig á þeim svæðum sem þeim væri
beint á og „skiluðu sér síðan eins
og skólakrakkar" á haustin.
Leita aö bragðverri gróðri
Bændasamtökunum er falið að
Ieita samráðs við Vegagerðina um
endurskoðun á notkun rykbindi-
efna sem og á sáningu og áburðar-
dreifingu á vegkanta þar sem girð-
ingar vantar. Þar sem alkunna sé
að búfé sæki mikið í nýgræðing í
vegköntum þurfi að kanna hvort
ekki sé hægt að finna plöntur sem
fénu þyki bragðverri en þær sem
nú eru notaðar. Og saltþurður á
vegi dragi að sér búfé.
Lagt er til að bannað verði með
lögum að reka búfé á þjóðvegum í
rökkri og dimmu, utan hvað lög-
reglu verði heimilað að veita und-
anþágur við sérstök tækifæri enda
verði þá gerðar sérstakar ráðstaf-
anir til tryggingar umferðarörygg-
is. Búfjáreigendur eru líka hvatt-
ir til að kaupa sér ábyrgðartrygg-
ingar sem bæti tjón sem verða á
vegum þar sem lausaganga er
bönnuð en búfé hefur samt kom-
ist inn á. Skyldutrygging kæmi
jafnvel til greina.
„Rolluskilti“ á ógirta vegi
Mælst er lil að Bændasamtökin,
búnaðarsambönd og héraðsráðu-
nautar hefji skipulega fræðslu og
kynningarstarfsemi meðal bænda
m.a. um lagalega og siðferðilega
skyldu búfjáreigenda til að halda
búfé frá þjóðvcgum. Og lagt til að
dómsmálaráöuneytinu verði falið
að lögleiða sérstakt umferðar-
merki sent gefi til kynna hættu af
lausagöngu búfjár og sett upp við
vegi á svæðum þar sem búfé geng-
ur laust.
Þjóðarsátt um öruggari vegi
Jafnframt leggur nefndin til að
við hönnun og Iagningu nýrra
vega verði gerðar tilraunir með að
hafa á þeim undirgöng eða „opnar
rásir" við helstu rennslisleiðir bú-
fjár. Þær tilraunir sem gerðar hafi
verið í þessa veru hafi sýnt að búfé
leitar í þessi göng í stað þess að
ganga yfir vegi. Möguleikar á
slíku verði einnig kannaðir á eldri
vegum, en þar yrði þetta þó kostn-
aðarsamara.
Landbúnaðarráðherrra segist
hafa átt fundi með nefndinni og
bæði með samgönguráðherra og
dómsmálaráðherra um þessi mál
og áhugi sé á öllum þessum bæj-
um að reyna að skapa þjóðarsátt
urn að taka verulega á í þessum
efnum.
inga sem reistar eru fjarri vegum
og gera óþarft að girða með veg-
um.
Girðing kostar 340.000
kr. ákm
Nefndarmenn hafa ekki gert til-
raun til að reikna út hvað þær
girðingaframkvæmdir sem þeir
leggja til gætu komið til með að
kosta. En þess má gera, að sam-
kvæmt upplýsingum Irá Bænda-
samtökunum er kostnaður við
fjárhelda girðingu (net með
gaddavírsstreng undir og yfir á
tréstaurum) á nokkurn veginn
sléttu landi núna áætlaður kring-
um 340 þúsund krónur á kíló-
metra sem þýðir þá t.d. að girðing
beggja vegna hringvegarins
mundi kosta a.m.k. nær 500
milljónir - og sjálfsagt miklu
meira þar sem hringvegurinn
liggur víða um fjöll og firnindi.
Leitað að slysagildnuium
Aðaltillögur nefndarinnar varða
veggirðingar. Hún Icggur til að
fjölförnustu og hættulegustu veg-
irnir verði girtir af með sérstökum
veggirðingum. Komið verði upp
lokuðum beitarhólfum þar sem
þess er kostur og sett upp tilheyr-
andi umferðarmerki á þeirn svæð-
um þar sem búfé gengur Iaust við
þjóðvegi. Því þurfi að ákveða
hvaða vegi eigi að friða með girð-
ingum.
Lagt er til að Vegagerðin og
sveitarfélög geri sameiginlega út-
tekt á stöðunni m.t.t. hvar lausa-
ganga búfjár er mest, á hvaða
vegum og vegaköflum slys vegna
ákeyrslna á búfé eru tfðust og
hvar alvarlegustu slysin verða.
Jafnframt meti sömu aðilar
ástand þeirra girðinga sem gagn-
gert er ætlað að halda búfé frá
fjölförnustu þjóðvegum og þar
sem slysatíðni er mest. Ennfrem-
ur Ieggur nefndin til að áætlaður
kostnaður við framangreindar að-
gerðir verði metinn og gerð áætl-
un um framkvæmdir með það fyr-
ir augum að þeint verði lokið inn-
an 3ja ára með sérstökum fjár-
veitingum frá Alþingi.
Gírðíitgm verði hluti
vegarins
Meirihluti nefndarinnar leggur til
að Vegagerðin kosti og sjái um að
girða og annast viðhald veggirð-
inga sem reistar eru til að friða
stofn- og tengivegi fyrir ágangi
búfjár. Kostnaður vegna nauð-
synlegra vegrista, hliða og undir-
ganga, verði einnig á Vegagerðar-
innar könnu enda skuli stefnt að
því að loka vegsvæðum ]>jóðvcga
eins og unnt er þar sem slysatíðni
er mest og mestur umferðarþungi
og umferðarhraði. Við nýfram-
kvæmdir vega skuli meta þörf fvr-
ir veggirðingar og teljist þörf á
þeim skuli kostnaður þeirra tal-
inn hluti af stofnkostnaði vegar-
ins. Vegaframkvæmdum teljist
þá ekki lokið íýrr en gengið hefur
verið frá girðingunum.
Olafur Dvrmundson segir það
raunar stórmerkilegt að vegagirð-
ingar skuli til þessa ekki hafa ver-
ið teknar sem hluti af stofn-
kostnaði veganna eins og umferð-
armerki og allt annað í sambandi
við vegagerðina. Þetta þurfi því
að endurskoða. Fulltrúi sam-
gönguráðuneytisins vill aftur á
móti að viðhaldskostnaðar girð-
inganna skiptist áfram að jöfnu á
milli Vegagerðarinnar og landeig-
enda.
Girðingafjárveitingu í 3 ár
Nefndarmenn gera sér ljóst að til
þess að mögulegt sé að fara að
framangreindum tillögum verði
að stórauka fjárveitingar til girð-
inga með vegum. Er því lagt til að
Alþingi samþykkti sérstaka girð-
ingafjárveitingu næstu þrjú árin
til að ljúka uppsetningu nýrra
veggirðinga og nauðsynlegri end-
urnýjun á þeim sem fyrir eru.
Þar sem svo háttar til að girt er
fjarri vegi, m.a. til að friða stór
landssvæði en girðingin þjónar
jafnframt hiutverki veggirðingar
Ieggur nefndin til að heimilt verði
að semja um að kostnaður skiptist
milli fleiri aðila.
Ósanunála tun hrossin
Nefndin klofnaði í afstöðu sinni
til stórgripa á vegum. I tillögu
meirihlutans er ekki gengið lengra
en það að hvetja sveitarstjórnir til
þess að koma á banni við lausa-
göngu stórgripa og sauðfjár þar
sem aðstæður leyfa, enda algert
bann ekki raunhæft við núverandi
aðstæður. Lögleiðing á slíku
banni gæti þó komið til greina á
einstöku svæðum. Fulltrúar FIB
og samgönguráðuneytisins skil-
uðu sérálitum. Þeir vilja að eig-
endur nautgripa og hrossa verði
skyldaðir til að hafa gripi sína í
vörslu allt árið og sjá til þess að
þeir gangi ekki Iausir á eða við
þjóðvegi. Ekki skuli þó hindra
hagagöngu á afréttum eða annars
staðar fjarri alfaraleiðum. „Ljóst
er að tíðni alvarlegra slvsa og um-
ferðaróhappa sem rekja má til
Iausagöngu stórgripa á og við
þjóðvegi víða um íand er með öllu
óviðunandi og tímabært að taka af
skarið um vörsluskyldu stórgripa,"
segir Runólfur Ólafsson.
Vírkja farsímana í
vegaeftirlitið
Lagt er til að Vegagerðin og lög-
reglan hafi með höndum eftirlit
mcð búfé á afgirtum vegum þar
sem lausaganga er bönnuð. En
sveitarfélög annist handsömun og
ráðstöfun lausagöngufénaðar.
Nefndarmenn ræddu líka mögu-
leikann á því að virkja hina al-
mennt farsímavæddu vegfarendur
til virks eftirlits, þ.e. að hringja í
lögreglu eða eitthvert ákveðið
númer og gera viðvart verði þeir
varir við búfé við vegi.
... og vegarollumar
dæmdar til dauða
Búfjáreigendur sem hafa þurfi af-
sldpti af vegna brota á reglum um
Iausagöngu vill nefndin að verði
aðvaraðir og Iátnir bera kostnað
vegna handsömunar fjárins. Þetta
Níels Arni Lund, Guðni Ágústsson og Guðmundur B. Helgason ráðuneytisstjóri.
Ísfc-í*.
ss-C
Fyrst gula
spjáldið og síð-
an söluleyfið
„Dauðans alvara“ í
eftirliti með tóbaks-
sölu til uuglinga.
Heilbrigðiseftirlitið
ámiunir 46 sölustaði.
Brot á tóbaksvamar-
lögum.
AIls hafa 46 útsölustaðir tóbaks
fengið áminningu frá Heilbrigð-
iseftirliti Reykjavíkur fyrir að
verða uppvísir að því að selja
unglingum 18 ára og yngri tóbak
og bjóta þannig Iög um tóbaks-
varnir. Hrannar B. Arnarsson
formaður umhverfis- og heil-
brigðisnefndar segir að ef þeir
sem fengið hafa gula spjaldið
geri þetta aftur verði leyfið tekið
af þeim til að selja tóbak. Mönn-
um sé því „dauðans alvara" með
þessu eftirliti.
Stórir sem smáir
Athygli vekur að meðal þeirra
sem hafa fengið áminningu eru
útsölustaðir í eigu allra olíufé-
Iaganna þriggja, hjá Bónusvídeo,
einni Hagskaupsbúð og
nokkrum verslunum Kaupáss og
Nóatúns að viðbættum fjölda
söluturna og sjoppa.
Færri í hverri könnuii
Á síöustu misserum hefur
íþrótta- og tómstundaráð staðið
fyrir tveimur könnunum á ólög-
mætri tóbakssölu til unglinga,
en Reykjavíkurborg, Tóbaks-
varnarnefnd og VR standa sam-
eiginlega að átaki gegn þessari
sölu.
I könnun setn ITR gerði dag-
ana 27. nóvember til 4. desem-
ber sl. var farið á 161 sölustað
tóbaks. Þar af reyndust ungling-
ar geta keypt tóbak á 93 stöðum.
I annarri könnun sem ÍTR gerði
á tímabilinu 30. janúar til 7.
febrúar sl. var farið á 162 sölu-
staði tóbaks. Af þeim gátu ung-
lingar keypt sér tóbak á 79 stöð-
um.
Hrannar B. Arnarsson formað-
ur umhverfis- og heilbrigðis-
nefndar segir að það sé fagnað-
arefni að þeim hefur fækkað um
10% í hverri könnun sem staðn-
ir hafa verið að því að brjóta Iög-
in um tóbaksvarnir. Það bendir
til þess að margir séu að taka sér
tak í þessum efnum. Hins vegar
kemur það á óvart hversu stór
hópur sé enn sinnulaus. Von-
andi fer hann minnkandi í Ijósi
þeirra áminninga sem gefnar
hafa verið.
Áfengi og tóhak
Formaður umhverfis- og heil-
brigðisnefndar segir að þetta
hljóti einnig að vera mikið
áhyggjuefni (yrir þá sem eru að
berjast fyrir því að áfengi verði
selt í' verslunum. Sérstaklega
þegar haft er í huga að ástandið
um sölu tóbaks er jafnslæmt og
raun ber \átni um. Hrannar seg-
ir að þegar menn geta ekki tekið
ábyrgð á sölu tóbaks þá sé þeim
ekki treystandi til að selja áfengi.
- GfíH
Vilja hækkun
sjukradagpemnga
Stjórn og trúnaðarmannaráð
Verkalýðsfélags Húsavíkur hefur
skorað á stjórnvöld að endur-
skoða nú þegar sjúkradagpen-
inga Try'ggingastofnunar ríkisins
til samræmis við það sem best
gerist annars staðar á Norður-
löndum. I Danmörku, Svíþjóð,
Noregi og Finnlandi sé til staðar
heildstætt kerfi þar sem réttur til
launa frá atvinnurekendum og
hið opinbera dagpeningakerfi
vinna saman.
I áskorun Verkalýðsfélags
Húsavíkur til stjórnvalda segir
svo m.a.: „ Ljóst er að launþegar
í þessum Iöndum búa við miklu
betra kerfi en Iaunþegar á ís-
landi þar sem neyð ríkir í mörg-
um tilfellum hjá því fólki sem
leita þarf eftir sjúkradagpening-
uni frá Tiyggingastofnun eftir að
kj a ra sa m n i ngsb un d n u m ve ik-
indarétti er lokið hjá atvinnurek-
endum. 1 dag greiðir Trygginga-
stofnun ríkisins 734 krónur á
dag í sjúkradagpeninga enda
hafi umsækjandi verið í 100%
starfi fyrir veikindi, annars eru
greiddar 367 krónur á dag. Full-
ar bætur á mánuði eru um 22
þúsund krónur. Ljóst er að
sjúkradagpeningar Trygginga-
stofnunar ríkisins nægja engan
veginn fyrir framfærslu og því
mjög mikilvægt að þeir verði
hækkaðir sem fyrst.“ — GG