Dagur - 06.03.2001, Side 16

Dagur - 06.03.2001, Side 16
16- 1’RinjU D AGU R 6. MARS 2001 „Kannski hafa karlmenn veriö tilbúnir í of miklum mæli að taka þessu bara þegjandi og hljóöalaust, vegna þess að konurnar hafa átt umræðuna, öll hugtökin og allt í kringum það, “ segir Kristján M. Magnússon sálfræðingur. - mynd: brink Námskeiðin sem Reyn- ir- ráðgjafastofa stendurfyrir eru ein- ungis ætluð karlmönn- um ogfjalla um karl- mennskuna. Þarstaifa að öllujöfnu tveirsál- fræðingarsem hafa sérhæft sig í að hjálpa karlmönnum í kreppu. Fyrstu námskeiðin sem Reynir - ráðgjafastofa stóð fvrir gengu undir heitinu Skynjaðu styrk þinn og voru unnin í samvinnu við jafnréttisfulltrúa Akureyrar- bæjar. Námskeiðin voru og eru einungis ætluð karlmönnum og fjalla um karlmennskuna og hvernig menn takast á við þetta hlutverk og þær væntingar sem aðrir gera til þeirra sem karl- manna og hafa þau verið vel sótt. Einnig hefur ráðgjafastofan staðið fyrir fyrirlestraröð fyrir karlmenn og nú stendur fj'rir dyrum námskeið sem hefur fengið yfirskriftina Karlar í kreppu. Við það að hlutverk kvenna breytist í þjóðfélaginu og þær taka meðvitað virkari þátt í að breyta sínu kynjahlutverki þá hefur það óneitanlega áhrif á karla og má ætla að þeir hafi þörf fyrir að ræða sín mál. Kristján M. Magnússon er ann- ar sálfráiðinganna hjá Reyni - ráðgjafastofu. Dagur hafði tal af honum og spurði hann meðal annars að því hvers vegna þeir hefðu farið af stað með þessi námskeið. Ómerkingar og karlrembusvín „Við höfðum áhuga á að gera þetta, meðal annars vegna þess að okkur fannst að konur væru í of miklum mæli farnar að skil- greina það hvernig karlar ættu að vera, án þess að karlar bæru hönd (ý'rir höfuð sér, eða gerðu eitthvað i' því sjálfir að skilgreina hvernig þeir sjálfir vildu vera. Við höfum fvlgt þessum málum eftir á margvíslegan hátt og unnið með karlmönnum á ýms- um sviðum. Við vorum með f\'r- irlestraröð fyrir karlmenn með mismunandi titlum eins og: kyn- in á vinnustað, feður, hlutverk karla við skilnað og karlmenn og kynlíf, svo eitthvað sé nefnt. Svo var hugsunin á bak við þessi námskeið líka sú að undirstrika að karlmenn gætu fengið tæki- færi til að ræða þessi mál án þess að konurnar væru að skil- greina í hvaða farveg umræðan ætti að fara. Ég hef verið t' samræðum á Netinu um þessi mál og þar var verið að ræða um það, hvort karlar væru að færast í auknum mæli frá börnunum og van- rækja hlutverk sitt sem feður. Ég held að svo sé ekki, þvert á móti fmnst mér ný kynslóð ungra karlmanna taka jafnan þátt í ilestu sem snýr að heimil- inu. Peir hafa öðruvísi viðhorf en áður til þess hvcrnig skipta á hlutverkum út frá því að kon- ur eru að vinna úti og þeim finnst þeir eigi að taka þátt í að reka heimilið. Þannig að ef maður horfir á konur og karla sem breiða hópa, getur maður sagt að konur séu frekar að bregðast börnum, miðað við það sem þær gerðu áður, en karlmenn aftur á móti að fær- ast í þá áttina að vera að sinna þeim meira en þeir gerðu áður.“ - Heitir þetta ekki að mœtast á miðri leið? „Þetta var sett fram af kon- um í umræðu - að karlmenn væru að bregðast börnum sín- um í þjóðfélaginu í dag - ég held að þetta sé ekki rétt. Kannski hafa karlmenn verið tilbúnir í of miklum mæli að taka þessu bara þegjandi og hljóðalaust, vegna þess að kon- urnar hafa átt umræðuna, öll hugtökin og allt í kringum það. Mér finnst ég hafa séð að karl- menn veigri sér við að mót- mæla eða hafa aðra skoðun á þessum málum en konu'r, vegna þess að þá eigi þeir á hættu að vera kallaðir ómerkingar og karlrembusvín ef þeir ganga ekki inn á að samþykkja um- ræðuna eins og hún hefur verið á forsendum kvenna.“ Réttur til maimsæmandi llfs - Þutfa karlmenn ehki að húa sér til sínar eigin forsendur í þessari itmræð u? „Umræðan er að mínu mati farin að snúast mikið meira um mannréttindamál en áður, þetta er spurning um rétt kvenna og karla til þess að lifa mannsæm- andi lífi, án þess að það þurfi að vera nokkur metingur um það hvort kynið hefur það verra eða betra, á sumum sviðum allavega. Auðvitað veit ég það, að til dæmis á vinnumarkaðn- um þá hafa konur alls ekki sama rétt eða sömu möguleika og karlar af ýmsum ástæðum. Sumár af þeim ástæðum liggja hjá konunum sjálfum, eins og til dæmis með stjórnunarstöð- urnar, konur hafa annað hvort ekki hugrekkið eða uppeldið til að þora að sækjast eftir þessum stöðum, einnig er margt sem hindrar þær út frá viðhorfum j)jóðfclagsins. Þarna er verið að velta fyrir sér réttindum kvenna og mannréttindum og hvernig hægt sé að styrkja kon- ur í því að eiga sama rétt og karlar. En ég held að á öðrum sviðum þurfi karlar að fá meiri réttindi og þurfi vinna að sínum réttindum, eins og til dæmis það að meðalaldur karla er lægri en kvenna. Þeir eru t.d. í hættulegu störfunum og eru á margan hátt í meiri hættu af þeim sökum. Þarna verðum við líka að líta á það að þetta hefur bæði með karlana sjálfa að gera og þau viðhorf og þær að- stæður sem þeim er boðið í þjóðfélaginu. Tökum sem dæmi unga stráka sem sýna ótrúlega áhættuhegðun í umferðinni og eru að hætta lífi sínu hvað eftir annað, áður en þeir lenda í ein- hverju sem kannski verður dauðaslys. Þetta hefur eitthvað með viðhorf strákanna sjálfra að gera sem verður til þess að þeir setja sig í hættu. Af hverju er það karlmennska að sýna svona fffldirfsku í umferðinni og af hverju að sýna það á þennan hátt?“ Þarna verður að velta fyrir sér, að karlhlutverkið er bæði þessar ytri kröfur sem gerðar eru til karla, sú karlmannsí- mynd sem verið er að lifa eftir og þær væntingar sem gerðar eru til þeirra og svo reynir karl- maðurinn sjálfur að móta þessa hugmynd - hvernig vill hann sjálfur vera til þess að vera töff. “ - Það eru þá ekki stelpur sem eru að hvetja stráka til þessa að vera töff? „Það eru ekki endilega stelp- ur sem tengjast þessari hegöun stráka, en það má velta fyrir sér hvernig þær tengjast henni.“ Hvað er að vera töff - Hvernig voru viðhrögðin á þess- um námskeiðum - voru karlamir tilhúnir að ijá sig opinskátt um persónuleg mál sín? „Já, enda hafa þeir sem mættu sjálfsagt verið í þeim hópi sem voru tilbúnari að tjá sig en aðrir. Þetta eru náttúru- lega ákaflega flókin samfélags- leg fyrirbæri sem við erum að tala um þarna og það er svo margt sem spilar inn í. Af hverju er það svona sem þess- um strákum finnst að þeir þurfi að sýna karlmennsku si'na, eins og ég lýsti hér áðan - það er svo margt sem hefur áhrif. Spurn- ingin er hvaða tækifæri þeir hafi til þess að sýna karl- mennsku sína, þá ímynd sem þeir eru að reyna að lifa upp til úr Qölmiðlum, hvað það er sem almennt í þeirra huga er töff og hvernig þeir upplifa vald. Það eru alls konar tilílnningalegir þættir sem spila þarna inn í og spurningin um hvort við getum tekið meðvitaða afstöðu til þess hvernig karlmennsku við viljum vinna að.“ - Karlmennskan þarf sem sagt að vera til staðar? „Já, hún þarf að vera til staðar, þetta er í genunum og er hluti af því að karlmaðurinn sé sáttur við sjálfan sig, að hann finni það að það sé eitt- hvað sem er karlmennska." Margir lifa ömurlegu lífi - Nú eru þið að fara af stað með námskeið sem þið nefnið Karlar í kreppu, ertt karlar á Islandi í kreppu? „Sumir karlar eru mjög vel settir í okkar þjóðfélagi, en svo er stór hópur af körlum sem lif- ir ömurlegu lífi, hvað varðar samskipti við aðra og bara það að lifa mannsæmandi lífi. Sá hópur er mun stærri en menn gera sér grein fyrir. Á nám- skeiðinu sem við erum að fara af stað með núna er áhersla lögð á unga stráka frá 17 til 24 ára sem á einhvern hátt eru í kreppu með sfna tilveru, af því að þeir eiga í samskiptaerfileik- um með nánast allt í kringum sig.“ - Hver er ástœðan fyrir því að svona er komið fyrir þessum karlmönnum? „Það lítur út fyrir að þessi hópur karla hafi alltaf verið staðar. I minni sveit þar sem ég ólst upp voru einbúar sem lifðu við ömurlegar aðstæður og mis- jöfn kjör og léleg. Stundum eru konur að spyrja hvort karlmenn séu bara svona tilfinningalausir og staðhæfa jafnvel að karlar hafi engar tilfinningar. Ég er alls ekki sammála því, þessir strákar sem eru svona illa staddir eru oft mjög viðkvæmir og líður illa og finna fyrir því, en hafa bara ekki kjarkinn til þess að tala um það. Það er kannski eitt af því sem hefur áhrif á kynjaumræðuna, því ef maður er strákur, þá á maður ekki að tala um það og þeir veigra sér líka við það.“ - Er einhver sameiginlegur bakgrunnur sem þessir strákar eiga sem veldur því að þeir eru svona tilfinninganœmir og til baka? „Mér finnst það sem sálfræð- ingur, að þarna séu að mestu leiti strákar sem eru á einhvern hátt misþroska. Þessi misþroski er mun algengari á meðal karla en kvenna og þarna er kannski eitt misréttismálið enn, sem er karlmönnum í óhag - hvað oft er illa búið að þessum strákum og þeir illa útbúnir til að takast á við vandamál sín. Þjóðfélags- breytingar geta líka átt þátt í því að ýta undir þetta ástand og það getur vel verið að einmitt þessir strákar plummi sig enn ver í þjóðfélaginu í dag, þar sem kröfurnar eru enn meiri um að standa sig til þess að vera gjaldgengur. Þetta há- tækniþjóðfélag reynist þessum strákum erfitt", segir Kristján. - w

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.